Alþýðublaðið - 09.01.1968, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 09.01.1968, Blaðsíða 10
tsRitstgóri Örn Eidsson Frábær endasprettur FH í Beiknum á sunnudag 17:17 UM þaS bil 2000 manns sáu leik FH og pólska liðsins Spojnia, sém fram fór á sunnudaginn, en leikurina varð mjög skemmtileg ur og syennandi undir lokin, þeg ar FH-ingar fóru að saxa á fjög urra marka forskot Pólverjanna ^ og tókst að jafna leikinn og höfðu einnig möguleika á að sigra, en smá óheppni varð þess valdandi að jafntefli varð, 17:17. Áður en ' leikurinn hófst var fyrirliði FH, I Birgir iljörnsson hylltur mjög af áhorfendum og var honum af- hentur bikar frá FH og jafn- framt færði ung stúlka úr FH honum lárviðarsveig, en tilefnið var þaí), að Birgir lék þarna sinn 300. le;k með meistaraflokki FH. Qg að leiknum loknum gekk menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslaso i fram á leikvanginn og óskaði 3irgi til hamingju og bað viðstad ;a að hylla hann með fer földu húrrahrópi og var hraust lega tekið undir það. ★ Fyr.i hálfieikur 8:10. Birgir' fyrirliði lét ekki á sínu Fimm danskir knattspyrnu- menn til USA r <> i' i» <’ <| <’ !| (i FIMI> af frægustu knattspyrnu 4 möm am Dana hafa undirrit- >’að samning við bandaríska fé- ’, lagið Boston og munu leika (imeð féiaginu næsta keppnis- <1 tímal il. — Leikmennirnir eru ] | Erik Dyreborg, sem skoraði 5 (j mörk í leiknum við Norðmenn i > í sm <ar. John Steen Olsen, ' * Jörgc ti Henriksen og John Pet J ( ersen en þeir hafa allir leik <1 (tið m 3 Hvidovre. Fimmti leik'( 11 maðu -inn er Henning Boel (i jlfrá ikast. Möguleikar eru1 á f i'því tveir aðrir leikmenn|( ' (Hvid<.vre fari vestur. Hin tvö(i (i band irísku knattspyrnusam- (1 i ’ bönd sem FIFA vildi ekki 1 [ '[samþ ykkja hafa verið samein-(i J|Uð or hljóta nú blessun FIFAÁ jiÁkvelið hefur verið að aðeins • 'eitt 'ið frá hverri borg taki ((þátt í bandarísku keppninni, Jisem hefst 1. apríi. Liðin sem l'taka þátt eru frá eftirtöldum ''borgi m: Atlanta, Baltimore, (3ost<n, Chicago, Cleveland, (iDallas, Detroit, Ilouston, Kans (’as, IrOs Angeles, New York, ]]philódelphia, San Diego, San (jFraneisco, St. Louis, Toronto, ^Vancouver og Washington. standa í sjálfum leiknum og áð- ur en mínúta var liðin hafði hann skorað fyrsta mark leiks- ins mjög laglega. Pólverjar skora næstu tvö mörk, en Árni jafnar af línu. Enn skora Pólverjar tvö mörk, en Geir minnkar muninn úr vítakasti eftir að brotið var á Erni, en ennþá svara Spojnia- menn með tveimur mörkum, en nú taka FH-ingar Æjörlkipp og skora þrjú mörk í röð, þeir bræð- ur Örn og Geir sitt hvort og síðan Páll úr vítakasti eftir að brotið var gróflega á Auðni. — Var nú staðan 6:6 og 20 mín. liðnar af leiknum, en næstu 3 mörk eru pólsk, en Birgir skorar síðan tvö falleg mörk fyrir FH, en síðasta orðið átti hinn há- vaxni Lech Andre á síðustu sek- úndum hálfleiksins og lauk því hálfleiknum með tveggja marka mun fyrir Spojnia. * Seinni hálfleikur 9:7. Páll skorar fyrsta mark hálf- leiksins úr vítakasti, en brotið var á Birgi, er hann reyndi áð hrjótast í gegn. Racuk skorar tvö mörk í röð, en Páll svarar með fallegu marki. Anorzej hinn lipri leikmaður skorar af línu, en Örn minnkar muninn, Þá skora Pól- verjarnir 2 mörk og er þá stað- an 15:11, og um það bil 15 mín. eftir af leiknum. Það sem eftir var leiksins, eykst spennan með hverri mínútu. Birgir skorar fyrst mjög glæsilega, en hinn örvhenti Sylwester skorar fyrir Spojnia. Næstu mörkin koma frá FH, — fyrst skorar Auðunn af línu, Páll skorar laglegt mark, Geir skorar úr vítakasti og Páll jafnar 16:16, þegar 7 mínútur eru enn eftir. Nú hefjast æsispennandi mínút- ur. Racuk skorar skömmu súðar og Geir jafnar og. tækifæri á að ná yfirhöndinni er dæmt er víta kast, en pólski markvörflurinn ver