Alþýðublaðið - 20.12.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 20.12.1967, Side 7
En háski er einatt á ferð hjá Hagalín þegar alvara hans tekur yfirhönd yfir skopinu sem hún þarf jafnan við á móti sér. Eins og fyrr segir virðist mér reyna til hins ýtrasta á þanþol hins upprunalega söguefnis í Márusi á alshamri, viðureign bónda við meistara Jón, samvizkuna í brjósti sér. Sagan dregur upp einfalda, stórbrotna mynd manna og mannlífs ó sinni vestfirzku strönd, eykur hana rammauknu lífi með lýsingum sínum á seia- fari, veiðiskap og siglingum Már- us bónda og manna hans, til dæmis, vetrarhörkum sínum og stórviðrum. En þetta nægir ekki höfundi; hann þarf einnig að koma við sögu sína siðferðilegum skilningi og útleggingu hennar. Fastmótuð, rómantísk lífsýn liöf- undar virðist með köflum setja persónusköpun hans stólinn fyr- ir dyrnar. Er ekki viðkvæmni, rómantíska Guðmundar Haga- líns tekin að tala fyrir munn sögufólksins til að mynda þegar Márus bóndi fer allt í einu að kalla Bjarna sauðamann „txöllið sitt” í hverju orði í seinni hluta sögunnar, Bessi í Parti nefnir rauða mertrippið sitt „dísina dýru” eða Þórarinn í Holti situr bljúgur og auðmjúkur undir á- minningum Márusar, tilvonandi hreppstjóx-a, sem gæti verið son- ur hans að aldrinum til — svo einungis tiltölulega smávægileg atriði séu nefnd í fyrstu. En Guðný húsfreyja Reimarsdóttir, hún, þessi kona, sem að sönnu er bæði heiteyg og fasteyg, er svo eindreginn málsvari hinna gömlu góðu manndyggða í sög- unni að hún verður varla nokkru sinni lifandi kona í sögu — þrátt fyrir munardraum hennar undir sögulokin um Márus ástmann sinn, þar sem rómantíska höfund arins hljómar með furðu-djúpum holdlegum munúðartón. Þjóðleg dultrú á sér hins vegar sína manngerving í sögunni þar sem Benedikt gamli, humm, humm, o, maður, maður, sem er bæði skyggn og draumspakur, góð- vilji holdtekinn — en fær aldr- ei líf til jafns við Þórdísi gömlu Lárusdóttur, upprunalega vest- firzka kerlingu sem Guðmundur Hagalín virðist kominn í háli'- gildings vandræði með í sinni síðustu sögu. Þannig fer með ýmsu móti á með lífinu sem Guðmundur Hagalín lýsir í sögum sínum og þeirri lífsýn sem hann vill lýsa yfir með Márusi á Valshamri og meistara Jóni. Það er furðu- mikil sólskinssaga sem hann <=eg- ir. Eins og meistari Jón andar náð og friði yfir sögufólkið að Valshamri í niðurlagi sögunnar — eins blæs Guðmundur Haga- lín í brjósti sögufólkinu sinni eigin velþóknun á því og iífi þess. Frágangur bókar er allgóður. En Gísli sá á Mýri sem nefndur er til sögunnar efst á bls. 190, — er hann sami maður og Gils á Gæsamýri sem fyrr getur í sög- unni? Ef ekki, Iiver er hann þá? - Ó. J. Gaudeamus Igitur GAUDEAMUS IGITUR. SÖNGBÓK HAFNAR- STÚDENTA, gefin út af Félagi íslenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn 1967. ÞAÐ fór um mig notalegur 5<1- ur, þegar þetta litla kver kom upp í hendur mínar, og þegar ég tók að blaða í því, rifjuðust upp gamlar minningar frá Hafnarslóð, og ég stóð þar and- spænis ýmsum gömlum góðvin- um, alveg bráðlifandi. Og einn- ig minntist ég þess, að á síð- asta Hafnarári mínu vorum við nokkrir í nefnd til að athuga um útgáfu á þess konar kveri, sem að vísu átti langt í lanr1 unz út kom. Eins og bókin ber með sér, eru þar söngvísur, sem fyrr og síðar hafa verið vinsælar í hópi Hafnarstúdenta og verið sungn- ar á gleðimótum þeirra, allt frá því „Hvað er svo glatt” hljóm- aði í fyrsta sinni í Hjartakers- húsum og sumar miklu eldri. Flest eru kvæðin íslenzk, nokk- ur þó á öðrum Norðurlandamál um, ekkert þó danskt, en tvö eða þrjú