Alþýðublaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 11
Sunnudags AlþýðublaðiS - 3. desember 1967 11 Bogi Framhald af 10. síðu. íþróttahúsinu þar er mun lægri. Einnig kom fram á þinginu til- laga frá fulltrúa ÍKF að hluti ís landsmeistaramótsins, þ. e. sá hluti þess, em ÍKF á rétt á að fá scm heimaleiki verði leikinn í íþróttahúsinu á Kefiavíkurflug- velli. Einnig kom fram á þinginu til laga um breytingu á reglum bik arkeppninnar í körfuknattleik, þannig að 1. deildarliðunum verði einnig heimilt að senda lið til þátttöku í keppninni, en reglu gerð bikarkeppinnnar hljólðar iþannig, að þátttaka er heimil 2. deildarliðum og 1. flokkaliðum þeirra félaga, sem eiga lið í 1. deild. Er þetta mál nú í athugun hjá nýkjörinni stjórn, en 'liana skipa: Bogi Þorsteinsson formað ur, en aðrir í stjórn eru: Magnús Björnss., Helgi Sigurðsson, Gunn ar Petersen, Magnús Sigurðsson, Þráinn Scheving og Jón Eysteins son. Áð lokum var væntanleg PQlar Gup keppni rædd nokkuð, en und irbúningur hennar er þegar haf inn af fullum krafti. Frá KKÍ ÍR sigraði Framhald af 10. síðu. menninga á síðustu mínútunum sem úrslitum réði. ÍR ihafði 2-4 stig yfir meirihluta fyrri hálfleiks ins, en í hléi munaði aðeins einu stigi, 25-24, ÍR í vil. í síðari hálf- leik var það Ármann sem hafði frumkvæðið og hafði náð 5 stiga fprysfu þegar 5 mínútur voru eftir 56-51. Leikurinn gerðist allharð- ur undir lokin en þá er staðan 60- 58 fyrir Ármann. Ármenningum eru dæmd 2 vítak. og hitta í öðru 61-58, og skömmu seinna er brot ið á Hólmsteini, ÍR, sem skoraði úr báðum vítaköstunum af öryggi. Staðan er 61-60 fyrir Ármann, ein mínúta til leiksloka og þeir hafa boltan. Þá er brotið á Ármenn- ingi, en hann brennir báðum víta köstunum af, ÍR nær boltanum og Birgir Jakobsson skorar sigurkörf una 62-61. Síðasta upphlaup Ár- manns brást og ÍR valdi þann kost inn að halda boltanum síðustu 30 sokúndurnar. Ármannsliðið er nú betra en þáð hefur verið undanfarin ár. Liðið hefur eignazt harðsnúin miðherja, Rúnar Vernharðsson, og ágætan bakvörð, Jón Sigurðsson. Þá voru þeir einnig ágætir Grím ur Valdimarsson, Hallgrímur Gunnarsson og Birgir. Sigurður Ingólfsson leikur nú aftur með liðinu og virðist hafa lært heil- mikið í Frakklandsvist sinni en þar æfði hann og lék með ÁSVEL í Lyon sem m.a. léku við KR í Evrópubikarkeppninni hér um ár ið. Hallgrímur Gunnarsson var stigahæstur með 17 stig, Grímur og Rúnar skoruðu 16 hvor. Það var eins og ÍR-ingar næðu ekki vel saman í þessum leik hvað sem því olli. Þeir gera sig seka um ýmis konar glappaskot og' létu Ármenninga oft rugla sig alveg í ríminu. Agnar og Birgir Jakobsson voru beztu menn liðs- ins og skoruðu 19 og 12 stig. Dómarar voru Jón Eysteins- son og Marinó Sveinsson. Söngur í sálinni Framhald af 3. síðu. stríða þess dofnað í þýðingunni. Æviþáttur Sigurjóns Friðjóns- sonar, eftir Arnór son hans, er fróðlegur þáttur, skilmerkilega ritaður, en kosið hefði ég hann fjallaði jafnýtarlega um skáld- skap Sigurjóns og búskap og af- skipti hans af félagsmálum. — Bókin er prýðisvel úr garði gerð, eins og háttur er Bókaforlags Odds Björnssonar, en prentvill- ur að vísu óþarflega margar í æviágripinu. Og ekki kann ég við að kalla kvæði „frumsam- in“. Að „semja ljóð“ heitir á íslenzku að yrkja. — Ó. J. Hjartavemd Framhald úr opnu. þætti rannsóknarinnar fljótt, svo hægt sé að gera sér ljóst, hvort hægt er að beita einfaldri og jafnframt árangursríkari aðferðum í framtíðarstarfi okík ar. Ef þetta heppnast, er hægt að auka afkastagetu stöðvarinn ar og rannsaka stærri hópa. Það er ætlun okkar að veita al- menna heilsufarslega þjónustu í framtíðinni. 