Alþýðublaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.01.1968, Blaðsíða 3
Þotan verður að lenda í Reykjavík til að komast í hús. NNANLANDSFLUGI Þotan lendir í Reykjavík Innanlandsflug hefur gengið afar stirðlega síðustu daga vegna ill viðris, frost og fannkomu. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flug-’ félags íslands, tjáði blaðinu síðdegis í gær, að innanlandsflug fél- agsins hefði gengið fremur erfiðlega í frostinu. Þó kvað hann, a'ð flogið hefði verið fyrri hluta dags í gær til ísafjarðar, Sauðárkróks.’ og Hornafjarðar. Hins vegar hefði Akureyrarflugvöllur verið lokaður fram eftir degi, en um 350 farþegar hefðu beðið nyðra og um citt liundrað farþegar syðra. láta Debray íausan I skiptum Síðdegis í gær hefur Akureyrar flugvöllur opnazt að nýju og væri ráðgert að fljúga þangað 5 ferð ir í gærkvöldi, en til flutninganna yrðu notaðar þrjár vélar félagsins, Blikfaxi, Snæfaxi og Sólfaxi. Sömu leiðis væri áætlað að fljúga til Egilsstaða. Sveinn kvað millilandaflug Flug félags íslands hafa gengið með afbrigðum vel, og Gullfaxi, þota félagsins, stæði sig mun betur en bjartsýnustu menn hafi þorað að vona í upphafi. Sveinn upplýsti, að þotan myndi lenda í Reykjavík í gærkvöldi, en hún væri látin lenda í Reykjavík, þar er ekki fengist flugskýli fyrir hana á Keflavíkurflugvelli. Nú væri hins vegar komið upp ílug- skýli á Reykjavíkurflugvelli, sem þotan kæmist inn í, og í þessu skýli hafi hún verið yfir hátíðarnar. Kvað Sveinn þess mikla þörf, að þotan kæmist í húsaskjól á milli ferða, þegar eitthvað væri að veðri sérstaklega í frosti og fannkomu. Það kostaði mikið fé og yrðu af því talsverðar tafir, þegar hreinsa þyrfti snjó af vélinni, eftir að hún hefði staðið úti næturlangt eða lengur í snjókomu og gaddi. Ziirich 3. 1. (ntb-reuter). Forseti Bólivíu, Rene Barrien itos Ortuno, gaf í skyn í gær, að hann hefði hug á að leysa franska blaðamanninn Regis Debray, sem nú afplánar 30 ára fangclisdóm á Bólivíu, úr haldi geng því að Bólivíumanni, sem situr í fang- ■elsi á Kúbu, verði veitt frelsi í staðinn. Barrientos forseti, sem nú ligg ur á sjúkraliúsi í Zurich, tjaði fréttamönnum þetta á fundi, sem hann hélt í gær. Blivíumaðurinn, hann hélt í gær. Bólivíumaðúrin, ir Debray, nefnist Hubert Matos og var á sínum tíma samstarfs- maður Fidels Castros. Matos er talinn einn af frum.kvöðlum bylt ingarinnar á Kúbu, en var dæmd ur í 20 ára fangelsi árið 1959 fyr ir að reyna að grafa undan bylt ingunni.. Debray var dæmdur af herdóm stól fyrir þátttöku í skæruhern- aði í Bólivíu undir stjórn foringj ans Che Guevara, sem var góður vinur Castros. Færð víða slæm vegna veðurofsa "VEGNA .veðurofsans undanfarna daga hefur færð norðanlands ver ið afar slæm. Samkvæmt upplýs- ingum Vegagerðarinnar í gær var Holtavörðuheiði lokuð til íSiglufjarðar, en þar bíða nú ’ÍO til 80 manns tepptir eftir fari til ar- gangur af kynningarriti Kynningarritið Welcome to Ice- land fyrir árið 1968 er nýkomið út. Útgefandi þess er Anders Ny- borg A/S í Kaupmannahöfn, en ritinu er dreift í flugvélum Flug félags íslands og skrifstofum þess og í sendiráðum íslands cr- lendis. Ritið er 138 bls. að stærð, lit- prentað og rikt að myndum, Auk ýmiss konar upplýsinga fyrir ferðamenn rita eftirtaldir menn í ritið: Þór Guðjónsson veiöi- m'álastjóri um lax- og silungs- veiði á íslandi; dr. Finnur Guð mundsson um íslenzkt fuglalíf; Mats Wibe I.und á þar tvær grein ar, önnur nefnist sumarleyfi á ís landi — ný spennandi reynsla, og 'hin er um Bessastaði; Geir Hallgrímsson borgarstjóri ritar um Reykjavík; Þorvarður Alfons- son um iðnað á íslandi og Björn Þorsteinsson um Færeyjar. Þá er hluti ritsins einnig helgaður ferðalögum til Grænlands. Þetta er í sjöunda sinn sem Iandkynningarritið Welcome to Iceland kemur út, en það er prent að á þremur tungumálum, ensku, þýzku og dönsku. Wasnington og London 3. 