Alþýðublaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 3
Hákon Guðmundsson yfirdómari á blaðamannafundi: amála Á sffasta ári voru alls 6019 mál þingfest á bæjarþingi og í sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur, en dæmd og afgreidd meö öörum hætti 5862 mál. Á síðasta ári fjölgaði einkamálum uggvænlega mikið — eða um tæp 20%. Frá árinu 1961 hefur fjöldi einkamála tvö- faldazt. íí 417 málum sem höfuð voru á síðastliðnu ári, má rekja upprunann íil vangoldinna afborgana af hlutum, sem keyptir höfðu verið með afborgunarkjörum. 77 mál voru höfðuð á síðastliðnu ári til efnda á skuldbind- ingum vegna kaupa á erlendu fræðiriti. 77 mál risu á síðasta ári vegna þess að menn höfðu tekið forskot á sæluna — ferðast fyrst og ætlað að borga síðar. Frá bönkum borgarinnar kom alls 941 mál til afgreiðslu hjá bD.gardómaraembættinu í Reykjavík — í sumum tilvikum ' komu fyrir nöfn sömu mannanna aftur og aftur. 441 hjónaskilnaðarmál var tekið fyrir hjá borgardómaraemb- ættinu á siðastliðnu ári, en 142 leyfi voru útgefin til skiln- aðar á borði og sæng. Það er töluverð fjölgun frá árinu 1966. 56 borgaraiegar hjónavígslur fóru fram hjá borgardómara- embættínu á síðasta ári. Yfirborgardómarinn í Reykja- vík, Hákon Guðmundsson, kailaði fréttamenn á sinn fund í gær og skýrði frá afgreiðslu mála, mála- íjölda við borgardómaraembættið árið 1967. Jafnframt gerði Hákon nokkra grein fyrir skipan dóms- mála í Reykjavík. Árið 1943 var Skipan lögreglu- stjórnar og meðferð opinberra mála fyrir sakadómi korriin í það liorf, er síðan hefur haldizt. IJins vegar fór lögmannsembættið í Reykjavík þá með öll einkamál, fógetaréttarmál, skiptamál, upp- boð og þinglýsingar. En með lög- tm, sém tóku gildi 1. janúar 3 944, var lögmannsembættið lagt niður, en stofnuð tvö embætti þess í stað, borgardómaraembættið og borgarfógetaembættið, og skipt á milli þeirra þeim málaflokkum, íem lögmannsembættið liafði áður j farið með. Fékk borgarfógeta- \ embættiö fógetamálin, skiptarétt-1 inn, upþboðin og þinglýsingarnar, : en borgardómaraembættið þau mál, er það enn fer með, en það eru öll einkamál, dómkvaðningar j matsmanna, hjónaskilnaðir og hj ónavígslur. Þó að verkefnin hafi verið þau sömu sl. 24 ár, hefur magn þeirra farið sívaxandi, einkum þó síðast- liðin 10 ár. Til samanburðar má | geta þess, að árið 1956 voru þing- j fest rúmlega liOO mál, en dæmd mál það ár, hafin og sætt voru um 850. Átta árum síðar, árið 1964, voru þingfest mál orðin alls 4070 falsins en afgreidd dómsmál það ár samtals 3733. Frá því ári hefur verið ör stígandi í tölu dóms mála við borgardómaraembættið og kemur það glöggt í ljós, begar litið er til talna síðastliðins árs, 1967. Á því ári eru þingfest á bæjarþingi og í sjó- og verzlunar- dómi Reykjavíkur samtals 6019 mái, en dæmd voru það ár og af- greidd með öðrum hætti 5862 mál. Nam aukningin á árinu 1967 tæp- um 20% frá því sem var órið 1966. Er það langmesta aukning, sem orðið hefur á einu ári. Þess skal og getið, að frá árinu 1966 hefur málafjöldinn tvöfaldazf. Sagði yfirborgardómari, að þessi aukning mála væri vægast sagt uggvænleg þróun, og skap- aði margvísieg vandamál, ef bessu færi svo fram næstu ár. „Hygg ég að erlendar hliðstæður séu vánd- fundnar, ef þær eru þá til,” sagði Hákon Guðmundsson yfirborgar- dómari. Þessarar fjölgijnar mála gætir mest í hinum svokölluðu skrif- legu málum, en það eru ýmiss konar skulda- og víxlamál, þar sem stefndur sækir eigi dómþing. Erf itt er að gera sér grein fyrir or- sökum þess, hve málum hefur fjölgað undanfarin ár. þrátt fyrir vaxandi peningaráð alls þorra manna. Félagsvist Félagsvist veröur spiluS í LÍDÖ næstkomandi fimmtudag, 25. janúar og hefst hún kl. 8,30. Stjórnandi Gunnar Vagnsson. Bragi Sigurjónsson alþingismaður flytur ávarp. Góð kvöldverðlaun verða veitt. Dansað