Alþýðublaðið - 14.01.1968, Síða 1

Alþýðublaðið - 14.01.1968, Síða 1
Sunnudagur 14. janúar 1968 — 49. árg. 10. tbl. — VerS kr. 7 Gorðor d Álftanesj bœnna KL. 3.50 aðfaranótt laugardagrs var slökkviiiö Hafnarfjarðar kvatt að bænum. Garðar á Álfta- nesi, en þar lograffi eldur á efri hæff hússins. Skantma stund tók aff ráffa nið urlögum eldsins, en bóndinn á Görðum brenndist mikið og skemmdir urffu miklar á húsi og innbúi. Á fjórða tímanum aðfaranótt laugardags varð bóndinn þar, Guðmundur Björnsson, var við að eldur hafði komið upp í inn- byggðum klæðaskáp, sem stað- settur var á' miðri efri hæð húss- ins. Svo illa vildi til að sími heimilisins var við klæðaskápinn og reyndist Guðmundi ókleift að komast að símanum. Varð hann að fara út að bænum Grund, til að ná í síma. Slökkviliðið var kom- ið á staðinn um kl. 4 og sem fyi-r segir gekk greiðlega að ráða nið- urlögum eldsins. Mikil mildi var að ekki fór verr en raun varð á, því efra loft húss- ins er klætt trétext með spónum á. Þess má einnig geta að ekkert vatn var á staðnum, og var vatn það, er notað var til slökkvi- starfs fengið úr tönkum slökkvi- liðsbifreiðanna. Hefði vatnið þrotið liefði orðið að leiða það alla leið frá Hafnarfirði. Búandinn í Görðum, Guð- Framhald á II. síðu. EIN AFLEIÐING hins frjálsa innflutninss síðustu ára hefur verið sú, að fluttar eru inn í allstórum stíl erlendar sjávaraf urðir, fyrst og fremst niðursoðnar. Alþýðublaðið sendi í gær út blaðamann til að kanna í tveim verzlunum, hversu mikið væri um þessa vöru. Hann kom aftur með fullan kassa af dýrindis kræsingum úr ríki hafsins, glæsiiega innpakkaðri og girnilegri vöru allt frá Noregi til Japan. Þarna voru makrílsflök í olíu frá USA. Þarna var „postei" úr þorska- hrognum og þorskalifur með A og D vítamínum frá Noregi. Reyktar ostr- ur frá Japan. Gaffalbitar í vínsósu fá Glyngöre í Danmörku. Síldarflök í olíu frá Þýzkalandi. Portúgalsk- ar sardínur frá Portúgal og portúgalskar sardínur frá Liver- pool í Englandi. Þarna var norskur kavíar og norsk smá- síld í olíu. Og ótal tegundir af túnfiski frá Danmörku, Júgó- slavíu og af ýmsum gerðum frá Japan, pakkað á ensku og selt af fyrirtækjum í Bandaríkjunum undir sínum vörumerkjum. Svo var King Oscar smásíld frá Stavangri í Noregi, Limafjarðar- ostrur, japanskur kúfiskur, humaransjósa frá Fredrikstíd iog fleira og fleira. Við gerðum ekki þessa athugun til að skammast yfir því, að fiskmeti sé flutt til íslands, þótt Bretar hafi löngum taíið það fáránlegt að flytja kol til Newcastle. Sumt af þessu fiskw meti veiðist ekki hér, eins og túnfiskurinn, sem er í rai íinni seldur í samkeppni við kjöt en ekki annan fisk. Tilgangur okkar með þessari innkaupaferð er að benda á, hversu stutt íslendingar eru komnir í þeirri starfsgrein, sem þjóðin lifir á. Hvers vegna hefur okkur gengið svona hiirmu- lega að gera sjávarafurðir okkar að útgengilegri og fallegri neyzluvöru? Af hverju seljum við mestallan okkar fisk sem hráefni? Skyldi vera íslenzk síld í einhverjum dósanna, sen> við flytjum inn frá öðrum löndum? Af hverju geta svo margar þjóðir framleitt sínar sjávarafurðir á þennan glæsilega hátt — svo að þær seljast jafnvel í búðum uppi á íslandi? Þetta er alvarlegt umhugsunarefni. Niðursuða hefur af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum heppnazt illa hér á landi. Og menn segja, að ógerningur sé að komast inn á markaði annarra landa. En allir virðast geta komizt inn á okkar markað, þótt hann sé ekki stór. í tilefni af byltingu herforingjanna í Grikklandi liefur Stúdenta- félag Háskóla íslands ákveðiff að gangast fyrir Grikklandskynn- ingu. Kynningin verður haldin í Tjarnarbúð mánudaginn 15, jan,. n.k. og hefst kl 20,30. Dagskráin hefst með því, að Jökull Jakobsson rithöfundur flytur frásögn frá Grikklandi, e liann dvaldi þar á s.l. ári sem Ikunnugt er. Þá mun Sigurður Guðmundsson skrifstofustjóri og Þorsteinn Thorarensen rithöf undur ræða um þróun og ástand stjórnmála landsins í Ijósi síð- ustu atburffa.' Sigurður A. Magn ússon ritstjóri les eigin þýðing- ar úr verkum grískra Ijóðskálda og kynnir tónlist eftir Theodora- kíus. Að lokum verður lesin á- lyktun stjórnar stúdentafélagsins um Grikklandsmálið. Samdægurs gangast stúdenta- samtök víðsvegar í Evrópu f.vrir samkomum, sem verða helgaðar Grikklandi og grísku þjóðinni Slíkar samkomur og fjöldafundir verða m.a. lialdnir í London, Par- ís, Varsjá, Vín, Prag, Osló, Stokkhótmi, Edinborg, Amster- dam, Brussel, Róm, Milano, Munc hen, Frankfurt Helsingfors og Berlín. Kynningin verður sem fyrr segir haldin n.k. mánudagskvöld og er alroenningi heimill aðgang-- ur. Frá fundanefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.