Alþýðublaðið - 03.12.1967, Blaðsíða 6
Sunnudags Alþýöublaðið - 3. desember 1967
I TILEFNI af Jiví, aff rannsókn-
arstöff Iljartaverndar tekur nú
til starfa, hefur blaiffiff Hjarta-
vernd beint nokkrum spurning
um um störf stöffvarinnar til
laeknanna prófessors Sigurffar
Samúelssonar, Ólafs Ólafsson-
ar og: Nikulásar Sigfússonar. —
Fara svör þeirra hér á eftir:
Vifftal við Sigurð SaTnúelsson.
1. Hver var aðdragandi að
stofnun rannsóknarstöðvar
Hjartaverndar?
Strax eftir síðasta stríð hóf-
ust miklar umræður í læknabloð
um víðs vegar um heim varðandi
orsakir æðakölkunar og sérstak
lega kransæðaköikunar, sem
(höfðu farið ört vaxandi um ára
bil í Bandaríkjunum og síðan í
löndum Norður-Evrópu. Skömmu
fyrir 1950 hófust á einstaka
stað í Bandaríkjunum hóprann
sóknir á hjartasjúkdómum, og
síðan hafa ýmis Evrópulönd
fylgt í kjölfarið. Milli 1950 og
1960 hefur dánartala í ofan-
greindum heimshlutum aukizt
töluvert, og ekki sízt hér á landi.
Var það mikilvæg ástæða til
þess að leita til almennings um
torautargengi fyrir lijartavernd
armálin, enda hlutu þau verð
ugar móttökur, sem öllum mun
kunnugt og aldrei verða full-
þakkaðar. íslenzka þjóðin hefur
oft áður sýnt mikinn skilning
og drengilega hjálp, þegar til
henpar hefur verið leitað í ým
iss konar heilbrigðismálum.
Eins fór í þessu velferðarmáli,
hvort tveggja var sannarlega fyr
ir hendi, skilningur á málstaðn
um og hjálp við 'hann.
2. Hver er tilgangur með stofn
un stöðvarinnar?
Enn er óljóst um orsakir æða
kölkunar. Flestir munu sam-
mála, um að þær séu margþætt
ar og samofnar lífi og störfum
manna. Einangrun landsins og
smæð þjóðarinnar ættu að gjöra
hér hinn ákjósanlegasta jarðveg
fyrir slíkar rannsóknir, enda
þekki ég ekki, áð neins stað-
ar hafi verið mögulegt að hefja
rannsóknir á 16 aldursflokk-
um, eins og Hjartavernd er nú
að byrja á hérlendis.
3. Hver er þörfin fyrir rannsókn
arstöð sem þessa?
Þessari spurningu get ég ekki
svarað að svo stöddu. Tíminn
mun leiða í ljós mikilvægi þess
starfs, sem rannsóknarstöð
Hjartaverndar framkvæmir, og
þætti mér líklegt, að draga
mætti ýmsar merkilegar og
gagnlegar niðurstöður af þess
um frumrannsóknum þjóðarinn
ar, þar sem hver og einn, sem
til rannsóknar þessarar kemur,
þarf að svara um 200 spurning
um um heilsufar sitt og ætt-
ingja sinna. Spurningar þessar,
blóðrannsóknir og sérfræðirann
sóknir á fólkinu beinist að ýms-
um öðrum sjúkdómum en hjarta
sjúkdómum, svo að segja má, að
þetta sé fyrsta rannsóknin hér
á landi, sem skipulögð hefur
verið til þess að finna ýmsa
kvilla og kanna heilsufarshætti
fólks, og sem auk þess er áð ný
tízku vinnuháttum sklpulögð til
úrvinnslu í reikniheila. Marg-
ra mánaða undirbúningsvinna
hefur verið lögð í skipulagningu
þessarar rannsóknar Hjarta-
verndar, og óskandi væri, að
heilufarsleg gagnsemi þeirra
yirði í réttu hlutfalli við þá
miklu vinnu. Samkvæmt erlend
um heimildum um almennar
heilsufarsrannsóknir hefur eftir
tekjan verið, að einn fjórði til
einn þriðji rannsakaðra hefur
haft einhvern kvilla.