færeysk. Þá eru þar nokkrir klassískir latínusöngv- ar, ein tvö þýzk kvæði og eitt á ensku eftir íslending þó. — Þetta efnisval gæti sagt nokkra sögu, og þá ekki síður hitt, að sárafi' eiginleg ættjarðarkvæði eru þar, og enginn hinna við- urkenndu norrænu þjóðsöngva. Slíkt efnisval mundi hafa þótt furðulegt í söngvasafni Hafn- arstúdenta fyrir svo sem hálfri öld eða fyrr. En tímarnir breyt ast — og söngvasmekkurinn á gleðimótum einnig. Og vert er að hafa í huga, að hér er hvorki um að ræða bókmenntalega sýn isbók eða safn úrvalsljóða, held ur einungis um skemmtana- kvæði á gleðimótum stúdenta úti við Eyrarsund. Og gaman er að sjá. þrátt fyrir bresdtan tíma, hversu stúdenta- og gleði kvæðin frá tíð Hannesar Haf- stein og Stúdentasöngbókarinn- ar gömlu njóta sinna gömlu vinsælda, óháð tönn tímans og forgengileika hlutanna. Látum það vera nóg um efnisvalið, nema mér þykir nokkurri furðu sæta, um ýmis hinna yngstu kvæða bókarinnar, að þau skuli hafa hlotið þar sess. Kverið er fallegt að sjá, prýtt gullnu merki hins gamla æru- verða félags á fremra spjaldi. En Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn verður 75 ára 21. jan. n. k. Söngbókin flytur marga sígilda söngva og sumir hinna yngri eiga ef til vill eft- ir að verða sígildir og e. t. v. gefur það oss svolitla innsýn í gleðskap Hafnarstúdenta á þess um tug aldarinnar. Og undar- legt þykir mér það, ef það ylj- ar ekki fleiri gömlum Hafnar- stúdenti en mér um hjartaræt- urnar. Ég vona að menn láti það njóta uppruna síns, svo að það hljóti verðrj'a útbreifóslu hér heima. Það á það fyllilega skilið og aðstandendur þess eiga þakkir skildar fyrir framtakið. Bókin er til sölu í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. VÖRUGÆÐI OG UMBÚÐIR EIN af fyrirsögnum Morgun- blaðsins — nánar tiitekið 10. þ. m. — má lesa eftirfarandi á blaðsíðu 31. „Nefnd kannar mjólkurum- búðarmálið”. Skipuð hefur verið nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar úr flestum ráðuneytunum, til að kanna svo nefnt mjólkurumbúð armál.“ Svo mörg eru þau orð. En Morgunblaðið gleymir aðalat- riðinu, sem er, að í nefndinni er enginn fulltrúi frá heilbrigð ismálaráðuneytinu, frá því ráð uneyti, sem hefur þó með þessi mál að gera, eða frá þeim stofn unum, sem vinna á þess vegum í mjólkur- og matvælaeftirliti landsins. Þar. má til nefna land læknisembættið, héi'aðslækna, heilbrigðisnefndir og mjólkur- eftirlit ríkisins. Þegar undirritaður byrjaði að starfa í mjólkurmálum lands ins fyrir ca. 21 ári. þá voru vörugæðin aðalatriðið en ekki umbúðirnar. Nú er hins vegar svo komið hjá ,,sumum“, að gæði vörunnar er aukaatriði, en umbúðirnar aðalatriði. Rétt er að geta þess, að um- rædd grein i Morgunblaðinu er ófeðruð. Ég óska öllum landsmönnum árs og friðar á komandi ári. Reykjavik, 11. desember, 1967. Kári Guðmundsson. REVELL BÍLABRAUTIR. Þrjár stærðir. Nóatúni, Grensásvcgi, Aðalstræti. ISLENZKU OG ERLENDU JÓLABÆKURNAR FÁST \ THE ENGLISH B00KSH0P Almennur fundur íbúða og húseigenda í Reykjavík, verður haldinn í Sigtúni í dag, miðvikudag 20. desember 1967, kl. 8,30 s.d. ÐAGSKRÁ: Hitaveitumál. Geir Hallgrímsson borgarstjóri og Jóhann Zöega hitaveitustjóri, mæta á fundinum og gefa upplýsingar. Húseigendafélag Reykjavíkur. Fallegar blómaskreytingar til jólagjafa í BLÓMASKÁLANUM SKREYTINGAREFNI KROSSAR KRANSAR JÓLATR.É JÓLAGRENI BARNALEÍKFÖNG O. >1. FL. fæst allt á sama stað, opið' íil kl. 22 alla daga. Lítið inn. ÞAÐ KOSTAR EKKERT, gerið svo vel. BLÓMASKÁLINN og LAUGAVEGUR 63. 20 desember 1967.— ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.