Alþýðublaðið - 30.01.1968, Side 5

Alþýðublaðið - 30.01.1968, Side 5
Þorleifur Bjarnas. Framhald af 4. síðu. Hornströndum norður. Þí er dag tekið að lengja og hækkandi sól beinir hugurn fólks á ncrður slóðum að braut vorsins, setn að vísu er fjarlægt en nálgast þó í stuttum, en öruggum dagleið- um. Þórleifur ólst upp hjá aía sín um í Hælavík, sveitabæ við sam nefndan vog, einangruðum i af skekktri sveit, en við stórbrotið landslag og fjölbreytt störf til lands og sjávar. Hygg ég, að Hælavík hafi á þeim tíma verið einn þeirra „góðu sveitabæja" sem Sig. Júl. Jóhannesson sagði að væru „lífsins bezti, skóli“ þjóðar vorrar. -Fyrstu lög um skólaskyldu á Iandi hér gengu að vísu í gildi árið, sem Þórleifur fæddist. Það var fjögurra vetra skólaskvlda fyrir börn á aldrinum 10-14 úra og framkvæmd víða í sveitum með nokkurra vikna bóklegu námi í húsnæðislausum farskól- um við misjafna aðbúð og lágan landssjóðsstyrk. Lög þessj voru þó vorboði aukinnar alþýðu-. fræðslu og almennrar skólamenn ingar á' vegum þjóðfélagsins. Þetta skólahald var óbreytt öll uppvaxtarár Þórleifs í Hæluvík. Farskólinn studdi að vísu heirail in I bóklegrj kennslu á síðari á- fanga barnafræðslustigsins en fyrri áfangann áttu heimilin ein að annast og allt verklegt nám. Verknámið var þá hagnýt þjálfun við raunveruleg störf, en atvinnulífið og ytri aðstæður mótuðu skaphöfn fólksins og lífs viðhorf. Við ár á róðrarbáti á hafi úti og sigvað í bergi og á bjargsbrún lærðu unglingar ekki einungis sjálft verkið, heidur líka nauðsyn samstarfs og sam taka, drengskapar og félagsholl ustu: I smalamennsku á heiðum uppi og fjdgdarlausum ferðum um veglaus öræfi lærðu þeir að taka- rétta stefnu og halda henni þótt þoka skilli yfir eða vetrarhríð. Var þá ekki annað við að styðjast en eigin mann- dóm og kynborna ratvísi. En næði afskekklar byggðar gaf tækifæri til að brjóta til mergj ar bóklegu fræðina. skyggnast inn í manngerð þeirra sem á vegi urðu í bók eða lífi, og skapa eigin persónur, ef hugar- orka og gáfnafar leyfðu. En því dreg ég þetta fraín um heimanám Þórleifs og l’orfeðra hans, að það er mér nokkur skýr ing á veigamiklum þáttum í skapgerð afmælisbarnsins og at- ferli, þar sem saman fer einstakl ingshyggja og félagshollusta, hugrekkj og varúð, drengskap- ur og hjálpfýsi og fágætt innsæi í menn og málefni. Og vel kann Þórleifur áralag ið í barningi á úfnum sjó félags- málanna, en fer sínar eigin leið ir telji hann stefnuna ranga eða hallað réttu máli. Hælavík og sú sveit öll er nú komin í eyði. Aðstæður á sveita bæjum þótt í byggð séu, eru og aðrar en áður til bóklegs og verklegs náms., Er það trúa mín, að miklu fé og starfi þurfi að verja til skóla og menningar- mála til að bæta æskunni upp breyttar uppeldisaðstæður og gera hana færa um að mæta kröfum nýrra tíma. En byggðin á Hornströndum gleymist ekki. Þær eru enn í byggð í bókum Þórleifs. Fáir hafa gert átthögum sínum slík skil og hann, fyrst í Hornstrend ingabók og síðar í skáldsögum sínum. Hugur Þórleifs mun snemma hafa