Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 9
Jötablað AfþýffubFaffsIrts — 1967 MYNDIN er úr Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar sem gefið var út í Hró- arskeldu 1540, af þeirri opnu bókarinn- ar, þar sem Jólaguðspjallið er að finna. Ljósm.: Landsbókasafnið. þeirra lang fremstur í fræðun- um og mótað skoðanir þeirra af þekkingu sinni og kunnáttu. — Oddur frá Haga var bryti stað- arins og hafði þau sérréttindi að hafa sérstakt herbergi til um- ráða, þar höfðu þeir félagar næði til að ræða mál sín. Sátu þeir þar löngum við lestur, skriftir og umræður um fræði sín hin nýju. Þó glæsileiki mikils höfðings- skapar og auðs einkenndi Skál- holtsstað á' dögum Ögmundar biskups, skorti þar oft í hús- um næga hlýju frá arni til upp- hitunar á köldum vetrardögum, eins og oft vildi við brenna á íslandi fyrr á öldum. Oddur hinn norski var vanur nægum ofnhita hins . skógríka lands, Noregs. Honum varð því kalt við skriftir og lestur í ranni Skálholtsbisk- ups. Hann tók það því til ráðs, er öllum virtist hagsýni og fangaráð, að láta smíða sér pall í fjósi staðarins, þar sem hann naut nægrar hlýju frá kúm og nautpeningi. En í ráðum var meira. Oddur reyndist brátt alliðinn og þaulsætinn við skriftirnar í fjósinu, og undruðust staðar- menn nokkuð, hvað hann hefði svo mikið að rita. Urðu þeir hnýsnir og forvitnir. Hann saddi forvitni þeirra og kvaðst vera að rita gömul biskupaboð af fræðum fornum, og sýndi þeim sannindi þess, er nærgöngulast- ir voru. En raunin var, að Odd- ur var að þýða Nýjatestament- ið á íslenzku í fjósinu. Vissu félagar hans, Gissur, Oddur og Gísli einir, hvað hann sýslaði og leyndu rækilega fyrir aimenn- ingj og biskupi. Siðskiptamennirnir ungu á Skálholtsstað, tóku stundum upp gamanmál um verustað Odds við þýðinguna. Enda hermir saga, að Oddur Gottskálksson hafi eitt sinn mælt svo við Gísla, félaga sinn, að pað væri undar- leg ráðstöfun guðs, að goðssonur fékk ekki annað rúm að leggj- ast í, þegar hann var borinn í heiminn, en jötu, en nú yrði hann að hýrast í gripahúsi eða fjósi, þegar hann tæki sér fyrir hendur að segja frá fæðingu hans á móðurmáli sínu, íslenzk- unni. Þar kom, að Odd þraut papp- ír og varð honum nauðugur einn kostur að biðja Ögmund biskup um að hjálpa upp á' sakirnar. Ögmundur spurði hann, hvað hann ritaði svo mikið. Oddur tjáði honum, að hann ritaði ramtnjit PM F'iJ 'tg bun !im»,:m n $ myrVlú otM f; r ...... caprrolí ■ »*íhur mimtf •: rm ! ||rff v;n> bm íEfi'ino í«m j 4 vjr llpfhornj,'. f Tn : : !jla' f U.í fitVfxnrrjJ fuj.jrLa" '«tU ( Ld bóignlc :7tJ ■ -L -'f l *u ft-ui v.tr ,t|r biif, •; rTM( .nf)» tr.-.bi jrg þ^rnuotlrimit jbh-K t-U'Iu.ri o ík-rttf. ■ _>cí>Í iTkVMu/ þ.:l.:rt vc>rii Íiúr/Wfj WaW' i<h(i/7UeStbú,m Lrgmó ‘ cá'cvtafiat tuttt t l)a» fí' g>i.:ri>trí.,jr vot« þin (fama { ?*KC* fím-.uemqdfbrotmLS v.