Alþýðublaðið - 01.12.1967, Qupperneq 1
Föstudagur 1. desember 1967 — 48. árg. 278. tbl. — VerS 7 kr.
Kjaradómur úrskurðaði um Jbrjú mál i gær
Séra Rasmar Fjalar Lárusson.
Hlaut flest
atkvæði í
prestskjöri
Prestkosning fór fram í Hali-
grímssókn síðastliðinn sunnudafí
og' voru sex umsækjendur í kjöri.
Atkvæði voru taiin á skrifstofu
biskups í gærmorgun, ogr hlaut
séra Ragnar Fjalar Lárusson á
Siglufirði flest atkvæði, en kosn
ingin var ólögmæt, þar eð eng
inn umsækjenda hlaut hreinan
meirihluta atkvæða. Er því heim
ilt að skipa hvern umsækjenda
sem vera skal í starfið, cn bess
munu um langt árabil engin
dæmi að annar hafi verið val-
inn en sá atkvæðahæsti, þegar
Iíkt hefur staðið á.
Úrslit kosninganna urðu þau,
að séra Ragnar Fjalar Lárusson
hlaut 812 atkvæði, séra Páll
Pálsson 688, séra Ingþór Indriða
son 685, séra Lárus Halldórsson
651, séra Björn Jónsson 364 og
séra Kristján Róbertsson 167. 22
seðlar voru auðir og 12 ógildir.
Breytingar á vinnutima
og aldurshækkun
í GÆR fjallaði Kjaradómur um
þrjú mál og afgreiddi. Voru það
kjaradómsmát starfsmanna rík-
isins, lögregfuþjóna, sem fá laun
greidd úr borgarsjóði og bæjar-
starfsmanna á Siglufirði. Mjög
litlar breytingar urðu á kjörum
rikisstarfsmanna frá því sem áð-
in- var. Ein helzta breytingin er
sú, að tíminn, sem starfsmaður
þarf að vlnna samfleytt til að
hækka í launaflokki og svo til að
ná hámarkslaunum hefur verið
styttur. Nær þetta atriði til
þriggja flokka. Flokkurinn, sem
áður miðaðist við 15 ára starfs-
aldur verður nú miðaður við 12
ár, sá sem áður miðaðist við 10
ár, miðast nú við 8 ár og flokkur-
inn, sem áður var miðaður við
6 ára starfsaldur breytist í 5 ára.
Vinnutími alls hjúkrunarfólks
og aðstoðarfólks við hjúkrun, svo
og ljósmæðra á fæðingardeildum
styttist um tvær vinnustundir á
viku, úr 44 stundum í 42.
Næturverðir talsíma og tal-
stöðva fá styttingu vinnuviku úr
44 stundum í 36 stundir.
Sumarvinnutími ríkisstarfs-
manna á iaugardögum breytist.
Hann var áður reiknaður frá 15.
maí, en nú verður hann reiknað-
ur ftó 1. maí að telja.
Daglegur vinnutími kennara
lengist, hann var áður frá klukk-
an 9 til 17 virka daga, en frá 9
til 12 á laugardögum. Nú verður
daglegur vinnutími kennara
reiknaður frá kl. 8 á morgnana
til kl. 17 virka daga, en á laug-
ardögum frá kl. 8 til 12. Verði
ejýz í daglegum, samfelldum
Framhald á 14. siðu.
ENGAR
MYNDIR
TAKK'.
Fréttamaður Alþýðublaðsins
og Ijósmyndari fóru i gær á
vettvang til þess að fá niður-
stöður kjaradóms og taka
mynd, er forseti dómsins læsi
hann upp. Þegar á staðinn
kom fékkst hins vegar aðeins
afrit af dómnum í aðalmálinu
en dómarnir í hinum tveim-
ur voru ekki handbærir og
fengust engar upplýsingar
gefnar um innihald þeirra
þar á staðnum. Og með öllu
var útilokað að leyfi fengist
til að taka myndir af dóms-
uppkvaðningunni, eins og
reglan hefur þó verið áður.
Kjaradómur fjallar um mál,
sem varða þúsundir Iands-
manna, en starfsmenn hans
virðast halda, að niðnrstöður
dómsins komi blöðunum og
þar með almenningi ekkert
?ið.
IDESEMBER
Það er orðið æði vetrarlegt
hér norður á íslandi, eins og
sést á þessari mynd, sem tek
in var fyrir fáeinum dögum.
