Alþýðublaðið - 06.01.1968, Side 3

Alþýðublaðið - 06.01.1968, Side 3
Rússar saka USA um sprengjuárás Moskva, 5. 1. (ntb-reuter). RÚSSAR hafa sent Bandaríkja- mönnum orðscndingu, þar sem mótmælt er árás bandarískra sprenffjuflugrvéla á rússneskt skip á höfninni í Haipong í gær. Er þess krafist að þeim, sem á- byrgðina beri verði hegnt og bandaríska stjórnin geri ráðstaf- anir til að hindra, að slíkir at- burðir endurtaki sig. Skipið, sem um ræðir, nefnist Pereslavl Saelesskij og varð það Bólusetí við VEGNA innflúensufaraldurs þess er nú herjar á íbúa nágranna- landa okkar Bretlands og Dan- rr-erkur, er nú hafin hér bólusetn ing vissra starfsmannahópa, sem Banvænn tannhursti Róm 5. 1. (ntb-afp) Brasilönsk sendiherrafrú fannst í gær látin í bað- herbergi sínu í Rómaborg. Er talið' að banameinið hafi verið rafmagnshögg frá raf knúnum tannbursta sem frú in átti. fyrir miklum skemmdum eftir að bandarísk flugvél hafði varpað sprengjum á það. Enginn maður slaðsaðist alvarlega í árásinni. Rússneska ríkisstjórnin lýsti yf ir í gær, að tekin yrðu upp ráð stafanir, til þess að vernda rúss- nesk skip, sem sigla til N-Viet- nam, fyrir árásum bandarískra flugvéla. Er talið að annað hvort . verði skipin útbúin loftvarnar11 byssum og öðrum varnarvopnum, , eða hópuð saman í skipalest'r, | sem gætt verði af herskipum. inflúenzu vegna atvinnu sinnar hafa mikil samskipti við þessi lönd, og einn ig þá er þaðan koma. Blaðið hafði í gær samband við borgarlækni, Jón Sigurðs- son og aðstoðarborgarlækni Braga Ólafsson og fengust þá of angreindar upplýsingar. Þá kom einnig í ljós, að nolckurra vægra innflúensutilfella hefur orðið vart 'hér í borginni, en ekki er 1 hægt að segja með neinni vissu hvort hér er um Asíu-innflúensu að ræða, ekki sízt vegná þess að í innflúensa er tíð hér, einkum ef kalt er í veðri eins og nú ér. Borgarlæknir kvað hættu á að Asíu-innflúensan bærist hingað og rétt væri fyrir það fólk að láta bólusetja sig; er. sérstaklega ætti vanda til að fá hitasótt og innflú ensu. Fækkar ferðamönnum? Framhald af 1. síðu. viðvíkjandi þessum májum, þar eð stjórn Loftleiða hefði . enn ekki tekið neinar ákvarðanir varðandi hugsanieg minnkandi ferðalög Bandaríkjamanna til Evrópu. ÖRN JOIINSON. Alþýðublaðið leitaði álits Arn ar Johnsonar forstjóra Flugfé- lags ísands á þvi, hvort ráðstaf anir Bandaríkjastjórnar og til- mæli John?ons forseta þess efn- is, að Bandaríkjamenn dragi úr ferðalögum til útlanda næstu tvö (árin, kunni að hafa einhver á- hrif á rekstur Flugfélags íslands. Örn sagði, að þetta væri erfið spurning að svara, enda erfitt að dæma um málið úr fjarlægð. Tví mælalaust hefði það einhver á- hrif á rekstur flugfélagsins, ef Bandaríkjamenn fylgdu þessum tilmælum forsetans. Þó jið fél- agið flygi ekki til Bandaríkj- anna, væri alltaf nokkuð stór hluti farþega þess Bandaríkja- menn. Þá sagði Örn, að sig minnti, að Kennedy fyrrverandi fprseti Bandaríkjanna hafi fyrir nokkr- um árum mælzt til þess við lands menn sína, að þeir drægju úr ferðalögum til annarra landa. Tilmæli Kennedýs hafi verið víð tækari en þau, sem nú væru gerð, þar eð hann mæltist til þess, að menn, sem nauðsynlegá þyrftu að fljúga til annarra landa notuðu eingöngu flugvéiar bandarískra flugfélaga. Þessi til mæli Kennedys hafi ekki virzt hafa haft nein veruleg áhrif. Að síðustu sagði Örn John- .son; ,,Ég tel. að þessar ráðstaf- .anir og tilmæli Bandaríkjastjórn 1 ar muni ekki hafa stórvægileg á- hrif á okkar félag, en að líkind- um einhver áhrif." GEIR H. ZOEGA Blaðið hringdi í Geir H. Zoega, forstjóra Ferðaskrifstofu Zoega og spurði hann, hvort hann teldi tilmæli Bandaríkjaforseta um minnkandi ferðalög