skot Geirs og þar með var draumurinn húinn og jafnteflið innsiglað. ★ Liðin. Pólska liðið er gott lið, skipað jöfnum einstaklingum og er hvergi veikan blett að finna í liðinu. Markverðirnir eru góðir, og aðalmarkvörðurinn einn sá bezti, sem hér hefur sézt. Vinstri handarskyttan Silwester er mjög snjall leikmaður og sömu sögu er að segja um Andre, línumann inn. — Sérstaka athygli vakti hversu góða boltameðferð allir liðsmenn höfðu til að bera. Lið FH var gott í þessum leik og síðasti kafli leiksins verður að teljast frábær hjá því. — Þá kom 'hraðinn bezt í ljós og vörn in var með því bezta sem sést hefur hér. Markverðir FH, Kristó fer og Birgir áttu mjög góðan leik og verji þeir líkt því sem þeir gerðu í þessum leik, þá verð ur erfitt að sigra FH í vetur. Bezti maður FH-liðsins í þessum leik var „afmælisbarnið" Birgir Björnsson og sýndi hann að hann á mikið eftir ennþá, þó búið sé að skrá 300 leiki hj'á honum. — Fyrsta mark hans í leiknum var skorað á þann hátt sem honum einum er fært að gera og minnti mjög á þá daga þegar Birgir var upp á sitt bezta. Páll og Örn áttu góðan leik og voru mörk Páls sérstaklega falleg. Geir var óheppinn í skotum sínum, en er allíaf jafnleikinn með knöttinu. Annars stóðu allir liðsmenn sig vel og virðást til alls líklegir í vetur. Mörk FH skoruðu: Páll 5, Geir og Birgir 4 hvor, Örn 2 og Auð unn og Ámi 1 hvor. — Mörk Spojnia skoruðu flest: Andre 4, Racuk, Silwester og Anorzej 3 hver. Dómari leiksins var Karl Jó- hannsson og skilaði hann hlut- verki sínu eins og hans var von og vísa með miklum ágætum og sannaði hann enn einu sinni að hann er okkar bezti handknatt- leiksdómafi. — I.Y. BJrgir Björnsson lék sinn 300. leik með FH á sunnudag. Hann var heiðraður af félagi sínu, eins og sagt er frá á síðunni. Þessi mynd var tekin rétt áður en leikurinn hófst, en Birgir átti mjög góðan leik. ; Fram átti lélegan leik -Spojnia sigraði 20:16 P Ó L S K A handknattleikslidið Spojnia sigraði Fram auðVeld- lega í leik liðanna í íþróttahöll- inni á laugardaginn, — Sigraði Spojnia með 20:16 og var Fram- liðið mjög slappt og virtist sem þeir væru ekki búnir að ná sér á strik eftir jólahátíðina. Pólverjarnir hefja leikinn, en Framarar ná knettinum fljótlega ffá þeim og rétt á eftir skorar Ingólfur fyrsta markið og hálfri mínútu seinna skorar hann aft- ur. Staðan er 2:0 og áhorfend- ur lifna við og byrja að hvetja Fram, en Pólverjarnir skora næstu fjögur mörk. Um miðjan hálfleikinn er staðan 5:3 fyrir Spojnia og þeir auka forskotið jafnt og þétt út hálfleikinn og virtust eiga létt með að finna glufur í lélegri vörn Fram á með an Fram fór hvað eftir annað illa með góð tækifæri. Þegar 7 Akureyri vann j Á LAUGARDAG háðu Akur- J syri og Reykjavík bæjakeppui j í íshokkí á Melavellinum. — i ('Leiknum lauk með yfirburðn-J 'sigri Akureyringa 9:2. Skúlij (j ígústsson skoraði flest mörk i jlAkureyringa og Sveinn Krist-, ''dórsson mörk Reykvíkinga. j j í liraðkeppni á sunnudag/ Jléku A- og B-Iið Akureyringa < <>tit úrslita og A-liðiff vann ] 'Jmeff 7:0. ^ 5 < mínútur eru eftir af hálfleiknum hafa Pólverjarnir náð 7 marka forskoti, en Guðjón og Sigurður Einarsson minnka bilið í 4 mörk, en Wlazto, bezli maður Pólverja í þessum leik skorar seinasta markið og lauk hálfleiknum með 12:7. Mikill missir var að Ingólfi, sem meiddist um miðjan hálf- leikinn og kom ekki meira inn á það sem eftir var. Á fyrstu mínútu seinni hálf- leiks fær Fram vítakast, sem Guð jón framkvæmir og brenndi harrn af, en hann bætir það upp, því á 3. mín. skorar hann 8. mark Fram, en á næstu sex mín. skora Pólverjarnir 5 mörk á þess að Fram nái að skora eitt einasta mark og staðan er 18:9. 9 marka forskot og öll von úti fyrir Fram, Framhald á 9. síðu. 9. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.