Alþýðublaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 6
6 23, janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Á sunnudagskvöldið voru leikn-
ir tveir leilcir i I. deild íslands-
mótsins í handknattleik, FH lék
gegn KR og Haukar gegn Víking.
Leikar fóru þannig að Hafnar-
fjarðarliðin fóru bæði með sigur
af hólmi, sigruðu með töluverð-
um yfirburðum. Leikur FH og KR
var lengstum ójafn og höfðu FH-
ingar gert út um leikinn þegar í
fyrri hálfleik og hélzt sá munur
til leiksloka. í leik Hauka og Vík-
ings var staðan hins vegar jöfn
í hálfleik, en þegar fór að síga
á seinni hálfleik reyndust Haukar
sterkari og það nokkuð rnikið
sterkari og skoruðu þeir m.a. sjö
síðustu mörkin í leiknum og þar
með var Víkingur kominn í neðsta
sætið í fyrstu deild.
★ FH - KR 26 : 18
(13:6) (13:12)
Leikurinn er ekki gamall, þegar
FH fær sér dæmf vítakast, sem
Geir misnotar, en skömmu síðar
skorar Rúnar Pálsson laglega úr
horni og tvö næstu mörk FH koma
úr vítaköstum sem dæmd eru á
gróf brot á Rúnari, skoraði Órn
örugglega úr þeim. Hilmar skorar
úr vítakasti fyrir KR, en Geir
skorar úr hröðu upphlaupi, og aft-
ur skorar Hilmar úr vítakasti fyrir
KR og staðan er 4:2 fyrir FH.
Þegar 5 míníútur eru eftir af leikn
um er staSan 8:6 fyíir FH og
, skora FH-ingar þá 5 mörk meðan
KR kemst ekki á biað, þeir bræð-
ur Örn og Geir 2 hvor og Krist-
ján 1. í byrjun seinni hálfieiks
taka KR-ingar góðan Sprett og
skora fjögur mörk meðan FH
kemst aðeins einu sinni á blað,
í en þá taka FH-ingar við sér aftur
: og leíka nú leikkerfi það, sem
þeir hafa æft í vetur og gaf það
góða raun. Annars er erfitt að
leika mikið inn i vörn KR, því
j leikmenn KR eru mjög grófir í
i varnarleiknum og svífast einskis.
★ Liðin:
Lið FH var í þessum leik all-
gott, en ekki er hægt að dæma
getu þeirra með vissu, þar sem
Staðaní
1. deild
Staðan í I. deild er sem hér
segir eftir leikina á sunnudag:
Fram 3 3 0 0 75:47 6
FH 3 2 1 0 76:59 5
Valur 3 2 0 1 62:54 4
KR 3 1 0 2 55:61 2
Haukar 4 1 0 3 87:99 2
Víkingur 4 0 1 3 69:104 1
andstæðingar þeirra voru ekki
nógu sterkir, an víst er að liðið
getur mikið þegar viljinn er fyrir
hendi og þess þaiíf með. Kristján
í markinu átti góðan leik og sama
er að segja um Örn, annars var
liðið mjög jafnt í þessum leik.
Lið KR sýndi ekki eins góðan
leik og búizt var við, og má' KR
fara að gæta sín á varnarleik-
num, en þar er engu líkara en
hnefaleikmenn séu stundum að
verki. Beztj maður liðsins var
Gísli Blöndal og voru mörk hans
falleg. Mörk FH skoruðu: Öin 7
Geir 5, Árni og Páll 3 hvor, Rún-
ar, Auðunn og Kristján 2 hver,
Gils og Birgir 1 hvor. Mörk KR
skoruðu: Hilmar 7, Gísli 6, Kall-
dór 3, Árni og Gunnar 1 hvor.
★ Haukar — Víkingur 29:20
(12:12) (17:18)
Fyrri hálfleikur var mjög jafn
og vel leikinn af beggja liálfu.
Víkingar skoruðu fyrsta markið í
leiknum, og héldu síðan forvstu
allan hálfleikinn, komust þó al-
drei meir en tvö mörk yfir, en
Haukar jafna svo á síðustu min-
útu hálfleiksins, í seinni hálfleik
skora svo Haukar 3 fyrstu mörk
in og héldu forystu til leiksloka,
forystu sem jókst allverulega síð-
ustu mínútur leiksins, þegar Hauk
ar höfðu hreinlega kafkeyrt Vík-
ingana. Undir miðjan hálfleikinn
virtist sem Víkingar ætluðu að ná
forskoti Hauka, en það tókst ekki
og gáfust þá Víkingarnir upp.
★ Liðin:
Lið Hauka sýndi þarna sinn
langbezta leik í vetur. Þeir léku
hratt og ákveðið, en samt of
þröngt, það er að segja, að línu-
| mennirnir hrúguðu sér stundum
allir þrír á miðjuna og hindruðu
þar framgang skyttanna, og lok-
uðu hvorir fyrir öðrum. Beztu
menn liðsins voru þeir Logi í
markinu, sem varði oft glæsilega
og Ólafur og Viðar. Ólafur sýndi
nú sinn bezta leik í langan tíma,
: var ákveðinn í skotum og línu-
Isendingar hans eru alltaf guliiall-
| egar. Viðar náði þarna sínum bezta
leik í vetur og virt-ist nu vera að
komast í form aftur. Þeir Þórður
Stefán og Sigurður áttu líka góð-
an leiic.
Lið Vfkings var mjög gott í
fyrri hálfleik og lék þá mjög skyn-
samlega rólega og yfirvegað, og
voru þá allir með, en ekki ein-
ungis til þess ætlazt að sóknirnar
enduðu hjá Einari eða Jóni. Það
sem mesta gleði vekur eftir þenn-
an leik Víkings, er ungur og efni-
legur leikmaður, Jósteinn að nafni
sem sýndi þarna mjög góðan leik
og var kannski beztur Víkings-
Framhald á 11. síðu.
Orn Hallsteinssoní FH,
Ungur lelikmaður úr Víking skorar á sunnudag.
KR vann Þór í hörku-
leik - 62 gegn 50 st.
TVEIR leikir voru háðir í I.
deild íslandsmótsins í körfu-
knattleik á sunnudag. Áhorfend-
ur voru fleiri en oft áður að
körfuknattleik eða um 300.
Fyrst léku ÍR og KFR. Leikur-
inn var jafn til að byrja með og
um miðjan fyrri hálfleik var jafnt
11 stig gegn 11. ÍR-ingar tóku
góðan sprett skömmu síðar og
tókst að tryggja sér allgott for-
skot fyrir leikhlé, 42 stig gegn
33.
Sigur ÍR-inga var aldrei í
hættu, en mismunur á liðunum
var þó minni í síðarj hálíleik. —
Lokatölurnar voru 81 stig gegn
65 ÍR-ingum í hag.
Agnar Friðriksson skoraði flest
stig ÍR-inga eða 31 og átti ágæt-
an leik. Birgir Jakobsson var
einnig góður og skoraði 25 stig.
Hinn snjalli körfuknattleiksmað-
ur, Þorsteinn Hallgrímsson er
væntanlegur heim frá námi í lok
þessa mánaðar og við það styrk-
ist ÍR-Iiðið verulega, en er þó
gott fyrir.
Eins og oftast áður var Þórir
Magnússon beztur KFR-inga og
skoraði -28 stig. Hann er einn
okkar bezti körfuknattleiksrnað-
ur.
KR og Þór háðu harða baráttu,
en góður sprettur KR-inga í upp-
hafi leiksins lagði grundvöllinn
Jafntefli Í.B.K.
og Armanns
Á sunnudag léku Ármann og
Keflvíkingar í 2. deild íslands-
mótsins í handknattleik. Leikurinn
var spennandi og skemmtilegur
frá upphafi til loka og lauk með
jafntefli 25 mörkum gegn 25. —
Auðséð er, að baráttan verður
hörð í 2. deild í vetur og ógerlegt
að spá nokkru um, hvaða lið sigr-
ar og flytzt í I. deild.
Lið Ármanns, sem er í fram-
för og á’tti góða leiki í Reykja-
víkurmótinu fékk harða mótstöðu
af hálfu Keflvíkinga, en í þeirra
liði eru nokkrir af beztu knatt-
spyrnumönnum ÍBK, m. a. Magn-
ús Torfason og Kjartan Sig-
tryggsson.
að sigri íslandsmeistaranna. Eftir
nokkrar mínútur var staðan 15:2
og síðan 19:4 á töflunni. Undir lok
hálfleiksins tókst Þór þó að rétta
hag sinn töluvert, en munurinn
væri aldrei minni en 6 stig KR í
hag, var spenna allt til leiksloka.
Sigur KR 62 gegn 50 var þó fvlli-
lega verðskuldaður. Þór á þó eftir
að ógna öllum liðum í I. deild, en
liðið skortir enn reynslu til að
leika spennandi leiki, eins og
I. deildarleikirnir eru.
Einar Bollason var langbezti
leikmaður Þórs, hann skoraðj 22
stig og áberandi var öryggi hans
í vítaköstum. Ýmsir fleiri leik-
menn liðsins eru leiknir, en stund-
um vill bera á fullmiklu kæru-
leysi í sendingum.
KR-Iiðið er mjög jafnt og leik-
ur skemmtilegan körfukr-.att-
leik. Guttormur Ólafsson er að
verða einn skemmtilegasti leik-
maður liðsins og hann skoraði
flest stig á sunnudag eða 19. Gunn-
ar Gunnarsson og Hjörtur Hans-
son voru einnig góðir.
Á laugardag leika KR og Þór
á Akureyri og hefst leikurinn kl.
14. Tveir leikir fara fram á
mánudag í Reykjavík, þá leika
Ármann og KFR og ÍR og ÍKF.