Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 30. nóvember 1967 — 48. árg. 277. btl. — Verff 71 kr. VANTRAUSTIÐ FELLT í GÆR Emil Jónsson sagöi i útvarpsumræðum Aff lokinni útvarpsumræðu frá | Sameinuðu þingi í gærkvöldi fór 1 ftfram atkvæðagreiðsla um van- trauststillögu framsóknar. og Al-, ^þjðubandalagsmanna á ríkis- ii stjórnina. Tillagan var felld mcð 31 atkvæ*: gegn 28 að viðhöfðu I nafnakalli. Einn stjórnarþing- (I maðnr var fjarverandi. Símakönnun Alþýðublaðsins 30% hlustuðu á útvarpið 70% horfðu á sjóuvarpið Alþýðublaðið gerði smá könnun á því, hve margir lilustuðu á útvtarpsumræðurn ar í gærkvöidL Við hringd- um í 100 heimili, valin af al- gjöru handahófi. Spurningarn ar, sem við bárum upp, vom þrjár. Við spurðum að því í fyrsta lagi, hvort verið væri að hlusta á stjórnmálaumræðurn ar í útvarpinu. í öðru lagi vildum við fá að vita hvort einhver á heimilinu væri að horfa á sjónvarpið. Og í þriðja lagi spurðum við að því, hvort hlustað hefði verið á fyrra kvöld út- varpsumræðanna. Svörin sem við fengum skiptust þannig, að 31 sagði að verið væri að hlusta á um ræðurnar: 71 sagði að sjón. varpið væri í gangi, en bað kom nokkrum sinnum fyrir, þótt ekki væri það oft, að bæði útvarp og sjónvarp voru í gangi samtímis. Allmiklu fleiri virðast þó hafa hlustað á umræðumar fyrra kvöldið eða alls 51 af þeim, sem spurð ir vora. Þess ber að gæta, að niður stöður okkar eru engan veg- inn óyggijandi. — Til þess er úrtakið, sem við gerðum of lítið. í borg á stærð við R- vík þyrfti að hafa tal af minnsta kosti 250-300 manns til þess að niðurstöðunnm sé sæmilega að treysta. En þcssi Útkoma okkar ætti þó að geta gefið vísbendingu í rétta átt, og samkv. því er miklu meira horft á sjónvarp en hlustað á stjórnmálaumræður í útvarpi, og í öðru lagi hafa mun flciri hlustað á útvarpið é þriðju- dagskvöldið en í gærkvöldi. i Jenkins verður fjármálaráðherra en Callaghan tekur við starfi hans London 29. 11. (ntb-reuter) JAMES Callaghan, maðurinn, er átti ríkastan þátt í þvj að gengi sterfingspundsins var felít uirs síðustu helgi, hefur sagt af sér embættí fjármálaráðherra, að því er segir í tillcynningu, sem brezka stfjórnin gaf út í gær. — Callaghan hverfur samt ekki úr ríkisstjórninni, heldur skiptir um embætti við Roy Jenkins innan- ríkisráðherra. 'Callaghan segir af sér, þegar 11 dagar eru liðnir frá gengisfell ingunni, en allan þann tíma hafa gengið sögusagnir í London um að hann hygðist draga sig í hlé. Callaghan er 55 ára og hefur ver- ið fjármálaráðherra síðan ríkisst. Verkamannaflokksins kom til i'alda 1964. Roy Jenkins, sem nú tekur við stöðu fjórmáiaráðherra, er 46 ára að aldri. Hann var einn þeirra ásamt Callaghan, sem harðast fylgdu gengisfellingunni og lögð hefur verið óherzla á það í Lond on að stöðuskiptingin muni ekki hafa neina stefnúbreytingu í för með sér. Jenkins er talinn einn efnilegasti maður Verkamanna- flokksins og líklegur formaður seinna meir. Samkvæmt fregnum frá Lond- on hafði Callaghan skrifað af- sögn sína, .