hneigst að kennslu og skóla störfum, því að hann lauk kenn araprófj strax og hann hafði aldur til. Nokkrum árurn síðar slundaði hann nám við Kennara háskólann í Kaupmannahöfn, en hefur síðan farið utan til að kynna sér skólamál á Norður- löndum. Strax og Þórleifur hafði lokið kennaraprófi gerðist hann kenn ari á Vestfjörðum, fyrst í far- skóla, síðan í föstum skóla í þorpi og síðast í ísafjarðarkaup stað, kenndi hann þar bæði við barna- og gagnfræðaskólann. Rómuðu skólastjórar þar vestra mjög kennslu hans. Kynntist Þórleifur sem kennari ólíkum skólaflokkum og misjöfnum að- stæðum til náms og kennslu í sveit, þorpi og kaupstað. Munu þessi kynni hafa komið honum að góðum notum við námsstjóra störfin. Haustið 1943 varð hann náms- stjóri á norðanvorðu Vestur- landi, en nokkrum árum síðar á Vesturlandi öllu, frá Hvalfjarðar botni að Hrútafjarðará, með bú setu á Akranesi. Á hann því á þessu ári aldarfjórðungsafmæli sem námstjóri. Á þessum árum hafa crðið miklar breytingar á skólaliaidi í umdæmi hans, eins og rcyndar annars staðar á landi hér. Far- skólar í fámennum hreppum og strjálbýlum hafa sameinast um skóla í veglegum. húsakynnum. Húsgögn og kennslutæki hafa verið aukin og færð í nútíma stíl. Fjögurra vetra skólaskvlda hefur víða verið 2-földuð og skóladagar margfaldaðir. íhlutun ríkisins um alþýðufræðslu hefur stórlega aukizt og fjárframlög þess til menningarmála marg- faldast. En mest er þó um það vert, að skilningur þjóðarinnar á' nauðsyn almennrar skóla- menntunar hefur aukizt stórlega og áliuginn vaxið. Bætt löggjöf og aukin fjár- framlög ríkisins koma á þessu sviði því aðeins að verulegu gagni, að fólkið fylgi þeim eftir með skilningi og hagsýni. En að því hafa umdæmanámstjórar unnið ósleitilega allt frá bví, að þau embætti voru fyrst stofnuð 1941 til þessa dags. Hafa þcir að því leyti verið heppnir í störf- um, að fjárhagur þjóðarinnar hefur farið batnandi fram undir þetta, og því auðveldara um fjár frekar framkvæmdir. En hvaða þátt þeir hafa átt í auknum skiln ingi almennings og kröfum um bætta skóla skal ekki dæmt að sinni. Má þó vera að markið sé enn of lógt sett miðað við nú- tíma kröfur og kapphlaup þjóð anna á ákveðnum sviðum skóla- menntunar. Á sviði skólabygginga og sam einingarmála tók Þórleifur að vísu við nokkrum f.'.ilIunnum verkum fyrirrennara sinna og sums staðar skemmra og lengra komnum undirbúningsstörfum. Hefur hann víða rekið rnyndar- leg smiðshögg á byrjunarverk, en á öðrum stöðum hafið nýja sókn. Hefur honum tekizt hvoru tveggja ágætlega, að gæta þess sem fengið var og auka við afl ann. Reyndar eru skólamálin/ftllt af í deiglu, því að nýir tímar gera nýjar kröfur. Hefur nám- stjórinn unnið af kappi og for- sjá við þá deiglu. Ég hef dvalið lengst við þá þætti í námstjórastörfum Þór- leifs Bjarnasonar, sem snerfa skipulagsbreytingar, sameiningu fámennra og strjálbýlla hrappa um sameiginlega skóla og bætta aðbúð nementía og kennara. Er það vegna þess að þar er árang urinn augljósastur og verður tæplega véfengdur. Árangurinn