1. (ntb-reuter) Gullforði Bandaríkjanna í Fort Knox minnkaði um 1175 milljónir dollara árið 1967. Bandariska fjármálaráðuneytið tilkynnti i gær, að höfuðorsökin fyrir þessu væri gengislækkunin á brezka pundinu. Skerðing gullforðans eftir að pundið var lækkað þann 18. nóv. er talin nema 925 milljónum doll ara. Ennfremur var 450 milljón- um dollara veitt frá Fort Knox þann 28. des. til Bretlands, en það var liður í hjálparaðgerðum Bandaríkjanna við gullmarkað- inn í Bretlandi. Eftir allt þetta nemur gullforð inn í Fort Knox 12 milljörðum dollara og hefur hann aldrei ver ið minni um 30 ára skeið. Fjár- málaráðuneytið hefur bentá, að minnkun gullforðans árið 1967 er tvöfalt meiri, en árið 1966 og nokkuð minni en árið 1965. Þá minnkaði gullforðinn um 1665 milljónir dollara. Búizt var við þessari tilkynn- ingu frá fjármálaráðuneytinu, en ekki var vitað hve mikið tapið í ■desember var. Síðan Frakkland hætti framlögum sínum til al- þjóða gullsjóðsins, hafa Banda- ríkin staðið undir 59% af tapinu. Sjó^urinn var stofnaður 1961, til þess að staðfesta verð gulls- ins. Reykjavíkur. Á föstudag verður gerð tilraun til að opna leiðina milli Reykja- víkur og Akureyrar, en í gær var vonskuveöur í Eyjafirði og i Húnavatnssýslu var varla stíg- andi út úr húsi. Einnig verður á föstudag gerð tilraun til »0 opna leiðina Akiueyri-Húsavík. í gærmorgun lögðu nokkrir bil ar upp frá Varmahlíð í Skaga- firði til Blöndóss, og gekk ferðin seint vegna þungrar færðar og veðurs. Sunnan >og suðvestan lands var umferð með eðlilegum hætti. Fært var frá Reykjavík um Hval fjörð upp í Borgarfjörð. Á austurlandi var veður slæmt í gær. Oddskarð opnaðist um stundarsakir í fyrradag en lokað ist fljótt aftur. í gær var veður svo vont á Austurlandi að illmögu legt var að freista þess að opna vegi. LÍKLE6T AÐ ÍSINN AUKIST Vegna slæms skyggnis í gær voru litlar fregnir af ísnum, norð ur af landinu. Þó bárust þær fregnir frá Siglufirði að vaxandi ísek væri inn fjörðinn. Þá hefur ísrek aukizt mjög NA af llorni og er siglingaleiðin fyrir Horn og vestur fyrir Rif hættuleg í myrkri vegna ísjaka sém sjást illa í radar. Páll Bergþórsson veðurfræðing ur tjáði blaðinu í gær að vindátt in benti til þess að ísinn myndi aukast. Sjórinn kólnar ört fyrir norðurlandi og auðvelt fyrir ís inn að reka sunnar áh þess að bráðna. Færri útköHf en meira tjón RÚNAR Bjarnason slökkviliðs stjóri tjjáði blaðinu í gær, að þrátt fyrir þá staðreyd, að á síðasta ári hafi orðið gífur- lega mikið tjón vegna elds- voða í Reykjavík, þá hafi út- köll slökkvilið,sins á- síðasta ári verið færri en mörg und ; anfarin ár. Sagði slökkviliðsstjóri, að -alls 'hafi slökkviliðið verið kvatt út 408 sinnum á árinu 1967 og þurfi að leita allt til ársins 1961 til að finna færri -útköll -á einu ári. - - ■ Árið 1966 voru útköll slökk- viliðsihs 486, en ái-jð 1965 voru þau hvorkj meira né minna en 534 talsins. Desembermánuður er alla jafnan sá mánuður órsins, sem annríki er mest hjá slökkvilið inu. í síðasta desembermánuði urðu útköll slökkviliðsins færri en dæmi eru til um i fjölda mörg ár. Alls urðu út- köllin 34. Ekki eru dæmi um færri útköll.í desembermánuðj síðan árið 1951. Útköll slökk. viliðsins i desember 1965 vomi 61 talsins.. Að lokuni sagði Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri.. hS hann vonaði, að þelta boðaði gott og að í hönd fáeru belri tímar. T. janúar 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.