Alþýðublaðið - 20.12.1967, Page 10

Alþýðublaðið - 20.12.1967, Page 10
Þórir Lárusson endurkjörinn form. SKRR: Ágætt starf Skíða- ráðs Reykjavíkur ★ Mótalialdi hrakar. MÓTAHA.LDI og allri fram- kvæmd á mótum félaganna hefir nokkuð hrakað hér í Reykjavík undanfar'n ár, og er nauðsynlegt að SKRR skapi eitthvert aðhald í þeim efnum, eins og raunar regl ur mæla fyrir. Mjög æskilegt væri t.d. að efna til starfsmanna námskeiða, og þá gjarnan að fceppendúr sem og forráðamenn félaganna sæktu slík námskeið. Myndi það miög auka skilning allra aðila gagnvart hvor öðrum og einnig mundu bæði keppend- ur og starfsmenn skilja sitt hlut urverk betur. og þá ekki sízt for ráðamenn félaganna. Gefur og að skilja. að illa framkvæmd mót eru sízt til þess fallin að laða að éhorfendur og er þá auðvelt að skilja. að slíkt leiðir til minni skilnings á iþví sem við erum að gera. SKRR hefir tekið upp þá ný- toreytni að gefa út mótaskýrslur, í einu lagi, yfir þau mót, sem fram hara farið í Reykjavík. á- samt útórætt.i um árangur reyk- vískra skíðamanna í öðrum mót- um. Birilst 'hún í heild hér í þessu hefti. Þar sem að skýrslum frá félögunum um mót, er þau halda, er mjög ábótavant, og í engu faxið eftir settum reglum um gerð skýrslna, verður ráðið í framtíðinni að beita einhverjum aðgerðum til að koma þessum málum í viðunandi horf. Skv. þeim skýrslum, sem okkur hafa borizt, höfum við dregið saman litla heildarskýrslu, til fróðleiks og samanburðar á næstu árum. Samtals hafa verið skráð 83 nöfn reykvískra skíðamanna 394 sinnum til keppni í Reykjavík og víðar árið 1967, en samtals hafa þeir mætt 328 sinnum til keppni og verið dæmdir 22 sinnum úr leik, en 29 sinnum hætt keppni. Af 100% þátttökutilkynningum hafa 83 2% mætt til keppni 8,8% hafa hætt keppni 6.7% dæmdir úr leik og af 328 mönnum hafa því 84,5 % lokið keppni. Samtals á árinu 'hafa reykvísk ir skíðamenn rermt sér í keppni 198 km. í gegnum 12124 hlið á samtáls 19740 sek. eða á 5VÍ> klst.. en það gerir um það bil 36 km. meðalhraða á klst. Hér er sleppt Firmakeppni, Kerlingarfjalla- móti og Skarðsmóti og að sjálf- sögðu þeim sleppt, sem hættu keppni eða voru dæmdir úr leik. Þjálfunarmál ofarlega á baugi. Aðalfundur Skíðaráðs Reýkja- víkur (SKRR) var haldinn 28. nóv. s.l. Formaður Þórir Lárus son, flutti skýrslu stjórnar, sem var hin ítarlegasta. Helztu mál skýrslunnar voru mótin og þjálf unin og verða hér birtir kaflar úr skýrslunni um þau mál. ÞJÁLFUN ætti gjarnan að vera ofarlega á baugi hjá sérráðum og var það hjá SKRR s.i. tíma- bil. Má segja, að í þeim málum hafi verið unnið nokkurt stárf, en í byrjun var fyrirhugað að fá erlendan þjálfara með aðstoð S. K.Í., en þar sem um einhvern misskilning milli erlendu aðil- anna og SKÍ var að ræða, fórst þetta fyrir að nokkru leyti. Við fengum samt að njóta landsiiðs- þjálfarans, Herbert Mark, í nokkra daga, en það háði mjög, að hann talaði ekkert mál, sem gert er að skyldunámsgreinum hér á landi og einnig hitt, hversu skíðamenn hér reyndu lít)t að nota hérveru hans. Komið var á leikfimi s.l. vetur og sá Valdimar Örnólfsson um hana, en ekki var að vænta nema takmarkaðs ár- angurs af því starfi, sökum þess ! hve seint vetrar því var hrundið af stað. Leikfimi hófst hins veg ar nú í haust, að vísu aðeins einn tíma í viku, en ekki hefir enn tekizt að fá annan tíma. Þjálfari er Þórarinn Ragnarsson, íþrótta- kennari. 1 sumar bauð Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum SKRR til af- nota nokkra daga til þjálfunar, á vægu verði , en þar þjálfuðu kenn arar skólans unglinga okkar og af skýrslu forstöðumanns skól- ans að dæma, virðist þetta lofa góðum árangri. Það hlýtur alltaf að vera stórt takmark hjá sérráði að eiga gott lið til keppni á utanhéraðsmót- um, en eftír árangra s.l. vetur er vert að gefa þessu máli tölu- verðan gaum. í stjórn SKRR fyrir næsta ár voru kjörnir Þórir Lárusson, for maður, Bjarni Einarsson, vara- formaður, Hinrik Hermannsson, gjaldkeri, Ágúst Friðriksson, biaðafulltrúi og Ellen Sighvats- son og Stefán Hallgrímsson, með stjörnendur. Sú ást brennur heitast EFTIR Juliette Benzonl Viðkvæm og átakamikil skáld- saga um ástir og örlög gull- smiðsdótturinnar Catherine. Viðburðarík og spennandi enda talin í flokki með DESIREE og ANGELIQUE, metsölubókum um allan heim. H I L M I R HF. Húsgögn iil jólagjafa Símabekkir — Innskotsb0^ji— Gærukollar ■ Ennfremur: Sófasett —«Mfnsófar, Stakir stólar. Góðir greiðsluskilmálar 9RVUt á gamla verðinu. BÓLSTRARINN, Sverfisgötu 74 - Sími 15102. Skíðaí] róttin er fögur og heillandi. 10 20 desember 1967. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.