Alþýðublaðið - 16.01.1968, Blaðsíða 11
i <1 *■
OFURLlTIÐ MINNISBLAÐ
HúsnæSisv
Frainhald af 5. síðu.
þjálfun húsameistara, b.vgginga-
verkfræðinga og faglærðra
manna. Þó Afríka sé auðug að
skógum eru t. d. aðeins í þrem-
ur löndum álfunnar verksmiðj-
ur sem framleiða krossvið, og
þær hrökkva ekki til, þar sem
bæði verður að flytja inn tré
og krossvið.
ALÞJÓÐAHJÁLP.
Samanlögð alþjóðahjálp við
byggingaframkvæmdír í. van-
þróuðu löndunum nemur senni-
lega 300—400 milljónum doll-
ara árlega, samkvæmt upplýs-
ingum Sameinuðu þjóðanna. og
eru þá meðtalin lán, gjafir, fjái'
fest.ingartryggingar og tækni-
hjálp.
Hjálpin hefur aukizt eitthvað
á síðustu 3—4 árum, en er eft-
ir sem áður mjög óveruleg í
samanburði við þarfirnar.
Á árinu 1966 lögðu Samein-
uðu þjóðirnar fram um 2,5
milljón dollara af hjólpinni, en
einungis 0,5 milljónir árið 1960.
Verulegur hluti aukningannnar
gengur til langdrægra áætlana í
stórum stíl. Hingað til hafa 11
slíkar áætlanir verið samþykkt-
ar og nemur kostnaður við bær
rúmlega 30 milljónum dollara.
Þessar áætlanir eru kostaðar í
sameiningu af, lilutaðeigandi
löndum og Þróunaráætlun Sam-
einuðu þjóðanna (UNDP), og
nemur hlutur Sameinuðu þjóð-
anna 11 milljónum dollara,
MEIRI UPPLÝSINGAR.
í skýrslu framkvæmdastjór-
ans segir, að mikilvæg skilyrði
fyrir verulegri þróun á þessu
sviði séu almennari vitneskja
um vandamálið og aukinn
stuðningur við viðleitnina. Upp-
lýsingastarfsemi getur orðið
verkfæri í þágu þróunarinnar
með því að vekja almennings-
álitið og beina því í rétta far-
vegi. Auk hins alþjóðlega hús-
næðismálaárs og alþjóðlegrar
ráðstefnu um vandamálið er
lagt tU í skýrslunni, að efnt
verði til alþjóðlegrar samkeppni
til að fá nýjar hugmyndir og að-
ferðir til ódýrra húsnæðisbygg-
inga. Hún ætti að taka til teikn-
inga, byggingaraðferðar og bygg-
ingarefhis.
Fréttir
Framhald af 5. síðu.
Ritið nefnist „FAO Review” og
er gefið út af Matvæla- og land-
búnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO). Auk frétta
um starfsemi FAO mun tímarit-
ið birta greinar undir fullu
nafni eftir þekkta höfunda.
Meðal þeirra sem skrifa í
fyrsta heftið eru Orville Free-
man, landbúnaðarráðherra
Bandaríkjanna. Fao Review
kemur út annan hvern mánuð
og kostar jafnvirði $2,50 (í
lausasölu 50 cent). Hægt er að
panta ritið hjá bóksölum eða
beint frá umboðsmanninum í
Kaupmannahöfn, Ejnar Munks-
gaards Boghandel, Nörregade
6, Köbenhavn K.
Efnavinnsla
Framhald af 1. siðu.
að byggja upp ýmis líffræði
efnasambönd, sem fást í sam
bandi við olíu. Á þriðja stig
inu mætti þannig framleiða
ýmis plastefni eða titaníum,
sem er einn hinna léttu
málma.
í niðurlagi greinarinnar seg
ir Baldur, að þýðingarmestir
fyrir okkar efnahagslega séð
séu tvímælalaust hinir léttu
málmar, en eftirspurn eftir
þeim öllum fer ört vaxandi,
og segir höfundur ekki vera
í neinum vafa um, að við gæt
um framleitt þá fyrir óvenju
lágt verð, ef uppbygging sjó-
efnaverksmiðju hér yrði vel
skipulögð frá byrjun.
Týndir
Framhald af 3. síðu.
Hafnarfjarðarlögreglan tjáði
blaðinu í gærkvöldi, að Hjálpar
sveit skáta í Hafnarfirtfi, Hjálp-
arsveit Fiskikletts ogþyrla hefðu
leitað allt í kringum fjörðinn og
sömuleiðis hefði verið leitað í
hraununum bæði sunnan og norð
an Hafnarfjarðar, norðan megin
að minnsta kosti að Reykjanes
braut. Þegar myrkur skall á í
gærkvöldi, hafði maðurinn ekki
fundizt.
Nokkrar
hugleiðingar
um forn þjóðríki og stjóm-
arfar eftir Halldór Stefánsson
enn til sölu í
Prentsmiðjunni
LEIFTUR H.F.
Ilöfðatúni 12
Tökum að okkur
klæðningar og viðgerðir á' Iiús-
gögnum. — Höfum fyrirliggj-
andi ýmsar tegundir, SVEFN-
SÓFA — Hagstætt verð.
Fataskápar — Innréttingar gegn
tilboðum.
Bólstur- og trésmiða -
vinnustofan
Síðumúla 10 — Sími 83050.
FLUG
★ Loftleiðir hf.
Leifur Eiriksson er væntanlegur frá
N Y kl. 00.00. Heldur áfram tii Lux-
cmborgar kl. 09.30. Er væntanlegur til
baka frá Luexemborg kl. 01.00. Heldur
áfram til N Y kl. 02.00.
