Alþýðublaðið - 01.12.1967, Page 15
RÆDA BRAGA...
Framhald úr opnu.
komulagsleiðum. Styrkleiki hins
vegar aö því leyti, að þannig
finna siéttirnar að vissu marki
meir til ábyrgðar sinnar eða
ættu að finna það. Þær verða að
koma sér saman undir leiðsögn
nikisstjórnar, sem kann hverju
sinni bezt að laða til samvinöu
og samstöðu.
Það er skilningurinn á þess-
um þætti í stjórnarháttum okk-
ar, sem hefir valdið því, að sam
stjórn Aiþyðuflokksins og Sjálf
stæðisiioiiksins hefir 1 vaxandi
inæli leitaö meir og meir eftir
samvinnu stéttanna um úrlausn
ir efnahagsmála og þá ekki sízt
iaunþegasamtakianna, fjölmenn
asta hópsins í þjóðfélagi okkar.
Það hefir varla farið fram
hjá nokkrum, að þessi sam-
vinnueftirieitun 'hefir í sumum
tílfellum a.m.k. kallað á aukna
ábyrgðarkennd forystuliðs
stéttanna og af iþessari sam-
vinnu hefir ýmislegt gott hlotið,
sem ella 'hefðj kannske alls ekki
nóðst fram. Enginn skyldi því
vanmeta nauðsyn þessara sam-
vinnutilrauna né sjá eftir tím-
anum, sem í þær fer, þótt hóf
verði að vera á öllu.
Á s.l. vori gengu stjórnmála-
flokkarnir til alþingiskosninga.
Þeir lögðu spilin á borðið fyrr
kjósendur, hver eftir sftiu mati
ó málefnum þjóðarinnar. Að
sjálfsögðu drógu þeir hver fram
sinn hlut eftir getu. Það er hátt
ur flokka. Einn telúr þetta sér
sigurstranglegast, annar hitt.
Stjórnarandstaðan taldi sér
mundu verða bezt til fylgis að
deila hart á samstjórn Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
, ins. Sérstakíega 'lagði Framsókn
arflokkurinn alúð við að túlka
fyrir alþjóð, að þar hefði allt
tekizt illa. Nú yrði að taka upp
aðra stjórnarstefnu, fara nýja
leið, hina leiðina. Hver sú leið
væri, þótti óljóst. Margir kom-
ust að þeirri niðurstöðu. að önn
ur stjórnarstefna táknaði það í
munni flokksins, að hann fengi
sæti í stjórn, að nýja leiðin
væri að hann næði sæti í stjórn,
að hin leiðin væri, að hann öðl-
aðist sæti í stjórn. Kjósendum
þótti svipur Framsóknarflokks-
in ekki hreinn og upplitið næsta
ódjarflegt. Þeir veittu lionum
ekki aukið brautargengi.
Alþýðubandalagið gekk klofið
itil kosninganna í vor og kom
sárt og vígmótt af inribyrðis-
deilum út úr þeim. Hinn vaski
og gunnreifi uppreisnarforingi,
Hannibal Vaidimarsson, bar að
visu hátt skjöldinn úr þeim hild
arleik, en það verður honum
vísast síz^ fyrirgefið af andstæð
ingunum í eigin flokki, og fá-
um dyist, að „bróðernið er flátt
mjög og gamaniö er grátt“ í
þeim herbúðum.
Þegar óeining í herbúðum Al-
þýðubandalagsins, er höfð í
huga og getuleysi Framsóknar-
flokksins til að skilgreina, hvað
íriann vill í þjóðmálum — ann-
að en komast í rikisstjórn —
liggur í augum uppi, að þangað
er ekki forystu að leita í þeim
vanda, er nú er við að fást. Þar
verður núverandi ríkisstjórn að
fá frið til að greiða úr erfiðleik
unum. Það verður affarasælast.
