Alþýðublaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 12
 EGfiSflg) enning og upphitun GAMALT FÓLK talar um frosta veturinn 1918. Þá fór frostið upp í 30 stig eins og ekkert væri, meira að segja á jafnsléttu, og svo held ur frostið áfram að vaxa meðan sagt er frá unz í slíkt óefni er komið að orðin hrökkva bein frosin út úr manni og fjölda Siarðfengra karlmanna kelur jafnvel niðurundir í sjálfu tijónarúminu vel upp búnu þó að frúin sé þar líka. Og svo segir Vísir í gær að frostakaflinn sem nú stendur yfir hafi byrjað nákvæmlega eins og ósköpin sem yfir dundu 1918, og gefur þar með í skyn að hið sama sé á leiðinni nú. Hjálpi oss sá sem vanur er. Ekki lá af manni að ganga: Fyrst aflabrestur bæði fyrir norðan og sunnan, markaðs vandræði, gengisfelling og allt liitt á síðast liðnu ári, og svo bætist frostaveturinn 1918 ofan á ásamt skattaskýrslugerðinni nú í janúar og hver vei t yfir leitt hvar skattalögreglan kann að bera niður næst. Hvað verður !það sem ör1" völdunum (þeim sé lof og dý'-5' Iþóknast að leggja næst á þessa hrjáðu þjóð sem áður befur orð ið að þola svartadauða, Skaftár elda, bólusótt, fjárkláða og bunda- og kattapestir auk vondslegra pínsla annarra sem hvorki urðu á brautu hraktar rnieð bænahaldi né næringum, og það einmitt iþann vetur er það var loks viðurkennt að toitaveitan væri ekki meint fyrir nema 6-8 stiga frost. Maður veit svo sem bver af- leiðingin verður af þessu. Auðvitað hjarir þjóðin. Hún hefur alltaf hjarað. Það er ó- mögulegt að gera útaf við ihana. En menningin, menningin getur sko alveg farið fyrir of- urborð. Til dæmis um þetta: Ekki er sjláanlegt annað en konur almennt verði að fara að ganga í föðurlandsbuxum allt niður í ristarkróka bæði úti og inni og meira að segja á skemmti stöðurn, ef þær vilja lífi balda. Fínir menn geta ekki farið á lúxusbílunum á skrifstofuna. því bilar fara alls ekki alltaf í gang í 30 stiga frosti, og verða því að fara í strætó eins og ó- tíndur almúginn. Skáld og spekingar sem eru á undan sinni samtíð og ganga upp í því að vera misskildir geta ekki haldið áfram að vera glænæpulega til fara, heldur verða að klæðast eins og annað fólk, og hvernig í ósköpunum fara menn að því að þekkja þá úr og vita að þeir eru skáld og spekingar ef þeir hætta að ganga ræfilslega til fara? Þeir þurfa, aumingja mennimir, að hafa sitt úníform rétt eins og lögreglan og slökkviliðið. Ég veit ekki hvað yrði að menningunni í þessu landi ef það sæist í sveltþæfðar prjóna brókarskálmar í gegnum nælon sokkana hjá dömunum. Og rauð nefjaður háembættismaður sem heldur fyrir eyrun og laumast heldur lúpulegur upp í strætis- vagn er sannarlega búinn að missa nokkuð af sinni svart- klæddu og upplitsdjörfu tigin- mennsku. Þetta eru bara dæmi. Eins mundi fara á fleiri sviðum. Menningin þarf nefnilega gott tíðarfar. Það kemur ekki til rnála að menning þróist í misjöfnum veðrum. Já, handritin. Það var aldrei talað um menningu í þá daga. Handritin urðu ekki menning fyrr en löngu eftir að hætt var að skrifa handrit. Menning kom með upphituninnl. Og ef hita veitan bregzt, er eins víst að við breytumst í grýlur og leppa lúða á par dögum. ■ 'i i i» tj Hættið að snúa út úr fyrir mér og svarið . hvernig lítur tungan út í dag. Ls pau •J Settu snúruna -b- gegnum gatið -x- leiddu hana þvínæst í -y- sem. á að skrúfa fast við -z-, taktu skífurnar -a-, -b-, og -c— og .... Mikið var að þú gazt fengið þér skynsamlegan hatt. Ekki virðast þeir þarna í Suður-Afriku fylgja aðskiln- aðarstefnunni út í æsar þrátt fyrir allt. Minnsta kosti virðast læknarnir þar álíta að hjartalagið sé eitt- hvað svipað í hvitnm mönn- um og svörtum . . . Nema auðvitað þessir læknar séu einhverjir laumnsvertingjar, sem séu að reyna að brjóta aðskilnaðinn á bak aftur með því að blanda kynþáttun um saman á þennan nýstár- Iega hátt . . . Og þá hlýtur það að skera úr um það hvort þeim sé alvara, hvort þeir flytji blóff úr svetringja í hvita menn eða ekki. Nú fer skólinn að byrja aft nr. En það verðnr vonandi svo kait að þeir neyðiet til að gefa frí. ,,Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð“, segir skáldið. Mér finnst það nú ekki vera neitt tiltökumál, þótt blóðið frijósi í æðunum, fyrst að vatnið getur frosið í hita- veituæðunum, og er það þó miklu heitara í byrjun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.