Alþýðublaðið - 03.12.1967, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 03.12.1967, Qupperneq 5
Sunnudags AlþýSublaðið - 3. desember 1967 5 tfúrt/tuc&ufr /SNnreraroi (BKímD Ritstjóri; Benedikt Grðndal. — Ritstjóri SunnudagsWaðs: Kristján Bersi Ólafsson. —• Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavib. — Prentsmiðja Alþýðuhlaðsins. Sími 14905. —' Áskriftargjald: kr. 105,00. — í Iausa* sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. HVAÐ GERÐIST? Það er bæði eðlilegt og ánægju- legt, að stúdentar skuli enn einu sinni hafa gert utanríkismál 'að umræðu- efni á þeim hátíðisdegi, sem þeir hafa tekið að sér, 1. desember. Er ekkert nema gott um það að segja að fram komi aðhald að stjórnvöldum í þeim =fnum og gagnrýni á þá stefnu, sem fylgt hefur verið. Aðalræðumaður dagsins rakti gang utanríkismála og vakti sérstaka athygli á því, hve mjög sjónarmið ís- lenzkra stjórnmálamanna hefur breyzt frá 1945, er Bandaríkunum var synjað um herstöðvar til 99 ára til 1951, er sam þykkt var bandarískt varnarlið. Það er næsta barnalegt að spyrja opinberlega, hvað hafi gerzt milli 19 45 og 1951. Miðaldra menn rekur minni til þeirra tímá og ungir menntamenn mega ekki vera svo fáfróðir að þekkja þá ekki. Þetta voru einmitt árin eftir styrjöldina; þegar eftirfarandi kom með al margs annars í ljós: Rauði herinn kom á einræði kommúnista í Albaníu, Júgóslavíu, Búlgaríu, Rúmeníu, Ung- verjalandi og Póllandi. Kommúnistar reyndu með borgarastyrjöld að ná völd um í Grikklandi, þar sem Rauði her- inn náði ekki til. Kommúnistar tóku völdin í Tékkóslóvakíu á eftirminnileg an hátt. Vestur-Berlín var einangruð. Norður-Kórea gerði innrás í Suður- Kóreu. Og svo spyrja menn: Hvaða hug- arfarsbreyting varð hjá íslenzkum ráða mönnum á þessum árum? Er ekki svar ið augljóst? Ástandið í dag er allt annað. Nú hefur um árabil verið friðsamlegt jafn vægi milli Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins og menn kalda stríðsins eru farnir frá völdum bæði austan tjalds og vestan. Þess vegna er nú ástæða til að endurskoða frá grunni varnarmál íslands, enda er það eitt af stefnuskráraÁúðum ríkisstjórnarinnar, eins og Bjarni Benediktsson lýsti yfir í byrjun þings. Hvað sem um varnir landsins verður, er ástæðulaust og úrelt að segja að varnarliðið sé mönnum féþúfa hér á landi eða það sé gróðrarstía glæpa. Varnarliðið hefur verið minnkað nið- ur í svo sem eina áhöfn á herskipi og áhrifum þess eytt með lokun Keflavík- ursjónvarpsins. Er síður en svo ástæða til að kvarta undan framkomu ame- rískra ráðamanna hér á landi. Hitt er okkar mál að íhuga fram- tíðar öryggi þjóðarinnar og taka um það ákvarðanir. Skynsamlegar rökræð- ur um það efni eru ávallt gag'nlegar. ©AUGLVSINGASTOrAN "\ FLUCFÉLAC ÍSLANDS FjölskyIdufargjöld Flugfélags íslands eru sannkölluS kostakjör. Fjölskyldufargjöldin gilda innan- lands og til NorSurlanda og nemur afslátturinn [50%]. Notfærið yður þessi kostakjör. Munið að frúin fær 50% afslátt, þegar hjón ferðast saman. W Giida frá l.nóvember tii 31.marz tii Norðurlanda, allt áriS innanlands. Aðventukvöld Það er nú orðinn fastur liðiur hjá Bræðrafél- agi Bústaðasóknar að gangast fyrir kvölá- skemmtun 1. sunnudag í aðventu. i Aðventusamkoman verður í Réttarholtsskóla sunnudaginn 3. des., kl. 8.30 e.h, Aðalræðumaður kvöldsins verður