Viðtal við Ólaf Ólafsson.
1. Spurning:
í hverju er væntanleg rann-
sókn Hjartaverndar fólgin?
Svar:
Rannsóknin er í aðalatriðum
tvíþætt: 1) Leit að fólki með
hjarta- og æðasjúkdóma. Höfuð
áherzlan verður lögð á að finna
fólk, sem hefur þessa sjúkdóma
á byrjunarstigi og hefur litlar
eða engar kvartanir, þótt ein-
kenni komi fram við mælingar.
Jafnframt verður leitað að
sjúkdómum og „hættumerkj-
um“ t.d. sykursýki, hækkun
blóðfitu o. fl., sem talið er, að
geti valdið hjarta- og æðasjúk
dómum. Samtímis verður svo
gerð almenn heilsufarskönnun
og leitað að vissum sjúkdómum,
t.d. gláku, blóðleysi, lungna-,
nýrna-, og lifrarsjúkdómum. Síð
ar verður rannsóknin endurtek-
in, t.d. eftir 3 - 5 ár, og mun
það gera oss kleift að athuga
þróun þessara sjúkdóma.
2) að meta gildi lækningaað-
ferða og vamarráðstafana gegn
þessum sjúkdómum.
2. spurning:
Hvenær hófst undirbúnings-
starfið við stöðina?
Svar:
Síðan í marz — apríl hefur
verið unnið að undirbúningi
rannsóknarinnar, og fluttu lækn
ar og hjúkrunarkona í stöðina
í maí 1967.
3. spurning:
Hvaða aðilar koma við sögu
undirbúningsins?
Svar:
Tveir læknar starfa við stöð-
ina, þ.e. undirritaður og Niku-
lás Sigfússon. Mikið starf hefur
hvílt á herðum Jóhanns Níels-
sonar, framkvæmdastjóra fé-
lagsins og Elinborgar Ingólfs-
dóttur, sem ráðin hefur verið
yfijhjúkrunarkona. Síðlar hafa
bætzt í hópinn Ottó Björnsson
tölfræðingur, sem starfað hef
ur við að velja heppileg sýnis-
horn úr hópi þeim, er rannsaka
skal, og að annarri skipulagn-
ingu, Þorsteinn Þorsteinsson líf
efnafræðingur og Edda Emils-
dóttir, sem sjá munu um dagleg
an rekstur efnarannsóknarstöðv
arinnar og þá sérstaklega s.k.
Auto-Analyzer, sem er fyrsta
tæki sinnar tegundar hér á
landi. Þetta tæki er sjálfvirkt
og mun efnagreina blóðsýni.
Talið, er að þetta tæki vinni á
við 4 — 6 rannsóknarstúlkur og
mun því minnka rekstarkostnað
allmikið, auk þess sem efna-
greiningin verður nákvæmari.
Próf. Davíð Davíðsson mun hafa
yfirumsjón með efnarannsókn-
um, Helgi Sigvaldason verkfræð
ingur og starfsmaður Reikni-
stofnunar Háskóla íslands hef
ur hjálpað okkur við alla skýrslu
gerð, en allar upplýsingar
munu verða skráðar á gatakort
og síðan mataðar inn á segul-
disk (magnetic disc). Úrvinnsla
mun því fara fram í rafreikni
og skýrsluvélum. í stuttu máli
sagt verður sjúkraskrá skráð í
rafreikni, en ekki skráð í ritvél
eða handskrifuð eins og tíðk-
azt hefur. Ef haft er í huga, að
30% af vinnutímum læknis fer
í skriftir, skv. erlendum athug
unum, er ljóst, að læknirinn
fær meiri tíma til að sinna fólk
inu. Próf. Magnús Magnússon
forstöðumaður Rafreiknistofnun
unar Háskóla íslands hefur
veitt okkur afnot af rafreikni