Alþýðublaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 7
BÆKUR LJÓÐ OG NÚTÍMALJÓÐ handa skólum. Erlendur Jónsson tók saman. Ríkisútgáfa námsbóka, Reykja- vík 1967. 94 bls. Hvað eru nútímaljóð? Nú — Ijóð sem ort eru nú á tímum, auðvitað. Ljóð sem ort eru i ár og í fyrra, síðustu fimm árin eða tíu. Ljóð þeirra skálda ,,sem enn eru undir fimmtugsaldri— nú, þegar bókin er saman tekin,“ eins og Erlendur Jónsson segir í eftirmála þessarar bókar, sem valdið hefur furðu miklu f jaðra- foki undanfarið af skólabók að vera. Eða nútímaljóð ef til vill einkum þau ljóð sem sýna einhverja nýja tízku eða stefnu í skáldskap, andstæða viðhorfum eldri kynslóðar, eldri skálda og skáldskapar? Ætli ekki það. ,.Nú- tíminn“ í íslenzkri Ijóðagerð er ekki nema eitt tímaskeið, enn sem komið er að minnsta kosti, og til hans teljast ekki einasta þau skáld sem nú eru á einhverj- um tilteknum aldri, yrkja á til- teknum tíma, heldur öll þau skáld sem hlut eiga að ,,form- byltingunni“ í íslenzkum skáld- skap. Er ekki Steinn Steinarr æðimiklu meira nútímaskáld, ' módernisti, en ýmsir höfund- anna í þessari bók? En við eitthvað verður að miða. Bók Erlends Jónsscnar ætlar sér ekki að sýna yfirlit yfir íslenzka nútíma - Ijóðagerð, íslenzkan módernisma í heild sinni, þó vissulega væri þörf á slíkri bók, og meiri þörf en þess- ari. Á hitt verða varla bornar brigður að ljóðin í bókinni séu öll „nútímaljóð” í rýmilegum skilningi þess orðs; bókin er ein- ungis sýnishorn þessháttar kveð- skapar til afnota í skólum, handa unglingum; og sanngjarnt mat verður ekki lagt á hana nema sem skólabók. Tveir íslenzku- kennarar hafa orðið til þess í löngu máli, að véfengja nota- gildi hennar í skólum, og dugði þeim ekki minna en hafa þrjú dagblöð undir gagnrýni sína. — Höfundurinn, sjálfur íslenzku- kennari og bókmenntasöguhöf- undur, hljóðaði eins og hrekktur krakki undan gagnrýninni, í Morgunblaðinu 13/1, en efnis- atriðum hennar hefur hann ekki svarað einu orði. Og því er ekki að neita að Nútímaljóð handa skólum virð- ist nokkuð vafasöm námsbók. Til gangur slíkrar bókar getur ein- ungis verið að kynna nemendum nútímaljóð, gera þeim ijósan - skilsmun þeirra og eldri skáld- skapar, kenna þeim að mota og notfæra sér slíkan skáldskap. Til hennar verða með sanngirni gerðar þær kröfur að eiiíungis séu eiginleg nútímaljóð i bók- inni, ,?ð hún kynni helztu skáld þess tíma sem hún tekur til, að ljóð þeirra séu þannig valin að þau gefi sem réttasta rnynd höfundanna, og umfrarn allt að ljóðin í bókinni séu aðgengi- legur texti unglingum, líkleg til að vekja áhuga, efla skilning þeirra á ljóðum og ljóðagerð. Fyrir þessari kröfu verða önnur sjónarmið að víkja, enda veltur notagildi bókarinnar öldungis á’ áhugaverðu ljóðavali þó hjálpa megi óreyndum lesendum áleið- is með inngangi og skýringum. Hin einkennilega, og röklausa, viðmiðun Erlends við fimmtugs- aldur höfundanna útilokar að bókin veiti heillegt yfirlit yfir nútímaljóðlist okkar; til þess þyrftu minnsta kosti Steinn Steinarr, Jón úr Vör og Snorri Hjartarson að vera með í bók- inni. Auk þess vantar í bókina aðra höfunda sem víslega ættu þar heima: Stefán Hörð Gríms- son, og auk hans minnsta kosti tvö „ungskáld” sem ætla má að einmitt væru vel að skapi ung- lingum, Jónas Svafár og Dag Sigurðarson. Bók sem þessi má að vísu ekki vera óhóflega stór. En úr því framangreinda höf- unda vantar í bókina, hlýtur böf- undaval hennar að orka tvímæl- is. Vilborgu Dagbjartsdóttur, „fulltrúa kvenþjóðarinnar” í bókinni.munu fáir telja atkvæða- mikið skáld, og sízt hún sjálf, þó ljóð hennar fari þar allvel, einkum hið síðasta, Á Vestdals- eyri. En eru Þorsteinn Valdi- marsson, Einar Bragi, Sigurður A. Magnússon, Matthías Johann- essen meirj „nútímaskáld“ en Jón úr Vör eða Stefán Hörður Grímsson, svo einungis tveir höf- undar séu nefndir sem tvímæla- laust ættu hér heima? Þessar aðfinnslur mættu þó kyrrar liggja ef sjálft ljóðavalið í bókinni hefði heppnazt fullvel. En því er ekki að heilsa, því miður. Ástæðulaust virðist mér að taka í örlitla sýnisbók sem þessa dæmi um ijóðaþýðingar sumra höfundanna (Sigurðar A. Magnússonar, Einars Braga, Jó- hanns Hjálmarssonar) og vand- séð notagildi þeirra við