Alþýðublaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 4
Bltstjórt Benedlkt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingaslml:
14906. — Adsetur: AlþýOuhúsIS vlO Hverflsgötu, Rvik. — PrentsmlSJs
AlþýBubliíCsins. Siml 14905. - Áskriítargjald kr. 105.00. — t luu»
■ölu fcr. 7.00 elntaklO. — Útgeíandi: AlþýSuflofckurina.
Hvort er rétt?
EKKI VERÐUR SAGT, að forystumenn íslenzku
þjóðarinnar hafi flutt henni stórtíðindi í nýársræðum
og greinum sínum, nerna hivað Forseti landsins til-
kynnti, að hann yrði ekki í kjöri aftur til æðsta em-
bættis lýðveldisins. Gat hann þess raunar, að það
mundi vart koma þjóðinni á óvart. Hann flutti þó
ekki kveðjuræðu, enda misseri til stefnu, og aðrir
munu einnig láta kveðjur bíða, en þær munu að
verðleikum, þegar þar að kemur.
Formenn stjórnmálaflokkanna hafa lifað eitt við-
burða rík'ast haust íslenzkra þjóðmála og háð marga
EKKI VERÐUR SAGT, að forustumenn íslenzku
ekki margt ósagt að sinni, en vonandi hefur þjóðin
gefið sér tíma til að íhuga þann mun, sem er á full-
yrðingu stjómar og stjórnarandstöðu: Hefur þjóðin
orðið fyrir aflaleysi, gæftaleysi og verðfalli afurða
— eða ekki? Eru erfiðleikar efnahagslífsins hér á
landi - og þá væntanlega líka í Bretlandi) stjórnar-
sefnu okkar að kenna — eða ekki? Er rétt að kasta
fyrir borð öllu því, sem gert hefur verið undanfarin
átta ár — og taka upp nýja stjórnarstefnu, sem eng
inn veit hver er?
í þessum fáu spurningum er að finna þann regin-
mun, sem er á stefnu stjórnarflokka og stjórnarand-
stöðu.
■ Engum kemur til hugar að halda fram, að stefna
ríkisstjórnarinnar hafi verið gallalaus og henni hafi
farið allt vel úr hendi. Slíkt væri oflæti. En Al-
þýðublaðið treystir því, að meirihluti þjóðarinnar
skilji í megindráttum, hvað gerzt hefur síðustu þrjú
misseri, og hvernig við því hefur verið brugðizt.
Ríkisstjórnin hefur reynt 'að læra af reynslunni, og
hún mun halda því áfram. Þannig mun verða farsæl-
ast að stjórna þessu landi, byggja jöfnum höndum á
reynslu liðinna ára og nýjungum tækni og kunnáttu,
sem ryðja sér til rúms.
íslenöingar munu án efa taka undir orð Emils Jóns
sonar, formanns Alþýðuflokksins, er hann sagði í
áramótagrein sinni:
„Okkar innlendu erfiðleikar á efnahagssviðinu eru
vonandi tímabundnir, og ég tel, að á því sviði getum
við verið bjartsýnir, ef við höfum vit og manndóm
til að takast á við erfiðleikana. Verðlag á útflutnings
afurðum okkar hefur farið lítils háttar hækkandi
aftur, og er vissulega ekki ótímabær bjartsýni að
hugsa sér, að verulegs bata sé þar að vænta áður en
langir tímar líða.“
f 4. janúar 1968 —
Áskrifasími ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14900
land allt þessa fyrstu daga ársins og frostið víða
upp undir 20 stig, mest á Hveravöllum rúm 30
stig, en það er ekki daglegur viðburður, að ís-
lenzkar veðurathugunarstöðvar geti státað af svo
miklu frosti. Hafísrek er fyrir öllu Norðurlandi
og einstakir jakar komnir inn á firði og fjörur.