Bandaríkja- manna til annarra landa, hafd á- hrif á rekstur ferðaskrifstofunnar. Geir sagði; ,,Ég tel erfitt að segja^nokkuð til um þetta eð svo stöddu. Ég er hálfhrædtíur við þetta og trúi, að þetta kunni að hafa í för með sér einhvern aft- urkipp frá Bandaríkjunum. Enn veit ég ekki. hvort þessi tilmæli kunni að verka á skemmtiífrrða- i skipin." Hreindýrahópar á héraöi Hreindýr fara nú í miklum flokkum austur á Héraði og eru komin alla leið út að sjó í Ilróarstungu. Skipta þau hundruðum, ef ekki þúsund- um, og segja Héraðsbúar að þessi mikli fjöldi bendi t.il þess, að minnsta kosti þriðj- ungur stofnsins komi ekki til skila í talningum þeim, sem lagðar eru til grundvallar því hve mikið megi veiða á hverju ári. Þykir bændum hrein- dýraflokkar þessir heldur slæmir gestir, því að þau skiljj eftir allt að því sviðna jörð, eta allt sem þau nái í og brjóti niður girðingar. Hefur aldrei verið eins mikið af hreindýrum í byggð á Aust- urlandi og er fjöldi þeirra allt af að aukast. Lúðrablástur í . í Kópavogi í dag í dag, þrettándadag jóla kl. 15.30 leikur Skólahjómsveit Kópa vogs álfalög fyrir framan Félags heimilið, ef veður leyfir, en ann ars í Kópavogsbíói. Öllum er heimilt að koma og hlýða á hl jóm sveitina, meðan húsrúm leyfir. Sýnir Ijós- myndir í dag kl. 4 opnar Leifur Þov steinsson ljósmyndari, Ijós- myndasýningu í Bogasal Þjóð minjasafnsins. Sýninguna kall ar Leifur ,,Myndir úr borginni og samanstcndur’ hún af 50 ljósmyndum úr lleykjavík. Á sýningunni Jná sjá myndir af götulíff Reykjavíkur og ýmis hús og; byggingar. Framhald á 9. 'síðu. Grískir peningar finnast í Rússlandi Moskva 5. 1. (ntb-reu,ter) Samyrkjubændur á búi í nágrenni Ódessu fundu fyrir skömmu mikið magn af grískum myntum, sem taldar eru vera 2.500 ára gaml- ar. Fundpr þessi er hinn merkilegasti og hefur mikið vísindalegþ gildi . . Bændurnir voru að grafa hús- grunn, þegar þeir rákust á gaml an koparketil, sem þeim til mik illa vonbrigða reyndist ekki hafa annað inni að halda en kringlótt- ar, ryðgaðar járnþynnur með myndum af mönnum og dýrum. Var myntunum dreift milli barna á samyrkjubúinu, e nketilinn tók ein bóndakonan til handagagns. Nokkrum vikum seinna datt ein um bændanna í hug, að mynt- irnar kynnu að vera einhvers virði, þrátt fyrir alft. Afhenti hann lögregluþjóni npkkrar mynt ir, sem síðan sýndi þær fornfræð ingi. Sá fornfræðingurinn strax að hér var um einstæðan forn- minjafund að ræða.' Var þegar hafizt handa að safna.'saman mynt unum og fundust 59;hjá bændun um. Eftir ítarlegri leit höfðu komið í leitirnar 73 myntir, en það er talið vera aðeins hluti af uppruna lega fundinum. Myntirnar eru úr gull og silfurblöndu og voru þær steyptar í gríska bænum Kizik á árunum 600 - 400 fyrir fæðingu Krists. Vitað er að mynt þessi var alllengi notuð í kringum Mið jarðarhaf og einkum Svartahaf. Fræðimaður nokkuf sagði í rússneska blaðinu Pravda, að verð mæti myntanna lægi fyrst og fremst í því snilldarhandbragði, sem væri á myndunum á mynt- Vilja losna vi5 kjaradóm A fjölniennum fundi í Lög- reglufélagi Reykjavíkur, liöldn- um 28. des. ’67, var samþykkt eít irfarandi. „l'Tmdui-inn vítir harðlega frá- vísun Kjaradóms í kjaradóms- málinu nr. 4/1967, Lögreglufélag Reykjavíkur gegn borgarstjóran- | um í Reykjavik, fyrir hönd Borg- i arsjóðs. Fundurinn telur, að Kjaradóm- ur hafi notað hæpin rök um mis tök á málsmeðferð, sem ljóst er að enga þýðingu höfðu, til að skjóta sér undan að leggja dóm á ágreiningsatriði málsins, sern báðir málsaðilar ósjcuðu þó eft ir að gert yrði. Vegna þessarar frávísunar FramhaUl á 9. síðu. 5. janúar 1968 ALÞÝÐUBLAÐI0 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.