kennslu, t.a.m. jafn-strembins texta og Konungsins í Asínu eftir Gioi gos Seferis. Og ljóð sumra höfunda eru óhæfilega valin, einkum þó tveggja hinna helztu úr hópi eiginlegra „atómskálda“, Hann- esar Sigíússonar og Sigfúsar Daðasonar. Eftir Hannes eru að vísu snotur dæmi úr Dymbil- vöku, en ljóðin þrjú úr seinni bókum hans þremur eru með öllu misráðin i bókinni, hvorki hentugur texti unglingum né eru þau góð dæmi um skáldskap Hannesar. Mál er að linni þeirri fásinnu að Dymbilvaka sé eina markverða Ijóð hans. Ljóð Sig- fúsar Daðasonar í bókinr.i eru ekki jafn-illa valin út af fyrir sig, en þau virðast sérlega ó- hentug ungum lesendum sem enga nasasjón hafa fyrir af skáldskap hans, og áreiðanlega torveld mörgum kennara í með- förum. Texti í bók sem þessari má, og þarf, að vísu að vera mis-þungur. En fyrst og íremst verður að haga textavali svo að líklegt sé hann veki eftirtekt, forvitni, áhuga lesendans, og ekki er heldur sanngjarnt að velja allan þyngsta textann eftir einn og sama höfund. Og nóg er til af aðgengilegri ljóðum eft- ir Sigfús, bæði í Hendur og orð sem Erlendur velur ljóðin úr, og fyrri bók hans, Ljóðum, sem hann lætur afskiptalausa. Yfir- leitt verður ekki séð að sjónar- mið skóla né kennslu hafi ráðið neinu um efnisval i bókina — sem er kyndugt þar sem sér- menntaður og reyndur kennari í bókmenntum tekur hana sam- an. Ekki er því að heilsa heldur að inngangur né skýringar Er- lends Jónssonar vísi lesendum veg að ljóðunum né létti undir með kennurum við kennslu henn ar. Inngangsgrein hans ratar í skyndi út í heldur en ekki hæpn- ar fagurfræðilegar bollalegging- ar um skáldskap og veruleika, hvað fegurð sé, form og efni, skemmti- og bókmenntagildi, sem áreiðanlega fer fyrir ofan garð og neðan hjá unglingum al- mennt; og er svo óljóslega hugs- uð og orðuð að kennurum yrði áreiðanlega torvelt að nota hana sem umræðugrundvöll í kennslu- stund. Hér hefði þurft að lýsa með einföldum orðum þeim greinarmun sem augljós og raun- verulegur er á íslenzkri nútíma- ljóðlist og eldri ljóðagerð okkar, samkvæmt Skólaljóðunum. og leiða rök og dæmi að þeim verð- mætum sem hin nýja l.jóðlist hafi að geyma; hlýtur þetta að vera auðvelt verk kennara sem fengizt hefur við kennslu nýrra bókmennta á annað borð. Ekki mundi heldur spilla að mcð ijóð- um hvers höfundar í bókinni fylgdu ábendingar um viðfangs- efni til atliugunar og umrreðu, heima fyrir eða í kennslustund, og mundu slík verkefni létta mjög undir með kennurum. En greinar Erlends Jónssonar um höfundana halda sig einkum við æviatriði og bækur þeirra, þó hvergi sé þess getið úr hvaða bókum valið sé. Óvenjulegt er að skólabók veki aðra eins athygli og um- ræður og þessi bók Erlends Jónssonar. Þó er ofur - eðlilegt Framhald á 11. síðu. ’——————— AÐALFUNDUR 1 Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR í Reykjavík verður haldinn að HÓTEL BORG miðviku dagi'nn 24. jan. n.k. kl, 20,30 Dagskrá | 1. Ávarp formanns klúbbsins, Guðna Þórðarsonar. 2. Úthlutun viðurkenningar og verðlauna SAMVINNU- j TRYGGINGA fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur árin 1967 —- 1968. Þejr bifreiðaeigendur, sem hér eiga hlut að máli — eða telja sig eiga — eru hér mcð sérstaklcga boðaðir til fundarins! 3. -Erindi Péturs Sveinbjarnarsonar, forstöðumanns Fræðslu- j og upplýsingaskrifstofu Umferðarnefndar Reykjavíkur: ! „H-umferð á næsta Ieiti”. | 4. Kaffi í boði klúbbsins. 5. Fréttir af fyrsta fulltrúafundi Klúbbanna ÖRUGGUR j AKSTUR: Kári Jónasson blaðafulltrúi. 6. Aðalfundarstörf samkvænit samþykktum klúbbsins. Gamlir sem nýir viðurkenningar- og verðlaunahafar SAM- VINNXJTRYGGINGA fyr'ir öruggan akstur, eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Stjórn Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR í Reykjavík. vantar börn til blaðburöar i eftirtalin hverfi: Lindargötu Laugarás Laugateig Kleppsholt Lönguhlíð Laugaveg neðri. ALÞÝÐUBLAÐIÐ, sími 1490Q. FISKISKIP Nýstofnað útgerðarfélag úti á landi hefur hug á að kaupa fiskiskip. Stærð 2-300 rúmlestir. Uppl. á Ciíy hótel, Reykjavík. SENDISVEINN óskast til innheimtustarfa. Þarf að hafa hjól. Aiþýðublaðið, sími 14900. 23. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.