• ,c - • - ww.M vqbot>« rf Þi míf.d mnmn^cvflKtolhn ijofþuum ðuxatnhtjh Z>mtm K-'tg ©,:«rbr/ « fcjfttjs rtlnjftcftg/ m«„« f m.: b.:rmt ttctnnm v.tftt/ ? !jgr vaa t 'íctm lírlti' fííf ,wWt,C?rtt {?cc fun,‘í !*fn fðjToOa mjð/ t • vito , ***$ er*,',ilLrncr potapr« pm apttttf ' bgx f*” <* mtlU/gonga x^c * aaot t 10 Zxífywfi t öi4«m þ.:« trurcft tr þ*rf;.s> :í ,p/| Æu^fpioU pi fFk’þ' t brctfíi) ífcpct hníftovt oíf/: p: Fomu m jTittiD: : pttnC'U Ulartit t ^ófcpt;-:b,mtu;<lt ■jfgtiti *Jottific^-nþ« crp: bðgóu þ iifO.tvtOf þu pr.þ orö vt f.:m f tn var f.:gtp f ffit bctnt/ t úfkfft þbfvroti wjbritöun'i-//>u>u f m vat .:j hirbc'romj fjgr/ it: ÍIi.íii.í vuromitti ctí j. flt prbtrotp.’irt: t íin« bt.jrr.j/-:pi4r birCmrna- mct ra -jprtDvrfa.iM tlof .JitM gtKwm .:! / þ (jh.u þ: hojtott þcyrr :mi>i tcptct þtn juti f m vat ní ; v P4K:3;hs Þ.tg.jr vortt flMif r/?«t b.jrnit ffyll /M vmf'htisi v :rþ«j u.jpu f.j’fjt ^. jti-j huat rc f :il4j,v.Jip 'íruigltml c,i>t cfi 4t };*j v.tr iiifbttM : moðt f.ui't * ' 5 Lt }f C'.jg.JiTtíTc.r Iirrtufim.jrffiHttuCtijf cp tcc ill0|íjct'. Ii'uú !}P|rM> fi hn nl *<t«itf,:ícm út f t 4 bJÍM $ .vli f>t: crottm/öð f'cm ffti^ 4t rr i loa ivaii Moutiui .n .jMtbw.it fútl fyuít V4t/ f rt fvrti oj>u jM i'jti.jr »rtoí>i futd þa jijIÍM fnlhsrt t'rotmc hdg.tt r.it f: g*xjEi Ofþttt rpnc t utfiín jcigur i loguuli Mottiua tu^r tuttil Oup: íö: ötiþU twgú óOgokj.ot mc.M v^r þur i ^imifafcin/so cc ^vwtoo l)icr/t þflt omttt irtðfl vnr t iruíau tguö Íjr<töoj/, btoanpt cptcr huggim ^radií/ibftfag* ímpi vac mcM fjifi/ Gyn’tofi f a j Pt t 41101041: Siingtí 4þ bcígú atib.i ðthn f'l yifc 1 cigt OatítutS fira rtiivct htj eqiaPt f jrn frtjt> Mothns/$ton* 4n|»atið tif faOan i jtiujicrtt. Ö>g jþ« tt porcífOraiícr hotOu b«rmr ^cfttm I mufícrit/ t giorOu pYrívhm*fHcr fiOucmuía S«fl«/í þötðf tyti þ« vpp n'jma .pjtfcggifopuhi ^tfngof' ^ X m ti* ** fnbi tf ntjfa* j ÚVfi at nu. 14f4 v «íí: bfu« tm c I o f jfc þa ' fVrcatpo t« t ft04. ■ * «1 «* I tíac, , Acm. | §i|0.rjiii4 » »*«» mcjju. kirkjulög forn og biskupaboð. Biskup lét sér þetta vel lynda, og lét honum í té nægan pappír. Talið er, að Oddur lyki við að þýða Mattheusarguðspjall í Skálholtsfjósi. Hvarf hann þá aftur til Danmerkur og er með vissu farinn úr Skálholti árið 1538, því þá ritar Gissur Ein- arsson honum bréf frá Skál- holti. Oddur lauk við þýðingu sína á Nýjatestamentinu á næstu árum. Þegar þýðing hans var fullgerð, fór hann.með hana á fund konungs. Konungur tók honum vel og lagði hana fyrir lærða trúnaðarmenn sína, dokt- ora og háskólakennara til álits. Lögðu þeir hinn bezta dóm á verkið. Ritaði konungur Oddi bréf og gaf honum leyfi til að prenta Nýjatestamentið. Lét hann síðan prenta það í Hróars- keldu, og var verkinu lokið 12. apríl 1540. Er það elzta bók préntuð á íslenzku, sem nú er til. Vorið 1540 fór Oddur til ís- lands í fylgd með vini sínum og samherja, Gissuri" Einarssyni og hafði