Alþýðublaðið - 24.01.1968, Blaðsíða 5
FRÁ NIRÐIP. NJARÐVlK
TIL HEL6A SÆMUNDSSONAR
Gautaborg, 19nda jaiiúar
1968.
HEILL og SÆLL, og hafðu
þakkir fyrir skjótt og einarð-
legt svar. Ekki hef ég lesið all
ar þær bækur er þú telur upp
í lok bréfs þíns, en sammála
er ég um að töluvert líf haíi
verið í sagnaskáldskapnum að
ainni. Ég las sögu Indriða
G. Þorsteinssonar í flugvél
Loftleiða á leiðinni hingað til
Gautaborgar fyrir jólin og
hafði gaman af. Þjófur í Par-
adís er fíngerð saga og skrif
uð af mikilli snyrtimennsku,
en efnið kannski í minna lagi.
Ekki neita ég því að mér
finnst sagan átakaminni en
Land og synir, þótt hún birti
suma af beztu kostum höfnnd
ar.
Annars þykir mér sagna-
skáldskapur ekki einkenna ís-
lenzka bókaútgáfu, þótt stund
um megi hann teljast girnileg
ur til fróðleiks. Þar er ruslið
fyrirferðarmest. Ég læt inn-
lenda dótið vera, þótt ærið
séu orðnar hvimleiðar ævisög
ur íslenzkra hversdagsmanna
sem hafa það eitt sér til ágæt-
is að vera lifandi, og ekkert
umfram aðra menn. Ekki virð
ast þeir heldur hafa lifað
sömu þúfunum, rétt eins og
það séu einhverjar fréttir að
rosknir íslendingar hafi alizt
upp í torfbæjum og slitið sér
út á að kroppa strá af karga
þýfi, Sölugengi þvílíkra bóka
ásamt kjaftasögum úr öðrum
hejmi er ekki uppörvandi vitn
. isburður um bókasmokk mikils
hluta íslenzku þjóðarinnar.
Og ekki ber þessi útgáfustarf-
semi beinlínis vott um reisn
•þeirra útgefenda sem hlaupa
eins og fætur toga á eftir þess
um líka þokkalega lestrar-
smekk.
Þó kastar fjTst tólfunum
þegar atliugað er, hvað tekið
ér til þýðingar af erlendum
bókum. Þar asgir saman slíku
drasli að maður sárlega blygð
ast sín. Mönnum er kannski
ekki kunnugt úm að gefin er
út alþjóðleg skýrsla um þýð
ingar, en þar má fá yfirlit um
þýðingarstarfsemi hinna ýmsu
landa. Samanburðurinn er ís-
lendingum. svo óhagstæður að
það er engu líkara en við elt-
um uppi ómerkilegustu bækur
heimsins til að þýða. Þær bæk
ur sem koma út árlega í ís-
lenzkri þýðingu og talizt geta
til meiri háttar bókmennta
má nálega telja á fingrum ann
neitt það sem í frásögur ifærandi. Þeir cru alltaf lýsa sömu baðstofunni sé arrar handar. Hvernig stendui að á þessu? Höfum við íslending og ar svona hörmulegan smekk
Vínber Búsáhöld
bananar í miklu
epli úrvali.
app&lsínur
STEBBABÚÐ
STEBBABÚÐ Austurgötu 25
Linnetstíg 6 Hafnarfirði.
síroar: 50991 — 50291. Sími: 50919.
bókum? Eða erum við kannski
svona heimskir?
Við höfum löngum talið okk
ur bókmenntir til gildis og
miklazt af þeim menningararfi
okkar, sem verðmætastur er
talinn. Hvernig er þessum
■menningararfi sinnt? Sann-
leikurinn ér sá að ástand okk
ar í bókmenntasögurannsókn
um er þjóðarskömm. Við eig
um ekkert yfirlit um íslenzka
bókmenntasögu nema rit Stef
áns Einarssonar, og það er
því miður mjög gallað. Heita
má að allverulegur hluti forn
bókmennta okkar sé sæmilega
kannaður. En ekki er það
verk íslendinga nema að
nokkru leyti og takmarkast að
mestu við ævistarf fjögurra
•merkismanna, prófessoranna
Sigurðar Nordals, Einars Ól,
Sveinssonar, Finns Jónssonar
og Jóns Helgasonar. Ekki má
gleyma því að tveir hinir síð-
astnefndu hafa starfað erlend
is, launaðir af danska ríkinu.
En einnig á sviði fornbók-
menntarannsókna eru furðu-
legar gloppur. Þannig má til
dæmis heita að verulegur
hluti kaþólskra trúarbók-
mennta okkar séu ókannaður.
