Alþýðublaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 7
ÍÉlítSÍÍ
Framarar áttu ekki í
vandræðum með Víking
Valur vann Hauka 25:21
VALUR — HAUKAR
Valsmenn unnu Hauka í fjörug
um og spennandi leik og var sig
ur þeirra verðskuldaður eftir
gangi leiksins að dæma. í byriun
leiksins ná Valsmenn góðu forskoti
og um tíma var staðan 14-7 fyrir
Val, en Haukar herða á' og tókst
þeim að vinna nokkuð á þessu for
skoti. í seinni hálfleik héldu Vals
menn forskotinu, en oft skall hurð
nærri hælum og einu sinni tókst
Haukum að jafna 17-17, en mínút-
unum á undan hafði gengið á
ýmsu og misnotuðu Haukar mörg
góð tækifæri og einnig kom til
góð markvarzla hjá' Val. Aftur
breikkaði bilið milli liðanna og
lyktaði leiknum með sigri Vals
25-21.
Leikin dæmdi Óli Ólsen og gerði
hann það vel.
FRAM - VÍKINGUR
Seinasta leikinn á sunnudaginn
léku Fram og Víkingur. Sá
stórmerki atburður gerðist í þess
um leik, að í fyrri hálfleik, sem
stendur yfir í 30 mín. skoruðu
Víkingar aðeins 3 mörk. Það sem
veldur þessu er vafalaust leikað-
ferð sú sem Víkingar leika. Bygg-
ist liún á því að landsliðsmönnun
um tveimur ér ætlað að gera því
sem næst allt í leiknum. Þó svo,
að þarna séu tveir mjög góðir
handknattleiksmenn, segir það sig
sjálft að ekkert handknattleiks-
lið getur byggt upp leikaðferð á
tveimur mönnum, auk þess sem
í liðinu eru góðir leikmenn sem
eru hreint ekkert notaðir. Víst má
teljast að ef þetta verður ekki
lagað þá er ekki víst að Víkings-
liðið eigi uppreisnarvon. í leikn-
um áttu þessir tveir menn, þ.e.
Jón Hjaltalín og Einar Magnús-
son 34 skot að marki samtals, en
gerðu aðeins 6 mörk, þar af gerði
Jón 5.
Framarar höfðu algera yfirburði
í fyrrj hálfleik og skoruðu þeir 14
mörk gegn 3 mörkum Víkings. í
seinni hálfleik tókst Víkingum bet
ur upp og skoruðu 10 mörk gegn
17 mörkum Fram. Leiknum lauk
31-13 Fram í vil.
Valur Benediktsson dæmdi og
gerði hann það vel.
Stutt...
Frjálsíþróttafólk Ármanns. Mun
ið aðalfund deildarinnar sem hald-
inn verður í hinum glæsilegu húsa-
kynnum Júdódeildar Ármanns Ár
múla 14, í kvöld. Félagar eru hvatt
ir til að fjölmenna,
í kvöld kl. 20,15 fara fram þrír
leikir í íslandsmótinu í körfubolta.
Þá leika Ármann og KFR í 4.fl.
ÍKF og ÍR í 2.fl. I.eikirnir verða
háðir að Hálogalandi.
| Tvö skíðamót
| Á sunnudag voru háð tvö í
| skíðamót. Miillersmótið var háð \
1 í Hveradölum, mót þetta er I
; sveitarkeppni. Sveitt Ármanns I
I sigraði í fyrsta sinn, þetta er =
| í fyrsta sinn, sem mótið fer |
| fram. ÍR hafði sigrað í fyrstu I
I fjögur skiptin. Á Akureyri fór 1
I fram svokallað Togbrautarmót. j
| Keppt var í svigi. í Aflokki :
1 sigraði Hafsteinn Sigurðsson, |
= ísafirði, en í öðru sæti var |
1 Olympíufarinn Reynir Björns- 1
i son. Nánar verður skýrt frá i
= þessum mótum síðar.
★ JR-------KR.
..Seinni leikur kvöldsins var
leikur ÍR og KR. Höfðu ýmsir
vænzt þéss að ÍR-ingum tækist
að sigra þessa helztu keppni-
nauta sína en svo fór þó ekki.
Leikurinn var í upphafi mjög
jafn og var greinilegt að tauga
óstyrkur háði mjög leikmönn-
um. KR tekur snemma forvstu
og héldu henni vel um tíma.
Hjörtur Hansson skorar fyrsla
stigin fyrir, KR og hann og Krist
inn Stefánsson skoruðu fyrstu 16
stig KR-inga. ÍR-ingar skorúðu
sæmilega framan af og um miðj
an fyrri hálfleik var staðan 28
stig KR-inga gegn 19 stigum ÍR.
KR skorar 2 næstu stig en síðan
koma 8 stig ÍR-inga. Guttormur
bætir 4 stigum við fyrir KR og
lauk h'álfleiknum með 34 stigum '
KR-inga gegn 27 stigum ÍRinga.
Fyrst í seinni hálfleik taka í
R ingar fjörkipp og ná forystu
aðallega fyrir atbeina Agnars
Friðrikssonar. Þóttust nú margir
hilla undir sigur ÍR. En KRing
ar hafa Kolbein Pálsson og skor
aði hann 6 stig án þess nokkur
fengi við gert. Var nú eins og ÍR
ingar misstu kjarkinn. og áttu
KRingar auðvelt með það sem
eftir var leiksins. Úrslit iirðu
KR 62 stig, ÍR 53 stii.
★ Liðin.
