Alþýðublaðið - 11.01.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.01.1968, Blaðsíða 3
m SpilakvöSd Fyrsta spilakvöld Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á þessu ári verður haldið í Lídó í kvöld kl. 8,30. Stjórnandi Gunnar Vagnsson. Sigurður Guðmundsson skrifstofustjóri flytur ávarp. Auk venjulegra kvöld verðlauna verða veitt verðlaun fyrir þriggja kvölda keppni. Ath.: Þeir sem koma fyrir kl. 8,30 þurfa ekki að borga rúllugjald. Sigrurður Þórarinsson. Mynd þessi er af teikningru af Heklugosinu árið 1845.) Teikn inguna gerði Oddur Erlendsson er þá bjó í námunda fjallsins, Myndin er varðveitt í handriti á Landsbókasafninu. A MANUDAG og þriðjudag fer fram fyrsti hluti forsetakosninga í Finnlandi.. Þá verða kosnir í kjördæmum .landsins 300 kjör- menn, sem síðan eiga að koma sér saman um fyrir 15. febrúar, hver verði valdamesti stjórnmála maður Finnlands næstu 6 ár. — Þrátt fyrir, að þessi gangur mála veiti finnskum kjósendum aðeins óbein áhrif á forsetakjörið, munu þeir í kosningum á mánudag og þriðjudag ráða meiru. Frambjóð endur til kjörmannsembættanna hafa nefnilega fyrirfram lýst af- stöðu sinni til þess máls, sem framar öðru setur svip á kosn- ingarnar, þ. e., hvort Kekkonen, núverandi fórseti, verður endur- kjörinn eða ekki. í raun og veru hefur þetta mál þó þegar verið afgreitt. í byrjun ársins 1967 bundust 3 stærstu stjórnmálaflokkar Finnlands sam tökum um að styðja framboð | Kekkonens til forsetakjörs. End | urkjör hans er því nokkuð tryggt ! þar sem þessir flokkar hafa sam- anlagt mikinn meirihluta kjós- enda. Kekkonen hefur nú verið forseti í 12 ár. Þrátt fyrir þetta hefur ríkt mikil forvitni um það hvaða af- stöðu Hægri flokkarnir i landinu ins um kjör Kekkonens. — Þeir höfnuðu þátttöku í því, en að því er virðist munu þeir ekki.berjast gegn kjöri hans. Þó hefur íhalds sami samfylkingarflokkurinn og nokkrir þingmenn úr hægri armi Sænska þjóðarflokksins á- kvæðið að styðja sinn eiginn frarh bjóðanda, Matti Virkkunen, aðal- bankastjóra í stærsta einkabanká landsins. muni aka til kosningabandalags- Frá flokkslegu sjónarmiði virð ist því endurkjör Kekkonens tryggt. Gallup-skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa einnig sýnt, að hann nýtur fylgis þjóð- arinnar. Spurningin er aðeins hve mikill verður sigur hans. RIT UM SURTS- EY OG HEKLU Vísindafélag íslendinga hefur fyrir skömmu gefið út þrjú rit: The Eruptions if Hekla in historical times, eftir dr. Sig- urð' Þórarinsson: lceland and Mid-Ocean Ridges, safn erinda, sem flutt voru á ráðstefnu Jarfræðingafélags íslands á s.l. ári; og loks þriðja hefti fjórða bindis, af ritinu Greinar og1 innilieldur það tvær ritgerðir um grasafræði, fyrri greinin er eftir Ingólf Davíðsson en sú síðari eftir Sturlu Friðriksson ogj Björn Johnsen. Formaður Vísindafélags Is- lendinga dr. Sturla Friðriks sin ásamt dr. Sigurði Þórar- inssyni og Sveinbirni Björns- syni kynntu ritin og út- breiðslu þeirra fyrir blaða- mönnum í gær. Erupton of Hekla in histor- ical flmes, er I. heftið í rit- gerðasafninu um Heklugosið 1947-1948, en flest síðari númer safnsins eru áður kom in út. í ritinu gerir dr. Sigurð ur Þórarinsson ýtarlega grein fyrir öllum gosum. sem orð ið hafa í Heklu eftir að sög- ur hófust hérlendis og fram að síðasta gosi. Hefur höfund ur í því skyni kannað gaum. gæfilega skráðar heimildir um Heklugos fyrri alda og vitnar óspart til þeirra í rit- inu. Þá greinir höfundur frá athugunum sínum á gosefnj frá ýmsum Heklugosum og gefur yfirlit yfir þær ösku- lagsrannsóknir, sem hann hef ur fengizt við um árabil Óskulagatímabil höfundar er orðið mjög þýðingarmikið við aldursákvarðanir í jarðvegá- og jarðfræði, gróðursögu og fornleifafræði, og er bókin« því grundvallarrjt þessarar rannsóknaraðferðár. Ritið er um 200 blaðsíður og eru í því fjöldi Ijósmynda og teikn inga til skýringa. Á forsíðu ritsins er teikning af Heklu- gosinu 1845 eftir Odd Erlends son, sem bjó í námunda við fjallið. Iceland an Mid Ocecean Ridges, er safn erinda, sem flutt voru á ráðstefmi Jarð- fræðafélags íslands ...27. febrúar til 8. marz 1967, en Sveinbjörn Björnsson jarð- eðlisfræðingur hefur séð ,um lítgáfu bókarinnar. í bókina skrifa 12 höfundar samtals 18 greinar um rannsóknir á sviði jarðfræði, jarðeðlisfræði og bergfræðj, einkum með tiiiiti til þeirra þátta þessara fraeða, sem varða stöðu íslands á mót Framhald á 11. síðu. t börn af 59, sem slösuöust í umferö- inni í Reykjavík á s.l. ári, voru 6 ára Gg yngri. í DAG tekur til starfa umferðarskólinn „UNGIR VEGFAREND- UR“. Skólinn er bréfaskóli, og er þátttaka heimil öllum börnum í Reyhjavík, Kópavogi, Hafnarfírði, Garffahreppi, Seltjarnarneshreppi og Mosfellssveit, á aldrinum 3. 4, 5 og 6 ára, fóreldrum þeirra aff kostnaðarlausu. í vetur munu þau börn, sem gerast þátttakendur, fá tvær til þrjár sendingar frá skólanum, auk þess smá gjöf á af- mælisdaginn. Þátttökueyðublöff liggja frammi í dag og á morgun i mjólkurbúffum og öffrum þeim verzluuum, sem selja mjólk á höfuðborgarsvæffinu. Allar nánari upplýsingar veitir fræffslu- og upplýsinga- skrifstofa umferffarnefndar Reykjavíkur, sími 83320. ' ‘ 11. janúar 1968 — ALÞÝOUBLAÐIÐ ^ tffff . i' r Wf TfWV 'f'1T "rr’y-r-*- ■-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.