Helgikvæði þróuðust á íslandi
í 500 ár. Ekki er til nein heild
arútgáfa beirra né yfirlitsrit
um helgikvæði. Þá er einnig
19092 og 18
TIL LÉIQU LIPHBR NÝIR
SENDÍFERÐABÍLAR
án öknmanns, Heimasími 52286.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI S2-10I.
vitað að elztu bókmenntir okk
ar (auk laga) eru sprottnar af
rótum ki,rkjunnar, kallaðiar
þýðingar helgar, prédikanir
og útskýringar á heilagri ritn
ingu. Þessi rit hafa haft geysi
leg áhrif á þróun íslenzks j-it-
máls í upphafi. Þau liggja ó-
könnuð.
Þegar skyggnzt er til bók-
mennta síðari alda er ástandið
bó miklu alvarlegra. Allar und
irstöðurannsóknir vantar á ís-
ienzkunt bókmenntum 1350-17-
10, ef frá eru taldar nokkrar at-
lv’ganir á rímum. 18. öldjn
rná heita ókönnuð og sú 19da
í brotum. Um íslenzkar bók-
menntir á 20stu öld er að
kalla ekkert rit til nema bók-
menntasaga Kristins E- And
réssonar, en mat hans er því
miður oft af pólitískum toga,
þótt margt sé vel athugað.
Ekki má þó gleyma að danir
og svíar hafa skrifað fyrir okk
ar um Halldór Laxness, Gunnar
Gunnarsson og Jóhann Sigur-
jónssón, þótt kannski megi
kalla það ekki lítið afrek bók
menntaþjóðarinnar að hafa þó
kraft í sér að þýða þessi rit.
Af þessum sökum er sárgræti
legt þegar sleppt er tækifær-
um til að leggja eithvað af
mörkum. Slíkt t.ækifæri bauðst
Almenna bókafélaginu, er það
hóf útgáfu bókasafns síns, end
urprentun eldri rita. Ómetan
legt hefði verið að fá ýtarlega
greinargerð fyrir hverju riti í
stað -örfárra yfirborðskenndra
formálsorða. Þegar Helgafell
lét endurprenta Gullna hlið
ið 1966 fylgdi 30'blaðsíðna rit
gerð eftir Matthías Johannes
sen, þökk sé þeim Matthíasi
og Ragnari. Ég skora á Al-
menna bókafélagið að taka
sér þetta til fyrirmyndar.
Ertu mér ekki sammála um
það, Helgi, að kominn sé tími
til að stofna til rannsóknar-
iemibætla í ísl. .bókmjennt-
um? Þessi embætti mætti
veita við Háskóla íslands án
kennsluskyldu í þrjú til sex
ár í senn. Með slíkum embætt
isveitfngum mætti lyfta grettis'
taki í þágu íslenzkra bók-
mennta. Eigum við ekki að
vera svo bjartsýn að koma
þessari tillögu á framfæri við
íslenzka stjórnmálamenn?
Ég hef líka aðra tHlöigu
fram að færa í þessu efni. Aug
ljóst er hve íslenzkri menn-
ingu er þýðingarmikið að ís-
lenzkum fræðum sé sinnt. Ég
sting upp á því að islenzka rík
ið stofni til sérstakra verð-
launa á þessu sviði. Verðlaun
in mættu t.d. vera 100 þús-
und krónur og skyldu veitt
árlega einhverjum vísinda-
manni íslenzkum eða erlénd
um, fyrir rit um íslenzk fræði.
Færj-vel á því að úthluta þess
um verðlaunum á háskólahá-
tíðinni. Rétt þætti mér að
fela úthlutunina heimspeki-
deildinni. Það er ekki heldur
mikil hætta á að prófessorarn-
ir þar kæmu til greina sjálfir.
íslenzka ríkið býr ekki svo vel
að þeim hvort eð er að þeir
hafi aðstöðu til að setja sam
an vísindarit. Þú ert vís meo
að koma þessum hugmyndum
á framfæri við Gylfa Þ. næs’.
þegar þú finnur hann að máli.
Við skulum báðir eggja hann
lögeggjan.
Þar sem þetta bréf hefur
farið í §pjall um íslenzkar bók
menntir verða þær sænsku að
bíða annars bréfs. Annars er
hér allt á kafi í snjó og slíkur
brunakuldi að maður vogar
sér varla út fyrir dyr. Við ber'
um þetta þó með karlmennskii
og þolinmæði. í kveðjuskyni
ætla ég svo að senda þér
þessa fallega vísu:
Englarnir yfir þér vaki
ekkert þig framar saki
andskotinri aldrei þig taki
enginn finnist þinn maki,
og vertu svo blessáður og sæll,
þinn
Njörður.
Sniðskóli
BERGLJÓTAR ÓLAFSDÓTTUR.
Sniðkennsla, máltaka matanir. Innritun í
síma 34730.
Sniðskclinn
Laugarnesvegi 62.
Lausar stöður
Stöður tveggja bifreiðaeftirlitsmanna í
Reykjavík eru lausar til umsóknar.
Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi
starfsmanna ríkisins.
Umsóknir sendist bifreiðaeftirliti ríkisins,
Borgartúni 1. fyrir 15. febrúar n.k.
Bifreiðaeftirlit ríkisins, /
23. janúar 1968.
i
I
í
í
i
i
!
i
:
ií
24. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5