Alþýðublaðið - 14.01.1968, Side 7

Alþýðublaðið - 14.01.1968, Side 7
Það hefur verið sagt, að sarastarf mitt við Nureyev hafi blásiö nýju lífi í túlkun mína, og það er alveg rétt, og núna vil ég frem- ur dansa á móti honum en nokkr- um öðrum. Af þeirri einu á- stæðu, að ég hef orðið að leggja mig alla fram til að geta komið fram á sviði með jafnundursam- legum dansara og honum. Þogar ég dansaði á móti Robert fielp- mann var ég miklu yngri og ó- reyndari en hann sem var hik- laust aðalstjarna flokksins á þeirn dögum, og ég dáðist ákaft að honum sem manni. Margir gleyma því hversu mikið brezki ballettinn á honum að þakka. Hann var ekki aðeins leiðtogi flokksins og aðaldansari, heldur merkilegur kóreógraf og samdi marga athyglisverða ballotta á því tímabili sem Ashton gegndi herþjónustu. Sp. Hafið þér nokkru sinni fengizt við kóreógrafíu? Sv. Nei, ég er gersneydd hæfileikum í þá átt. En Nureyev hefur þá hins vegar. Hann býr einnig yfir aðdáanlegri þekkingu á' hinum klassíska skóla ball- ettsins.; Hann hefur næstum ó- skiljanjegt minni. Hann man hvert §por og hreyfingu í ótal þriggja þátta ballettum. Auk þess hefur hann mjög víðtæka tónlistárþekkingu. Sp. Mynduð þér segja, að þér lifðuð algerlega fyrir list yðar? Sv. Nei, langt í frá. Það hljóm- ar yfirlætislega eins og maður hafi leitað skjóls í einhverjum fílabeinsturni. Listamaður má aldrei einangra sig frá umheim- inum. Sp. Hver eru áhugamál yðar utan ballettsins? Hafið þér nokk- ur hobbí? Sv. Það orð þoli ég ekki held- ur. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég heyri það. Þá' dettur mér í hug allt það gráa, dapra og leiðinlega sem fólk tekur sér fyrir hendur til að „drepa tímann” einhvern veginn. Sp. Eigum við að segja „tóm- stundaafþreying” í staðinn? Sv. Ekki er það síður frá- hrindandi. Það minnir á eitt- hvað sem fólki finnst það verða að gera, hvort sem það langar til þess eða ekki. Ég geri fátt annað en dansa. Mestöll orka mín, einbeitingarhæfileiki og tími fer í ballettinn. Ég á engar tómstundir til að mála eða spila á hljóðfæri eða prjóna — það dauðleiðist mér raunar. Sp. Hvaða listgrein hafið þér mestan áhuga á fyrir utan ball- ettinn? Sv. Auðvitað músík, enda er hún náskyld ballettinum. Svo eru það bókmenntirnar. Sjálf get ég varla komið saman tveimur orðum, hvað þá heilu bréfi. En mér finnst afskap- r lega gaman að lesa. Það var mín fyrsta brennandi þrá í lífinu að læra að lesa. Þá var ég fimm ára. Verst þykir mér, að ég hef alltaf nauman tíma til lesíurs núorðið. Það getur tekið mig heilt ár að komast í gegnurn eina bók. Sp. Eigið þér nokkurn eftir- lætishöfund? Sv. Æ, kemur það orð nú aft- ur! Nei, ég á engan eftirlætis- höfund. Ef ég væri inni í bóka- verzlun og sæi nýja bók oftir Graham Greene í hillunni myndi ég kaupa hana tafarlaust, því að ég hef mikiar mætur á bókunum hans. En ég er líka hrifin af fjöldamörgum öðrum rithöfundum. Sp. Lesið þér umsagnir gagn- rýnendanna eftir frumsýningu? Sv. Aldrei. Ég gerði það í fyrstu, en er löngu hætt því. Ég álít, að fólk geti séð með því að lesa dómana hvort það sjálft langar að sjá ballettinn, en ég er sannfærð um, að þeir geta haft mjög neikvæð áhrif á listamanninn. Ef gagnrýnend- urnir hrósa manni fer maður kannski að ímynda sér, að mað- ur sé miklu betri en raun ber vitni, og hættir að leggja eins mikla rækt við að hækka stand- ard sinn og áður. Og ef þeir eru óvægnir í dómum sínurn og rífa allt niður getur maður Framhald á 11. síðu. SKATTFRAMTELJEND- UR í KÓPAVOGI Skrifstofa mín í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð verður í janúar 1968 opin sem hér segir: 15. - 20. janúar kl. 4-6 e.h„ nema laugardag bl, 1 - 6 e,h, 22. - 27. janúar kl. 4-10 e.h„ nema laugardag kl. 1 - 6 e.h. 29. - 30. og 31 janúar kl, 4 e,h, til miðnættis, UMBOÐSIMAÐUR SKATTSTJÓRA AÐSTOÐARSTÚLKA óskast til rannsóknarstarfa. Stúdentsmenntun æskileg. Upplýsingar í síma 21340. Raunvísindastofnun Háskólans. AÐSTOÐARMAÐUR óskast til rannsóknarstarfa. Nokkur reynsla í járnsmíði, eða rennismíði æskileg. Upplýsingar í síma 21340. Raunvísindastofnun Háskólans. ÆSKULÝÐSRAÐ REYKJAViKUR Fríkirkjuvegi 11. Framvegis verður OPIÐ HÚS fyrir unglinga 15 ára og eldri. !| í sunnudaga þriðjudaga föstudaga laugardaga i M: Jt '! ■il kl. 20—23 — 20—23 — 20—23 — 20—23,30 Auk þess er opið hús fyrir 13—15 ára á surrnu dögum kl. 16—19. í d'ag verður unglingadansleikur kl. 16—19. FJARKAR LEIKA Á þriðjudagskvöldum verða kvikmynda- sýningar. ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVÍKUR. Góður lager, þykktir 5, 7 og 10 em. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. HELLU- OG STEINSTEYPAN SF. við Breiðholtsveg. Sími 30322. 14. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.