Enda er kominn hávetur og I
dag er fullveldisdagurinn 1.
desember. Að vanda verða ým
is hátíðahöld i tilefni dagsins
og standa stúdentar einkum
fyrir þeim. Frá þessum hátíða
höldum er sagt í í'rétt á bls.
3 í blaðinu í dag.
IVERKFALLI1SÆTTIR I K ÝPURDEILU
AFLYST
Á félagsfundi í Hinu íslenzka
prentarafélagi siðdegis í gær
var samþykkt að aflýsa áður
b f laðri vinnustöðvun, Fund-
urinn var mjög fjölmennur og
var samþykktin gerð með öll-
um greiddum atkvæðum gegn
tveimur.
Á fundinum var samþykkt
samkomulag sem stjórn prent
arafélagsins og Félags ísl.
prentsmiðjueigenda hafa gert
með sér imi að setja á fót
sameiginlega nefnd til að
ræða urn atriði viðvíkjandi 'i
samskipti félaganna. i
Nicosia 30. nóvember (ntb-reuter).
Tilkynnt var í Nícosiu í gær, að rikisstjórnirnar í Aþenu Ank-
ara og Nicosiu hafi náð samkomulagi um samþykkt lausnar Kýpur-
deilunni, þar sem segir m. a., að Grikkjum beri að kalla heim þá
10.000 hermenn, sem þeir haía sent til Kýpur. Frá Aþenu berast
þær fréttir, að tveir hinna þriggja sáttasemjara í deilunni hafi snú
ið heim í gær, en þeir hafa átt ríkan þátt í samningaviðræðunum um
lausn deilunnar. Benda því allar líkur til þess, að hættan á striði
milli Tyrkja og Grikkja sé úr sögunni.
í samþykktinni, sem gerð var
seg'ir einnig að Tyrkjxun
beri að dreifa liðssafnaði þeim,
sem þeir hafi haft uppi undan
farnar vikur, tilbúnum til inn-
rásar á Kýpur.
Cyrus Vance, sendimaður John
sons Bandaríkjaforseta og einn
sáttasemjaranna þriggja fór í
gær frá Nicosiu til Aþenu, þnr
sem hann mun dvelja enn um
stund. Hinir tveir, Manlijo Brosio
aðalritari NATO, og Jos Rolz
Bennett, sendimaður U Thants,
eru nú farnir hvor til síns
heima.
Makarios, forseti Kýpur, var
að því spurður í gær, hvort han.n
teldið frið vera tryggðan. „Það
held ég“, svaraði forsetinn. Á-
kvæði samþykktarinnar um lausn
Kýpurdeilunnar, sem gerð var í
gær, hafa enn ekki verið birt
opinberléga. Samkvæmt fregnum
frá Aþenu segir, að þau verði að
öllum líkindum sett fram sem til
mæli frá U Thant, framkvæmda-
stjóra S.þ. til Tyrklands og Grikk
lands um, að framkvæma vissar
aðgerðir.
Áreiðanlegar fréttir frá Aþenu
herma, að aðaldeilumálið í samn
ingaviðræðunum í Nicosiu hafi
verið innan hve langs tíma grísku
hermennirnir á Kýpur skyldu vf
irgefa eyna.
Var að lokum komizt að niður
stöðu um, að þessi tími skvldi
vera 2 mánuðir. Fréttamenn í
Aþenu telja að brottflutningur
gríska liðsins frá Kýpur sé mik
ill sigur fyrir Tyrki. Mik
il eítirvænting ríkir meðal frétta
mannanna um, hvort deilan um
Kýpur síðustu vikur hafi ekkt
áhrif á völd grísku herfcringja.
stjórnarinnar, þar sem Panayotis
Pipinelis, fyrrverandi forsætisráð
herra og áhrifamikill stjómmála
maður, hafi verið kallaður úr út-
legð í hinni pól.itísku eyðimörk
og útnefndur utanríkismálaráð-
herra. Það * er skoðun margra
fréttaritara í Aþenu, að starf
Pipinelis hafi flýtt og tryggt hina
farsæla endi, sem Kýpurdeilan
nú hefur fengið.
Embætti útvarpsstjóra
var í gær auglýst laust til
umsóknar frá og með
næstu áramótum. Umsókn-
arfrestur er til 23. desera-
ber.