Alþýðublaðið - 01.12.1967, Qupperneq 9
Bragi Sigurjónsson alþingismaður fiutti síðari ræðu Alþýðuflokksins
í útvarpsumræðunum síðastliðinn þriðjudag. Fjallaði Bragi um helztu
röksemdir, sem stjórnarandstæðingar færðu fyrir tillögu sinni um van-
útflutningsafurða væri fallið,
og að misræmi ylli erfiðleikum
um. Auðvitað hét þetta í munni
háttvirts þingmanns óstjórn rík
isstjórnarinnar, en.ek'ki hefir
hún stjórnað verðfalli á útflutn
ingsvörum né valdið þar nokkru
um, og ólíklega hefur háttvirtur
þingmaður ætlast til, að ríkis-
stjórnin hefði hindrað hækkan-
ir kaupgjalds þau árín, sem út-
flutningsatvinnuvegirnir gátu
borið þær, vegna góðæris, eins
og stjórnarandstaðan vill telja.
í útvarpsumræðum frá alþingi
á s.l. vori tók Sigurður Ingi-
mundarson, nú 1. landskjörinn
iþingmaður og einn af forvígis-
mönnum Alþýðuflokksins hér *■
Reykjavík, þessa góðæris stað
hæfingu til meðferðar og benti
með skýrum rökum 'á, að sam-
kvæmt venjulegum skilningi á
orðinu góðæri, hefði ekki geng
ið góðæri yfir landbúnaðinn
svo hann vissi, því að víða um
land hefði ár eftir ár verið kvart
að um kal og grasleysi. Þá vissi
hann ekki til, að sérstakt góð
æri hefði verið talið ríkja vest-
an- og norðanlands undanfarín
ár, hvað aflaföng úr sjó snerti.
Sum árin heldur ekki sunnan-
lands. Aflabrögð togaranna
hefðu oftast undanfarin ár þótt
rýr, svo að þar hefði ekki ver
ið góðæri að marka. Hitt væri
rétt, að síldin hefði veiðzt, það
væri vissulega um góðæri að
ræða, en spyrja mætti, hvaða
aðstöðu við hefðum haft til að
notfærá okkur það, ef fram-
sýnnar stjórnar hefði ekki notið
við um öflun veiðiskipa af full-
traust á ríkisstjórnina og hrakti þær. I
stæðingum ýmsar hollar ráSleggingar.
komnustu gerð og séð hefði ver
ið fyrir aðstöðu til að nýta afl
ann. Það stendur enn upp á
Framsóknarflokkinn að svara
þessarí glöggu og skýru ræðu
Sigurðar Ingimundarsonar.
Næst skulum við líta á þá
fullyrðingu stjórnarandstöðunn-
ar, að ríkisstjórnin hafi ekki
reynzt þeim vanda vaxin að
taka efnahagsmál þjóðarinnar
réttum tökum og beri því að
fara frá, þar sem hún njóti ekki
lengur fylgis meirihluta lands-
manna.
Þegar við reynum að kryfja
þessá staðhæfingu til mergjar,
verðum við að skilja á milli lið
innar tíðar og þess, sem bíður.
Um þær efnahagsaðgerðir, sem
nú hafa verið teknar eðá senn
verða teknar, þ.e. gengislækk
unina og 'hliðarráðstafanir í
sambandi við hana, gengur dóm
ur reynslunnar seinna, og hann
einn vei^ður óvéfengjanlegur. <
Nú getum við aðeins ráðið í
hann af likum frá fyrri reynslu
og er þó sá þátturinn mikils-
verðastur, sem ekki verður séð
ur fyrir: Hvaða aðstoð veitir al
menningur til þess, að niður-
staða reynslunnar verði hag-
stæð Ef við leggjumst ekki öll
á eitt'um það, að gengislækkun
in verði atvinnuvegunum blóð-
gjöf, ef við hvorki skiljum né
viljum skilja það, að hér er ver
ið að freista þess að bæta hag
atvinnuveganna, svo að atvinna
geti haldist sem jöfnust og bezt
en í stað atvinnuöryggis vérð-
um við vísast um sinn að þola
lítillega þrenferí kjör, ef við
hvorki skiljum þetta né VilJ-
um skjlja það, þá er gengislækk
unin aðeins bráðabirgðaaðgerð-
En gerist hitt, sem allar góðar
vættir styðji, að landsmenn
víkist af ábyrgð undir nauðsyn
ina, þá mun gengislækkunin
koma að góðu gagni. Þannig
liggur það í hendi alþjóðar og
framtíðarinnar að skera úr því,
hvort ríkisstjórnin hefir nú
reynzt forystu- og þar með efna
hagsvandanum vaxin. Dómur
stjórnarandstöðunnar þar um
er ekki tímabær.
En hvað þá um liðinn tírna?
Hefir stefna ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálum verið þar
röng?