Strangasti dómurinn, sem
kveðinn hefir verið upp um
stjórnarandstöðuna og algert
stefnuleysi hennar í efnahags-
málum, hefir verið felldur af
nokkrum talsmönnum þjóð-
stjómar nú. Rök þeirra eru, að
þjóðstjórn skuli mynduð, svo að
stjórnarandstaðan verði til
friðs. Enginn nefnir, að hann
skuli taka inn í stjórn vegna
skynsamlegra
ræða hennar.
Enginn skyldi þó taka orð
mín svo, að núverandi ríkis-
stjórn sé gallalaus eða ’hafi
ekki eða geti ekki gert skyssur.
Slíkt hefir allar ríkisstjórnir
hent og mun allar henda. Það
er mannlegt að skjátlast. En
ég þykist hafa leitt rök að þvl,
að meginefni rökstuðnings hátt-
virtrar stjórnarandstöðu fyrir
vantrauststillögu sinni er úr
lausu lofti gripið: Það er ekki
rétt, að núverandi stjórnar-
flokkar hafi hlotið meirihluta
með þjóðinni út á fals og hlekk
ingar varðandi efnahagsaðstöðu
hennar s.l. vor. Það liggja eng
in rök fyrir, að meirihlutakjör
fylgið sé brostið. Það hafa ekki
verið færð rök að því, að stjórn
arstefnan í efnahagsmálum okk
ar hafi reynzt í megindráttum
röng, og það er enn of snemmt
að dæma um áhrif nýgerðrar
gengislækkunar á efnahags-
kerfi okkar. Af öllu þessu er
vantrauststillaga háttvirtra
stjórnarandstæðinga óraunhæf
ótímabær og ég vil leyfa mér
að skora á flutningsmenn henn
ar að taka hana. aftur og tefja
ekki þingstörfin með gagnslaus-
um tillöguflutningi.
Hláttvirt stjórnarandstaða hef
ir kvartað undan því á alþingi
undanfarið, að ræðum þeirra
væri lítið eða ekki svarað og
stjórnarsinnar vildu lítið á
mál þeirra hlýða. Með þessu
væru hinu háa alþingi óvirðing
sýnd. En hefir stjórnarandstað
an hugleitt, hver hlutur hennar
er í þessu? Það má vissulega
æra stöðuglyndasta mann að
hlusta á sömu röksemdirnar
fluttar mörgum sinnum af ræðu-
manni eftir ræðumann, sem
hafa það eitt að marki að tefja
tímann og heyra í sjálfum sér.
Þetta er að sýna alþingi óvirð-
ing og þetta er að fara illa með
hlutverk sitt. Því að snörp og
sköruleg stjórna^andstaða, sem
þorir og kann að segja kost og
löst á stjórnaraðgerðum er
þingræðinu nauðsynleg, og ætti
ef vel er á málum haldið, að
ganga næst farsælli og góðri rík
isstjórn um virðingu alþióðar.
Hvar er virðing stjórnarand-
stöðunnar í dag með þjóðinni?
Kemur hún fram í þjóðstjórnar
hugmyndinni til að stjórnarand
staðan íhafi frið? Það er þá virð
ing, liggur mér við að segja.
Ég vil ráðleggja stjórnarand-
stöðunni heilt: Hættið þessum
sífellda suðaustan fjórtán, hætt
ið þessum eilífa stormbeljanda,
reynið að hafa farsæl áhrif á
málefni lands og þjóðar með á-
byrgri afstöðu, með því að
segja af fyllstu einlægni kost og
löst á hlutunum að eigin dómi
án hornauga á stjórnarstóla, því
að til þess voruð þið kjörnir á
þing.
Megi svo nýgerðar efnahags-
aðgerðir verða þjóð okkar til
hagsældar, megi ríkisstjórnin
bera gæfu til íarsællar forystu
landi og lýð, megi takast góð
samvinna og samstaða stjórnar-
flokka og stjórnarandstöðu um
framgang og framkvæmd margra
góðra mála á alþingi og utan
þess, nú og framvegis.
