Alþýðublaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 4
JRItstjóri: Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýslngasfml: 14908 — Aðsetur: Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, Beykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsin?: Sími 14905. — Ásjcriftargjald kr. 120,00. — í Iausasölu kr. 7,00 elntaklð. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Flokksræðið UMRÆÐUR um flokksræði á íslandi eru tíðar, og hafa meðal annars orðið um það nokkur blaðaskrif undanfarna daga. Mál þetta snertir kjama lýðræðis, og er því eðlilegt umræðuefni. Algengt er að heyra fullyrðing ar þess efnis, að flokksræði sé meira og verra á íslandi en í öðr um löndum. Þessi fullyrðing er þó aldrei rökstudd að talizt geti, enda samanburður erfiður. Mundi nánari athugun leiða í Ijós, að flokksræði er hér ekki meira en í flestum öðrum lýð- ræðisríkjum, að ekki sé talað um hinar ýmsu tegundir einræðis- ríkja. Þetta mál má ekki dæma ein- göngn eitir umræðum og at- kvæðagreiðslum í deildum Al- þingis. Þegar meirihluti ríkis- stjórnar er naumur, eru mál rædd vandlega í þingmannahóp- um hinna ýmsu flokka. Þar koma fram mismunandi sjónar- mið, frumvörp eru jafnvel felld fyrir róðherrum, öðrum breytt og loks gert samkomulag um þá endanlegu gerð mála, sem flokk ar eða ríkisstjórn síðan standa einhuga um að afgreiða. Þegar þetta er athugað, kemur í ljós, að þingmenn eru ekki eins leiðitam ir eða ósjálfstæðir og margir ætla. Meginvald stjómarflokka (nán ar tiltekið ráðherra) felst í fjár- veitmgum og embættisveiting- um, eins og í öðrum lýðræðisríkj um. Kjördæmin berjast um það fé, sem er til framkvæmda, og taka stjórnarandstæðingar þátt í því eins og stjórnarþingmenn. Hægt er að sýna tilhneigingu ráðherra til að hygla' sínu kjör- dæmi, en ekki að því marki, sem spilling gæti heitið. Og nákvæm rannsókn á embættisveitingum mundi án efa sýna mun meiri ó- hlutdrægni en flestir eiga von á. Hitt er þó rétt, 'að Gunnari Thoroddsen fannst hann vera kominn á sellufund í framsókn, er hann kom í fjármálaráðuneyt ið, að því er sagan segir. Frarn- sókn er slæm, en hún er ekki ein um þennan veikleika, enda verða ráðherrar að hafa ein- hverja aðstoðarmenn, sem þeir geta sýnt pólitískan trúnað. Fyrir fáum árum beittu flokk- arnir vftdi sínu með höftum. Þá þurfti sérstök leyfi til að byggja íbúð eða atvinnuhúsnæði, kaupa bát, kaupa gjaldeyri í smáum eða stórum upphæðum. Pólitísk- ar nefndir úthlutuðu þessum leyf xun. í þessu kerfi fólst stórfelld spillingarhætta, en sem betur fer hefur þetta verið afnumið. Lánsfé er það hnoss, sem hvað erfiðast er að komast yfir í þjóð félagi okkar nú á dögum. Þess- vegna hafa pólitísku flokkamir svo mikinn áhuga á bankaráðum og bankastjórastöðum, og má bú- ast ivið, að svo verði, þar til skort ur á lánsfé minnkar. Þess er þó að gæta, að allir stjórnmálaflokk ar hafa fótfestu í bankakerfinu, og fjöldi bankastjóra veitir ein- staklingum nokkra vernd á þessu sviði. Það er allmikið flokksræði á ís- landi, en ekki meira en í öðrum löndum. Fáir, sem vel þekkja er Iend stjórnmál, mundu tala um „pólitíska spillingu“ hér á landi. BRÉF AÐ AUSTAN: Þegar háfrystisvæðið týnist Einn vinsælasti útvarpsþáttur inn, og sá sem líklegastur er til «Ö halda velli meðan Útvarp Reykjavík hrekkur ekki upp af standinu n, er veðurfregnirnar. Ég voiui að enginn þykkist við þótt ég r.efni þær sérstakan út- varpsþátt og ef einhver skyldi halda að þetta eigi að vera ein hann slcnfé. Þannig verðaýmsir það mikill misskilningur. Á þennan útvarpsþátt mun verða hlustað löngu eftir að afkom- endur ekkar eru hættir að nenna að leggja eyrun við því hverjum arftaki Johnsons karls ins forseta á tíunda Iið hefur boðið að éta með sér hádegis- graut þetta og þetta sirrnið, eða hve mörgum bilum hefur ver- ið stoliö í Stórreykjavík nótt- ina óður. Ekki er ég svo fróður eða víðreistur, að ég geti um það dæmt hvort veðurfregnir njóta jafn almennra vinsælda meðal annarra þjóða og okkur íslend inga. Þykir mér það þó ólík- legt. Sé ekki því meiru skrökv- að að okkur, búa flestar þjóð- ir við stöðugra veðurfar á hverj um tíma en við íslendingar og ætti af því að lelða að veður- spára væru óvíða eins spenri- andi og hér. Ég hef það líka