Alþýðublaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 5
IllllI■111IIM 111
MINNSTA RÍKI HEIMS
A ARUNUM 1920-30 fækkaði
Nárú-búum ört vegna inflú-
enzufaraldurs. Japanar fluttu
þá burt þúsundum saman í
seinni heimRstyrjöld, en þeir
sem lifðu hörmungarnar sneru
héim aftur. Reynt hefur verið
að fá þá til að sameinast öðru
ríki eða ílytja til annarrar eyj-
ar, þar sem þeirra eigið eyland
sé sundurgrafið af fosfatvinnslu.
En ekkert fær hnikað Nárú-bú-
um, sem eru 3000 talsins og búa
á kóraleynni Nárú í Kyrrahafi,
en hún er 21 ferkílómetri að
stærð. Þeir halda hópinn og
ætla að vera um kyrrt þar sem
forfeður þeirra hafa hafzt við
öldum saman. Þann 31. janúar
hlýtur Nárú sjálfstæði og verð-
ur þá langminnsta ríki heims,
en samt meðal þeirra ríkustu.
Nárú liggur fyrir vestan Gil-
bert-eyjar rétt við miðbaug. —'
Eyjan komst fyrst í samband við
umheiminn árið 1798. Hundrað
árum síðar varð hún þýzkt yfir-
ráðasvæði; í fyrri heimsstyrj-
öld hernámu Ástralíumenn eyna,
og var hún þá fyrst gerð að
umboðssvæði, en árið 1947 varð
hún gæzluverndarsvæði Sam-
einuðu þjóðanna. Ástralía liefur
haft á hendi stjórn eyjarinnar,
éihnig fyrir hönd Nýja-Sjálands
og Bretlands. Samkvæmt síðustu
upplýsingum biia á Nárú sam-
tals 6048 manns. Þaraf eru 2921
hreinræktaður Nárú-búi, 1532
íbúar annarra eyja Kyrrahafs,
1167 Kínverjar og 428 Evrópu-
menn.
Nárú-búar hafa krafizt þess,
að löndin sem annazt hafa
gæzluverndina samþykktu að
þeir hlytu sjálfstæði 31. janúar
1968, en það er afmælisdagur
heimkomu þeirra sem fluttir
voru burt frá eynni í seinni
heimsstyrjöld. Sameinuðu þjóð-
irnar hafa fellt úr gildi gæzlu-
verndina frá þeim degi að telja.
Jafnframt hefur Allsherjarþing-
ið hvatt öll aðildarríki sín til
að virða sjálfstæði Nárú.
ENGAR VARNIR.
Fulltrúi Nárú-búa, Hammer
de Roburt yfirhershöfðingi, sem
er forseti núverandi ríkisráðs,
lét þess getið hjá Sameinuðu
þjóðunum, að ekki væri ætlun-
in að leggja neina sérstaka á-
herzlu á varnir. Vilji stórþjóð-
irnar vinna Nárú tjón, er harla
fátt sem eyjaskeggjar geta gert
til að koma í veg fyrir það, sagði
hann.
Nárú er meðal auðugustu
ríkja heims. Þjóðartekjur nema
rúmum 1800 dollurum á livert
mannsbarn árlega. Þannig er
ríkið áttunda auðugasta land
veraldar, auðugra en löndin sem
fóru þar með gæzluvernd og
auðugra- en Norðurlönd, að Sví-
þjóð einni frátalinni. Velmeg-
uninni er tiltölulega jafnt skipt
meðal eyjarskeggja, og þar fyr-
irfinnst ekki eymd. Skólaganga
er lögboðin og ókeypis fyrir
alla.
Orsök velmegunarinnar er
fosfat. Fundizt hefur mikið
magn af efnismiklu fosfati á
eynni, en það er eftirsótt til á-
burðar. Vinnsluna annast fyrir-
tæki sem er í eigu beirra
þriggja landa sem höfðu á hendi
gæzluverndina og nefnist „Brit-
ish Phosphate Commission."
HELZT í 25 ÁR.
Nú hafa verið gerðir samn-
ingar um að fosfat-fyrirtækið
skuli verða eign Nárú-búa
sjálfra. Reiknað er með að fos-
fat-lögin • sem eítir eru endist
í 25 ár með sama vinnslumagni
og nú, 2 milljónum tonna ár-
lega. Haldist hlutfaliið milli
verðiags á fosfati og fram-
leiðslukostnaðar óbreytt, og
spari Nárú-búar framvegis jafn-
mikið af tekjunum og þeir gera
nú, er gert ráð fyrir að sparn-
aðurinn muni nema 400 milljón-
um dollara daginn sem vinnsl-
an hættir.