Þorvaldur Eiríksson fer til Oslóa,r,
Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl.
09.30.
Eiríkur rauði er væntanlegur frá
Kaupmannahöfn, Gautaborg og Osló
kl. 00.30.
•jr Fiugfélag íslands hf.
Millilandaflug:
Gullfaxí fer til Lundúna ki. 10.00 í
dag. Vélin er væntanleg aftur tií
Kcflavíkur kl. 16.30 í dag.
Snarfaxi fer til Vagar, Bergen og
Kjáupmannahafþar kl. 11.30 i dag.
Væntanleg aftur til Keykjavíkur kl.
15.45 á morgun.
Gullfaxi fer tU Glasgow og Kaup-
mannahafnar kl. 09.30 í fyrramáUð.
Innanlandsf lug:
í dag er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja (2
ferðir), ísafjarðar, Egilsstaða og Sauð
árkróks.
S K I P
•ft Skipaútgerð ríkisins.
M.s. Esja er á Austurlandshöfnum
á suðurleið. M.s. Herjólfur fer írá
Vestmannaeyjum kl. 21.00 i kvöld tll
Reykjavíkur. M.s. Herðuhreið fer frá
Keykjavík kl. 12.00 á hádegi í dag
austur um land í hrip.gferð. M.s,
Baldur fór frá Reykjavik i gærkvöldi
til Vestfjarðahafna.
-*■ Sklpadeild S. í. B.
MiS. Arnarfeli er í Helsinki, fer það
an til Abo. M.s. Jökulfell fór í gær
frá Newfoundland í gær til Beykja-
víkur. M.s. Dísarfell losar og lestar
á Húnaflóahöfnum. M.s. LitiafeU los-
ar á Vestfjörðum. M.s. HelgafeU los
ar á Norðurlandshöfnum. M.s. Stapa-
fellj losar á Húnaflóahöfnum. M.S.
MæUfeU er í Rotterdam.
■fr H.f. Eimskipafélag íslands.
Bakkafoss fer frá Kaupmannahöfn i
dag til Thorshavn, Klaksvig, Trangis-
vaag og Reykjavíkur. Brúarfoss fór
frá Akureyri 12. 1. til Cambridge, Nor
folk og N Y. Dettifoss fer væutanlega
frá Klaipeda 17. 1- til Turku, Kotka
og Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá R-
vík 8. 1. tU Norfolk og N Y. Goðafoss
kom tii Rcykjavíkur 13. 1. frá Ham-
borg. Gullfoss kom til Kaupmanna-
hafnar i dag ftá Thorshavn og Reykja
vák. Fcr þaðan í dag 16. 1 tll Leith
og Reykjavikur.. Lagarfoss fer frá
Walkom í dag til VentspUs, Gdynia,
Álaborgar, Osló og Reykjavíkur.
Mánafoss fór frá Raufarhöfn í gær til
Avonmouth og Rcykjavíkur. Reykja-
foss fór frá Gdynia 13. 1. til Akureyrar
Akraness og Rcykjavíkur. Selfoss kom
til Reykjavíkur 14. 1. frá N Y. Skóga
foss fer frá Rotterdam í gær tál
Bremen og Hamhorgar. Tungufoss fór
frá Vestmannaeyjum 14. 1. til Kristi-
ansand, Moss, Gautaborgar og Kaup
mannahafnar. Askja fer væntanlega
frá Avonmouth í dag tU London, Ant
werpen og HuU.
Utan skrifstofutima eru skipafréttir
lesnar í sjálfvirkum símsvara 2-1466,
ÝMISLEGT
-jé Kvenréttindafélag íslands.
Kvcnréttándafélag fslands heldur
fund að Hallveigarstöðum, miðvikud.
17. jan. kl. 8.30.
1. Erindl flytur Steinunn Finnboga-
dottir um ástalíf og fjölskylduáætlan-
ir.
2. Umræður um lagabreytingar-
Kaffi.
Félagskonur mega að venju taka
með sér gesti.
★ Kvenfélag Kópavogs.
Kvenfélag Kópavogs heldur fund i
féiagsheimilinu, uppi, - fimmtudaglnn
18 jan. kl. 8,45.
Félagskonur fjölmeniðn.
Stjórnin.
if Séra Ragnar FJalar Lárusson.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson, sókn
arprestur i HallgrímsprestakaUi, bið
ur væntanleg fermingarbörn sín aS
mæta til viðtals i Hallgrimskirkju,
mlðvikudaginn 17. jan. kl. 6.
Eiginmaður minn. faðir okkar og tengdafaðir, afi og lang
afi,
MAGNÚS KRISTINN SIGURÐSSON
Geirlandi, Sandgerði
andaðist fösHidaginn 12. januar s.l.
RÓSA EtNARSDÓTTIR
börn, tengdabörn, barnaböm og barna-barna-börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför móður okkar og tengdamóður
JÓNÍNU ÁSBJÖRNSDÓTTUR
Norðurstíg 13.
Börn og tengdabörn.
Útsala
Okkar árlega útsala
stendur yfir —
Aðeins fáir dagar eftir.
(BHqjtmjpm
Laugavegi 26.
Atvinnurekendur
sem hafa í þjónustu sinni starfsfólk búsett í Kópavogi, eru
beðnir að senda skrifstofu minni að Digranesvegi 10 nú þeg-
ar skrá um nöfn og heimili starfsmanna sinna vegna fyrir-
framinnheimtu þinggjalda 1968.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI.
' -|l
16. janúar 1%8 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Xt ■'*'