Núverandi efnahagsvandi er
sá, að mikið verðfall hefir orðið
á útflutningsafurðum okkar,
leiðinni gaf Bragi stjórnarand-
vissir markaðir hafa lokazt og
afli hefir nokkuð dregizt sam-
an.-Er þetta að kenna efnahags-
stefnu núverandi ríkisstjórnar?
Enginn mun bera það sér í
munn. Hitt vill háttvirt stjórnar
andstaða staðhæfa, að hinar miklu
tekjur þjóðarinnar um undan-
farin ár, sem sérstaklega komu
af miklimi síldarafla og hag-
stæðu verðlagi á afurðum okk-
ar erlendis, hafi brunnið á ör-
skömmum trma upp í báli verð
bólgu. Ekki þarf nema hug-
leiða stórfelld skipa- og flugv.-
kaup, minnast nýrra verk-
smiðja, skóla- og íbúðarhúsa á
undanförnum árum til að sann-
færast um, að þetta er ekki all
ur sannleikurinn. Hitt er rétt,
að hluti af hinum auknu þjóðar
tekjum hefir vissulega brunnið
á báli verðbólgunnar, en víxl-
verkanir verðlags og kaupgjalds
hafa þar óvéfengjanlega komið
við sögu. Hefir ríkisstjórnin
haft þar , fyrirleikinn? Varla
verður það sagt með sanni. Og
ekki minnumst við þess, að
Framsóknarflokkur né Alþýðu-
bandalag hafi sérstaklega geng
ið fram fyrir skjöldu um að
hindra víxlhækkanirnar. Brenn
ur þó verðbólgan á flestum
þegnum þjóðfélagsins og ekki
sízt á launþegum og bændum.
Við höfum þvert á móti orðið
Vitni að því hvað eftir annað,
að þessi flokkar — og ekki síð
ur Framsóknarflokkurinn - hef
ir sjaldan talið eftir sér að
kasta sprekum á eldinn. Hér
skal ég að vinna, virðist hann
hafa hugsað.
Nú kann einhver að spyrja:
En hyaða vesaldómur er það hjá
ríkisstjórn að láta eldana
brénna? Hví slekkur hún þá
ekki?
Og. þá komum við að kjarna
þessa máls, sem almenningur
virðist gera sér glögga grein
fyrir: Það er ekkert fram-
kvæmdavald til í landinu, sem
getur barið í borðið og sagt, að
svona skuli hlutirnir vera og
ekki öðruvísi. Þetta er í senn
veikleiki og styrkleiki íslenzka
Iýðveldisins: Veikleiki að því
ieyti, að vegna þess getur ná
lega hver stétt þjóðfélagsins
jafnvel. minni hagsmunahópar,
tekið hús á löglegri ríkisstjórn
og gert henni ókleift að koma
málum fram nema eftir sam-
Framhald á 15. síðu.
um á þri&judagskvöld
Höfum opnað
nýja matvöruverzlun ásamt söluturni að
BÚÐAGERÐI 9.
Opið frá kl. 8,30-23,30 alla daga vikunnar.
Leggjum áherzlu á góða þjónustu.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN.
VÖRUVAL - VÖRUGÆÐi
SÖEBECHSVERZLUN
Búðagerði 9 — Sími 32140.
Fótaaðgerðastofa
VIKTORÍU B. flKTORS
Viðurkennd af
Danska læknafélaginu.
KLAPPARSTÍG 25-27 3. h.
Almennar
fótaaðgerðir.
Sérfræðingar á öllum Dr. Scholl’s vörum
Innlegg eftir máli, teygjusokkar eftir máli.
Nauðsynlegt er að panta fyrirfram í síma
13186 milli kl. 9 og 12.
Kvenfélag Alþýðuflokksins
heldur bazar í Iðnó uppi laugardaginn 2.
des. kl. 2 e. h.
Mikið af góðum ódýrum jólagjöfum.
Bazarnefndin.
Kvenfélagið Hringurinn
Efnir til sinnar árlegu kaffisölu og bazars,
sunnudaginn 3. desember næstkomandi. Kaffi-
salan er að Hótel Borg og bazarinn í húsa-
kynnum Almennra Trygginga í Pósthús-
stræti. — Á bazarnum er óvenju mikið af
fallegum handunnum munum. Allur ágóðinn
rennur til að koma upp lækningaheimili fyr-
ir taugaveikluð börn.
Góðir Reykvíkingar komið og styrkið þetta
mikla nauðsynjamál.
Kvenfélagid HRINGURINN
Starf organista
við Dómkirkjuna í Reykjavík er laust til um
sóknar frá 1. janúar 1968.
Umsóknir sendist fyrir 20. desember til for
manns sóknarnefndar, Óskars Gíslasonar, gull
smiðs Skólavörðustíg 5, Reykjavík.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar.
1. desember 1967 — ALÝÐUBLAÐIÐ $