Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 8
8 JólablaJ AlþýffublaBsins 1367 sem er Á fyrri helming 16. aldar urðu miklar breytingar um norðan- verða Evrópu. Straumar nýrra stefnu fóru um löndin, fleyttu á braut því foma og urðu ríkir í áhrifum og mótun hins kom- andi, jafnt i trúarlegum og menn ingarlegum efnum, en þó ö'lu fremst í stjómmálum. Svo varð einnig á íslandi, þó að breyt- ingar yrðu hér með öðru svip- móti og fráskildar því, er varð í næstu löndum, sérstaklega í fyrstu mótun. Þetta varð í fullu samræmi við þróunina, er orðið hafði frá fyrstu tíð kristninn- ar í landinu. Kristnitakan hér komst á með sérstæðari hætti en í öðrum norrænum löndum. Þróun og áhrif kirkjuvaldsins í kaþólskri tíð, varð líka önnur. Meginstraumar alþjóðlegu kirkj- unnar i Róm, náðu sjaldan ai- geram tökum á íslenzku kirkj- unni. Vandamál íslands urðu sjaldan ráðin af legátum páfa, heldur urðu innlendir menn að leysa þau af vild og ráðum hags- muna sinna og valdastreitu, þótt þeir á stundum, yrðu að sæta á- byrgð síðar. Aldrei er þetta jafn 'augljóst og á 14. öld, enda varð landið þá um árabil einangr- að og siglingar sáralitlar, vegna Svartadauða á Norðurlöndum, og margs konar óstjórnar og deilna þar. Saga 15. aldar er döpur - full- komin raunasaga, þó eru þar nokkrir glampar er lýsa eins og blys um nótt. Öldin gekk í garð með skelfingum Svartadauða, og í lok hennar geisaði önnur sótt er varð mjög mannskæð. Sú síð ari er venjulega nefnd Plágan síðari. Þessar mannskæðu sóttir höfðu mikil áhrif í þjóðlífinu, efnahagsleg og stjórnmilaleg. Jarfeignir og önnur verðmæti, söfnuðust á fáar hendur, og nýj ar ættir hófust. — Kirkjuvaldinu varð þetta kærkomið tækifæri til að láta greipar sópa og stór- auðgaðist. Enda hefur kaþólska kirkjan aldrei orðið jafnrík í landinu og valdamikil og í lok 15. aldar og í byrjun hinnar 16. En það sem verst var og olli mestum sköpum í íslenzku þjóð félagi, var, að menning lands- manna stórhrakaði, svo að hún bar ekki sitt bar lengur, og er lendir straumar í þeim efnum runnu án samræmis við það er áður var í íslenzku þjóðlífi. Stóls skólarnir fornu, biðu mikinn hnekki, svo að í byrjun 16. aldar, var svo komið, að erfið- lega gekk að fá velmenntaða / presta til þjónustu. Afleiðingarn ar urðu, að alþýða fékk ekki lengur þann styrk til andlegs atgervis, eins og hún hlaut áð- ur frá klerkastéttinni, og mátti þó ekki minni vera. Bóklegum menntum hnignaði, svo að sagn- aritun leið að mestu undir lok. En hins vegar var nokkur Ijóða gerð, aðallega andlegur kveð- skapur og rímur. í raun réttri verkaði kaþólska kirkjan síðustu aldarinar. tvær sem nokkurskonar svefnlyf jagerð í þjóðlífinu hvað menningu lands ins snerti. Margir fyrstu boð- endur siðskipanna hérlendis, voru stórbrotnir og vel mennt- aðir menn. Saga þeirra er rík í litum og aðfaramikil I atburð- um. Hugsjóuir þeirra og boð- skapur, var sókn og innsæi 1 framvindu hins ókomna, eins og hún var þar sem blikur feigðar hins hnignandi siðar voru á lofti. En atburðir og atvik er urðu fjarri íslandi, ollu því að hugsjónirnar og framsýnin, varð ekki að veruleika. ísland lenti í klóm konungsvaldsins, þegar