áður en gengisfelling- in var framkvæmd, en ríkisstjórn- in hélt iþví leyndu, til þess að það hefði ekki áhrif á árangur gengisfellingarinnar. í lausnar- beiðni sinni segir Callaghan, að hann hefði talið nauðsynlegt að lækka gengi pundsins, jafnvel þótt hann hefði fullvissað mörg viðskiptalönd Breta um, að ekk- ert slíkt væri á döfinni og gjald- eyrisforði þeirra í pundum væri Framhald á 15. síðn. Vill framsókn endurtaka van- traustsævintýrið frá 1950? STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKKARNIR hafa boriff fram vantraust sitt fyrst og fremst vegna gengisbreytingarinnar, en vitaskald einnigr í þeirri von, aff hún verffi samþykkt og stjórnin fari frá, en þeir sjálfir komist að, sagði Emil Jónsson í Iokaræffu Alþýffuflokksins í útvarpsumræffunum frá Alþingi í gærkvöldi. Þó liggur ikkert fyrir um, hvernig þeir ætla aff Ieysa aðsteðjandi vanda þjóffarinnar! í þessu sambandi rif jaffi Emil upp eitt furffulegasta atvik þing- sögunnar, þegar framsóknarmenn báru fram vantraust á sjálfstæff- isflokksstjórn veturinn 1950 vegna frumvarps um gengisbreytingu. Þegar vantraustið hafði veriff samþykkt, gengu framsókuarmenn í ríkisstjórn með sjálfstæffismönnum og framkvæmdu þá hina sömu gengisbreytingu, sem hafði veriff tilefni til vantrausts fáusn dögum áður. Þaff skyldi þó aldrei vera, aff hiff sama vaki fyrir framsóknar- mönnum nú? spurffi Emil. Emil rakti þetta atvik nokkvu nánar, þar sem núverandi van- traust minnir að sumu leyti á það. Hann sagði: En sagan endurtekur sig, og allur málflutningur og málatil- búningur stjómarandstöðunnar nú, minnir mjög á atburð, sem gerðist hér á Alþingi fyrir tæp- um 18 árum, eða á öndverðu árí 1950. Þá hafði ríkisstjórnin, sem var minnihlutastjóm Sjálf- stæðisflokksins, borið fram frum varp um gengislækkun, til lausn ar á aðsteðjandi efnahagsvanda. Framsóknarflokkurinn bar þá fram vantraust á rikisstjómina eins og nú, og fékk það sam- þykkt. En hvað gerði hann þá? Hann myndaði nærri samstund is stjóm með þeim flokki, sem hann hafði borið fram vantraust á. Hygg ég, að þetta muni vera einstætt í allri þingsögunni, að flokkur, sem ber fram vantraust. á annan, myndí svo þegar í stað stjórn með þessum flokki, sem hann hafði fengið samþykkt van- traust á. En hvað varð svo um gengis- lækkunarfrumvarpið, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði borið fram, eftir að Framsóknarflokk- urinn var kominn í ríkisstjórn. Það merkilega skeði að fmm varpið var samþykkt, með at- kvæðum Framsóknarmanna og með nákvæmlega sömu gengis- lækkuninni og Sjálfstæðisflokkur inn hafði lagt til í upphafi. Þetta hefir þá kannski verið einhver smávægileg gengislækk- un, kunna menn því að spyrja. Emil Jónsson. Nei, alls ekki. Það voru ekki 5%, eins og Framsóknarflokkur- inn telur nú að svari til brezkn lækkunarinnar á sterlingspund- inu nú. Gengislækkun íslenzku krónunnar þá var miklu stórkost legri. Þetta var hækkun á Banda ríkjadollar um hvorki meira né minna en 75%. Meiri en heim- ingi meiri en nú er verið aff tala um. Þá hefir ef til vill verið langt um liðið, kannski mörg ár, sið an gengi ísl. kr. var síðast fellt. Það var heldur ekki, þvi að Framsóknarflokkurinn hafði ver ið með í því að hækka gengið á Bandaríkjadollar um 44% réttu hálfu ári áður. Þá hlýtur stjórnarstefnan & undanförnum árum að hafa ver ið mjög slæm, þar sem nauð- >a]d á blaðsíðu;15.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.