KRingar voru greinilega bezti
aðilinn í þessari viðureign. Var
vörn þeirra ákveðnari og send
ingar hnitmiðaðri. Beztu menn
KR voru þeir Kristinn, sem hitti
vel og reyndist illur viðureisnar
fyrir ÍRinga í varnarfráköstnm,
Gottormur sem skoraði vel og
re.vndist livað drýgstur í vörninni
og tókst með hraða sínum hvað
eftir annað að koma andstæðing
unum í opna skjöldu. Aðrir leik
menn komust í heild sæmilega
frá leiknum.
Hætt er nú við að ÍRingar
megi bæta lið sitt ef þeir hyggj
ast sigra í þessu móti. Vörnin
var yfirleitt í molum og gerðu
þeir sig seka um hver mistökin
öðrum ferlegri. Þó má ekki segja
að leikur þeirra hafi að öllu
leyti verið slæmur. Áttu þeir góð
a kafla en það reyndist erfitt fyr
ir þá að ná vel saman. Gekk spil
þeirra hægt fyrir sig og einnig
voru þeir helzt til hreyfingarlitl
ir í sókninni. Hinir einstöku leik
menn geta vel en ná ekki að
mynda sterka heild. Beztir ÍR-
inga voru þeir Anton og Skúli
Jóhannsson sem sýndu oft prýðis
leik.
Leikinn dæmdu þeir Krist-
björn Albertsson og Ingi Gunn-
arsson og stóðu sig vel. Þó virt
ust ýmis brot fara fram hjá
þeim sem augljós sýndust vera
áhorfendum.
Eftirtektarvert er að körfur
þær sem notaðar eru í íþrótta-
höllinni skuli ekki vera varðar
að neinu leyti. Þannig er að
leikmönnum sem á þær rekast
mega teljast heppnir að stór-
slasa sig ekki þar sem uppistöðu
járnin eru ekki voru að neinu
leiti. Ættu forráðamenn hússins
að bæta úr þessu hið fyrsta.
G. H.
■ miiHMiiiiiiiimiii
iiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiriiiiiiiiiii
ÍR vann
Þrótt
Þróttur og ÍR léku fyrsta leik ísi
landsmótsins í handknattleik og
var í þeim Ieik í fyrsta skípti
reynt í móti tveggja dómara
kerfið og ekki verður sagt eftir
þessum leik, að kerfið hafi
reynzt vel.
Fyrsta mark leiksins skoruðu
ÍR-ingar, en Þróttarar jafna fljót
lega og framundir miðjan hálf-
leikinn höfðu Þróttarar nokkuð
forskot, en þá taka ÍRingar á
og ná nokkru forskoti og lauk
hálfleiknum 12-9. í seinni hálf
leik halda ÍRingar þessu forskoti
og reyndist þeim auðvelt að
finna glufur í lélegri vörn Þrótt
ar. Leiknum auk með sigri ÍR
24:19.
Dómarar í leiknum voru Björn
Kristjánsson og Óskar og dæmdu
þeir illa og virtist sem leikmenn
mættu vart koma við mótherj
skapaði oft mikla möguleika til j ann og sem dæmi má nefna, að
körfuskota, og Kolbeinn semlll vítaköst voru dæmd á Þrótt.
ÚTSALAN HEFST Á
MORGUN
Undirkjólar frá 134. —, náttkjólar frá 150.—, nylonsokkar
frá 10 kr„ barnanáttföt frá 40 kr., sokkabuxur frá 95 kr.,
stretchbuxur frá 90 kr.
Peysur og allskonar barnafatnaður á ótrúlega lágu verði.
Stendur yfir í eina viku.
BELLA
Barónstíg 29
Sími 12668.
/jbróttafélag kvenna
FIMLEIKANÁMSKEIÐ eru að hefjast hjá félaginu.
Kennslan fer fram í Miðbæjarskólanum tvö kvöld í viku,
mánudaga og fimmtudaga kl. 8 og 8.45,
Innritun í síma 14087.
STJÓRNIN.
Sniðskóli Kópavogs
TEKUR TIL STARFA AÐ NÝJU 18. JANÚAR.
Kennsla í máltöku, mátun og sniðateiknun.
Einnig tilsögn í kjólasaumi fyrir byrjendur.
Kennslubók fylgir. Upplýsingar í síma 40194.
JYTTA EIRÍKSSON.
NORMI SF. vélsmiðja
SÚÐAVOGI 26 — REYKJAVÍK — SÍMI 33110.
Önnumst alls konar járn og málmsmíði.
Gerum tilboð í stór og smá verk.
Smíðum færibönd, flokkunarvélar, krana, stálgrindahús
o. fl. o. fl.
VERKFRÆÐINGAR -
TÆKNIFRÆÐINGAR
ísafjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða verkfræðing eða
byggingatæknifræðin g.
Krafa um launakjör og upplýsingar um nám og störf
fylgi umsókn.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Staðan veitist þá strax
eða eftir samkomulagi.
i
ísafirði 10. janúar 1968.
Bæjarstjórinn á ísafirði.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Axels Einarssonar hrl., Benedikts Sveinssonar
hdl., og skattheimtumanns ríkissjóðs, verða bifreiðarnar
Ö-42, Ö-814, 0-1102 og U-362 seldar á opinberu uppboði sem
haldið verður að Vatnsnesvegi 33, í dag kl. 14 eftir há-
degi.
Keflavík, 5 janúar 1968.
BÆJARFÓGETINN í KEFLAVÍK.
16. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J