Alþýðublaðið - 03.12.1967, Side 12
Jutuuu&ufr HM
Stjórnmál og full-veldi
Bur verið hálfgerð
vika afslöppunar,
eftir spennuna og
óvissuna vikuna á
undan. Það er seg-
in saga, að mönn-
um léttir alltaf,
þegar þeir v i t a
vissu sína, hver svo sem niður-
sfaðan verður og hvort sem hún
verður þægileg eða óþægileg.
Þess vegna komst nokkur værð á
í vikubyrjun og stjórnmála-
mennirnir gáfu sér tíma til að
tala í útvarpið í tvö kvöld, og
það sem enn merkilegra var,
drjúgur hluti fólks gaf sér tíma
til að hlusta á þá! En það getur
auðvitað hafa stafað af því, að
ég veit af gamalli reynslu að
stjórnmálamennirnir eru hættu-
lausir, þegar þeir tala. Það er
miklu meiri ástæða til að varast
þá, þegar þeir þegja.
Annars virðast viðbrögðin við
útvarpsumræðum stjórnmála-
manna nokkuð ólík. Útvarpið
sendi út allar ræður hiklaust í
tvö kvöld, en þegar fara átti að
kappræða í sjónvarpi um sömu
efni, þá strækuðu tækin. Sér-
fræðingar í sálarlifi véla geta
spreytt sig á að skýra þetta, en
sjálfsagt liggur þetta í þeim grund
vallarmun, sem er 'á sjónvarpi og
útvarpi, en getur líka byggzt á
því, að útvarpið er orðið gamalt
í hettunni og vant öllu, en sjón-
varpið ungt og óharðnað.
Og síðan kom fullveldisdagur-
inn með ræðum og húllumhæi.
Manni skilst að sumir hafi tekið
heiti dagsins fullalvarlega, sér-
staklega fyrri hluta orðsins full-
veldi, enda hefur því löngum ver-
ið haldið fram, að fullveldi hafi
þýtt að landsmenn. mættu
drekka sig fulla, án þess að
spyrja Dani um leyfi. Það mun
líka hafa verið ótæpilega gert að
þessu sinni, jafnvel svo að hlut-
fallið milli liðanna í heitinu liafi
fariö úr skorðum. En það er auð-
vitað eins með orðið fullveldi og
önnur samsett orð, að ekki má
einblína um of á annan hehning
þess. Látum vera að menn verði
fullir, en þeir verða þó líka að
gæta þess, að hafa veldi, þ. e.
vald yfir sjálfum sér og öðrum.
En vikan er sem sagt á enda
og kominn desember að auki, svo
að væntanlega fer aftur að fær-
ast fjör í hlutina.
• Bretar og Danir halda ótra'uðir áfram tilraunum sínum til að komast í EBE, þótt
upp brattan fjallstind sé að klífa.
Ó, JÓA JÓNS!
Ó, Jóa Jóns!
Skjótt hefur skygst fyrir sólu
á skerminum mínum.
Hví ertu horfin og farin
og heyrist ei lengrur?
Flest verður Fróni til tjóns.
Ó, Jóa Jóns!
Ó, Jóa Jóns!
Þú varst oss öllum og alltaf
á erfiðum tímum
verðfalls og komandi kreppu
krónan sem blífur
allt til cilífðarnóns.
Ó, Jóa Jóns!
Ó, Jóa Jóns!
Nú er með glápendum grátur
á góðvinafundum.
Sárt er þín saknað og mikið
í sérhverju húsi.
Ó, Jóa Jóns!
Ó, Jóa Jóns!
Orðabók háðskólans
VIZKfl: Sjálfstæðir hlutir sem er sagðir á svo snúinu og shaldan
hátt að menn þurfa aS hugsa sig mn til afl átta sfg á þeim,
SPARSEMI: Að draga að eyða peningum í eitthvað þangað til raaS-
ur er búinn aS sannfæra sig um etta sem ma9nr hélt
að væri hreinastl óþarfi værí óhjákvæmileg nauSsyn.
ELLIMÖRK: Au vera langt niðri í marga daga eftir að bafa verið
hátt uppi eitt einasta kvöld.