Alþýðublaðið - 01.12.1967, Page 7
ÞEGAR NORSKIR
GYÐINGAR VORU
TEKNIR OG FLUTTIR
TIL ÚTRÝMINGAR
ALLIR Norömenn sem fylgd-
ust með þróun mála í Þýzka-
landi undir stiórn Hitlers vissli,
áður en stríðið brauzt út, að
Gyðingar voru ofsóttir, ertir og
þeim mismunað á margan hátt,
og að margir þeirra flúðu land.
Það sem enginn vissi var, að
Hitler hafði ákveðið að útrýma
þeim alveg, að svo miklu leyti
sem honum og lijálparmönnum
hans var það mögulegt. Það var
fyrst ljóst eftir að stríðið brauzt
út.
Fyrstu tvö ár hernámsins í
Noregi var ekki mikið um Gyð-
ingahatur í landinu, og var álit-
ið að svo myndi verða áfram. Ef
þessi skoðun hefði ekki verið
svo útbreidd, bæði meðal
norskra Gyðinga og annarra
en raun bar vitni.
★ ÁRÁSIN Á SOVÉT-
RÍKIN.
Ákveðinnar viðleitni til mis-
mununar og ofsóknar á Gyðing-
um gætti þó örlítið fyrstu tvö
Norðmanna hefði vissulega marg-
falt fleiri Gyðingar flúið land
hernómsárin, en á öðrum grund-
velli, og hlutu þeir svipaða með-
ferð og aðrir Norðmenn.
Þannig voru nokkrir Gyðinga-
kaupsýslumenn frá Tromsö, Nar-
vik og Brönnöysund handteknir
og sendir í Grini fangelsi. í
fangaskrá fangelsisins stendur
aðeins eitt orð sem ástæða hand-
tökunnar: „Gyðingur.” Þó þykir
trúlegf að ástæðu handtökunnar
megi rekja til fyrirhugaðrar á-
rásar á Sovétrikin 22. júní. Dag-
inn eftir að árásin hófst voru 60
norskir Gyðingar handteknir í
Osló og þeir sendir í Grini. í
fangaskránni stendur ritað: ,,Á
rásin á Sovétríkin. Gyðingur.”
Flestir Gyðinganna voru af ein-
um eða öðrum ástæðum látnir
lausir að þremur til fjórum vik-
um liðnum. Mörgum tókst síðan
að laumast yfir landamærin til
Svíþjóðar, aðrir voru handtekn-
ir í annað sinn og síðan fluttir
til Auschwitz og annarra útrým-
ingarbúða.
Af öðrum aðgerðum gegn
norsku Gyðingunum má geta þess
að Gestapo krafðist snemma
skrár yfir meðlimi trúarfélags
Gyðinga, og fengu meðlimir síð-
an stimpilinn „J” (Jöde), í vega-
bréf sín.
Sumarið 1941 brutu nokkrir
unglingar, sem fylgdu Quisling
að málum rúður í nokkrum verzl-
unum Gyðinga í Osló og um
haustið sama ár voru flokkar
Gyðinga í Þrándheimi og öðr-
um norskum bæjum handteknir.
Það var fyrst vorið 1942 að
atburðir fóru að fá óhugnanleg-
an blæ. Þá voru fjórir af þeim
sem handteknir voru í Þránd-
heimi teknir af lífi. Síðla sum-
ars var Gyðingapresturinn Sam-
úel og flokkur safnaðarfólks
hans handteknir og fluttir úr
landi.
Haustið 1942 hóf störf í aðal-
stöðv. Gestapo í Osló svonefnd
Gyðingadeild, sem hafði það verk
efni að undirbúa brottfl.utning
Gyðinga úr landi í stórum stíl.
Um þetta vissu ekki margir í
Noregi.
Aðfaranött 26. október voru
gefnar skipanir þess efnis að all-
ir Gyðingar í Osló skildu fang-
elsaðir, og út um allt land var
fjöldi Gyðinga liandtekinn. —
Fangarnir voru fyrst fluttir til
Bretveit, en síðan til svonefnds
„hænsnabús,” sem Quisling hafði
umsjón með. „Hænsnabúið” var
bærinn Berg við Túnsberg og þar
fengu Gyðingarnir heldur harka-
lega meðferð. Á hvítasunnu árið
1942 tilkynnti Quisling stofnun
„norsku” fangabúðanna. Áætl-
unin komst í framkvæmd siðla
sumars og voru Gyðingarnir
fyrstu fangarnir sem þangað
voru fluttir. Fangaverðir voru
að mestu úr „hirð” Quislings
og stóðu þeir fyrirmyndum sín-
um úr SS-sveitunum sízt að baki
hvað snerti harðneskju og
hrottaskap.
★ GAGNSLAUS MÓTMÆLI
KIRKJUNNAR.
Samtíða handtökunum voru
allar eigur Gyðinga í Noregi
gerðar upptækar samkvæmt skip-
un frá Quisling. Allur þessi yfir-
gangur, sem var með öllu ó-
þekktur í Noregi, vakti mikinn
úlfaþyt í landinu og ekki sízt
meðal starfsmanna kirkjunnar.
