Alþýðublaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 4
JöUtstjóri: Benedikt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasfml: 14906
— AÖsetur: Alþýöuhúsið við Hveríisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðsins. Sími 14905. — Ásjíriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið,
— tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn,
HEIMSVELDI OG HALAMIÐ
SÍÐUSTU LEIFAR brezka
heimsveldisins eru að liðast sund
ur. Það þykir tíðindum sæta þótt
flestir telji það óhjákvæmilega
þróun. En Bretinn skilur eftir sig
spor, sem munu lengi hafa áhrif,
bæði í fyrrverandi nýlendum og í
hugmyndum, sem móta þann
heim, er við búum í.
Þegar Bretar voru að byggja
upp heimsveldi sitt, og meðan
það stóð sem hæst, lögðu þeir
fram hugmyndina um „frelsi hafs
ins“. Úthafið, utan við 3 mílna
skotlengd kanónunnar, skyldi
vera opið öllum, utan við yfir-
ráð einstakra ríkja.
Frelsi hafsins fylgdi frelsið til
að veiða úr hafinu, og hugmynd-
in hefur lifað fram á þennan dag.
Landheigi hefur að vísu verið
færð út, en fyrir utan hana geta
allir siglt og allir veitt. Þar ríkir
skipulagsleysi svo til algert, og
geta þeir siglt eða fiskað, sem
leggja fé til þeirrar starfsemi.
Nú er það svo, að allmargar
þjóðir eiga afkomu sína að miklu
eða nálega öllu leyti undir fisk-
veiðum. íslendingar hafa á al-
þjóðaráðstefnum barizt fyrir sér-
stökum rétti þessum þjóðum til
handa, en lítið orðið ágengt.
Þróun síðustu ára hefur orðið sú
að þessar þjóðir standa nú höll-
um fæti efnahagslega. Fjöldi vold
ugra ríkja hefur notfært sér frels
ið til að sigla og fiska, lagt stór-
fé í byggingu voldugra flota fiski
skipa og sent þá um öll heims-
ins höf. Af þessum ríkjum eru
mest áberandi Sovétríkin og Pól
land, sem eru að mestu leyti
byggð meginlandsþjóðum en hafa
af ýmsum ástæðum gerzt stór-
veldi í fiskveiðum. Vestur-Evr-
ópuríkin hafa einnig stóraukið
fiskveiðar sínar og efnahagsbanda
lög ýtt undir það, til dæmis tog-
arabyggingar Þjóðverja. Ný fisk
veiðiríki hafa komið til skjalanna
svo sem Suður-Afríka og Perú,
og Japanir hafa aftur orðið eitt
af stórveldum þessa sviðs. Að-
eins Bandaríkjamenn virð'ast
hafa vanrækt uppbyggingu fiski
flota, hvað sem síðar kann að
verða.
Þannig hefur þeim þjóðum,
sem lifa nær eingöngu á fiskveið
um, verið gert mjög erfitt fyrir
með stóraukinni samkeppni. Ekki
er sú samkeppni öll af eðlilegum
efnahagslegum toga spunnin,
heldur koma þar víða pólitískar
ástæður, jafnvel hernaðairlegar,
til skjalanna. En með þessari þró
un eru hinir voldugu á jarðkringl
unni að þjarma illilega að þjóð-
um eins og okkur íslendingum.
í framtíðinni verða Sameinuðu
þjóðirnar að hafa fasta yfirstjórn
á málum eins og hagnýtingu sjáv
arins, sem Bretinn gerði „frjáls-
an’. En það er fjarlægur draum-
ur. íslendingar hafa orðið fyrir
miskunnarleysi samkeppninnar
um auðæfi jarðarinnar, og lent
í alvarlegum erfiðleikum, sem
þeir verða sjálfir að bjarga sér
út úr.
SLYS
Eftir bílsiysið. Jasqueline Sassard og Dirk Bogarde.
Enu skal það tekið fram, les
eudum til glöggrvunar, aff bverri
kvikmynd er gefin einkunn
(stjörnur); allt frá einni stjörnu
upp | sex,
ACCTOENT. Háskólabíó. Brezk
frá 1967. Leikstjóri: Joseph
Losey. Handrit: Haroiá Pinter.
Kvikmyndun: Gerry Fisher.
Tónlist: John Dankworth. East
man-Iitár.. 105 mínútur.
