Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 2
1 Bazar gamla fólksins Á LAUGARÐAG og' sunnudag' veráur lialdinn bazar í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund við Ilringbraut. Á bazarnum verffur til sölu ýniiss konar liandavinna sem vistfólk; heimilisins hefr'| unniff. Rennur allur ágóði af baz- arnum óskertur til gamla fólks- ins. Bazarinn hefst kl. 2 e. h. báða dagana og verffur þar á boffstól- > um margt eigulegt og ódýrt. Má 1 benda fólki iá' að margt sem þarna fæst er tilvalið til jóla- gjafa. Meffal þess er til sölu verður má nefna muni úr tágum og basti, hekluð barnaföt, prjónavöru ým- iss konar, útsaumaða dúka, púffa og margt fleira. Magnea Hjálmarsdóttir og Ei- ] ríka Sigurhannesdóttir handa- 1 vinnukennarar tjáðu fréttamönn- um aff þetta væri 12. 'árið sem handavinnukennsla færi fram að Grund og kynni gamla fólkiff vel að meta slíka kennslu. Elzta kon ah/Or á handavinnu á bazarnum er níutíu og tveggja ára. Fólk er góðfúslega hvatt til að styrkja gamla fólkið og er bazar- inn sem fyrr segir í Elli- og hjúkr unarheimilinu Grund við Hring- braut, gengið inn frá Blómvalla götu. Sautján bækur frá Setbergi BÓKAÚTGÁFAN Setberg hef- ur sent frá sér 17 nýijar bæk- lú'- A,C menkari bókum; má telja: Minningar Stefáns Jó- hanns Stefánssonar, síðara ! bindi; Misgjörðir feðranna, skáldsögoi eftir Gísla Jónsson; 5 í særótinu eftir Svein Sæm- undsson; Heim til íslands eftir • Vilhjálm S. Vilhjálmsson; Daggardropa eftir Björn J. : Blöndal; Veröldin og viff, nýja fjölfræðibók og Sumardvöl í Grænufjöllum eftir Stefán Júl íusson. Arnbjörn Kristinsson, framkv.stj. Setbergs kvaddi blaðamenn til fundar við sig aff Hótel Borg í gær og kynnti fyrir þeim nýju bækurnar. — Þar voru og viðstaddir fimm af höfundum bóka þeirra er að ofan er getið. Minningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Bók þessi er síðara bindi af endurminningum Stefáns, en fyrra bindi þeirra kom út í fyrra. Stefán Jóhann Stefáns- son er fæddur 1894. Nam hann lögfræði við Iláskóla íslands og starfaði síðan frá 1922 að málfærslu og stjórnmálum. — Stefán átti sæti lá Alþingi 1934 -1937 og 1942-1945, var for- stjóri Brunabótafélags íslands um ára skeið og sendiherra í Kaupmannahöfn 1957—1965. Hann var formaður Alþýðu- flokksins 1938-1952, félags- mála- og utanríkisráðlierra ár- in 1939—1942 og forsætisráð- herra 1947-1949. Stefán Jóhann Stefánsson kemur þannig mjög við sögu undanfarinna áratuga. í þessu síðara bindi endurminninga sinna lýsir hann almennum stjórnmála- og sendiherrastörf um og átökum innan Alþýðu- flokksins. — Jafnframt rekur hann 'kynni sín af fjölmörgum samtíðarmönnum, samherjum og andstæðingum, og gerir grein fyrir meginþáttum Is- lenzkra stjórnmála og miklum sögulegum breytingatímum. Bókin er 130 bls. að stærð og skiptist í ellefu meginkafla. Hún er prýdd fjölda ljósmynda af mönnum og atburðum er„ við sögu koma. Aftast- í bók- inni er prentuð nafnaskrá. Misgjörðir feðranna. Misgjörðir feðranna er fyrsta skáldsaga Gísla Jónsson ar fyrrverandi alþingimsanns. Gísli er þó þjóðkunnur af rit- störfum fyrir ferðaþættina í „Frekjunni", sem kom út 1941 og frásögnina „Frá foreldrum mínum“, sem kom út haustið 1966. Einnig hafa birzt eftir Gísla Jónsson ljóð og ritgerð- ir í