Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.11.1967, Blaðsíða 7
Oskar Jónsson: KUGLEIDIKGAR UM NÝJAR AWINNUGREINAR k iSLANDI Það orkar ekki tvímælis að framleiðsla okkar íslendinga er mun einhæfari en flestra Evrópu þjóða og mun einhæfari en þeirra þjóða, sem við höfum mest viðskipti við. Af því leið- ir aftur að útflutningur þjóðar- innar er afar einhæfur. Er því mikil nauðsyn á að leita eftir nýjum leiðum til að fjölga at- vinnugreinum í landinu og skapa þannig fjölbreytni í út- flutningsframleiðslunni og nm leið að tryggja atvinnuöryggið. Og þá spyrja menn eðlilega: Ern. þeir möguleikar fyrir hendi? Ég svara því hiklaust játandi og meira að segja margir, en hér verða aðeins nefndir nokkrir, sem sá er þetta ritar hefur alveg sérstakan áhuga fyrir. Öilum mun kunnugt um kísil- gúrinn, sem nú fer bráðlega að birtast í útflutningsskýrslunum og -einnig ekki langt undan gjald eyristekjur af Álverksmiði- unni við Straumsvík. Ber að fagna slíkum stórátökum og þakka, og þá ekki sízt þeim sem þar hafa haft myndarlega forgöngu um. Og væri sannar. lega óskandi að fleiri slíkar stór virkjanir kæmu fljótlega í kjöl far, þeirra tveggja, sem hér voru nefndar. En fleira er matur en feitt- kjöt, sagðí karlinn, á ég þar við að ennþá eru ónýttir marg- ir möguleikar, sumir bíða við bæjardyrnar. T.d. eru hér við land mjög miklar skelfisksnám ur, misjafnlega þó eftir lands- hlutum. Væri mikil þörf á því að rannsaka möguleika á verð- mæti skelfisksins með því að breyta honum í arðbæra útflutn ingsvöru. í öllum eða flestum fjörð- úm, sem skerast inn í Vestfjarða kjálkann frá Látrabjargi norð- ur til Straumness norðan við ísa fjarðardjúp, eru mjög miklar námur af kúfiski, sem nú er ekki lengur nýttur, en ear um og eftir s.l. aldamót mikið not aður til beitu við línuveiðar þar vestra. En með tilkomu frysti- húsanna og aukningu síldveiða hefir hann fengið að hvíla í friði í fjörðunum þar Vest- ra. Þótt ég nefni þessa staði getur hann verið á miklu fleiri stöðum hér við land. Ungur að árum var ég oft við að afla kúfisksins, bæði til sölu og eins í eigin þarfir til beitu og þekki því vel svæðin vestra og það mikla magn, sem bíður þess að verða nýtt og gert að verðmætri útflutningsvöru. Öllum hinum eldri sjómönn- um hér við Faxaflóa mun kunnugt um að á tímum ára- skipanna hér við Flóann, var kræklingur mikið notaður í beitu. Aðallega var hann sóttur upp í Hvalfjörð og engin líkindi til að hann sé ekki enn þar fyrir hendi. Var hann fluttur þaðan á vorin í heilum báts- förmum til veiðistöðvanna á Suðurnesjum og víðar. Sagt hefir mér verið af þeim manni, sem manna best kann skil á skelfiski við íslands strendur að kræklingurinn sé að allega við suðvesturströndina, en minna annarstaðar við landið. En þetta mun ekki fullrannsak- að ennþá. En sá er munur ó kræklingi og kúfiski að krækl- inginn má rækta með mjög 6- dýrri og frumstæðri aðferð. Það gera t.d. Frakkar og hafa miög aukið framleiðslu hans með ræktun fisksins. Kræklingur, til reiddur á ýmsa vegu, þykir hið mesta lostæti, enda nemur nú framleiðsla Frakkanna tugmilljón um franka árlega. Mun Faxa- flói vera hinn ákjósanlegasti stað ur til kræklingsræktar. Ekki þarf að hugsa mikið fyrir fóður kostnaðinum, aðeins útbúa skVt yrði fyrir uppvexti hans og við komu. Og ég efast heldúr ekki um að hér á landi eru svo margir vel menntaðir fiskifræðingar og kunnáttumenn í niðursuðuiðn- aði, að ekki þyrfti hugmynd nð stöðvast vegna þess að kunnáttu menn vanti. En hitt væri sjálf sagt að styrkja einhvern, sem áhuga hefði á kræklingsrækt til að læra af þeim frönsku sitt hvað í þessari iðn. Fyrir nokkrum árum var kú- fiskur frystur til útflutnings *;1 Bandaríkja Norður-Ameríku. Ekki mun sá útflutningur hafa lánazt og þá ekki sízt fyrir það, að í skelfiski þessum eru eitur- ÁSKRIFTARSÍMIER 14900 Alþýðublaðið efni, sem eru yfir það hámark. sem heitbrigðisyfirvöld þar í landi hafa sett mjög strangar reglur um. Féll því þessi út. flutningur niður. En fyrir at- beina eins vestfirzks dugn- aðarmanns, var gerð tilraun með að sjóða kúfiskinn niður í dósir og var það gert undir um- sjón og eftirliti dr. Jakobs Sig- urðssonar rétt í þann mund er Fiskiðjuver ríkisins var selt o.g niðursuðu hætt. En eigi að s.'