*****
Um hvað fjallar Slys (Acci-
dent), nýjasta mynd Joseph
Loseys? Án þess að reyna að
vera mcð útúrsnúninga gæti
maður sagt, að hún fjallaði um
allt og e'ckert. Við finnum ekki
lengur hinn dramatíska og
kynginiagnaða kraft, er ein-
kenndi J»jóninn, eða iháleitan
boðskap og snarpa ádeilu, er
gerði Fyrir kóng og föðurland
svo eftirminnilega. Nei, í þess-
ari mynd er enginn boðskapur.
En hún er spennandi í sínu
leyndardómsfulla og seiðmagn-
aða andrúmslofti. í kvikmynd-
inni eiga sér stað mikii átök,
innri átök.
Efnið? Sagan segir frá tveim
ur háskólakennurum, Stephen
(Dirk Bogarde) og Cliarley
(Stanley Baker), sem jafnframt
er rithöfimdur og sjónvarps-
tstjarna. Þeir eru miklir vinir.
Meðal nemenda Stephens eru
William (Michael York) og aust
urríska stúdínan Anna (Jacque
line Sassard), dularfull og aðlað
andi, en um óstir hennar keppa
þeir þremenningarnir. Háskóla-
kennararnir eru að sjálfsögðu
kvæntir, og kona Stephen geng
ur með þriðja barnið. (Hún er
leikin af Vivien Merehant, eig-
inkonu Harold Pinters, er gerði
handritið). í fyrstu lítur svo út
sem náið samband sé milli Willi
ams og Önnu, en í raun og veru
er hiin ástmey Cliarleys. Step-
ben, hviklyndur og ístöðulaus,
hefur samvizkubit út af öllu
saman og gengur því ekki eins
Frambald á 11. síðu.
Margir hafa áhyggjur af um-
ferðarbreytingunni, sem fyrir-
huguð er þann títtuefnda dag,
sunnudaginn 26. maí næstkom
andi, og ekki a'ð ástæðulausu.
Að vísu gefur reynsla Svíanna
tilefn’i til bjartsýni, þar sem
slysum fækkaði fremur en fjölg
aði eftir umferð'arbreytinguna.
Því má þó ekki gleyma, að að-
stæður eru að n.örgu leyti aðr-
ar og lakari á íslandi en í Sví-
þjóð og mikið getur oltið á
ýmsum framkvæmdaratriðum
hvernig til tekst. í sumum efn-
um væri áreiðanlega ástæða
til að taka mái’in fastari tökum
heldur en gert hefur verið hing
að til.
—O—
Mig undrar tíl dæmis hvað
hljótt er um eitt háskalegasta
atriðið varðandi umferðina eft
ir breytinguna og á ég þar við
bílstjórana, sem aka undir áhrif
um áfengis. En eins og flestir
víta, fer hópur þeirra, sem tekn
ir eru fyrir ölvun við akstur,
stækkandi með hverju árinu
sem líffur. Ef mig misminn-
Ir ekki, voru á sl. ári tekn
ir hvorki meira né minna en
hátt á sjötta hundrað bílstjórar
í Reykjavík einni fyrir áð aka
öivaðir, og hafa þó naumast öll
kurl komlff til grafar.
—O— !
Astandið í þessum málum niun
þó sízt betra utan Reykjavíkur.
Því til sönnunar má benda á,
að í Árnessýslu voru 38 bíl-
sljórar kærðir fyrir ölvun viff
akstur árið 1967, en þaff er um
40% aukning frá næsta ári
á undan og sést bezt af þrí
hvert stefnir. Sv’ípaða sögu mun
að se»ja annarsstaðar af land-
inu. Samkvæmt þessu mun var
lega áætlað, að um 1000 bílstjór
ar hafi verið teknir fyrir ölv-
un við akstur á árjuu sem leið,
og ekki cr ólíkiega til getið, að
sú tala kunni að komast upp í
tólf hundruð á þessu ári.
—O—
Ég býst við, að flestum stæði
nokkur stuggur af, ef um tólf
hundruð bílstjórar settust ölvað
ir undir stýri og ækju lit í
umferðina þann 26. maí n.k.
og þætti nóg um slíkt. í raun
og veru er hættau ekld miklu
minni, þó aff þeir séu ekki all-
ir á ferff á sama tíma. Og að
nýafstaðinni uinfcrðarbreyting-
unni er hún auðvitað mjklu
meiri en undir venjuiegum
kringumstæðum.
Það er alltaf óskynsamlegt aff
Ioka augunura fyrir staðreynd-
um, þótt óþægilegar séu. Þess
vegna skuium vjð líka horfast í
augu vSð þá staðreynd, að viff
Framihald á 11. síðu.
4 23. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLA0IÐ