það slapp úr gini kaþólsku kirkj- unnar. En þrátt fyrir allt, fylgdi I fótspor siðskiptanna mennt hins nýja, er endurnýjaðist, er stundir liðu í anda og raunsæi fornmenntastefnunnar, er barst til íslands með siðskiptunum, og varð gróskumikil í ætt fyrsta biskups hins nýja siðar. En sið- skiptin færðu íslandi og, það bezta úr menntaheimi Norður- álfunnar, prentlistina. Sá mað- ur, er mest og bezt vann að því að hún öðlaðist verðugan sess í íslenzku þjóðlífi, kemur lítt við deilur samtíðarinnar. Hann var kyrrlátur maður, er vann starf sitt í hljóði, langt frá skarkala samtíðarinnar, þrátt fyrir það, að hann hrifist ungur af hinum nýja sið hugsjónum hans og framavon. Þessi maður er Odd- ur Gottskálksson, biskupssonur frá Hólum í Hjaltadal, síðast lög- maður yfir íslandi norðan og vestan. 2. Um miðbik 13. aldar urðu þau þáttaskil í veitingu biskupsem- bættis í landinu, að norskir bisk upar sátu báða biskupsstóla lands ins. Fór svo fram allt fram á 16. öld, að útlendir biskupar sátu stólana annað veifið. Sum ir þessara manna voru ævin- týramenn og eru þekktir að ýmsu misjöfnu. Síðastur er- lendra biskupa var Gottskálk Nikulásson á Hólum í Hjaltadal er tók biskupstign árið 1498. föðurbróðir hans, Ólafur Rögnv.- son, var einnig Hólabiskup og var siðavandur refsigjarn og auðg aði dómkirkjuna á Hólum mjög um sína daga. Gottskálk bisk- up var stjómsamur og fégjarn, og kunni vel að halda á- valdi kirkjunnar enda auðgaðist stóll- in mikið um hans daga. Gott- skálk biskup hefur hlotið harðan an dóm í íslenzkri sögu, og al- þýða manna kaus honum nafn- ið, hinn grimml. En líklegt er, að þetta sé ekki að öllu leyti réttur dómur. Gottskálk varð biskup til dauðadags ?. desem- ber 1520. ' Gottskálk biskup átti börn nokkur með íslenzkum konum, eins og títt var um erlenda kaþólska biskupa hér á landi. Tvö < barna hans, að vísu hálf- systkini, eru fræg í sögunni, Kristín og Oddur lögmaður. Kristín átti fyrr Þorvarð lög- mann Erlendsson, en síðar Jón sýslumann Einarsson á Geita- skarði í Langadal nyðra. Hún var merkiskona og skörungur. EFIIR JÓN GÍSLASON Móðir Odds lögmanns, var Guðrún Eiríksdóttir slógnefs, Loftssonar ríka Guttormssonar. Alsystir hans var Guðrún, er heitkona Gissurar biskups Ein- arssonar, er hann fór utan til biskupsvígslu. Hún reyndist honum ótrú, og varð þunguð af völdum friðils síns, og eignað- ist þríbura. Varð ekki meira af ástum biskups og hennar. Ekki er vitað með vissu um fæðingarár Odds Gottskálks- sonar, og er erfitt að henda reiður á, hvenær hann fæddist. Hann fór ungur til Noregs til föðurfrænda sinna, og hlaut þar ágæta menntun, bæði þar í landi og í Danmörku og í Þýzkalandi. Naut hann mjög handleiðslu föðurbróður síns, Guttorms Nikulássonar lög- manns i Björgvin. Nam hann af honum lög, en þá voru lög enn nær þau sömu í Noregi og á ís- landi. Þá var við Björgvinjar- skóla einn lærðasti maður Nor- egs, Geble Pétursson. Hann hafði numið í háskólanum í í Hollanli og Belgíu. Hann var vinur íslendinga og reyndist þeim vel, þegar á reyndi, sérstaklega Gissuri biskupi Einarssyni. Oddur Gottskálksson varð á ungum aldri í áliti sökum mennta sinna