KÉvikmyndir
Framhald af 7. síðu.
er ágætur sem hinn eigingjarni
bankastarfsmaður og sömu sögu
er að segja um Bing Crosby í
hlutverki hins drykkfellda lækn
is. Keenan Wynn Ieikur Luke
Plummer, sem reynist ekki eins
mikill bófi og maður hefði ætl-
að. Michael Connors er fjár-
hættuspilarinn svallsami, en allar
tilraunir til að láta hann deyja
hetjudauða mistakast.
Þannig hefur athyglisvert efni
að mestu farið forgörðum í með
förum leikstjórans og leikenda.
Þrátt fyrir allt finnst mér per-
sónulega þessi mynd betri en
margar aðrar af því tagi, sem
sýndar hafa verið hér upp á síð
kastið.
Að lokum mætti geta þess,
að kvikmyndin er vel mynduð,
en þar var að verki William
nokkur Clothier.
Sigurður Jón Ólafsson.
Skíðalyfta
Framhald af 11. síðu.
þeirra. Þetta þarf að gerast fljótt
; og ákveðið. Farþegar skulu síðan
strax fara af palli endastöðvar-
innar, niður tröppur, sem þeim
eru ætlaðar. Þegar farið er nið-
ur með lyftunni, skulu farþegar
ganga upp á pall endastöðvarinn-
ar, híða efst í stiganum eftir því,
að lyftuvörðurinn gefi merki um
að koma og ganga þá í veg fyrir
stólanae sem f^-a niður. Hafa
síðan sama hátt á og þegar farið
er í stólana niðri.
Það getur verið þægilegt, þeg-
ar farið er í stólana að grípa um
uppistöðu, sem er milli stólsæt-
anna, eða í stólarmana og halda
sér, þar til búið er að setja niður
öryggisslána. Meðan fólk er ó-
vant að nota lyftuna, má gera
ráð fyrir ein'hverjum töfum og
að stoppa 'þurfi hana þess vegna
oftar en ella. Ef lyftan stoppar
vegna rafmagnsbilunar er benzín
mótor settur í gang til að koma
fólki á ákvörðunarstað. Tekur að
eins nokkrar mínútur að stilla
lyftuna yfir á benzínmótorinn. —
Fólk er áminnt um að sitja kyrrt,
ef lyftan stoppar, og gera ekki
neinar þær ráðstafanir, er geta
komið sér illa, þegar lyftan fer
í gang aftur.
X-
íþróttir
Framhald af 11. síffu.
2. KENNAFLOKKUR
Halldóra Thoroddsen og Hulda
Guðmundsdóttir hlutu Unnarbik-
arinn með því að sigra í úrslitum
þær Guðmundu Petersen og Jón-
ínu Níeljohníusardóttur eftir jafna
keppni, sem tók þrjár lotur 7:15,
15:9, 15:10.
3. FYRSVI FLOKKUR A
Þar sigruðu veir ungir og efni-
legir leikmenn, Magnús Magnús-
son og Sveinn Kjartansson. UnnU
í úrslitum í jöfnum leik þá Guð-
jón Jónssön og Berg Jónsson,
15:12, 15:12.
Næsta laugardag verða leiknir
úrslitaleikir í innanfélagsmóti
T.B.R. fyrir Sveina (12—14 ára),
Drengi (14—16 ára) og unglinga
(16—18 ára), sem staðið hefur
yfir að undanförnu og laugardag-
inn 16. desember n.k. gengst
T.B.R. fyrir opnu einliðaleiksmóti
fyrir aldursflokkana 12 — 18 ára,
bæði drengi og stúlkur. Verður
það mót auglýst á næstunni.
Skíðalyfta
Framhald af 11. síðu.
boð fyrir gestina í Skíðahótelinu
í Hlíðarfjalli, og að lokum munu
skíðamenn renna sér með log-
andi kyndla frá' Stromphæð, þar
sem endastöð lyftunnar er, og nið-
ur að Skíðahótelinu.