Bráðabirgða kirkjustjórnin,
guðfræðideildir háskólanna, frí-
kirkjan og önnur trúarfélög sam-
einuðust um að senda mótmæla-
skjal til Quislings, og var skjalið
lesið úr predikunarstólum sunnu-
daginn 22. nóvember. Þrátt fyrir
allt báru mótmælin engan árang-
ur. Nokkrum dögum áður hafði
Quisling fyrirskipað skrásetningu
á öllum sem voru Gyðingar að
hálfu leyti eða að einum fjórða.
Margir Norðmenn hófust þá
handa um að hjálpa norsku Gýð-
ingunum úr landi eða koma þeim
í sambönd við menn sem það
gerðu, en því miður tókst ekki
að koma nema hluta þeirra úr
landi. Tíminn reyndist of skamm-
ur. Þó má ætla að nokkur hundr-
ur Gyðinga hafi komizt yfir
landamærin til Svíþjóðar.
★ NÓVEMBERNÓTTIN
ÓGNÞRUNGNA.
Aðfaranótt 26. nóvember 1942
komu svo fyrirskipanir um hand-
töku allra Gyðinga sem fyrir-
fundust í Osló og nágrenni, án
tillits til aldurs og kyns, líkam-
legra eða andlegra sjúkdóma.
Handtökurnar voru framkvæmd-
ar af borgarlögreglu Nazista í
Osló og gerðar með mikilli
hörku. í fyrirskipununum stóð
að allar Gyðingakonur, sem báru
merkið „J” í vegabréfum sínum
ætti að handtaka ásamt börnum
þeirra. Allir hugsanlegir Gyð-
ingar voru handteknir, er þeir
fundust. Þeir handteknu máttu
vera norskir, þýzkir, án ríkis-
borgararéttar, Slavar, Kreólar
eða borgarar einhvers þtirra
landa, sem Þjóðverjar höfðuiher-
tekið.
Undanskildir handtöku ýoru
hins vegar konur og karlmenu
sem áttu maka er ekki hafði „J”
merkið í vegabréfinu. Einnig
voru undanskildir borgarar er
tilheyrðu brezka heimsveldinu,
Bandaríkjunum, Mexíkó, Mið- og
Suður-ríkjum Ameríku.
Föngunum bar að hafa með-
ferðis matvæli til fjögurra daga,
fatnað og skó ásamt öllum verð-
bréfum og verðmætum.
53 fanganna frá Berg og Grini
voru fluttir um borð í þýzku
flutningaskipin „Monte Rosa”
og „Dóná”, „þrælaskipin” eins
og þau réttilega voru nefnd.
★ ÚT í ÞOKUDIMMA
NÓTT.
Þannig byrjaði ferðin langa
mót „Nacht und Nebel,” nótt
og þoku eins og Þjóðverjarnir
kölluðu það með mildandi orða-
lagi, sem raunverulega var sult-
ur og hörmungar, gasklefar og
dauði. FÍeiri flutningar fylgdu
í kjölfarið, jafnskjótt og völ var
á skipum til þeirra. í bókinni
„Stríð Noregs 1940 — 1945” er
skýrt frá því að tala handtek-
inna norskra Gyðinga hafi verið
734. Einungis 12 komu aftur
til Noregs eftir stríðið. Meðal
þeirra sem lifðu hörmungarnar
af voru einnig norsku Gyðing-
arnir sem áttu maka af arísku
kyni. Þeim var haldið í fangels
unum Grini og Bergi til vorsins
1945, en þá voru þeir sendir til
Svíþjóðar, þar sem þeir fengu
frelsi.
LAND1966
HANDB00K
PUBLISHED
BYTHE
CENTRALBANK
0F ICELAND
Kjörin tœkifærisgjöf ti! fyrirtækja og vina erSendis.
Mikilvæg handbók stofnunum og heimilum hér á landi.
í ICELAND 1966 er að finna allar helztu upplýsingar itm land og
þjóð. Bókin er 390 lesmálssíöur, prýdd nokkrum fögrum iitmynd-
um og íslandskorti.
Bókinni er skipt í 11 höfuðkafla:
Landið og fólkið
Saga og bókmenntir
Stjórnarskrá og ríkisvald
Utanríkismál
Atvinnuvegir
Verzlun og samgöngur
Efnahags- og fjármál
Félagsmál
Trúarbrögð og menntamál
Vísindi og listir
Tómstundaiðja.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Hátt á annað þúsund atriðisorð (Index) er að finna aftast í bókinni.
ICELAND 1966 er tvímælalaust vandaðasta handbók um íslenzk
málefni sem völ e.r á. Bókin kostar kr. 400,00 með söluskatti.
Útgefandi: Seðlabanki íslands.
©AUGLYSINGASTOFAN
1. desember 1967 — ALYÐUBLAÐIÐ