Alþýðublaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.01.1968, Blaðsíða 11
Mótmælum! Framhald af 4. sfðu. getum átt von á allt aö tólf hundruð ölvuðum ökuþórum í umferðinni innan árs frá því að hægri aksturinn tekur gildi, ef ekki verður að gert í tíma. Hér er mikill háski á ferðum. Þess vegna mótmælum við aðgerðar Ieysinu og krefjumst þess, að eftirlitið verði hert og hreinsað duglega til á vegunum fyrir 26. maí n.k. Bækur Framhald úr opnu. að svo fari. Kennsla nýrra bók- mennta er nýjung í skólum hér, áreiðanlega erfitt og vandmeð- farið verk og enn í mótun í raun hæfu skólastarfi. Mikið veltur hins vegar á því að vel takist. Mecj bókmenntakennslu sinni eru skólarnir að ala upp lesend- ur framtíðarinnar—úr því þeir eru fallnir frá því ráði, sem löngum hefur vel gefizt, að láta áhuga eða áhugaleysi nemenda á bókmenntum öldungis afskipta laust. Gagnrýnendur Erlends Jónssonar í kennarastétt, Hörð- ur Bergmann og Finnur T. Hjörleifsson, benda á það í sínu máli að eðlilegast væri að bók sem þessi yrði til í skólunum sjálfum, texti hennar prófaður við kennslu áður en hann fær löggildingu sem kennslubók. Á- reiðanlega er þetta rétt athugað —og er sjálf bók Erlends Jóns- sonar raunverulega bezta vitnið um það að slík bók verffur ekki samin í einangrun. En umfram allt- þarf að koma til Ijós liug- myad um það hvaða markmiði bókmenntakennsla i skólum lúti, til hvers hún sé, en ás lík- um hugmyndum örlar hvergi í Nútímaljóðum handa skóium. 6. J. Kvikmyndir Framhald af 4. siðu. Iangt. Og eiginkonumar? Þær vita allt og sætta sig við það. Kvöld nokkurt ætlar William að heimsækja Stephen, og hef- ur hann Önnu með sér. En á leiðinni lenda iþau í bílslysi. William deyr, en Anna er ó- meidd. Þetta er raunar upphaf- ið á myndinni, því sagan er sögð í flash-back. Erótík gengur einsog rauður þráður í gegnum myndina. Söguhetjan (leiðinlegt orð) er AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu Kvöldsímar Alþýðublaðsins: Afgreiðsla: 14900 Ritstjórn: 14901 Prófarkir: 14902 Prentmyndagerð: 14903 Prentsmiðja: 14905 Auglýsingar og framkvæmda stjórn: 14906 Stephen og við skynjum at- burðina með hans augum. Ekk- ert, sem Stephen ekki veit, fá- um við að vita. Losey er snjall leikstjóri. Hann hefur 'hér skap að magnað og eftirminnilegt verk, gætt innri spennu, sem nær föstum tökum (á áhorfand- anum og heldur honum hug- föngnum, allt tii loka. Oft spannar Losey upp atburði, með notkun kvikmyndatökuvélar, auk tónlistar, sem líða áfram á dularfullan og seiðandi hátt. Tökum t.d. bátsferð Williams, Önnu og Stephens niður fljótið. Stíllinn er mjög hægur; oft dvelur kvikmyndavélin lengi við autt sviðið, eftir að persón- urnar eru horfnar. Þetta minn- ir á stílsmáta Antonionis í trí- logíunni, en sagt var, að hann byrjaði hvert atriði áður en það hæfist, og endaði það nokkru eftir að það væri búið. Og handritið? Það er frábær lega vel samið af Harold Pint- er. Samvinna þeirra Losey virð ist hafa tekizt með ágætum. Handritið er einfalt aff gerð og samtöl hversdagsleg en hver setning virðist þó hafa sína merkingu, hver setning gæti op inberað manneskjuna, túlkað hugarfar hennar. Sálkönnun? Ef til vill, en það verður hver að svara fyrir sig. Tökum að- eins eitt dæmi: t boði hjá. Step hen, þar sem helztu persónur leiksins eru viðstaddar, spyr William Charley hvernig slcláM- saga gæti byrjað. Oharley biður William að lýsa því, sem fólkið er að gera. William svarar: „Rosalind sefur. Stepdien^vinn- ur í garðinum. Anna býr til krans úr blómum. Við tölum •saman“. „Við gætum skyggnzt dýpra“, segir Oharley. „Rosa- lind gengur með barn.’