Þetta minnir okkur enn einu sinni á,
að það nær ekkj nokkurri átt, að miða hitaveitu
á íslandi við sex stiga frost, eins og gert er hér
í Reykjavík, enda þraut heita vatnið nú eins og
fyrri daginn, þrfitt fyrir nýendurbælttar yfiir-
iýsingar í síðasta kuldakasti um að nú væri vand-
inn endanlega leystur, sem öllum er í fersku
minni. Þrátt fyrir þennan grundvallarmisskilning
forráðamanna er hitaveitan sannkallað þjóð-
þrifafyrirtæ.ki, sem mildar vetrarhörkurnar hér
norður á hjara veraldar og færir okkur í raun
og veru suður á bóginn um nokkur breiddarstig.
Þess vegna þarf að leggja ríka áherzlu á að koma
henni í það horf, að allir fái fullnægjandi upp-
hitun, þótt eitthvað bregðj út af með veður, eins
og alltaf má búast við um hávetrartímann. Ég
veit elcki, hvað mikinn vanda hemlakerfið leysir,
mér skilst jafnvel á sumum, sem reynslu hafa af
því, að upphituninni hafi hrakað hjá þeim til mik-
illa muna og sé allsendis ófullnægjandi, og er þá
verr farið en heima setið. Sannleikurinn er ein-
faldlega sá, að heita vatnið er of lítið og nægir
ekki fyrir allt það svæði, sem því er ætlað, þar
stendur hnífurinn í kúnni. Þess vegna er aðeins
eitt sem dugir: að afla meira vatns.
Steinn.
★ RÓLEGT GAMLAÁRSKVÖLD.
Gamlaárskvöld var með rólegasta móti
í liöfuðborginni að þessu sinni, veðrið kyrrlátt og
gctt, engin lífsorkuútrás eða uppsteytur ungl-
inga í miðbænum, bókfærður drykkjuskapur ekki
tiltakanlega mikill. Um fjörutíu áramótabrennur
voru í bænum, sumar hinar myndarlegustu, en
það vakti sérstaka athygli, hvað fáir áhorfendur
voru og umferð lítil á götum borgarinnar þetta
gamlaárskvöld. Reykvíkingar virðast allt í einu
vera orðnir sérlega heimakært fólk og ráðsett og
unglingavandamálið úr sögunni, að minnsta kosti
á götum Reykjavíkur, meira að segja hafnfirzkir
unglingar voru ekkert nefua skikkanleghLifin.
Sumir hallast að þeirri skýringu á öllum þessum
rólegheitum og heimilisrækni á gamlaárskvöldinu,
að fólk hafi setið við sjónvarpstækin sín og látið
Cara vel um sig og má vera að nokkuð kunni að
vera til í því, margir hafa nú í fyrsta sinni átt
þess kost að fylgjast með sjónvarpi á gamlaárs-
kvöld og kannskj ekki viljað missa af svo nýstár-
íegri skemmtan. Þó kann ég alltaf vel við ára-
mótabrennurnar og fyndist mikið á skorta, ef þær
væru ekki. Það er gamall og þjóðlegur siður að
brenna út árið og tíðkaðist víða á sveitabæjum áð
ur fyrr, en var þá reyndar kallað að kynda vita.
Síðan hafa íbúar bæjanna tekið upp þennan ágæta
og þjóðlega sveitasið, sem nú er líklega að mestu
liorfinn í dreifbýlinu.
★ FROST OG KULDI.
Nýja árið heilsar heldur kuldalega.
Norðan hörkuveður hefur verið svo að segja um
Nýir hópar fyrir börn, táninga og fullorðina byrja
í næstu viku.
Innritun í síma 82122 daglega frá kl. 2 til 7 eftir
hádegi.
Endurnýjun skírteina fer fram í skólanum fimmtu-
daginn 4. janúar og föstudaginn 5. janúar kl.
2 til 6 eftir hádegi báða dagana. |
ALÞÝÐUBLAÐIÐ