til kl. 1 e.m. — Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur leika og syngja. ATH.: Þeir sem mæta fyrir kl. 8,30 þurfa ekki as borga rúllugjald. Sagði yfirborgardómari, að ef til vill stafaði þetta að einhvcrju leyti af vaxandi hirðuleysi manna um að standa við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Til að nefna ef litið væri til mála síðastliðins árs, virtist ýmislegt renna stoð- um undir það, að þessi fjölgun mála stafi að nokkru leyti af of mikilli bjartsýni almennings um greiðslugetu sína. Þannig hafi allmjög fjöigað málum árið 1967, sem ættu rætur sínar að rekja til þess, að fólk keyptj muni og vörur með af- borgunarkjörum, en gæti svo ekki staðið skil á umsömdum afborgun- um. Væri hægt að rekja uppruna 417 mála til slíkra viðskipta á síð- astliðnu ári. Þar af hafi 77 þess- ara mála orðið til vegna fróðleiks- fýsnar, því þau ha« verið höíðuð til efnda á skuldbindingum vegna kaupa á erlendu fræðiriti. í sambandi við kaup með af- borgunarkjörum — sagði Hákon — er ástæða til þess að drepa á það, að í slíkum kaupum áskil- ur seljandi sér oft eignarrétti að þeim munum sem liann selur, unz kaupverðið er að fullu greitt, og er þá jafnframt kveðið á um það í kaupsamningi, að seljandi geti tekið hlutinn aftur, ef vanskil verða af hálfu kaupanda. Erlend- is væri víða sérstök löggjöf um slík kaup, sem kveður á um rétt og skyldur seljanda og kaupanda. Þar væri m. a. kveðið á um það, hversu með skuli fara, ef kaup- andi hefur þegar greitt tiltekinn hluta kaupverðs, er vanskil verða. Kaup með afborgunarkjórum væru nú orðin svo almenn hér- lendis, að auðveldlega gætu út af þeim risið margvísleg úrlausnar- og ágreiningsefni, og væri því brýn nauðsyn á, að löggjafinn hæfist handa um setningu laga í þessu efni. Af öðrum málum, sem til máls- sóknar leiddu árið 1967, gat Há- kon þess, að 77 mál hafi risið af því, að menn hafi tekið „forskot á sæluna” eins og það væri crðað og farið í ferðalög, án þess að eiga fyrir fai-gjaldinu. Þá hafi mjög fjölgað málum vegna innistreðu- lausra ávísana. Frá bönkum borg- arinnar hafi komið alls 941 mál. Virtust sumir skuldunauta rjóta góðrar fyrirgreiðslu í bönkunum, því að nöfn sömu manna kæmu fyrir aftur og aftur í þessum mál- um. Um mál annarra málaflokka, sem borgardómaraembættið af- greiðir, sagði Hákon, að alls hafi farið fram 56 borgaralegar hjóna- vigslur á árinu 1967. Það ýæri svipuð tala og undanfarin án — Kvað Hákon þess oft gæta, að fólk áliti borgaraleg hjónabönd ekki Framhald á bls. 11. Hakcn Guðmundsson yfirborgardómari á blaðamannafundinum í gær. USA - SK IVashington 23. janúar (ntb-reuter). Fjórir norður-kóreanskir fallbyssubátar hertóku í gær banda- rískan tundurskeytabát á eft’irlitsferð. Jafnfamt ásakaði stjórn N- Kóreu Bandaríkin fyrir að halda njósnaskipum innan landhelgi 'andsins. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir hins vegar að bát urinn hafi verið á alþjóðlegr'i siglingaleið, er hann var tekinn. Tundurskeytabáturinn, sem nefnist Pueblo, er 906 tonn að stærð og með 83 manna áhöfn. Bátnum er nú haldið I n-kóre- anska hafnarbænum Wonsan. Engin vopnav’iðskipti virðast hafa orð'ið við töku bátsins. Stjórnmálamenn F Washington telja mál þetta mjög alvarlegs eðlis og hefur þess verið farið á leit við Rússa að þeír fái N- Kóreumenn til að leysa bátinn úr haldi. Er þetta í fyrsta sinn síðan í bandaríska borgarastríð inu fyrir 100 árum, að bandarískt herskip sé hertekið á haf’i úti. Talið er að Bandarkjamenn muni beita öllum ráðum til að fá bátinn leystann úr haldinu með diplómatískum aðferðum. Málið verður rætt vlð r>-sður- kóreanska fullfrúann á afvopnun arráðstefnunni, sem kemur sam an til fundar í dag. Þá munu Bandarikin gefa út alvarleg mót mæli gegn atburðinum. 24. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.