Skíðalyftan er 1000 metra löng,
og er hæðarmismunur milli for-
stöðvar og endastöðvar 200 metr-
ar. 67 stólar eru í lyftunni, sem
tekur 134 menn í einu. Á klukku-
stund getur lyftan skilað 500
manns upp á Stromphæð, þar
sem endastöðin er, en forstöðin
er skammt fyrir sunnan Skíðahó-
telið. Ferðin upp tekur 7—8 mín-
útur. Mesta hæð undir stóla frá
jörðu er um 8 metrar.
Skíðalyftan er frá fyrirtækinu
Doppamayer í Austurríki. Uppsetn
ing lyftunnar í Hlíðarfjalli hófst
sl. vor og stjórnaði Magnús Guð-
mundsson frgmkvæmdum í fjall-
inu, en Pétur Bjarnason sá um
tæknilega hlið verksins. Hermann
Sigtryggsson, íþróttafulltrúi bæj-
arins, hefur borið hita og þunga
þessara skíðalyftuframkvæmda, en
hann vinnur undir stjórn íþrótta-
ráðs að þessu verki. Rekstur skiða
lyftunnar annast íþróttaráð. Kostn
aður við lyftuna er 4—4% millj.
kr. og er 40% af því greitt úr
íþróttasjóði. ÍSÍ lánaði 1 millj. kr.
í lyftuna. en eins og kunnugt er
ákvað stjórn ÍSÍ á sl vetri, að í
Hlíðarfjalli skyldi vera miðstöð
vetraríþrótta á íslandi. Allur ör-
yggisútbúnaður er mjög fullkom-
inn. Lyftustjóri er Hörður Sverr-
isson, en áætlað er að starísmenn ’
verði þrír.
Stjórn íþróttaráðs Akureyrar •.
skipa: Jens Sumarliðason, formað ■
ur, Haraldur M. Sigurðsson, Svav ;
ar Ottesen, Knútur Ottersted og
Hermann Stefánsson. ■
Jóla?^fpiuii v
Framhrid af 3. síðu.
áttu við erfiðleika að etja vegna
sjóslysanna miklu er urðu það ár.
Kom brátt í ljós að margir fleiri
þörfnuðust aðstoðar og ber þar :
helzt að nefna gamlar einstæðar
konur, gömul hjón og eii stæðár
stúlkur með börn á framfæri. !
Enn er þörfin brýn og fyrir
jólin í fyrra bárust nefndinni ■
hjálparbeiðnir frá um 800 aðilum.
í fyrra veittj nefndin hjálp m.a.
á milli 40 og 60 heimilum þar sem :
voru á milli 7 og 13 börn.
Nefndin nýtur engra opinberra
styrkja og byggist fjársöfnunin
einkum á frjálsum framlögum al-
mennings. Hefur nefndin i ár sent j
söfnunarlista í fyrirtæki hér í borg 1
ihni og vill hún vinsairúegast fara i
fram á að listamir berist nefnd-1
inni sem fyrst. í fyrra námu fjár- *
framlög til nefndarinnar um i
hálfri milljón króna. j
Mæðrastyrksnefnd víir stofnuð j
af félagasambandi 20 kvenfélaga j
og núverandi formaðuj- nefndar- j
innar er frú Jónína Guðmunds-
dóttir og r.itari frú Svava Mathie
sen.
Vörur á
gamla verðinu
★ Við erum að taka upp mikið úrval >af hinu
heimsfræga Bing & Gröndahl postulíni, ösku-
bakka margar tegundir, styttur og kaffistell.
★ Og ennþá hafið þér tækifæri til að kaupa eft-
ir taldar vörur á gamla verðinu, t. d. segul-
bandstæki, plötuspilara af ýmsum gerðum,
vöfflujárn, straujárn, Gundapotta og brauð-
ristar í úrvali og margt fleira.
ic Ennfremur mikið úrval af faliegum lömpum
á mjög góðu verði, sterk og falleg bómullar-
teppi í mörgum stærðum og liíum — mjög
ódýr.
Jólavörur í fjölbreyttu úrvali
Véia- ©g raftækjaverz;iís?sn hf«
Lækjargötu 2 — sími 12852.
tillagna eða úr- s>
1. desember 1967 - ALÝÐUBLAÐIÐ J.5