Alþýðublaðið - 11.01.1968, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 11.01.1968, Blaðsíða 12
gjy-jií Happdrætti og skattar ................................. JANÚAít €r drungalegur mánuð- ur. E£ við höfum ekki liafís, 20 eiiga frost eða hitaveituvandræði «ná búast við að við höfum ekk •ert til að tala ura, og þegar við tiöfum e-kkert til að tala um, fer okkur að leiðast, og það er þeg- ar mönnum leiðist, sem þeir íara. að grípa til einhverra ör- þrifaráða, brjótast inn og stela eða drekka íbrennivín úr hófi fram. En forsjónin 'hefur séð fyrir því að janúar er líka merkur mánuð ur. Hún kom skattskýrslunni fyr ir í janúar og henni þóknaðist að Iáta jþann mánuð vera mánuð happdrættanna. A. m. k. tvö stór •íappdrætti hafa sín áramót í jan úar, og toin láta mörg uppskátt í þeim mánuði hver 'hafi hlotið vinning, og það er jú einna mest spennandi af öllu saman. Oft hef ég velt því fyrir mér hversu ilia maður væri á vegi sl&ddur, ef ekki væru til happ- drætti, óvíst að menn geri sér almennt nokkra grein fyrir því .♦ivílík þjóðþrifafyrirtæki þau eru ölj upp til hópa. Það væri fróðlegt að vita hversu mörg happdrætti eru til í land- fnu, og hversu miklu þau skila í vinningum til almennings, þótt hínu sé auðvitað ekki að neita <að enn meira gaman væri að vita hversu gífurlegum fjárfúlgum freim tekst að smúla út úr fólki án þess það viti af, fé, sem það •ætur fagnandi af hendi eins og stdrsyndari á banabeði sem er að gefa fyrir sálu sinni. Kostir happdrættanna eru vafa •aust margir, en einn er þeirra tnestur. Þau koma í veg fyrir gíf Vilegar skattahækkanir. Dettur nokkrum í hug að við Jslyppum við M láta af hen'di - fietta fé sem happdrættin ná af enanni þó að þau væru öll með iölu lögð niður? 'Nei, auðvitað ekki, það mundi aðeins þýða hærri skatta. Það ‘væri ekkert spaug að eiga við slcattskýrsluna núna seinna í þessum mánuði ef þeim) væri ekki •hl að dreifa. Hærri skattar, það er einmitt fiað sem menn hræðast mest af »llu. ■ í gamla daga var til að menn fengju hótunarbréf með svartri Það er haft eftir læknum í einhverju blaði í gær, aff þaff sé ekki útlenzk flensa heldur íslenzkt kvef, sem er aff leggja fólkið í rúmið þessa dagana. Þaff gretur veriff að einhverijumi sé þetta einhver huggun af þjóðernislegum ástæffum, en einhvers staffar hef ég þó fengiff þaff inn í hausinn aff flensan hafi þann kost fram yfir kvefiff, að við henni séu til meðöl, en kvefinu ekki. 40 skráðir atvinnulausir. — Hve nær skyldi mér gefast tækifæri til að gerast atviruiuieysingi? Þoi'r verkamenn sem éru alvinnulausir í Hafnar- fir'ði eru vinsámlegast beðnir að' koma til viðtals á skrifstofu V.M.F. Hlífar Vesturgötu 10 n.k. fimmtudag kl. 4—7 e.h. Stiórn verkBkvennafélagsins Hlífar. rönd í kring; eða viðvörunarbréf eins og þetta: ,,Flýðu land, allt er komið upp“. — Sumir flúðu land eins og byssubrenndir, en aðrir fengu slag, eftir því hvaða stíll þótti hezt viðeigandi í sög- unni, gripu hægri hendi hátíð- lega sér á hjartastað og hnigu svo niður, kannski örendir, en í öllu falli llmigu þeir niður ef ekkert 'hart eða óslétt var fyrir sem gat meitt þá í fallinu. Nú tíðkast ekki slík hréf. En skattaskýrslan kemur í staðinn. Ég hef þá trú að Qiugmyndin um Hjartavernd hafi annað hvort komið fram í janúar, þegar menn eru að semja skattaskýrsluna — (sem er jú einasta snilldarverk bókmenntalegs eðlis sem peninga lega sinnaðir menn láta frá sér fara) ellegar að sumrinu um bað bil sem skattaskráin kemur út. Heilsufarið yrði slæmt ef happ drættisfénu yrði miskunnarlaust dembt ofan á skattana. Þá væri naumast hægt að afstýra þjóðar- voða. En það eru allir til með að bæta svolitlu ofan á skattana í formi happdrættismiða. Happdrættin koma til fólks með brosi, oft í líki ungrar konu og segja: — Við gefum þér kost á að kaupa happdrættismiða og það getur verið að þú fáir milljón krónu vinning. Hvílíkur greiði! En vinningarnir hafa oftast þá náttúru að koma upp á óselda miða. Skattavesenið kemur aftur á móti í formi geðvondra rukkara sem eru með mínu, fletta blöðum drýgindalega og muldra í barm sér: —■ Gerðu isvo vel og borg- aðu þetta á hverjum mánuði, ell egar ég sel ofan af þér húskofann, lagsi. Um bílinn er ekki að tala, hann er hvort sem er verðlaus. Menn verða desperat. Annað en gaman að standa með kerling- una og krakkana úti á götu og hafa ekki einu sinni efni á að kaupa happdrættismiða — sem „kannski" gæti gefið manni nýtt hús í vinning. Og hjartabilun, meltingartrufl anir með vindverkjum og til- heyrandi músík (aðallega 'á lágu nótunum) verður að sjálfsögðu afleiðingin. Og svo kemur liér aðalatriði málsins: Því ekki að hreyta öllu skatta- og tollveseninu í eitt allsherjar happdrætti til stuðnings vesa- lings ríkiskassanum og öðrum að skiljanlegum kössum þessa lands? Litli bróðir kann ekkí aff lesa og hann veit heldur ekki hvaff hægrri og vinstri er, en hann verffur samt drifinn í bréfaskóla til aff læra, hve- nær á aff beygja til hægri og hvenær til vinstri. Þaff græti nefnilegra orðiff til þess aff hann lærffi mcð hvorri hönd inni hann ætti aff heilsa. Fyrstu verfflaun ihöfum við 8 dagra ferff til Parísar. Önnur verff laun höfum við einnig 8 daga ferff til Parísar, — en meff eig- inkonu . . , Orðsending til hafnfirzkra verkamanna i MORGUNBLAÐEÐ ORÐSENDING til hafnfirzkra kvenna. " Þfcir verkamenn s.em eru atvinnulaus'Jr í Hafnarfirði em vmsamlega beðnir að koma lil viðtals í skrjfstofu V. M. F. Iilifar, Vestúrgötu 10, n.k', fimmtudag og föstudag k). 4-7 e.h. Stjórn Verkamánnafélagsins Hlífar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.