ð ur lánaðist þessi sending vel og við niðursuðuna var eitruiún það lítil að hún var fyrir neðan leyfilegt hámark í U.S.A., endi algerlega skaðlaus. Verðið. som fékkst fyrir þessa sendingu gaf vonir um að hér væri fyrir hendi ný atvinnugrein, en sem því miður hefir ekki ennþá orð. ið. En hér má ekki láta staðar numið. Persónulega hef ég þá sterku trú að gera megi kúfisk inn vestfirzka að arðbærri út- flutningsvöru. Áður fyrr var hans aflað með mjög frúmstæð- um aðferðum en með nútíma tækni veit ég að veiðiskapurinn yrði mjög ódýr og þá ekki sízt fyrir það að öflun hans færi að- allega fram á fjörðum inni þar vestra og mætti drýgja vetrar vinnuna allnokkuð. Á Vestfjörð um eru fremur smáar niðursuðu verksmiðjur og gætu þó samt annazt tilraun. allar til að byrja með, þ.e.a.s. soðið hann niður i dósir. Hins vegar ef atvinnu- grein þessi gæfi góðan árangur, mætti annaðhvort auka þar a£. köstin eða flytja hann milli landshluta þar sem afkastageta niðursuðuverksmiðja er næg. — Kúfiskurinn þolir nefnilega geymslu í nokkra daga, en þá í ferskum sjó. En það myndi vera með þessa veiði eins og rækjuna, að ekki mætti ofgar.ga á stofninn og yrðu veiðarnar að vera undir vísindalegu eftirliti eins og til dæmis rækjuveiðar. Mig minnir að Sigurður Bjarnason alþm. hafi hreyft þessu máli á Alþingi fyrir nokk rum árum og jafnvel að sam- þykkt hafi verið gerð um ath. í þá átt, sem hér hefir verið rætt um, en ég vissi ekki hvort nokk uð hefði gerzt frekar í málinu. Væri hér tilvalið verkefni fyrir Fiskimálasjóð að styrkja tilraunir með framleiðslu á skel fiski, sem flytja mætti á er- lenda markaði, ef einhverjir einstaklingar eða það opinbera vildi. brjóta hér ‘ísinn. Fyrir ca. þrem ártugum var hvorki rækja eða humar til á út flutningsskýrslunum, en 19G6 voru þau 3% af heildarútflutn- inginum eða 160 millj. króna. Þetta eru engar stórupphæðir, en munar þó nokkru ef hægt væri að fjölga vörutegundun um. En bæði rækja og humar gefa mikla atvinnu landverka- fólki. Svipull er sjávarafli, segir gamalt máltæki og höfum við íslendingar fyrr og síðar oft fengið að kenna á því, væri því sannarlega ekki úr vegi að líta í fleiri áttir en gert hefir verið og fjölga þeim tegundum, sem geta gert útflutningsframleiðsl- una fjölbreyttari. Hefi ég rætt hér að framan um skelfiskinn, en vil nú með nokkrum orðum minnast á fiski rælct, eða nánar tiltekið eina hlið hennar. Danir fluttu út 1965 fiskafurð ir, sem þeir rækta í ósöltu vatni, að magnj til um 11.000 lestir og hafði sú tala hækkað frá því árið áður um 2.555 lest- ir. Sagt er mér af fagfróðum mönnum í þessarj iðn að gera megi ráð fyrir að fob. verðmæti þessa vatnafisks hafi verið í kringum d.kr. 8 fyrir hvert kg. Það blandast víst engum hugur um að vatnið, sem Danir verða að rækta fiskinn í, er mun óhoil ara en hið hreina og tæra ís Óskar Jónsson. v lenzka vatn. Og þá vaknar sú spurning hvers vegna höfum v;3 íslendingar látið þetta fram hjá okkur fara? Aðallega munu Dan ir rækta regnbogasilung, sem er, eða hefir verið eftirsótt heimsmarkaðsvara. Fyrir nokkrum árum býrjuðu Norðmenn að rækta silpnginn í söltum sjó í það sem þeir kalla á norsku „Flyedammer’* sem mætti kalla á íslenzku flbttjarn ir eða fiskiker. Þannig fi^kirækt fer fram í ósöltu vatni. vStærð þéssara flottjarna eru 2x5 mtr. eða 10 mtr. að flatarmáli, á liæð 2 mtr., alls 20 rúmijneirar. Þarf vatnið að vera minnst 2;á mtr. á dýpt. 1964 voru gerðar tilraunir á nokkrum stöðum í Noregi með þannig lagaða fiskirækt. Sagt er frá tveimur tilraunum, önn ur var gerð í Árefjorden við Moss en hin við Kongsveinger. Við Moss tókst tilraunin ágæt- lega, drápust aðeins 16 seyði af 2000, sem látin voru í kerið, en nokkru fleiri á hinum staðnum. Var um kennt að gæði seyðanna Tramhald á 14. síðu. Óbreytt verð Eigum ennþá takmarkaðar birgðir af eftirtöldum hjólbörðum, á cbreyttii verði: 520 x 13 kr. 668,— 590 x 13 640 x 13 670 x 13 520 x 14 560 x 14 590 x 14 560 x 15 640 x 15 500/525 x 16 600 x 16 650/670 x 16 550 x 17 650 x 20 750 x 20 — 815,— — 930,— — 970,— — 735,— — 810.— — 860,— — 845.— — 1153,— — 815,— — 1201.— — 1285,- — 850,— — 2158 — — 3679.— Gerið hagstæð kaup SsSÐ' KORiSTJAN550N H.f. U M 8 0 fl MJ • suðuriandsbraLit 2 • sími 35300 30. nóvember 1967 - AIÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.