Alþýðublaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 4
Bitstjóri: Benedikt Gröndal, Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906
— Aðsetur: Alþýöuhúsið við Hveríisgötu, Reykjavík, — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið.
— Útgefandi; Alþýðuflokkurinn.
FRYSTIHÚSIN
FRYSTIHÚS landsins munu
flest eða öll vera lokuð, þar eð
samkomulag hefur ekki náðst
milli samtaka þeirra og ríkis-
stjórnarinnar um starfsgrundvöll.
Hefur stjórnin setið á daglegum
fundum með sérfræðingum sín-
um um þessi mál, og það hefur
, verið rætt í hópi þingmanna
stjórnarflokkanna. Kemur varla
til mála, að löng bið verði á nið-
urstöðu.
Flestir gerðu sér fyrir tveim
mánuðum von um, að gengislækk
unin mundi leysa meginvanda út
gerðar og fiskvinnslu. Því miður
hefur farið svo, að hún reyndist
ekki nægileg og grípa verður til
annarra úrræða að auki. Ýmsar
ástæður vaida þessu. Gengislækk
uninni var haldið í lágmarki tii
að. reyna að gera verðhækkanir
sem minnstar og skapa von um
vinnufrið. Þá hefur verð á fryst-
um fiski til Sovétríkjanna lækk-
að svo mikið síðustu ivikur, að þau
tíðindi voru sem köld gusa yfir
ráðamenn fiskiðnaðarins. Verð
á annarri útflutningsvöru hefur
ekki hækkað.
Frystihúsin eru sem heild
ein af máttarstoðum íslenzks efna
hagslífs. Það er því óskemmtilegt
að verða að viðurkenna, að þessi
iðnaður á við stórfellda erfiðleika
að etja, sem ná langt út fyrir vand
ræði líðandi stundar.
Sérfræðingar ríkisstjórnarinn-
ar hafa athugað ofan í kjölinn af-
kcmu 68 frystihúsa, og liggja fvr
ir óvéfengdar upplýsingar um
þau. Þar er ekki lengur um áætl-
anir, meðalhús eða samninga að
ræða, og er það út'af fyrir sig
til mikilla bóta.
Af 68 frystihúsum eru 20 talin
vel stæð, og er hörmulegt til þess
að vita, að einnig þau skuli loka
dyrum sínum, þegar þjóðin þarf
á hverju tonni fiskjar 'að halda.
Þá eru 28 frystihús í miðlungs-
flokki, og getur brugðið til
beggja vona um afkomu þeirra
eftir aðstöðu- og aflabrögðum.
Loks eru önnur 20 hús, sem hafa
afleita afkomu og eru í stórfelld-
um rekstrarvandræðum. Þau eru
kjarni vandamálsins.
Fyrsta hugsun manna er að
skera þessi vandræðahús niður
við trog. En það er hægar sagt
en gert. Víða eru þetta einu at-
vinnutæki eða kjarni í atvinnu-
lífi heillar byggðar. Þess vegna
iverður að finna leiðir til að
hjálpa þeim og koma þeim á rétt-
an kjöl.
Vandinn við að hjálpa frysti-
húsunum er þessi. Sé aðeins veitt
aðstoð til þeirra, sem þurfa henn
ar með, er verið að verðlauna
skussana, og þykir það bæði hæp
ið kerfi og óréttlátt. Sé aðstoö
hins vegar veitt öllum frystihús-
unum (eins og gert hefur verið)
kemur hún fram sem ágóði hjá
beztu húsunum og ríkið er tek-
ið að úthluta fé til aðila, sem
þurfa þess ekki. Meðalvegurinn
er vandrataður á þessu sviði.
MÆLUM
Húsmóðir skrifar okkur á liessa
leið:
,,Það er ánægjuleg-t, hversu
íslenzkri matvæiaframleiðslu
Iiefur farið fram á síðustu ár
um. Er mikill munur, hve úr-
valið er nú meira en það var
fyrir 15-20 árum, og kann því
unga kynslóðin líklega ekki að
meta þessa breytingu.
En það er ýmislegt að íslenyk
um mat, sem við kaupum dag-
lega. Finnst mér þá vera mestur
gallinn, að gæðin eru ekki allt
af eins. Enda þótt lagaður mat
ur, eins og til dæmis pylsur,
sé gott eina vikuiTa í ákveð-
inni búð, geta þær verið allt
öðru vísi þá næstu. Þannig er
með ýmislegt fleira, og hefur
þetta öryggisleysi sín áhrif í þá
átt, að fólk notar tiltölulega
meira innfluttan dósamat en ís
Ienzkt hráefni í máltíðir. Ör-
yggið er þar miklu meira, sama
vara undir sama vörumerki er
alltaf eins.
