Alþýðublaðið - 11.01.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.01.1968, Blaðsíða 9
Hljóðvarp og sjónvarp Til HUÓÐVARP Firamtudagur 11. janúar. 7.00 Morgunútvarp. VeSurfregnir. Tónleikar. 7.30 Fréttir. Tónleikar. 7.55 Bæn. 8.00 Morgunleikfimi. Tónlelkar. 8.30 Fréttir og veSurfregnir. Tónleik- ar. 8.55 Fréttir og útdráttur úr forustugreinum dagblaSanna. 9.10 VeSurfregnir. Tónleikar. 8.30 Til kynningar. HúsmæSraþáttur: Dag rún Kristjánsdóttir húsmæSra- kennari talar aftur um krydd og kryddjurtir. Tónleikar. 10.10 Frétt ir. Tónleikar. 12.00 Iládegisútvarp. Dagskráin. Tónleikar. 12.15 Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veSur fregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frívaktinni. Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óska lagaþætti sjómanna. 14.40 ViS, sem heima sitjum. Svava Jakobsdóttir les þýSingu sina á grein um Maríu Theresíu drottningu Austurríkis. 15.00 MiSdegisútvarp. Fréttir. Tilkynningar. Létt lög: Tijuana-hljómsveitin leikur og syngur, Eduardo Falu leikur suS ur-amerísk lög á gítar, George Fame og Peter Kreuder leika og syngja með félögum sinum. 16.00 VeSurfregnir. SíSdcgistónleikar, Elsa Sigfúss syngur lög eftir Árna Thorsteinsson og Emil Thor oddsen. CBC-hljómsveitin leikur Sinfóniu i C-dúr eítir Stravinsky; höf. stj. 16.40 FramburSarkennsla i frönsku og spænsku. 17.00 Fréttir. Á hvítum reltum og svörtum. Sveinn Kristinsson flytur skák- þátt. 17.40 Tónlistartíml barnanna. Egill Frlðleifsson sér um tímann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 VeSurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.20 Tilkynningar. 19.30 ViSsjá. 19.45 Úr ýmsum áttum. Einar Ól. Sveinsson og SveiDD Einarsson lesa sögur úr fornnm bókum og Vökunóttum eftir Eyj- ólf GuSmundsson á Hvoli. ÁSur útv. á annan dag jóla. 20.30 Sinfóniuhljómsveit íslands leihur i Háskólabíói. Stjórnandi: Ragnar BJörnsson. Einleikari á píanó: Frederick Mar vin frá Vínarborg. Á fyrri hluta efnisskrárinnar: a. SiSdegi fánsins cftir Debussy. b. Fantasía fyrir píanó og hljóm sveit op. 56 eftir Tjaikovskij. 21.15 Útvarpssagan: MaSur og kona eftir Jón Thoroddsen. Brynjólfur Jóhanncsson leikari les (11). j 22.00 Fréttir og veSurfregnir. 22.15 t’m skólamál. Magnús Gestsson flytur erindi. 22.40 Tónlist eftir tónskáid mánaSar- ins, SigurS ÞórSarson. a. ísland og Skín frelsisröSull fagur. Karlakór Rcykjavíkur syngur undir stjórn höfundar. Einsöngvari í fyrra iaginu: Geð- mundur Jónsson. b. Ömmusögur, svfta. Sinfónfn- hljómsveit íslands leikur; Páll-P. Pálsson stj. 23.15 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. | BRAUÐHVSID SNACK BAR Laugavegi 126. sími 24631. Smíðum allskonar innréttingar. gerum föst verðtilboð, góð vinna, góðir skilmálar. Trésmíðaverkstæði Þorv. Björnssonar. Símar 21018 og 35148. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR SERVÍETTU- PRENTUN BÍMI S2-10L LAUSALEIKSBARNIÐ________20 þolinmóð og hún gerði sitt bezta til að bilið milli hennar og kon- unnar, sem var móðir hennar, minnkaði. En Tony vissi ekki, hvað þolinmæði var og liann skildi ekki að þetta væri nauð- synlegt. — Ætlar þú ekki að spyrja Irene, hvernig fór við réttar- höldin, mamma? spurði hann hvasst. — Það kemur mér ekki við. — Heldur ekki þó að hún hefði fengið tíu ára fangelsi. — Ef hún óskar ekki eftir að segja, hvað gerðist, kemur mér það ekki við. Hún hefur ekki sagt okkur, hver er ástæðan fyr- ir þessum látum, var hið kulda- lega svar. — Mig langar ekki til að vita neitt um þetta. Tony lagði hnífinn frá sér. — Fyrr eða síðar verðurðu að hætta að koma fram við Ir- ene eins og hún væri öskutunnu- matur, sagði hann. — Hættu þessu Tony, bað Irene. En hann hafði verið reiður í marga daga og nú gat hann ekki þagað lengur. — Mér er svo sem sama, þó að þú viljir ekki að allur heim- urinn viti, að hún er dóttir þín, en hún verður tengdadóttir þín innan skamms. — Það samþykki ég ekki og mun aldrei samþykkja, sagði Emily. — Ég ætla ekki lengur að dylja viðbjóð minn á' því að þú skulir ætla að giftast henni. — Hvers vegna? —Ég hef viðbjóð á því og svo er ekki meira um það að segja. — Þá skaltu líta öðrum augum á málið hér eftir, sagði Tony og leit hörkulega á hana. —Því þessu verður ekki breytt, hvað svo sem þér finnst um það. Við giftum okkur eftir fimm eða sex vikur. —Þegiðu, hrópaði frú Harr- idge og stappaði niður fætinum. —Þú skalt ekki reikna með því að þú getir gert hvað sem þú vilt og hundsað óskir minar. Mundu eftir því hve háður þú ert mér. Vinna þín, tekjur þín- ar,— allt kemur frá mér. Heim- ili og kona kostar peninga—ég hjálpa þér ekki. Ég vil ekki að þú giftist henni og þú gerir það ekki fyrir mína peninga. Hugs- aðu þig vandlega um fyrst. TUTTUGASTI OG SJÖUNDI KAFLI. Alice Farrow var ákveðin stúlka og hún hafði takmark sem rak hana áfram. Hún vissi fyrir víst, að leyndardómurinn um ör- lög Frank Westons var á valdi Irene og með hverjum degi var hún sannfærðari um, að niaður- inn, sem hún hafði elskað, hafði ekki svikið hana vegna annarr- ar stúlku. Það var eitthvað ann- að, sem lá þarna að baki, eitt- hvað sem gat bjargað stolti henn ar, ef hún aðeins gæti fundið hvað það var. Alice fór ekki til Thickey Warr en eftir að hún hafði verið við- stödd réttarhöldin yfir Irene, heldur kom sér fyrir þar sem hún gat fylgzt með ferðum henn- ar. Hún bjó nefnilega í húsinu við hliðina á heimili frú Harr- idge. Þar bjó skozk fjölskylda, sem hét Murray og eftir tvo daga voru þau sannfærð um að þau hefðu verið einstaklega heppin með val sitt á' stofustúlku. Á miðvikudaginn eftir réttar- höldin, opnaði Mary fyrir póst- inum. Það voru þrjú bréf til Murray fjölskyldunnar og eitt til hennar heiman frá. Hún i'ékk líka dagblað að heiman. Hún tók á móti því til að lesa, hvað hefði verið skrifað um réttarhöldin, þegar hún kom auga á dálítið sem vakti enn meira athygli hennar. Bréfið sem lá efst i hrúgunni var einnig frá Thiekey Warren en það var stílað til Irene. Hún var sannfærð um að allt, sem hana langaði til að vita stæði skrifað í þessu bréfi. —Er þetta ekki líka til okkar? spurði hún og lét sem hún ætl- aði að taka bréfið. — Þetta? Nei, það er til ung- frú Bruton í húsinu við hliðina á. Hún er lagleg ung stúlka. 