og gáfna. Þótti hann sér- staklega góður málamaður, jafnt í dönsku, þýzku og latínu. Hann varð hinn lærðasti guðfræðing- ur, en tók aldrei vígslu, þótt hann ætti þess kost bæði ytra og á íslandi. Sennilegt er, að hann hafi ekki viljað vígjast sökum þess, að hann var stirð- mæltur, og því fundið vanmátt sinn til að predika, en á það reyndi mjög hjá siðskipta prest- um, að þeir væru mælskir og skörulegir í framsetningu ræðna og kenninga. Oddur varð snemma hrifinn af hinum nýja sið, og er saga til af því, hvernig hann sner- ist til hans. Lýsir hún vel skap- gerð hans, íhygli og festu, er virðist hafa einkennt hann alla ævi. Oddur undraðist það, hve margir vitrir og hyggnir menn snerust frá kaþólskri trú til hins nýja siðar. En sjálfum skildist honum samt sem áður ekki á’- gæti hans í fyrstu, né hinn leyndadómsfulli boðskapur hans. þótti honum þetta undarlegt, og braut um það heilann. Þar kom að hann einsetti sér að prófa og reyna hvor væri betri og sannari. Hann tók það ráð að vaka í þrjár nætur í röð. Reis hann á fætur nótt eina í nær- klæðum einum fata. þegar allir voru komnir í fasta svefn. Lagð- ist hann á bæn og bað guð þess innilega að opna hjarta sitt og birta sér og innblása hinn rétta skilning á því mikla leyndar- og vandamáli, hvor siðurinn væri sannari og réttari. Vann hann jafnframt heit, að hann skyldi alla ævi duga og fylgja þeim siðnum, er sér birtist réttari. Þegar þrjár nætur voru liðn- ar, voru þau umskipti orðin, að Oddur hafði gleymt öllum forn- um trúarfræðum, eins og hann hefði aldrei neitt af þeim heyrt eða numið. En £ þess stað var hinn nýi siður og trúfræði hon- um svo augljós og skýr, 'að hann skildi gjörla og kunni vel að út- lista þau. Fór hann þá strax til útvegunar á Nýjatestament- inu og ýmsum bókum öðrum, og naut þeirra ríkulega til lær- dóms og ástundunar. Saga þessi er er í raun réttri táknræn fyrir marga frumherja siðskiptanna. Þeir öðluðust sið- breytinguna af íhugun, oft eftir langt og erfitt sálarstríð. 3. Lítið er vitað um Odd fram- an af ævi hans. Að loknu námi leitaði hugur hans til ættlands móður sinnar. Vafalaust stóðu honum opnar leiðir til góðra embætta ytra. En uppúr 1530 virðist hann hafa orðið á vegi Ögmundar biskups Pálssonar, er biskup var í Danaveldi. Réðist hann til þjónustu hjá biskupi og er með vissu kominn hingað til lands árið 1536, því þá er hann einn dómari í tylftardómi um vígsmál. Líklegt er, að Ög- mundur biskup hafi boðið Oddi kostakjör, því biskup skorti mjög vel menntaðan mann til bréfaskrifta og annarra vanda- samra starfa, því hvort tveggja var, að slíkir voru fáir á ís- landi, og hitt, að biskup var snemma sjóndapur. Oddur var fyrst í stað nefndur Oddur hinn norski á íslandi, og svo nefnir hann sig sjálfur. í Skálholti komst Oddur brátt í vinfengi við skoðunarbræður sína í trúmálum, þá Gissur Ein- arsson, síðar biskup, Odd Eyj- ólfsson frá Haga á Barðaströnd og Gísla Jónsson, síðar Skál- holtsbiskup. Tókst með þeim góð vinátta. Þeir hófu fljótt að leggja stund á lærdóm nýja sið- arins af kappi, þó í pukri væri. Oddur hefur vafalaust verið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.