Efnahagslega séð virðist frarn-
tíðin því ekki vera sérlega kvíð-
vænleg fyrir Nárú-búa. En vjtan-
lega er verið að leita að nýjum
tekjustofnum. Mieðal annars
hefur verið um það rætt að
taka upp siglingar. Hins vegar
hefur ekki enn verið rætt um
skilyrði til landbúnaðar á ejmni.
i
VILJA FÁ JARÐVEGS-
MISSINN BÆTTAN.
Við fosfat-vinnsluna' hafa stór
flæmi af yfirborði Nárú-eyjar
verið grafin upp. Talað hefur
verið um fjóra fimmtuhluta af
yfirborði eyjarinnar. Nárú-búar
hafa krafizt þess að Ástralía
Nýja-Sjáland og Bretland kosti
bætur á' jarðvegstjóninu, en
samkomulag hefur ekki náðst um
það.
Nárú-búar hafa ianga reynslu
af heimastjórn, og þróunin í átt
til fulls sjálfstæðis gengur eftir
áætlun. í janúarbyrjun var
haldin stjórnarskrárráðstefna,
sem samdi stjórnarskrána sem.
gilda skal eftir 31. janúar.
SÆKIR EKKI UM UPPTOKU J
í SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR í
Sameinuðu þjóðirnar haía í =
tvo áratugi fylgzt með þróun §
Nárú í átt til sjálfstæðis. Samt |
mun hið nýja riki ekki sækja =
um upptöku í samtökin. Hamm- i
er de Roburt yfirhershöíðingi ;
hefur látið þess getið, að hið i
nýja ríki verði að teljast of lítið i
til þess. Nárú tekur með öðr- |
um orðum sömu stefnu og annað =
fyrrverandi gæzluverndar.ivæði i
Sameinuðu þjóðanna, Vestur- i
Samóa (131.000 íbúar, 2842 fer- i
kílómetrar). Það ríki á samt að- i
ild að sérstofnun Sameinuðu i
þjóðanna, Alþjóðaheilbrigðis- |
málastofnuninni, og þiggur einn- "i
ig hjálp úr Þróunarsjóði SÞ. i
, t
1 siðustu ársskyrslu sinni 1
fjallaði U Thant framkvæmda- É
stjóri Sameinuðu þjóðanna um E
aðild dvergríkja að samtökunum |
og benti þá m. a. á Nárú. Fíns :
og stendur eru Maldiveyjar (97.- j
000 íbúar, 298 ferkílómetrar) :
minnsta ríki Sameinuðu þjóð- e
anna.
FLESTAR IBUÐIR
BYGGÐAR.
Á ÁRINU 1966 voru að með-
altali byggðar 7,9 íbúðir á
hvérja þúsund ibúa, segir í ný-
útkomnu ársriti um bygginga-
skýr.slur frá Efnahagsnefnd-
Sameinuðu þjóðanna fyrir Ev-
rópu. Svíar byggja flestar í-
búðir í hlutfalli við íbúafjöld-
ann eða 12,4 á hverja þúsund
íbúa, næst kemur Vestur-
Þýzkaland með 10,1, þar næst
Niðurlönd með 9,8 og þá Sov-
étríkin með 9,7. Önnur Norð-
urlönd voru um eða yfir með-
allagi í Evrópu: Danmörk 8.3;
Finnland 7,9; ísland 8,6; Nor-
egur 7,7.
MEIRI JÁRNSTEINN EN
TALIÐ VAR.
Um miðjan síðasta áratug
var það mat hóps sérfræðinga
á vegum Sameinuðu þjóðanna,
að samanlagðar birgðir heims-
ins af járnsteini næmu um 85
mílljörðum tonna. Á síðasta ári
endurskoðaði annar hópur sér-
fræðinga þessa útreikninga og
komst að þeirrl níðurstöðu,
að birgðirnar næmu a.m.k. 250
milljörðum tonna eða væru með
öðrum orðum þrefalt meiri en
gert hafði verið ráð fyrir. Auk
þess, álítur hópurinn, sem sam-
anstendur af tólf jarðfræðing-
um og verkfræðingum frá 9
löndum, að enn geti fundizt á-
líka mikið magn, sem menn
hafi ekki uppgötvað. Útreikn-
ingamir eru byggðir á svæðis-
bundnum könnunum.
HÚSNÆÐISVANDRÆÐI
Ástandið i húsnæðismáium
í heiminum versnar stöðugt,
enda þótt mörg lönd gefi þessu
vandamáli æ meiri gaum og þrátt
fyrir að aðstoð Sameinuðu
þjóðanna á þessu sviði fer vax-
andi, sagði framkvæmdastjóri
samtakanna í skýrslu sinni til
húsnæðis-, bygginga- og áætiun-
arnefndar Sameinuðu þjóðanna,
en hún kom saman til fundar í
Genf dagana 16. —27. október sl.
í vanþróuðu löndunum er á-
standið orðið iskyggilegt, og
stórborgirnar hafa mjög brýna
þörf fyrir hjálp.