8. spurning. Hvað er vitað í dag um ár- angur almennra hóprannsókna meðal annarra þjóða? Svar: Þrátt fyrir nær 20 ára ,,hóp“ rannsóknarstarf liggja ekki fyr ir tæmandi niðurstöður um ár angur þess. Meginorsökin er, að lítið hef verið um framhaldsrannsóknir og því erfitt að draga gildar á- lyktanir um þýðingu rannsókn arinnar fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Skylt er þó að geta þeirra rannsókna, þar sem til- raun hefur verið gerð til raun hæfs anats á þessum atriðum. Getið er um niðurstöður ým- issa rannsókna í síðasta tölu- blaði Hjartaverndar. Á síðustu norrænu ráðstefn- unni um félagsmála-læknis fræði, sem haldin var í Gauta borg í júní 1967, var skýrt frá niðurstöðum almennrar hóp- rannsóknar og framhaldsrann- sóknar, sem hafa farið fram í Eskilstuna í SvLþjóð síðan 1964. Maykmið rannsóknannla var m. a. að athuga: a) Almenna sjúkdómstíðni í þjóðfélaginu. b) Hvaða próf og aðferðir gefa beztan árangur við uppgötvun sjúkdóma. c) Hvort reglubundnar hóprann sóknir, m. a. með hjálp tækni- legs þjálfaðs starfsliðs og auk- inni sjálfvirkni (td. notkun skýrsluvéla og rafreiknis) geta létt nokkuð álagið á sjúkrahús unum. d) Hvaða þýðingu uppgötvun sjúkdóma hefur fyrir einstakl- inginn og þjóðfélagið. Upphaflega voru rannsakaðir 500 karlai' og 500 konur eða sýn ishorn úr ca. 22.000 manna hóp á aldrinum 45, 50, 55, 60 og 65 ára. Þessi rannsókn var allvíðtæk. Sjúkdómsferill þátttakenda var rakinn með stöðluðum spurn- ingalista, sem síðar var yfir- farinn af lækni, ritara og sál- fræðingi. Klinisk skoðun var gerð og jafnframt var tekið hjartaafrit, iröntgenmynd af lungum og hjarta með skugga efni, gerð öndunarpróf (Peak flow og vital capacity), augn- speglun, mældur augnþrýsting- ur og um 40 mismunandi blóð- og þvagsýni voru rannsökuð frá hverjum þáttakanda (Auto Ana lyzer). Allar upplýsingar voru lyklaðar (coded) og gataðar inn á spjöld. Úrvinnsla fór fram í tölvu og er nú að mestu lo'kið. Við framhaldsrannsókn var tölvan látin skrifa sjúkraskrána og auðveldaði mjög alla vinnu. Til þess að kanna þýðingu sóknarinnar fyrir einstakling- inn var beitt eftirfarandi að- ferðum: 1. Allir þátttakendur voru spurðir um líðan tveimur ár- •um eftir fyrstu rannsókn. 2. Skýrslur frá læknwn þátt- takenda voru athugaðar. Niðurstöður af báðum þess- um athugunum voru, að 20% •éða um '200 manns af 1000 höfðu haft verulegt gagn af rannsókn inni, vegna þess að þeir höfðu fengið: a) Lækningu á alvarlegum sjúkdóml. b) Verulega bót á einhverjum sjúkdómi, samfara betri iíðan. Af öðrum rannsóknum má draga líkar niðurstöður. Læknar, sem gerðu ramisókn- ina, athuguðu úrtak úr iþátttak endahópnum án þess -að vera kunnugt um niðurstöður þær, er getið er um hér að framan, og fengu líkar niðurstöður. Meðal launþega í Svíþjóð hafa komið fram allákveðnar kröfur um, að ríkið eigi að sj'á þegnunum fyrir reglubundnum heilsufarsskoðunum í einhverri mynd. Bent er á, að slík þjón- usta sé aðeins áfdamhald af ungbarna- og skólaskoðunum. Mörg stærri iðnfyrirtæki í N- Evrópu og N-Ameríku veita starfsmönnum þessa þjónustu. Þessi þjónusta væri varla veitt, ef ekki væri einhver ávinning ur að því. Kjaramálanefnd Sví þjóðar (Statens Avtalsverk) álít ur þetta mál svo mikilvægt, að nýlega bauð hún þeim mönnum er að Eskilstuna-rannsókninni stóðu, til ráðstefnu í Stokk- hólmi, þar sem ofannefndar nið urstöður voru ræddar. Á þeim fundi kom m.a. fram, að stór launþegasamtök með yfir 100. 000 meðlimi eru tilbúin að draga 1 — 2% af launakröfum. ef atvinnurekendur i staðinn sjá þeim fyrir árlegri heilsu- farsskoðun. Ef miðað er við, að meðaltekjur manna í ofan- nefndum samtökum eru um 14. 