Alþýðublaðið - 03.12.1967, Qupperneq 1
Sunnodagur S. desember 1967 — 48. árg. 280 tbl. — VerS 7 kr.
samanboriö við stöðu þeirra á Norðurlöndum
Hinn alníenni neytandi á íslandi má heita réttinda-
og varnarlaus í samanburði við hin miklu réttindi
neytandans á hinum Norðurlöndunum sagði Björg-
vin Guðmundsson viðskiptafraéðingur í viðtali við
Alþýðublaðið í gær. Kvað hann þetta hafa komið vel
í ljós í sambandi við Hagkaupsmálið svonefnda. Á hin
um Norðurlöndum hefði það ekki getað gerst, að heild
salar neituðu að selja smásöluverzlun eins og verzl-
uninni Hagkaup matvöru. Slík sölustöðvun er bönn-
uð með lögum í þessum löndum, þegar hún er talin
skaða hagsmuni nejytenda.
Björg-vin Guðnuindsson.
Björgvin Guðmundsson sat
fund í Nordisk kornite for konsu
mentspörgsmal (norrænni nefnd
um neytendamál) í Helsingfors í
síðustu viku en sú nefnd er ein
af undirnefndum Norðurlanda-
ráðs.
Björgvin sagði, að á fundinum
hefði verið rætt um löggjöf á
Norðurlöndum um verðlags- og
neytendamál svo og um starf-
semi í þágu neytenda í þessum
löndum. Björgvin sagði: Það er
augljóst, að í&land stendur liin
um Norðurlöndunum langt að
baki á þessu sviði, Veldur þar
mestu, að ríkið hefur tekið þessa
starfsemi upp á sína arma á hin
um Norðurlöndunum. Komið hef
ur verið á fót opinberum stofnun
um og ráðum til þess að annast
vöru- og neyzlurannsóknir og rík
ið borgar alian kostnaðinn. Op-
inber neytendaráð gæta hags-
muna neytenda á íhinum Norður
löndunum. En auk þess hefur sér
stökum neytenda- og fjölskyldu-
mélaráðuneytum verið komið á
fót.
Björgvin sagði: Ég tel nauðsyn
iegt, að hið opinbera taki þessa
starfsemi í eínar bendur á ís-
landi eins og á hinum Norður-
löndunum. Frjáls samtök neyt
enda eins og Neytendasamtökin
íslenzku hafa ekki fjárhagslegt
bolmagn til jþess að annast þær
vöru- og neyzlurannsóknir, sem
nauðsynlegar eru til þess að gæta
hagsmuna neytenda. En á með-
an slíkar rannsóknir fara ekki
fram eru hagsmunir neytenda fyr
ir borð bomir.
A fundinum í Helsingfors var
Framhaid á 5. siffu.
ÞESSI unga dama er aS vinna
á efnarannsóknarstofu í Rann-
sóknastöð Kjartaverndar þar sem
er aS hefjast víðtæk rannsókn á
heilsufari mahna með það fyrír
augum að leiða í Ijós sjúkdóma
á byrjunarstigi.
í opnunni í dag eru svo við
töl við þrjá lækna um starf-
;emi Hjartaverndar.
SlS VILL MEIRI
GENGISLÆKKUN
Hraðfrystihás á vegum SÍS héldu nýlega með sér
fund og samþykktu þar ýmsar ályktanir. Þar á með-
ar er ályktun þar sem segir, að gengislækkunin hafi
ekki verið nægilega mikil fyrir hraðfrystiiðnaðinn,
og sé ekki líklegt að fýystihúsin geti starfað áfram,
nema einhverjar sérstakar ráðstafanir séu gerðar.
I ályktuninni segir að ekki sé
unnt að taka endanlega afstöðu
tíl áframhaldandi reksturs frysti-
húsanna, fyrr en séff sé, hvaða
hliðarráffstafanir verffa gerðar
og frestar af þeim sökum fundi
sínum fram yfir áramót. Jafn-
framt er þá lýst yfir fullri sam-
st#ðu með SH um framhaldsathug
anir og aðgerðir af hálfu hrað-
frystihúsanna.
í greinargerð með þessari á-
Iyktun segir, aff verulegur rekstr-
arhalli hafi verið á frystihúsun-
um áriff 1966 og greinilegt sé að
rekstrarhallinn 1967 sé geigvæn-
legur. Of seint hafi venff gripið
til gengislækkunar til að rétta
þann halla, og sú gengislækkun
sem gerð hafi verið nægi ekki til
að rétta fjárhagslegan grundvöll
frystihúsanna í heild. Ekki sé á-
stæða til bjartsýni, meðan engar'
hliðarráðstafanir hafi verið gerð-
ar, en útilokað sé annað en gera
einhverjar ráðstafanir til þess að
frystihúsin fái borið halla ár-
anna 1966 og Í967, annað hvort
með auknum tekjumöguleikum eða
lánum, sem unnt sé að standa
straum af.
Þá mótmæltl fundurlnn þvi, að
framleiösla frystihúsa verði
greidd á gamla genginu til ára-
móta, þar eð þegar hafi orðið
verulegar hækkanlr & ýmsum
kostnaðarliðum og er þar sér-
Framhald á 3. síðu.
Umferðar-
stíílur
Gífurleg umferð var í Reykja
vík í gær. Lá við aí' sumar
umferöaræðar til miðbæöarin*
stífluðust vegna bílamergðar
Verzlanii' voru opnar til W
4 í gær og var fólk að kaupa
upp þær vörur á gamla verff
inu, sem enn voru óhamstraff-
ar. Fremur lítiff var þó um, á
rekstra og stórslys eða óliöpp
urffu engin. Á hinn bóginn vai
nokkur ölvun í bænunii í fyrri
nótt og tók lögreglan allmarga
síðbúna svallara í vörzlu sína.
Lögreglan hefur lýst eftir
sjónarvottum að áreksixi, sem
varð þann 29. 11. síðastUðlnn
við Stakkahlíð gengt ICennara
skólanum. Var það kyrrstæð
blá Hillman fólksbiíreið. K*-
hver ökumaffur, sem á'tt hefur
leið framhjá, hefur elið utan
í Hillnian bifreiffiaa og
skemmt hana nokkuð. ViU lög
reglan skora á ökumanninn,
sem tjóninu olli, að gefa sig
fram og standa skil gerffa
gerffa sinna.