Nefndin fjallaði m. a. um um-
fang vandamálsins, alþjóðlega
hjáip til íbúðabygginga og þörf-
ina á meiri upplýsingum um hús-
næðisekluna og um þær aðgerð-
ir sem þörf er, á:
★ Áður en þróunaráratug-
urinn (1960—70) hófst, höíðu
Sameinuðu þjóðirnar sett van-
þróuðu löndunum það mark að
reisa 10 íbúðir á hverja 1000 í-
búa. Síðustu rannsóknir sýna að
framleiðslan hefur numið að
jafnaði 2 ibúðum á 1000 ibúa. í
mörgum borgum verða milli 25
og 50 prósent íbúanna að búa
og láta börn sín alast upp í
slömmum (fátækrahverfum).
★ Til að ráða bót á hús-
FRÉTTIR
í STUTTU
MÁLI
BORGIR MEÐ VAXTAR- J
VERKI. 1
a
Búizt er við að ibúatal,an í =
borgum heimsins tvöíaldist á \
tímabilinu 1960—1980, og að 3
sjálfsögðu gerir þetta geysi- =j
miklar kröfur til matvælaöfl- \
unar, íbúðabygginga, heil- 3
brigðiseftirlits og skólamála, =
segir í skýrslu sem manníjölg- \
unarnefnd Sameinuðu þjóð- =
anna hefur nýlega fjallað um |
íbúar borga (með 20.000 .íbúa |
og þar yfír) þrefölduðust á ár- =
unum 1920—1960, úr 1 266 |
milljónum í 760 milljónif. — =
Aukningin á næstu tveimur ára- =
tugunum er talin munu nema =
600—750 milljónum. Aukrxing- 1
in er sérstaklega ör í borgum 1
með yfir hálía milljón ibúa. É
NÝTT TÍMARIT UM í
HUNGRIÐ í HEIMINUM. J
Örlagavandamál mannkyns- \
ins þessa stundina, hungrið í 1
heiminum, er tekið til með- |
ferðar í nýju tímariti sem hef- |
ur göngu sína með nýja árinu. 1
Framhaid á bls. 11.
næðiseklunni, útrýma r.læmu
húsnæði og íullnægja þöxTinni
sem skapast af íólksfjölgun
þyrftu vanþróuðu iöndin í Af-
ríku, Asíu og Rómönsku Ame-
ríku að fá 268.000.000 nýjar í-
búðir- á áratugnum 1965—75.
★ Á fyrra bclmingi yíir-
standandi áratugs íimmfaldaðist
hjálp Sameinuðu þjóðannx á
vettvangi húsnæðismála í van-
þróuðum löndum. Lönd sem
nutu hjálpar á árinu 1960 \oru
kringum 60 talsins. Hin alþjóð-
lega hjálp er þó rnjög btil í
samjöfnuði við bæði hina sam-
anlögðu þörf og >við mikilvægi
íbúðabygginga í eins lókum
löndum.
★ Meðal ráðstafana sem k-
ætlað er að gera til að eíla
stuðninginn við íbúðabyggingar
er að gerá árið 1970 að Alþjóð-
legu húsnæðismálaári og að efla
til alþjóðaráðstefnu um liús-
næðismál með þátttöku ríkis-
stjórna.
í yfirlitinu yfir hið alþjóð-
lega ástand i húsnæðismálum,
senx framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna hefur látið gera,
segir að ástandið i flestum lönd-
unx Asíu sé mjög alvarlegt. í
indversku borginni Kalkútta
deila 30 prósent borgarbúa einu
herbergi með tveimur öðrum
fjölskyldum og 17 prósent þeirra
eiga alls ekkert heimili.
í allri Airíku er húsnæði á
þéttbýlunx svæðum offyllt og
þar skortir einföldustu þægindi.
Á mörguirx stöðum eru ibúða-
hveiT’i borganna þröng, hrörlcg
og gömul hús og skúrar úr
blikki, tunnum og fjölum sem
safnað hefur verið á leifahaug-
um og uppskipunarstöðum.
í Rómönsku Ameríku cr
fölksfjölgunin á'kaflega- ör og
straumurinn til borganna, stríð-
ur, sém m. a. kemur fram í geysi-
háum bvggíngakostnaði og gíf-
urlegum erfiðleikum í sambandi
við heilbrigðisráðstafanir og
annað þess háttar. Talið er að
25 prósent af ibúum Argentínu
búi við ófullnægjandi húsnæði.
í Bólivíu eru 60 prósent af hús-
næðinu óibúðarhæf.
VANTAR BYGGINGAR-
IÐNAÐ.
1
Þróun innlendrar framleiðslu
á byggingavörum hefur ekki
baldið í við aukna eftirspujn,
segir í annarri skýrslu til bygg-
inganefndarinnar. Svipaða sögu
er að segja um menntun og
Framhatd á 11. síðu.
16. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ §