Alþýðublaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — AÖsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00 — í lausa- sölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. TUNGUR TVÆR RITSTJÓKI TÍMANS virðist vera órólegur yfir þeirri almennu skoðun landsmanna, að framsóknar- r .enn hafi eina stefnu, þegar þeir sitja í ríkisstjórn, en, aðra þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Þetta er i aunar augljós staðreynd, en til að reyna að afsanna t .ana grípur ritstjórinn til þess að búa til samtal við 'jálfstæðismann og ræða málið við hann. Niðurstaða Tímaritstjórans er þessi: ,,Framsóknarflokkurinn hefur í dag, þegar hann e-r í stjórnarandstöðu, nákvæmlega sama viðhorfið og i ann hafði sem stjómarflokkur vorið 1958, þegar cfnahagsráðstafanirnar voru gerðar þá. Hann beitti sér þá fyrir því, að launþegar fengju fullar vísi- Oluuppbætur, en grunnkaupshækkanir taldi hann ekki tímabærar að sinni. í dag beitir hann sér fyrir því, að l'aunþegar fái fullar vísitölubætur, en hann hefur ekki hvatt og hvetur ekki til að verkalýðs- l.reyfingin hefji baráttu fyrir grunnkaupshækkun- um að sinni.“ Svo mörg eru þau orð. Ritstjórinn yelur vorið 1958, en hann hefði eins getað valið annan tíma á valdaárum vinstri'stjórn- arinnar, þegar framsóknarmenn höfðu stjórnarfor- tistu. Hvers vegna minnist ritstjórinn til dæmis ekki á fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar Hermanns Jón- assonar síðsumars 1956? Byrjaði hún ekki á að taka rriörg vísitÖiustig af launþegum og bændum? Töldu fiemsóknarmenn það ekki vera eðlilega og sjálf- sagða fórn til að bjarga efnahag þjóðarinnar? Var það ekki þveröfug stefna við þá, sem þeir fylgja í dag Ritstjórinn hefði eins getað tekið haustið 1958. Gekk þá ekki Hermann Jónasson sjálfur á fund Al- þýðusambandsþings til þess að biðja verkalýðsfélögin að gefa eftir vísitöluuppbætur á kaup? Töldu þeir Hermann og Eysteinn þá ekki svo þýðingarmikið, að launþegar fengju EKKI fulla vísitöluuppbót, að þeir sögðu cf sér, er því var neitað? Var það ekki siðasta úrræði framsóknarmanna í efnahagsmálum, rétt áður en vinstri síjórnin féll, að launþegar gæfu eftir allmörg stig af dýrtíðaruppbót? Flsstir þeir, sem fylgzt hafa með stjórnmálum síð- ari ára, muna þessa atburði. Þeir sjá í gegnum svo bamalegan málflutning, sem ritstjóri Tímans ber á borð. Oím á allt þetta bætist sú fullyrðing, að framsókn armenn 'vilji ekki grunnkaupshækkanir. Þeir mundu ýta ur.dir slika kröfu, ef nokkurt stéttarfélag setti bana frarn, og reyna að koma á vandræðum. Það ■gerðu þeir í kaupskipaverkfallinu, þegar agentar þeirra beittu sér gegn lausn deilunnar svo lengi sem þeir sáu sér fært. 4 5. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ BALLETSKÓLI Þórhildar Þorieifsdóttur Kennsla hefst aftur í skólanum 8. janúar í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti. Innritun í síma 83082milli kl. 10-12 og 5-7. Kennt í byrjenda- og framhaldsflokkum. Æsm ★ ALMANÖK OG DAGATÖL Þessa dagana er landsfólklð að hengja upp ný almanök og dagatöl. Rímnafræðingar hafa lokið öllum sínum útreikningum um gang himintungl- anna, og fróðleiknum hefur verið komið á fram- laeri til almennings í landinu í almanökum og daga- tölum í ýmsum myndum. Allir þurfa að fylgjast með tímanum. Að vísu láta menn sig nú minna skipta ýmsar messur og daga helgra manna en áður tíðkaðist, en allir þurfa þó að kunna skil á helztu stórhátíðum, svo sem páskum, hvítasunnu og jólurn, að ég ekki tali nú um hvar þeir eru staddir í mánuðinum þann og þann daginn. Þess vegna er ævinlega hagræði að því að hafa daga- tal eða almanak við hendina, ef minnið lirekkur ekki til, því að nú kunna fæstir fingrarím lengur. Fjöimargar verzlanir og fyrirtæki liafa tekið upp þann ágæta sið, að senda viðskiptavinum sín- um dagatal eftir áramótin með viðeigandi kveðju og árnaöaróskum, sum mjög fallega og smekklega úr garði gerð. T. d. er Eimskipafélag íslands þessa dagana að senda út dagatal fyrir árið 1968, sem er hreinasta augnayndi, eri það ágæta félag hefur lengi vandað sérstaklega til dagatala sinna. Eins og að undanförnu fylgir litmjmd af landslagi eða úr atvinnulífinu hverjum mánuði ársins, tekin af einhverjum valinkunnum Ijósmyndara, innlendum eða crlendum. Að þessu sinni eiga þarna m. a. myndir: Rafn Hafnfjörð, Gunnar Hannesson og Karl Sæmundsson, allt þekktir snillingar á sviði 1 j ósmyndalistarinnar. Dagatalið er prentað í Kassa- gerð Reykjavíkur. Þá liefur Litbrá gefið út lítið borðalmanak með fallegum litmyndum og einkar smekklegt á alian hátt, og sjálfsagt eru ýmsir fleiri með athygl- isverð almanök og dagatöl, ef að vanda lætur. Það er gaman að hafa svona dagatöl á borðinu eða veggnum heima hjá sér eða á vinnustaðnum. I ★ VINSÆL ÚTVARPSSAGA f Það fer ekki milli mála, að lestur útvarpssög- unnar, Manns og konu, er mörgum ánægjuefni. Auðvitað kannast ýmsir við söguna, einkum fólk, sem komið er á fullorðinsár, eigi að síður er þessi gamli kunningi aufúsugestur, erida lestur Brynj- ólfs Jóhannessonar með miklum ágætum, sem vænta má. En þeim sem yngri eru og heyra söguna í fyrsta sinn, þykir ekki síður fengur að kynnast þessu öndvegisverki Jóns Thoroddsens og setja sig ekkj úr færi að fylgjast með flutningi sögunnar í útvarpinu. Fyrst minnst er á Mann og konu, er ekki úr vegi að hvetja fólk til að nota tækifærið og kynna sér hið gagnmerka rit dr. Steingríms J. Þorsteins- sonar, Jón Thoroddsen og skáldsögur hans, sem Helgafell gaf út árið 1943, þar sem ærinn fróöleik er að finna um ritstörf og skáldsögur Jóns, m. a. um fyrirmyndir að sögufólkinu í Manni og konu, sem liöfundurinn hefur dregið fram í dagsljósið. Steinn. Jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna verðúr haldin sunnu daginn 7. janúar að Hótel Sögu kl. 3 e.h. Aðgöngumiðar verða seldir að Óðinsgötu 7, 4. hæð, frá kl. 13—17 og við inngahginn. Áramótafagnaður verður haldinn að Hótel Sögu 9. janúar og hefst kl. 21. Félag framreiðslumanna, Félag ísl. hljómlistarmanna, Félag matreiðslumanna, „ Félag starfsfólks í veitingahúsum. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.