~Step- hen heldur við stúlku í Oxford, en hann hefur samvizkubit og býr til sögu handa eiginkon- unni". Þessar samræður lýsa mjög vel þessum tvelmur ólíku manngerðum — William, ein- fildur og grunnhygginn, og Charley, slóttugur, en traustur. í lok myndarinnar standa all- ar manngerðirnar okkur ljóslif- andi fyrir sjónum, við erum nokkru nær um innri baráttu þeirra og sálarlíf — nema ein, og það sú, sem öll þessi átök, öll þessi spenna, snýst um — semsé Anna. Hver er raunveru lega þessi Anna? Kannski í- myndun eða draumur karl- mannsins um kvenlega fegurð? Eða var hún kannski bara eft- ir allt saman ósköp venjuleg lauslætisdrós, er hafði einhverja dulmagnaða fegurð til að bera, sem hún notaði óspart til að vefja karlmönnum um fingur sér? Leikendur standa sig flestir með prýði. Dirk Bogarde er ör- uggur að vanda og Stanley Bak er, sem mestmegnis hefur feng- izt við hetjuhlutverk, er sann- færandi sem rithöfundurinn. Áhorfendur munu ganga út frá þessari sýningu með því hug arfari, að höfundur (Losey og Pinter) hafi ekki sagt allt of mikið, en skilið eftir í vitund manns ósvöruðum spurningum, sem sífellt leita á mann, aftur og aftur — nema þá þeir hugsi einsog maðurinn, sem sagði í hléinu: „Ef þessi mynd væri ekki í litum, væri ég fyrir löngu farinn út“. Að lokum er skylt að geta þess, að það er mjög þakkarvert að fá hingað góða kvikmynd svo nýlega, því varla er ár liðið frá því hún. var sýnd í fyrsta sinn. Sigurður Jón Ólafsson. íþróttir Framhald af 6. síffu. manna. Jón og Einar áttu einnig góðan leik, en sýnilega háir mark- mannsleysi Víking. Mörk Hauka skoruðu: Þórður 7, Olafur 6, Viðar 5, Þórarinn4, Stef- án 3, Sigurður 2, Gísli og Sturla 1 hvor. Mörk Víkings skoruðu: Jón Hj. 6, Jósteinn 5, Einar 4, Rúnar 3, Gunnar og Guðmundur 1 hvor. I.V. Morðmál Framhald af bls. 1. fram þar vestra. En þá hafði stúlka hér í Reykjavík gefið lög- reglunni þær upplýsingar, að Agnar og vinkona hans hati ætl- að vestur i Stykkishólm á laug- ardag, fyrir rúmri viku. Sömu- leiðis hringdí sjómaður í rann- sóknarlögregluna á laugardags- kvöld og tjáði henni, að hann hefði séð Agnar í Stykkishólmi á mánudag. Ingólfur kvað rannsóknarlög- regluna hafa grennslast eftlr Agn- ari í verstöðvum á Snæfellsnesi, en einhverra hluta vegna hefði ekki verið grennslast eftir honum í Stykkishólmi. Agnar var ráðinn á bát, sem rær frá Stykkishólmi og hefur verið á bátnum alla vikuna. Hef- ur öll skipshöfnin á' bátnum borið um það og svo fólkið, sem Agnar borðar hjá vestra. Agnar telur sig ekki hafa selt þá tegund af sígar- ettum — „John Silver” — sem leitin að honum spannst út af. Þess skal getið, að Ingólfur upp- lýsti í viðtali við fréttamenn í gær, að vitnin, sem töldu sig hafa séð Agnar bjóða sígarettur til sölu, sem ekki fengjust í verzlunum hérlendis, ber ekki saman um teg- undina og sömuleiðis mun vera nokkuð langt um liðið síðan vitn- in sáu Agnar bjóða sígaretturnar til sölu. — Eins og áður hefur komið fram í fréttum blaðsins, fannst sígarettustubbur í ösku- bakka bifreiðarinnar, sem Gunn- ar S. Tryggvason var myrtur í, aðfaranótt eða að morgni síðast- liðins fimmtudags, af tegundinni „John Silver,” en það eru sænsk- ar sígarettur. Ingólfur Þorsteinsson tók sér- staklega fram í gær, að leitin að Agnari hafi verið bundin því að fá upplýsingar varðandi sígar- ettustubbinn, ef Agnar gæti varp- að einhverju ljósi ó þann anga málsins, sem að sígarettunni lyti. Eins og áður segir hefur verið að fullu sannað, að Agnar bafi ekki verið í Reykjavík alla vik- una. Sýslumaður Snæfellinga, Friðjón Þórðarson yfirheyrði Agnar og annað fólk, sem hefur OFURLÍTIÐ MINNISBLAÐ FLUG ★ Flugfélag íslands hf. MUlllandaflug: Snarfaxi fer til Vagar, Bergen og Kaupmannahafnar kl. 11.30 f dag. Væntanlegur aftur til Rcykjavíkur kl. 15.45 á morgun. Gullfaxi fer til Glas- gow og Kaupmannahafnar kl. 09.30 f fvrramálid. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur eyrar (2 ferðir). Vestmannaeyja (2 ferðir), fsafjarðar, Egilsstaða og Sauð árkrðks. R K I P -*■ Skipadeild S. í. S. Arnarfell fór I gær frá Aho til Rottcr dam, Hnll og íslands. M.s. Jökulfell er i Reykjavýk. M.s. Dísarfell fór í gær frá Hornaffrðl til Rottprdfam. M.s. Litlafell er f Reykjavik. M.s. Helgafell er í Gufunesi. M.s. Stapafell er í Þor lákshöfn, fcr jiaðan th Austfjarða. M. s. MælifeH er á Akurevri, fer þaðan tU Sauðárkróks, Þorlákshafnar og Borgarnesa. ★ Skipaútgerð ríkisins. M.s. Esja er á Norðurlandshöfnum á austurleið. M.s. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 f kvöld til Reykjavfkur. M.s. Herðubreið er á Vestfjarðahöfnum á suðurleið. k H.f. Eimskipafélag fslands. Bakkafoss var væntanlegur á ytri höfnina í Reykjavfk kl. 19.00 £ gær kvöldi frá Færeyjum. Brúarfoss fór frá Akureyri 12. 1. til Cambridge, Nor folk og N V. Dettifoss hefur væntaa lega farið frá Klaipeda f fyrradag tii Turku, Kotka og Reykjavikur. Fjall- foss fer frá N V 25. 1. til Reykjavikur. Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum I gær til Akraness, Bíldudals, ísafjarð ar, Skagastrandar, Akureyrar og Síglu fjarðar. Gullfoss kom til Reykjavfkur kl. 16.30 í gær frá Færeyjum._ Lagar foss fór frá Gdynia í gær til Álaborg ar, Gsló og Reykjavíkur. Mánafoss fer frá Avonmouth í dag til London og Hull. Reykjafoss kom til Akraness i gær frá Akurcyri. Selfoss fór frá R- v£k 21 . 1. til Fáskrúðsfjarðar, Seyðis fjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Vestmannaeyja. Skógafoss er væntan legur tU Reykjavíkur f kvöld frá Ha borg. Tungufoss fer frá Moss í dag til Gautaborgar og Kaupmannahafnar. Askja fór frá Antwerpcn i fyrradag til London, Huil og Reykjavíkur. legur til Reykjavíkur f kvöld frá Ham Utan skrifstofutíma eru skipafréttir lesnar í sjálfvirkum símsvara 2-1466. v . E G T Siðastliðinn laugardag 20. 1. opinber uðu trúlofun sína, Judith Anne Taylor B. A. frá Winnipeg i Kanada og Magn ús Einar Jóhannsson stud. polyt Álf. heimum 72. sannað, að Agnar hafi verið vestra allt frá því á mánudag í fyrri viku. Agnar kannast ekki við, að hafa boðið til sölu „John Silv- er” sígarettur. Þá upplýsti Ingólfur Þorsteins- son í gær, að sænskur maður hafi gefið sig fram við lögregluna, en hann reykir einmitt þessa tegund af sígarettum. Telur hann sig þekkja mynd af Gunnari-heitnum og hafa ekið með honum við þriðja mann fyrra mánudag. Ætl- ar Svíinn vel mögulegt, að hann hafi skilið eftir stubb _af „John Silver” sígarettu í öskubakka bif- reiðarinnar. Ingólfur telur, að mögulegt sé, að stubburinn, sem fannst í öskubakka bifreiðarinnar, hafi verið þar allt síðan á' mánu- dag. Eins og sagt var í upphafi þess- arar fréttar, þá var Bandaríkja- maður, sem verið hefur búsettur hérlendis um árabil, úrskurðaður í sjö daga gæzsluvarðhald til þess að unnt sé að sannreyna nokkur atriði í framburði hans. Hann gaf sig fram við lögregluna, þegar hann vissi, að hans væri leitað varðandi rannsókn morðmálsins. Þórður Björnsson yfirsakadómari hefur með höndum rannsókn í máli Bandarlkjamannsins. Á sunnudag var gerð skipu- lögð leit ó svæðinu í nógrenni við morðstaðinn. Að sögn Ingólfs Þorsteinssonar var þa3 önnur skipulagða leitin, sem gerð hefur vgrið í nánd við morðstaðinn, en sú fyrri hafi verið gerð á fimmtu- dag. Ekkert mun hafa fundizt þarna á svæðinu, sem gefið gæti neina vísbendingu um morðingj- ann. Að líkindum hefur leitinnt sérstaklega verið beint að því atf' finna morðvopnið. IBUÐA BYGGJENDUB Smíði á INNIHURÐUM hefur verið sérgrein okkar um árabil Kynnið yður VERÐ GA3ÐI AFGKEIÐSLU FREST SIGUHÐUR ELÍA8SON% Auðbrekku 52 - 54, Kópavogt, sími 413S0 og 41381 23. janúar 1968 — ALpÝtiUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.