Einu atriði vil ég sérstaklega
mótmæla. Það er, að ekki skuli
alltaf vera dágsetning á inn-
pökkuðum pylsum, áleggi og öðr
um slikum n.at, sem við eigum
að kaupa í plastumbúðum í kæl|
borðum k'örbúðanna. Heilbrigð
iseftirlitið hlýtur að hafa vald
til að skylda alla framleiðendur
slíks varnings til aö láta ávallt
fylgja hverjum einasta pakka
dagsetningu, sem sýnir húsmóð
urinni, livenær vörunni var
pakkað (væntanlega nýrri).
Ég hef sjálf oft lent í því,
að fá skemmda vöru á þennan
hátt. Ég lít á vörmnerki pyls
unnar eða kjötsins og treysti
því, En svo hefur pakkinn lik-
lega legið helzt til lengi ein-
hvers staðar, varan er byrjuð
að skemmast. Það er hvimleit*
að þurfa að standa í þvi að skila
aftur og oft hefur þetta eyði-
lagt máltíðir, af því að maður
opnar ekki pakkana, f.vrr en.
búðum hefur vcrið lokað að
kvöldi.
Eins er m>eð vöru cins og inn, \
pökkuðu brauðin. Það var leið
inlegt, að brauðverksmiðjan
skyldi ekki geta lifað, innpakk
að og niðurskorið brauð er
framtíðin. Enn framleiða þetta
nckkrir aðilar, að minnsta
kosti í Hlíaðarhverfi. En það
vantar dagsetningu á pakkana.
Fyrir kemur, að maður fær
- gamla pakka með skemmdu
brauði. Og þá kaupir maður
lengi á eftir heldur volg bak
arabrauð með lausa pappírsörk
utan um.
Atriði eins og þessi eru ör
ugg leið fyrir framleiðendur til
að eyðileggja fyrirtæki sín."
Dl
Dr. Strangelove
Hovv Jf learncd to stop worry
ing and love the bomb. Stjörnu
bíó. Brezk-bandarísk frá 1963.
Leiksjóri og framleiðandi:
Stanley Kubrick. Handrit: Ku
brick, Terry Southern og Pet
er Gcorge eftir sögu l’eter Ge
crges, Red Alert. Kvikm.vnd-
un: Gilbert Taylor. Klipping:
Anthony Harvey. Tónlist: Lau
rie Jchnson. Leiktjöld: Ken
Adam. 94 mín.
Fyrir rúmlega cinu ári sýndi
Stjörnubíó minnisverða kvik-
onynd eftir Sidney Lumet, Ör
yggismarkið (Fai!-Safe), er ein
mitt f.iallaði um sama efni og
Dr. Strangelove, þ.e.a.s. hugsan
legt kjarnorkustríð milli Rússa
og Bandaríkjamanna, nema
hvað efnið í Fail-Safe var tek
ið miklu aivarlegri tökum en í
Dr. Strangelovo.
í upphafi myndarinnar fær
hershöfðinginn Jaek Ripper
(beitinn eí'tir alræmdum fjölda
morðingja, cr gekk lausum hala
í Lundúnum á s. 1. öld) þá
igrilíu, að Rússar ætli sér að
gera árás á Bandaríkin.
Hann gefur skipun til þeirr-
ar sprengjuflugvélasveitar, er
hann ræður yfir, um að gera ár
ás á Sovétríkin. Flugstjórinn á
einni flugvélinni, King Kong
(nafn á risaapa) er leikinn af
Sim Pickens, sem þekktur er
úr kúrekamyndum, setur upp
kúrekahatt, þegar hann fær að
vita um áætlunina. Á meðan
við sjáum flugvélina svífa á-
fram um loftin blá er leikið
þekkt hergöngulag.
Heima fyrir er skotið á ráð-
stefnu með forsetanum. Hann
ákveður að ræða þetta máli við
forsætisráðhcrra Sovétríkjanna,
en svo óhgppilega vill til, að sá
síðarnefndi er á kenderíi.
Hér er sem sagt hent gaman
að hinu alvarlegasta efni. og
vissulega er m.vndin svívjrðileg
hvað það snertir, en undir nið
ii örlar þó á leiftrandi ádeilu.
Myndin er full af alls kyns
smellnum hugmyndum, og skal
fátt af þvi hér upp talið: t. d.
bera sprengjurnar nöfnin
..Hevrðu mig“ og ,,Elsku Jón“,
og í lok myndarinnar þegat'
sprengjan er falinn, hljómar
lagið „Við hittumst aftur.“
Framhald á 11. síðu.
Peter Sellers sem dr. Strangelov.
4 24. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐID