Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 5
 «.Á. SENDIBRÉF TIL SÉRA JÓNS 29. nóvember. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lét um síðustu helgi getið ráðstefnu norrænna rithöfunda og gagnrýnenda, þar sem fjallað var um samtíðar- bókmenntir. Var sú frásögn harla forvitnileg og okkur íslendingum íhugunarverð. Mun í ráði, að íslendingar og Færeyingar gerist þátttakendur í slíkum málþingum framvegis ásamt Dönum, Finnum, Norðmönnum og Svíum, og væri það vel farið. Jafnframt ættu íslendingar að koma slíkri starfsemi á heima fyrir. Væri það verðugt við- fangsefni heildarsamtökum íslenzkra rithöfunda, en þau eiga einmitt tíu ára afmæli þessa dagana. Bókmenntastefnur eru of lítið ræddar hér á landi, þó að furðu gegni eins og íslendingar lesa mikið. Ritdómar blaðanna eru að vísu nokkurs virði, en meginviðhorf komast þar naumast á framfæri. Er þó sannarlega ástæða að fjalla um ýmis konar nýjungar, sem til sögu koma, íslenzk sérkenni og erlend áhrif. Slíkar umræður gætu orðið rithöfundum og lesendum mjög að gagni, ef vel tekst. íslenzka skáldsagan Sumir halda því fram, að tími skáldsögunnar sé liðinn. Ekki virðist svo hér á landi. Um þessar mundir koma út margar íslenzkar skáldsögur. Ég geri þær ekki að umræðuefni þessu sinni, en gaman væri, að ritdómarar okkar og aðrir mennta- menn ræddu í heyranda hljóði íslenzku skáldsög- una, þróun hennar, listgildi, þjóðfélagsáhrif og menningararf. Þá' gæfis); þess ef til vill kostur að skýra og skilgreina sitthvað, sem nú er á huldu. Ritdómurum ber oft illa saman i áliti, er þeir fjalla um skáldskap samtíðarinnar. Skoðanir eru stundum jafn margar og mennirnir, sem í hlut eiga. Þetta stafar af því, að persónuleg afstaða mótar yfirleitt íslenzka ritdóma. Það er út af fyrir sig gott og blessað. En víst væri fróðlegt, að jafn- framt kæmust meginstefnur á dagskrá. Ég skal taka dæmi, svo að ljósara verði, livað fyrir mér vakir með þessum hugleiðingum. Skáldsögur Guðbergs Bergssonar þykja að von- um nýstárlegar. Ýmsir lesendur álíta þær valda tímamótum í íslenzkri bókmenntasögu. Aðrir finna þeim flest til foráttu og kveða fast að orði. Hefur varla annar ungur höfundur hérlendis orðið um- deildari síðan Halldór Laxness ritaði Vefarann mikla frá Kasmír á sínum tíma. Það eru þvílík tíðindi, að skylt virðist að rannsaka fyrirbærið á þann hátt, sem tíðkast með öðrum menningar- þjóðum. Bókmenntirnar lúta einmitt þessu lögmáli, svo og aðrar listir. Ella staðna þær eins og vatn, sem frýs á hörðum vetri. Góðar bækur eða vondar íslendingum hættir ósköp við að telja bækur annaðhvort góðar eða vondar. Þetta einkennir mjög dóma um skáldsögur Guðbergs Bergssonar. Sann- leikurinn er hins vegar sá', að flestar bækur hafa eitthvað til síns ágætis, ef þær eru skrifaðar af hugkvæmum og gáfuðum höfundum. Iíins vegai' má löngum deila um skáldskap, vinnubrögð og skoðanir. íslendingar ættu fremur að leggja það erfiði á sig en trúa því, að bækur séu góðar eða vondar. Mestu skiptir, að hver einstakur lesandi reyni að gera þær upp við sig í mati og nautn. Fyrir mörgum árum ritdæmdi ég nýútkomná skáldsögu. Ég var í vanda staddur að meta hana og mun tilviljun hafa r-áðið úrslitum. Seinna sann- færðist ég af öðrum ritdómi um allt aðra niður- stöðu en mig henti. Svo liðu enn tímar fram, og ég lenti á tali við ágætan mann, sem kvaðst mér innilega sammála um þennan ritdóm minn. Ég rakti honum raunasögu mína í þessu efni, en það stoðaði ekkert. Honum datt ekki í hug að hætta að trúa því, að dómur minn hefði verið