fyrir satt, að útlendingum þeim, sem hingað rekast þyki nóg um umhleypingana í veðráttunni á okkar ástkæra föðurlandi, enda flestir óvanir því, að þeir hafi ekki fyrr snúið höminni í vest anrokið en Hann er farinn að blása framan í þá af austri. Af þessu öllu saman leiðir, að við erum að öllum jafnaði dálítið forvitin um það að morgni, faversu viðra muni að kvöldi, ekki sízt ef við ætlum út að spásséra, og svo lengi sem læ^ðirnar gera sér tíðförult framhjá landinu og yfir það, raunura við halda * áfram að sperra eyrun þegar veðurfregn- ir eru lesnar í útvarpið. Við gerum líka gjarnan meira en að hlusta á veðurfregnirnir, við gerum oft og iðulega okkar eig in veðurspár, þegar við höfum heyrt ihvar lægðirniar og há- þrýstisvæðín er að finna á kort inu. (Sumir kalla reyndar þetta síðarnefnda fyrirbæri háfrysti- svæði og hefur mér alltaf fund izt það nafn nokkuð gott). Þess ar spár okkar eru auðvitað stundum alveg snarvitlausar, en þess bera að gæta, að gildi þeirra er ef til vill alls ekki aðalatriðið, þegar á allt er lit- ið. Hins vegar ber líka oft. svo við, að spár veðurglöggra manna reynast hinu sanna nær á takmörkuðum svæðum, en hin opinbera spá veðurstofunnar, og er þetta, eftir því sem ég bezt veit, talið fyllilega eðli- legt og rýrir ekki álit almenn- ings á okkur ágætu veðurfræð ingum. Því er það að okkur stendur ógjarnfcn á saima, hvemig sagt er frá hæðunum og lægðunum í veðurfregnun- um. Við viljum vita allt sem nákvæmast um tilveru og hegð un þessara fyrirbæra, úr því það er einu sinni komið inn í höfuðið á okkur, hvílik áhrif þau hafa á þetta svokallaða veð urfar sem við verðum að lifa og hrærast i, hvort sem okkur likar betur eða verr. En það er einmitt í þessum punkti sem Veðurstofa íslands leikur okk- ur háttvirta kjósendur stund- um dálítið grátt. Ég skal taka dæmi. Einn góðan veðurmorgun er kannski sagt frá háþrýstisvæði yfir Norðaustur-Græmlandi og Framhald á 10. síöu VIÐ I IVIÓT i MÆLUM Hér fer á eftir mótmælabréf, sem blaðinu hefur borizt frá Ies anda. Við viljum í því sam- bandi taka fram, aö við get- um. ekki birt slík bréf, nema að vita nafn höfundarins, þótt við ekki birtum þaff, ef þess er ósk aff. Þetta er nauðsynlegt, þar sem oft kann aff verða iaffrað viff brot á meiffyrffalöggjöfinni. Hér kemur bréfiff: * □ Herra ritstjóri. Eg er aff byrja aff safna gögn um í skattaskýrsluna mína, og fyllist um leiff árlegri reiffi yfir hinu hróplega ranglæti, sem felst í útsvari og tekjuskatti hér á landi. Er furffulegt, hvaff þetta ástand er þolaff ár eftir ár, og hljóta annaff hvort marg ir alþingismanna aff eiga s.iálf ir hagsmuna aff gæta, effa skátt- svikararnir greiffa meira en lítið í floklcsjóffina. * □ Óréttlætiff felst aff langmestu leyti í löglegum hlutuin — sjálfum ákvæðum laganna. Tel ég, að þaff sé sennilega mun meira en sjálf skattsvikin, laga brotin. * □ • Frádráttarjreglur og fram- kvæmd þeirra er það sviff skatla laganna, sem ég hef fyrst og fremst í huga. Tökum til dætnis frádrátt vaxta, sem er eitt stærsta atriðiff. Maffur, sem á töluvert af peningum, leggur þá inn í lánastofnun undir árslok og semur við’ bankastjórmna um víxil, sem er nálega eins hár. Þaff eru dálítiff hærri vext ir á \'íxlinum en innlánsfénu, þaff græffir bankinn og því tap ar maffurinn. En svo dregur hann vaxtaupphæff víxilsins i heild frá sköttum þar græðir hann stórfé. Þarrnig verffa ýmsir efnamenn svo til skattlausir. * □ * Önnur leiff eru einkafyrir- tæki, þar sem fjárhag manns og fyrirtækis er blandaff í eitt og bókhaldslegt tap á fyrirtæk- inn gerir mann, sem liftr kóngalífi, svo til skattlausan. Svo er allt það, sem menn Iáta fyrirtækin borga fyrir sig. svo sem bílar, jafnvel bílst.iórar, ferffakostnaffur, risna, vörur af eigin lager o.sjfrv. o.s.frv. Sumt af þessu eru í raun og veru laun eða hlunnindi. sem eigand inn ætti að’ gefa upp en gerir ekki. Sumt er einnig dregiff frá gjöldum fyrirtækisins sem rekst rarkostnaffur þess! í- n * Nei, ég og fleiri verffum hráff um búnlr aff fá nóg. Viff mót- mælum þessu stói-fellda órétt- læti, sem hefur þær afleiffingar, aff heiffarlegir launamenn verffa aff greiffa fjórðu hverju krónu til hins opinbera. 4 16. j'anúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.