Alþýðublaðið - 09.01.1968, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.01.1968, Blaðsíða 5
Minningarorð: Jón Magnússon, fréttastjóri f4 I DAG fer fram bálför Jóns Magnússonar, fréttastjóra Ríkis útvarpsins. — Ég hafði starfað undir hans stjórn í nákvæmleg iþrjú ár, er hann lézt á öðrum degi þessa nýbyrjaða árs. Ég hefði kosið lengri samvistir. miklu lengri. — Jón Magnússon var ekki aðeins yfirmaður minn hann var félagi, kennari, en umfram allt maður. Dauðinn er hið eina, sem eng inn fær umflúið. Þrátt fyrir þá staðreynd getum við ekki brynj að okkur, og tekið honum sem sjálfsögðum hlut, er hann ber að dyrurn. Hann veldur ætíð sársauka, ef einhver á í hlut, sem okkur þykir vænt ura og við virðum. Ég veit ekki hvað Jón Magn ússon kann að hafa hugsað eftir að hann veiktist af hjartasjúk dómi fyrir nokkrum árum, en eitt sinn sagði hann við mig, er við voruin á ferð erlendis, að menn með hans sjúkdúm vissu raunar aldrei að morgni, hvort þeir kæmust heim að . kveldi Enginn okkar veit það, og fæstir hugsa um það. Jón Magnússon var ekki að biðja um samúð; í hans huga var þetta einföld staðreynd. Hann var raunsær og baðst ekki griða Ég sá hann aldrei draga af sér við vinnu, né heyrði ég hann kvarta. Slíkt hefði brotið í bága við samvizkusemi hans og lífs skoðanir. Hann var maður rök- hyggjunnar, góðviljaður og sann gjarn. Hann var frábær embæit ismaður, og með gáfum og mik illi þekkingu tókst honum að inna af hendi starf sitt, svo þar fannst livergi blettur né hrukka, að mínu viti. Hæfileikar hans voru ekki (il leigu gegn því gjaldi, sem hefði iyft honum hærra upp á tind inn. Hann taldi sig aðeins verð an þeirra launa, sem ekki voru greidd á kostnað samvizkunnar. En Jón Magnússon gaf, og það urðu allir ríkari, sem honum kynntust. Þessi fáu orð er þakk læti mitt til Jóns Magnússonar fyrir það sem hann gaf mér. Minningin um hann er upp- skera lífs þess manns, sem naut ómældrar virðingar og trausts. Slikur maður lifir í raun lengur en líkami hans. Árni Gunnarsson. Jón Magnússon, fréttastjóri. t Jón Magnússon, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, átti sæti í landsprófsnefnd miðskóla frá stofnun nefndarinnar 1946 og allt til andláts síns fyrir aldur fram 2. janúar s.l. Þessar fátæklegu línur eru ritaðar til að þakka Jóni sam starfið. Þakka honum lipurð 'hans og sveigjanleika, hnyttnar tillögur og glöggar athugasemd. ir, og ekki hvað sízt hina laun. skörpu kímnigáfu, sem svo o(t yljaði okkur samstarfsmönnum hans um hjartaræturnar. Það vakti mikla athygli mína, í stuttri, allt of stuttri sam- vinnu, hve Jón var afskaplega. fljótur að átta sig ó breyttum vjó horfum og nýjum hugmyndnm, svo og hve aðdáanlega fljótur hann var að vinna, að skila, vándasömum verkum gaumgæfi- lega unnum. Af fjölmörgum mönnum, sem ég hef átt sam- vinnu við, tel ég afar fáa hafa. búið yfir jafnsérstökum verk- hæfileikum sem Jón Magnús- son. Skarðið eftir hann látinn mun enda vandfyllt, hvar sem verka hans hefur notið. Fyrir hönd samstarfs-manna Jóns Magnússonar í, landsprófs- nefnd votta ég eftirlifandi ást- vinum hans djúpa samúð. Andri ísaksson. í LOK 19. alaar bjó fátækur miðaldra Evrópumaður í bam- buskofa á eyjunni Tahiti. Oft sást hann ganga um ströndina og skógarstígana á eynnj í leit að „motivum” og „modelum” til þess að nota í málverk sin. — Þá grunaði engan — og allra sízt hann sjálfan, — að sum þessara málverka mundu verða notuð á frímerki Tahiti-eyjar sextíu árum síðar. — Tahiti- eyja er sú Suðurhafseyjanna, sem iaðað hefur til sín flesta ferðaiangana, vegna þess að loftslag, gróður og elskulcgir íbúar hjáipast að við að gera hana að jarðneskri Paradís. — Maðurinn í bambuskofanum var frá Frakklandi og hét P a u 1 G a u g u i n , en það nafn varð síðar frægt í listasögu Frakk- lands og raunar um víða ver- öld. Ifann fæddist árið 1348, móðir hans var af spænskum ættum, fædd í Perú, en faðir hans franskur. Þegar Gauguin var 3 ára varð faðir hans að fara úr landi af pólitískum á- stæðum og var ferðinni heitið til Perú. Á því ferðalagi