rétturl Þá blöskraði mér hlutskipti ritdómarans. Of miklir heimaalningar íslenzkir rithöfundar deila ógjarnan við gagn- rýnendur sína. Eigi að síður væri ærin. ástæða, að ritliöfundar og gagnrýnendur bæru saman skoð- anir og viðhorf. Þess vegna finnst mér álitlegt að taka upp þann hátt, sem tíðkast í þessu efni víða erlendis. Væri slíkt ekki kjörið verkefni og líklegt, að til nokkurs árangurs leiddi hér í fásinninu og einangruninni? . ’• Þig undrar kannski, að ég skuli tala um fásinní og einangrun nú á dögum, þegar fjarlægðir eru að’ kalla úr sögu. Ég ætla þó, að Íslendingar séu of' miklir heimaalningar í andlegum efnum og að úr því megi bæta. Dönsku vikublöðin koma ekki veröld- inni og heimsmenningunni á framfæri við okk- ur, þó að þau geti talizt sæmileg dægrastytting. Og þetta á ekki aðeins við um skáldskap. ís- lenzkir fræðimenn þurfa einnig að ræða hugðar- efni sín í áheyrn þjóðarinnar og gefa henni kost ó að heyra skoðanir. Er þetta bylting? Mig grunar, að bókmenntastefna Guðbergs sé ckki sú bylting til góðs eða ills, sem margir les- endur ætla. Hún er hins vegar ný af nálinni hér og þess vegna forvitnilegt viðfangsefni. íslenzka skáldsagan hefur breytzt að frumkvæði þessa sér- stæða og tiltektarsama höfundar. í hverju er sú breyting fólgin og hvað boðar hún? Svör við þeim spumingum gætu orðið fróðlegt íhugunarefni öll- um, sem unna íslenzkum bókmenntum. Nýjungar í ljóðagerð sættu hatrömmum deilum hér á landi fyrir aldarfjórðungi. Nú er sá hávaði þagnaður og sum umdeildu kvæðin ótvíræð þjóð- areign. Tilraunin var síður en svo hneykslanleg. Hún var allt annars eðlis en stjórnarbylting. Gam- all siður þarf ekki að dæmast til útskúfunar, þó að ný viðleitni keppi við hann og reynist farsæl. Náttúrunafnakenningin Náttúrunafnakenning Þórhalls Vilmundarson- ar vakti mikla athygli í fyrravetur. Fræðimenri okkar láta hins vegar eins og þeir viti ekki af henni. Sama gilti forðum um sagnfraeði Barða heitins Guðmundssonar. Um málflutning hans var hlaðið þagnarmúr, ef undan voru skildar trúarjátn- ingar þeirra, sem líta á fornsögurnar eins og heilagan og óskeikulan sannleik. Annars staðar myndi náttúrunafnakenning Þór- halls þykja sjálfsagt umræðuefni á málþingi fræðimanna, þar sem fjallað væri vísindalega um þessi efni. Til þess er fjöldi íslendinga hæfur vegna inenntunar og áhuga. En hvers vegna fær þjóðin ekki að heyra skoðanir sérfróðra manna á þessarj forvitnilegu tilraun? Þá væri um eitthvað að hugsa og tala á íslandi næstu vikur. Eða eigum við kannski að láta okkur nægja dönsku vikublöðin? Helgi Sæmundsson. Nýjar Heimskringlubækur Björn Bjarman: | TRÖLLIN, skáldsaga Verð kr. 270,— Drífa Viðar: FiALLÐALSLILJA,skáldsaga Vérð kr. 320,— Gunnar Benediktsson: SKYGGNZT UMHVERFIS SNORRA (væntanleg í desember) Gunnar M. Magnúss: ÁR OG DAGAR Verð kr. 450,— Jón Helgason: KVIÐUR AF GOTUM OG HÚNUM (væntanleg í desember) Krupskaja o.fl.: ENDURMINNINGAR UM LENÍN •I Verð kr. 320,— Mao Tse-tung: RAUÐA KVERIÐ Verð kr. 93,— Vera Panova: SAGAN AF SERJÓZA, skáldsaga Verð kr. 280,— Romain Rolland: JÓHANN KRISTÓFER IX X Verð kr. 420 — Tryggvi Emílsson: RÍMUÐ LJÓÐ Verð kr. 350,— Þorsteinn frá Hamri: JÓRVÍK LJÓÐ Vérð kr. 300,— Þorsteinn Valdimarsson: FIÐRILDADANS Verð kr. 320,— (Sölusk’attur er ekki innifalinn í verðinu). HEIMSKRINGLA LAUGAVEGI 18. 1. desember 1967 - ALÝÐUBLAÐIÐ 5 >jH,.igTí'ji,i Hil.Mt ijm I ^na,Ti»«jMiKÉf|->innfrwffTHi|>n.r<in»..lni,rflifir».l . ■ ... 'i i i I i | ................... v'-J-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.