4 TUTTUGASTI OG ÁTTUNDI KAFLI, Mary Bruton skrifaði ekki langt bréf—aðeins eina örk. Hún sagðist hafa dagblaðið og að allt þorpið væri að tala um trúlofun. Irene. „Þú átt að lifa þínu eigin lífi og ekki þarftu að skammast þín fyrir að vera lofuð jafn indæl- um ungum manni og Tony,” las Irene. „Ég er bæði glöð og stolt. En kjaftagangurinn hefur aukizt mjög og fólk er ákafara eftir að vita, hvað varð af vesalings Frank. Ég lifi sæmilegu iífi og læt hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég vona, að þér verði hlíft, ef eitthvað vont kemur fyrir.” — Eru þetta slæmar fréttir, vina mín? spurði Tony. — Hvers vegna heldurðu það? — Af því að þú fékkst tár í augun. — Ég var að hugsa um mömmu og þrá hana. Hún sendi sveitablaðið og ég þori varla að opna það. Ég þori ekki að hugsa um, hvað hefur verið skrifað um okkur. — Hentu því þá í eldinn &n þess að lesa það, sagði Tony og benti á bréf, sem hann hafði verið að fá. — Ég hef góðar fréttir að færa þér. Ég fékk tilboð frá Marson & Dell um að vera forstjóri fyrir útibúi þeirra í Streatham. Hann var glaðleg- ur. — Ég bjóst aldrei við að fá forstjórastöðu. Finnst þér það ekki stórkostlegt? — Nei, Tony! sagði Irerte. — Þú myndir kremja hjarta móður þinnar, ef þú tækir við stöð- unni — og ég fengi alla sök- ina. — Það ásakar mig enginn fyr- ir að lifa á' annarra fé, sagði hann. — Það er gott að vita, að maður getur staðið á eigin fót- um, jafnvel þó að maður standi á líkþornum annars manns. — Mamma verður að læra að líta skynsamlega á málin. Við skul- um líta í blaðið þitt og vita, hvað er skrifað um okkur? Það voru þrír dálkar, þar sem var skrifað um réttarhöld- in og trúlofunina. Þeini hafðl tekizt að ná í gamla mynd af Irene og það var skrifað ítar- lega um Tony. í hvaða skéla hann hefði gengið, hvaða íþrótta- verðlaun og hver staða hans væri hjá' fyrirtækinu. — Loksins varð ég frægur, sagði Tony. — Þeir hefðu ekki skrifað meira um þetta, þó a0 það hefði verið um morðmál að ræða. — Ætlarðu að taka stöðuna, sagði Irene til að skipta um um- ræðuefni. — Hún er ekki eina staðan, sem ég hef von um, sagði Tony og yppti öxlum. — Ég sótti um stöðu hjá tveimur öðrum fyrir- tækjum. En ég ætla að bíða 1 einn eða tvo daga, ef það gleður þig, bætti hann við. Hún kyssti hann þakklátsam- lega og um daginn skrifaði hún mömmu sinni. ,JÉg reyni að vera glöð cg hamingjusöm, en vitanlega liggur þetta þungt á samvizku minni. Ég get ekki um annað hugsað, en að allir hljóti að komast að þvi innan skamms að Frank er dáinn og hvernig hann dó. Við verðum að láta hverj- um degi nægja sína þjáningu eins og þú segir og vita, a8 við stöndum alltaf saman.” Hún skrifaði utan á umslagið og fór út til að setja bréfið 1 póst. Alice Farrow var að gera það sama og hún gerði hundrað sinnum daglega — nefnilega fylgjast með húsi frú Harridge. Hún sá Irene koma út mcð bréf i hendinni og gat þess til að þetta væri svar við bréfi móð- ur hennar. Þar hefði hún áreið- anlega skrifað eitthvað um blaðagreinina og kannski eitt- hvað meira? Irene og móðir hennar höfðu farið í bíl Franks og þær vissu báðar, hvað komið hafði fyrir hann. Alice langaði svo óstjórnlega til að ná í bréfið, að hún gal sér engan umhugsunarfrest. Húu þaut út úr húsinu og náði i Id- effir J.Nl.D. Young 11. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.