000.00 kr. sænskar á ári, sést að hér er um stóra fjárupphæð að ræða, sem viss launþegasam bönd vilja veita til þessara rann sókna. Ályktun fundarins var. að margt benti til þess, að heilsufarsskoðanir eða leit að al gengum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum. syk- ursýki, gláku, blóðleysi og t.d. leghálskrabbameini kvenna væru réttmætar m.a. út frá þjóð hagslegu sjónarmiði og þessum rannsóknum ætti því að halda áfram. Viðtal við Nikulás Sigfússon, lækni. 1. Hvaða sjúkdóma mun rann sóknin helzt leiða í ljós? Rannsókn Hjartaverndar bein ist aðallega að hjarta og æða og lungnasjúkdómum. Þó mun einnig verða leitað eftir ýmsum öðrum sjúkdómum, sér- staklega sjúkdómum, sem taldir eru hafa þýðingu fyrir krans- æðasjúklinga, svo sem offitu, hækkuðum blóðþrýstingi, sykur •sýki, ofmagni fituefna í blóði, Um tíðni þessara sjúkdóma og annarra hér á landi er lítið vit að. Tíðni er einnig tareytileg eftir aldri, kyni o. fl. Við hlið stæðar hóprannsóknir, sem gerðar hafa verið í nágranna- löndum, eru algengustu sjúk- dómarnir, sem finnast í öllum aldursflokkum: offita <hjá 10 — 30% þá|ttakenda), háþrýsting- ur (5 — 20%) hjartasjúkdómar (5 — 20%), magasjúkdómar 5 — 10%) , talóðleysi (5-10%), gall steinar (4 — 7%), sykursýki (1 —3%), nýrnasteinar (1 — 2%), og gláka (1 — 2%). Þess má geta, að um þriðjung ur til helmingur þeirra sjúdóms tilfella, sem finnast við þessar hóprannsóknir, var áður óþekkt ur. 2. Hvaða áhrif hafa þessir sjúk dómar á tíðni kransæðasjúk- dóma? Það er greinilegt samband milli kransæðasjúkdóma og nokkurra áðugreindra sjúk- dóma. Þetta á sérstaklega við fum taájþr$sting, sykjhrsýki, ojf fitu og ofmagn fituefna í blóði. Þessum sjúkdómum fylgir aukin tíðni kransæðasjúkdóma þó ekki sé vitað, að um beint or- sakasamband sé að ræða. 3. Er líklegt, að með þvi að leiða í ljós framangreinda sjúk dóma megi draga úr tíðni kr ans æðas j úkdóma ? Þessari spurningu mun óhætt að svara játandi. Það er hægt að veita árangursríka meðferð við þessum sjúkdómum, sérstak lega ef sjúkdómurinn er á byrj unrastigi, þegar meðferðin er taafin. Erlendiar athijganir benda til, að lækka megi dán artölu kransæðasjúklinga með meðferð á framangreindum sjúkdómum. 4. Hvernig yrði þessi lækn- ingastarfsmi skipulögð og fram kvæmd? Að rannsókn lokinni mun þátt takanda verða sent bréf, þar sem skýrt verður frá niður- stöðum rannsóknarinnar. Einn ig mun heimilislæknir viðkom and fá nákvæma skýrslu. Ef rannsóknir leiðir í ljós sjúk- dóm, er þarfnast meðferðar, mun þátttakanda að öðu jöfnu vísað til síns heimilíslæknis. í vissum tilvikum mun þó ; þurfa að vísa þátt,takanda í umsjá. sér. fræðings eða til sjúlcrahúss. Læknar Hjartaverndar hafa leit nð samvinnu við ýmsa starfs- hópa lækna unj þetta mál. HeL ur væntanleg starfseprú stöðvar. innar verið kynnt fyrir læknum og ýmis atriði rannsóknarinnar,. er snerta starfandi lækna, verið rædd. Hafa ■ undirtektir lækná - verið góðar og. virðist áhugi # ríkjandi í málinu. Lækningastarfsemi, sem framkvæmd verður undir um-' sjá lækna Hjartaverndar, verð ur mjög takmörkuð og verður væntanlega fóígin í meðferð með lyfjum, er lækka blóðfitu. ; Læknar stöðvarinnar munu • » hins vegar leggja áherzlu á að fylgjast sem bezt með þátttak endjim í rannsókninni með þvi að hafa samband við þá lækna, er stunda viðkomandi, og með endurteknum rannsóknum, sem væntanlega verða gerðar á ca. 3ja ára fresti. Tilkynning Útborgun bóta Almannatrygginganna í Gull- bringu og Kjósarsýslu fer fram sem hér segir: í Mosfellshreppi, þriðjudaginn 5. des kl. 2-4.30 í Kjalarneshrepp, þriðjudaginn 5. des. kl. 5-6 í Seltj'arnarhrepp, þriðiudaginn 19. des. kl. 1-5, og Seltjarnarhrepp, þriðjudaginn 19. des. kl. 2-4. í Grindavík, fimmtudaginn 7.des. kl. 10-12 í Njarðvík, fimmtudaginn 7. des. kl. 1.30-5 í Gerðahreppi, föstudaginn 8. des. kl. 1-3 í Miðneshrepp, föstudaginn 8. des. kl. 4-6 Ógreidd þi'nggjöld óskast þá greidd. SÝSLUMAÐUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.