með sér þýðingu sína prentaða. Konungur hafði í fyrr nefndu bréfi hvatt kennimenn og allan almúga á íslandi til að kaupa bókina. Gissur biskup byggði Oddi Reyki í Ölfusi leigu- laust æviiangt eða svo lengi sem hann kaus. Fylgdu jörðinni mörg hlunnindi. Voru Reykir þá Skálhoítsjörð, en Ögmundur biskup hafði haft þar bú áður. Sjáanlegt er af byggingarbréf- inu, að biskup hefur óttazt, að ættmehn Ögmundar biskups og vinir, gætu torveldað Oddi nyt jarðarinnar, því hann ritaði sóknarprestinum, síra Birni Ól- afssyni, að svo yrði ekki og skip- aði hpnum að lesa fyrirmæli sín í kirkju á Reykjum. Þegar Oddur tók við búi á Reykjum, stóð þar fyrir búi Þur- íður, er nefnd var hin stóra, sökum vaxtar síns, því hún var allra kvenna stærst. Hún hafði þegar hér var komið sögu, lagt lag sitt við tvo presta, og átt börn með báðum. Fyrst fylgdi hún síra Þórði Einarssyni í Hít- ardal, en síðan síra Sigmundi biskupsefni Eyjólfssyni, frænda Ögmundar biskups. Oddur tók Þuríði stóru.sem nokkurs konar fylgifé með jörðinni og gerði fylgilag við hana. Þau áttu einn son, er Pétur hét. Ekki varð hann auðnumaður. Hann fór til Nor- egs með konu sína að föður sín- um látnum, og hugðist kalla þar til arfs eftir frændur sína. En honum varð lítt ágengt og and- aðist í Noregi, og iét eftir sig tvö börn. Gissur biskup Einarsson reyndist Oddi sannur drengur og stuðningsmaður. Hann hvatti menn óspart til að kaupa bæk- ur Odds og veitti honum margs konar velgjörðir. Árið 1546 veitti biskup Oddi Reykholt í Borgarfirði. Fluttist hann þang- að, en hélt prest til að þjóna brauðinu, því hann kaus ekki að taka prestsvígslu. Fleiri lén veitti biskup Oddi. Hann fékk t,. d. Mela í Melasveit, og heim- ild greinir, að hann hafi einn- ig fengið Þverárþing sunnan Hvítár 1549 og haldið það til ársins 1558. Oddur var kjörinn lögmaður norðan og vestan á íslandi árið 1552 og fékk Reynistaðaklaust- ur og Hegranesþing árið eftir. Fluttist hann þá að Reynistað og bjó þar til æviloka. Oddur var sérstaklega friðsamur, óá- leitinn og sanngjarn. Hann varð vinsæll af alþýðu og naut mik- illar hylli, jafnt landsstjórnar- manna og alþýðu. I 4. I Oddur lögmaður þótti forspár og margvís, og jafnvel héldu sumir, að hann væri göldróttur. En slíkt þótti alþýðu áður fyrr helztu einkenni lærdóms og gáfna. Hann var stundum nefnd- ur Oddur spaki, og svo nefnir séra Jón hinn fróði Halldórsson í Hítardal hann. Svo segir Jón prestur Egils- son annálaritari í Hrepphólum frá spádómsgáfu Odds lögmanns: „Eitt sinn þá herra Gissur og hann voru í Kaupinhafn, og voru um kvöld eitt úti staddir, þá sagði hann, að nú hefðu þeir misst á þessari stundu, biskup afkvæmi sitt og Oddur ætterni sitt. Þeir skrifuðu upp daginn og stunöina, og bar það saman. Það var barn. Það heyrði ég Gísla heitinn segja, eitt sinn, er þeir voru í Frh. a 12. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.