ýmsum blöðum og tíma- ritum. Gísli tjáði blaðamönnum í gær að Misgjörðir feðranna væri rómantísk skáldsaga og hafi hann byrjað að rita hana í júní 1965. Er þetta fyrsta hók: Botnsheiðar-Gudda. — X ibókinni rekur höfundur örlaga ríka íslenzka ættarsögu, — harmsögu, sem nær út yfir landamæri lífs og dauða. Misgjörðir feðranna er 259 bls. að stærð og skiptist í 20 kafla. í særótinu. í særótinu er þriðja bók Sveins Sæmundssonar, en áð- ur hafa komið út bækurnar: í brimgarðinum og Menn í sjávarháska. Þessi nýja bók er sem tvær hinar fyrri frásagn- ir og þættir um íslenzka sjó- menn. í bókinni er m. a. fjallað ýtarlega um Halaveðrið og hef ur Sveinn safnað efni í frá- sögnina úr samtímaheimild- um, prentuðum og skrifuðum Nokkrir rithöfundar ásamt framkv.stj. Setbergs á blaðamannafundinum í gær. Efri ráð frá vinstri: Sveinn Sæmundsson, Arnbjörn Kristins son framkv.stj. Setbergs, og Stefán Júlíusson. Neðri röð frá vinstri: Björn J. Blöndal, Gísli Jón sson og Stefán Jóhann Stefánsson. og einnig hefur hann rætt við um 60 sjómenn sem lentu í Halaveðrinu. Bókin er 221 bls. og skiptist í 28 kafla. Bókina prýða yfir 90 ljósmyndir. Ileim til íslands. Er Vilhjálmur S. Vilhjálms- son lézt árið 1966 hafði 'hann ekki að fullu lokið við hand- rit að þessari bók. Það varð þó að ráði milli forstjóra Set- bergs, Arnbjörns Kristinsson- ar og ekkju Vilhjálms, frú Bergþóru Guðmundsdóttur, að bókin yrði gefin út eins og ákveðið hafði v.erið. Var Ing- ólfi Kristjánssyni falið að yf- irfara handritið og ganga frá því til prentunar. Bókin hefur að geyma endurminningar hjónanna Elísab.etar Helgadótt ur og Thor J. Brand. — Þau hjónin voru Vestur-íslending- ar, en fluttu til. íslands þar sem Thor J. Brand gerðist þjóðgarðsvörður á Þingyöllum. Bókin er 179 bls. að stærð og skiptist í 17 kafla. Daggardropar. Daggardropar er sjöunda bók Björns J. Blöndal. Bókin er spunnin ún íslenzkum þjóð- sögum, aðallega újr Borgar- firði, ævintýrum og loks skáld skap Bjöms sjálfs. Efni þetta fellir Björn í eina heild. Þjóð- isögurnar hafa ekki verið skráð ar 'áður og eru sumar orðrétt- ar af munni sögumanna, en aðrar endursögn. Daggardropar er 191 bls. og skiptist í 9 kafla. Veröldin og Við. Veröldin og við er ný fjöl- fræðibók, sænsk að uppruna. Freysteínn Gunnarsson þýddi og staðfærði. Veröldin og við minnir að mörgu leyti á Fjöl- fræðibókina sem Setberg gaf út fyrir um það bil 10 árum og seldist upp á nokkrum ár- um í óvenjulega stóru upplagi. Bókin er 200 bls. að stærð ásamt orðaskrá, Skiptist hún í 12 kafla og má þar nefna Upphaf lífs á jörðinni, Heim dýranna, Vélaöldina, Viðurværi manna, Tungumálin, Uppgötv- anir og uppfinningar, kafla um algeiminn o. fl. Sumardvöl í Grænufjöllum. Bók þessi er saga 16 ára stúlku. Höfundurinn, Stefán Júlíusson, sem kunnur er af fyrri barna- og unglingabók- um sínum, kvaðst sækja hug- myndina að sögunni til sumar búða í Bandaríkjunum, þar sem hann starfaði um skeið. — Fjallar sagan um íslenzka stúlku, Ástu, sem lendir í ýms um ævintýrum á erlendri grund. Sagan er skrifuð handa unglingum. Bókin er 140 bls. ~ að stærð. Barnabækur Auk ofangreindra bóka gef- ur Setberg út nokkrar barna- Framhald á bls. 14. 2 1. desember 1967 - ALÝÐUBLAÐIO

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.