af öðrum þáttum námstjóra- starfa, sem þó eru ekki órnerk- ari, verður síður sannaður í dag. Samstarfið við kennaiv. og aðra skólamenn er stundum trúnaðarmál, sem ekki verður flíkað. En ég vil fullyrða, að þar nýtur Þórleifur mikils trauts og vinsælda. Ný og vegleg skólahús og að rar umbætur ytri starfsskilyrða í umdæmi Þórleifs tala étví- ræðu máli, en menningaráhrif barnaskólanna verða ekki jafn ótvírætt sýnd og túlkuð í dag, því að það er verkefni framtíð- arinnar. Með umfangsmiklum störfum sem kennari og námstjóri hefur Þórleifur verið furðu afkasta- mikill rithöfundur og söguskáld, ekki hvað sízt þegar þess er gætt, að liann hefur jafr.framt gefið sig talsvert að leiklistinni. En honum er létt um að túlka hugarfar fólks og persónugerð ir í orðum og látbragði. En hér verður ekki farið út í ritstörf hans og list á bók eða leiksviði. Það munu aðrir gera. Sama máli gegnir um störf hans í íélagsmál um, önnur en þau sem óbeinlín is er drepið á í sambandj við námstjórn hans. En hann liefur á köflum haft umfangsmikil fé- lagsstörf á íleiri sviðum, : þó skal á það minnst, að hann ernú, og hefur verið um árabil, for- maður Námstjóraielags íslands. Vona ég að svo verði lengj énn. Hygg ég, að ég mæli þar fyrir munn allra, sem í því fámenna félagi eru, og er það næg lýsing á störfum hans þar. Þórleifur er kvæntur ágætri konu úr kennarastétt, Sigríði dóttur Friðriks heitins Hjarjar skólastjóra. Eiga þau íjögur börn uppkomin og velmennt. Þórleifur dvelur ekki á sínu ágæta heimili í dag. Hefur hann á því sama hátt og margir aðrir merkir íslendingar nú á dögum, að vera ekki heima á merkisafmælum sínum. Er þessi afmælisflótti tímanna tákn. Þetta er eini flóttinn, sc-in ég veit um Þórleif Bjarnason, ef um flótta er þá að ræða, þvf að hann dvelur nú hjá elzta barni sínu, dóttur giftri norzkum lækni við Oslófjörð. Óska ég Þórleifi heillrar heim komu og hamingju á ókommim árum, en þjóð vorri að rnpga sem lengst njóta starfskrafta hans og mikilvægrar reynslu á sviði skóla og menningarmáln. Þakka cg svo að lokum afmælis- barninu ágætf samstarf og öll önnur kynni. Bjarni M. Jónsson. GJAFABRÉF PltA SUNOLAIiaARSJðBl SKlLATÚNSHEIMIUBIHS OETTA BREF ER KVITTUN, EN ÞÓ MIKUI FREMUR VIDURKENNING FYRIR STUDH- ING VID GOTT MÁLEFNÍ. KlllHYtX, Þ. 1t. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. KJÖIBÚÐ SUÐURVERS Stigahlíð 45 - sími 35645 TíLmmm SELJUEVi ÞORRAMAT S SCÖSSUIVI ALLA DAGA FRÁ KL. 9 - 18. SVIÐASULTA, LUNÐABAGGAR, HRÚTSPUNGAR, BRINGUKOLLAR, BLÓÐNIÖR 0G LIFRAPYLSA, HANGIKJÖT, SALAD, HÁKARL 0G HARÐFISKUR, FLATKÖKUR 0G SMJÖR, RÓFUSTAPPA. KASSINN ER ÁÆTLAÐUR FYRIR 2 MANNS VERÐ PR. KASSA KR. 360— OPIÐ FRÁ KL. 9—18. ÚTeÚUSVI EINNIG ÞORRAMAT FYRIR SMÆRRI OG STÆRRI HÓPA. KJÖTBÖÐ SUÐURVERS stigahlíð 45 - sím/ 35645 SMURBRAUÐ, KAFFISNITTUR, COKTAILSNITTUR, HEITUR 0G KALDUR VEIZLUMATUR. AFGREITT ALLA DAGA ÖG EINNIG Á SUNNUDÖGUM. 30. janúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIO §

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.