dó fað- ir Gauguins, en móðirin komst með son sinn til ættlands síns. Fjórum árum seinna Huitust svo þau mæðginin aftur iieim til Frakklands. — A árunum 1865 — 68 — eða fyrif réttum 100 árum, var Gauguin í sigl- ingum og fór þá víða um. Á þessum árum staðfesti hann ráð sitt og var kona hans dönsk, Metta Sophia að nafni. — Nú mátti gera ráð fyrir að Gaugu- in væri búinn að svala útþrá sinni í siglingunum, en svo reyndist ekki vera. Árið 1891 tók hann sig upp frá fjölskvldu sinni og störfum í París ti! þess að dvelja um tíma á Suðurhafs- eyjum og varð Tahiti fyrir val- inu. Þessi eyja er að stærð rúm- lega 1000 ferkm. og efu ibúar hennar nú nálægt 50 þús. Kall.a má, að eyjan sé gerð úr tveinv ur gömlum eldfíallahryggjuih) á hæð við Öræfajökul old'.ar, en hhðar þeirra eru þaktar frumskógi. Þegar Gauguin kom til Ta- hiti, bjóst hann við að hitta ibú- ana ósnortna af menningu Ev- rópu, en varð að því leyti iyrhr nokkrum vonbrigðum. Vestræn áhrif voru farin að setja svip sinn á líf og siði íbúanna. Eiái að siður varð Gauguin mjög hriíinn af ýmsu í náttúrulifi eyjarinnar og mörg af frægustu málverkum hans eru gjörð þar. Þetta frímerki, sem við sjáum hér á myndinni var gefið út árið 1958 í tilefni þess, aö sá Suðurhafseyjaklasi, sem Frakk- ar ráða yfir, skipii þá um nafn og er síðan nefndur „Franska polynesia.” — En „motiv” frí- rnerkisins er eftir hinu fræga málverki Gauguins: „Konur á ströndinni”. Merkið er all stórt og prentað í sem næstt sömu litum og eru á málverk- inu. Á öðru frímerki í sömu „seríu” er og mynd eftir Gau- guin: „Hvftu hestarnir.” Þess má að lokum geta, að Gauguin iekkst einnig lítilshátt- ar við ritstörf. Ein bók roun vera til eftir hann og Charles Morice, þýdd á íslenzku, en það er Nóa-Nóa, sem kom út árið 1945. Gauguin gekk ekki beill til skógar síðari ár sín á Tahiti. Hann dó árið 1903. Skattaframtöl O.fl. Aðstoða við gerð skattframtala. Tek einnig að mér smærra bókhald og bókhaldsuppgjör. Upplýsingar í síma 5224G. Er verkalýðshreyfingin nú á tímamótum? ÞEIR atburðir hafa gorzt nú á seinustu vikum, að alþýða manna hefur vaknað af iang- varandi'dvala, en hugsar mi sín ráð til að geta lifað mannsæm- ari'di ‘lífi i landi sínu. Það- reikn- uðu margir með allsherjar verk- . fötlum 1. desember 1967. En hcfði það orðið raunhæft fyrif launþega? Því svara ég neilandi. í fyrsta lagi er mikið um atvinnuleysi viða um land og ckki sízt á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Má benda á, að meðal annars ganga bvgg- ingamenn, járnsmiðir, verka- menn, iðnaðarfólk og flairi at- vinnulausir, og það allt frá haust mánuðum. Því má telja það laukrétta stefnu, sem forystumenn verka- lýðssamtakanna, þeir Hannibal Valdimarsson, Björn Jónsson, Jón Sigurðsson og fléiri tóku, að fresta hótunum verkfalls- vopnsins um sinn. En í æðum beita sér fyrir að álögum sé stiilt í hóf og síðar beita sér fyrir tollalækkunum á lífsnauð- synjum. Þetta er vaíalaust rétt steína í bráð, a.ð sjá' til hvað hefst með þessum aðgerðum. En verði þetta ekki nægilega rnunhæft, þá verður að Leita öðr.um ráðum, og er enginn vafi á, að fjöldinn af vinnandi slétt- um verður betur undir það bú- inn að heyja baráttu með verk- föllum mcð vorinu. Þá verður líka ljóst, hvaða bliðarráðstaf- anir Alþmgi gerir. Það eitt er víst, að það situr engin ríkisstjórn að völdum, cf launþegasamtökin standa saman, án tillits til stjórnmálaskoðana, á móti henni. Og fjöldinn af launþegum e.r þegar farinn að hugsa sín róð, e£ í harðbakka slær. Og verða næstu vikur not- aðar til að fylkja launþegum til sóknar gegn dýrtíðarflóði scm því miður er vaxandi á öllum útgjöldum alþýðuheimilanna. — Við skulum fara aftur í tímann allt til ársins 1942, þegar gerð- ardómslögin voru sett til höfuðs verkalýðnum, og átti þá að múl- binda hann. En það fór á ann- an veg en þáverandi ríkisstjórn ætlaðist til. Það logaði allt í smáskæruhernaði. Þá stóðu allir verkamenn sem eihn maður og Framhald á bls. 11. 9. janúar 1968 ALÞÝÐUBLAÐiÐ §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.