séra Jón Thorarensen. Kirkjukór Bústaðasóknar syng- ur sálmalög eftir Ed. Greég, F. Schubert, Botniansk, Gísla Pálsson og fl. Jón G. Þóra-rinsson leikur verk eftir Badr og Max Reger á orgel. Formaður Bræðrafélags Bústaðasóknar Her- mann Ragnar Stefánsson flytur stutt ávarþ. Kern Wisman amerískur skiptinemi, sem dvelur í sókninni þetta árið, segir frá jóla- undirbúningi og jólahaldi heima. Hann tM- ar íslenzku. Sóknarpresturinn, séra Ólafur Skúlason hefur helgistund, sem lýkur með að jólaljósið verður tendrað. Almennur sálma- söngur. Allir eru velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Hermann Ragnar Stefánsson. Neytendur Frainhald af 1. síðu. m. a. rætt um lög um afborgunar verzlun, lög um fyrirtæk.iasam- tök og samkeppnishömlur, kaupa lög og lög um tryggingarsamn- inga, lög um húsaleigu, lög um ferðaskrifstofur o. fl. Samþykkt var að beina því til verðlagsyfir valda á Norðurlöndum, að þau rannsaki kostnaðinn við afborg- unarverzlun og þá sérstaklega or sakir hinnar miklu kostnaðar- hækkunar við þetta viðskipta- form. í lögunum á hinum Norðurlönd unum um fyrirtækjasamtök og aðrar samkeppnishömlur eru á- kvæði, sem heimila ve'rðiagsyfir- vöidum að banna verzlunarfyrir tækjum að neita vörusölu telji þau, að slíkt sölubann skaði hagsmuni neytenda. Sagði Björg vin að svipuð ákvæði mundu verða i hinum íslenzku lögum um samkeppnishömlur sem í undir búningi væru. Síðan sagði hann: Ef við hefðum haft slík lög, þegar Hagkaupsmálið kom upp, tel ég víst, að heildsalar hefðu ekki get að neitað að selja Hagkaup mat vörur eins og þeir gerðu af þeirri ástæðu einnig að Hagkaup seldi á lægra verði en aðrar smásöluverzlanir. Hér á landi eru í gildi lög um óréttmæta verzlunarhætti, kaupalög, lög um verðlagsnefnd og nokkur fleiri lög, sem veita neyténdum nokkra vernd. En mið að við þá stórauknu vernd sem neytendum á hinum Norðurlönd unum hefur verið veitt í löggjöf síðustu árin eru réttindi íslenzk ra neytenda sára lítil. Auk þess vantar ]sterka framkvæmdaaðila til þess að gæta hagsmuna neyt enda hér á landi. Á fundinum í Ilelsingfors var skýrt frá gæðamatsrannsóknum á hinum Norðurlöndunum. T. d. skýrðu Danir frá rannsókn á grískum ávaxtasafa. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú, að nokkrar tegundir af grískum á- vaxtasafa á hinum danska mark- aði væru sviknar, þar eð þær væru blandaðar vatni. Björgvin sagði: Það vantar slíkar rannsókn ir sem þessar hér á landi. Hér er unnt að selja neytendum hvaða vöru sem er. Neytendur eru hér nær alveg varnarlausir. Þeir mega kaupa það, sem að þeim er rétt. Á fundinum í Helsingfors var m. a. rætt um neytendafræðslu í skólum. Hefur Þórir Einarssn-. viðskintafræðingur skrifað skýrslu um neytendafræðslu í skclakerfinu hér á landi og haft um það mál samráð við fræðslu yíirvöldin hér. Verður íslenzka Ekýrslan felld inn í þá skýrslu. Björgvin sagði að lokum, að Neytendasamtökin ’hér hefðu unn ið ágætt brautryðjendastarf á sviði hagsmunamála neytenda. En i.ióst væri, að þau gætu ekki veitt neytendum nægilega vernd. Hið opinbera væri eini aðilinn, sem fær væri um það. Ásamt Björgvin eiga sæti af ís- lands h'álfu í norrænu neytenda málanefndinni Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur og Þórir Einarsson viðskiptafræðingur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.