Alþýðublaðið - 30.01.1968, Page 8
NÓTTIN dettur yfir Reykja
vík kl. 11,30 e.h. Um jþað
leyti er Lyklapétrar öldurhús
anna læsa giauminn innj í
bænum.
Þeir fiökta fyrir í köldum
bjarma götuljósanna eins og
áttavilltar leöurblökur.
Útskúfaé'ir einstaklingar,
sem fá ekki notið gleðinnar
bylgjast um brjóst og limi.
Ilver segir að verzlunárrúða
sé ginnhelg?
Jesús, María Pétur, Páll?
Páll. Pétur situr suður í Róm
og heitir Páll og skíttmeða.
Maður lætur hvorkj Pétur eða
Pál segja sér fyrir verkum!
Holur hláturfnn kreppir að
tunglinu.
Sálir fordæmdra híma við
gullportið glórauða.
Sánktipétur er genginn til
náða og búinn að slökkva á
Ieslampanum.
Fleirum verður ekki hleypt
Inn í nótt.
Þær hrína af ákefð þarna úti
fyrfr.
Kalt er við kórbak og ömur.
Iegt í yztu myrkrum.
Ef tíl vill má finna handa þeim
smugu og öngla sér augagetu
Fordæmdir eru ævinlega fé-
sterkir.
Ég finn til aldurs, þegar við
mér blasir skiltl er bannar
allan akstur um vinstri ak-
grein Lækjargötu norðanmeg
in.
Rúnturinn er lokaður. Með
vífilengjum kemst ég inn í
Austurstræti og legg bílnum
við Landsbanka/Seðlabanka-
húsið.
„Hvað varð um yður Aust-
urstræt'isdætur ...“ söng skáld
ið Tómas og mér er líkt inn
anbrjósts.
Það er ekki lengur hallóað
út um bílglugga og Langibar
inn er löngu fyrir bí.
Máninn er svo fullur, að
hann horfir með velþóknun á
Esja gömlu. Himinninn heiður
og stjörnubjartur og útsýn tll
Akrafjalls og Skálafells.
Rússneskur olíudallur er að
losa í Örfirisey. Hann er eins
og lítið sjávarþorp til að sjá,
en uppi á Kjalarnesi blika
Ijósin í Saltvík og á Esju-
bergi.
Togaraútgerðin liggur vlð
nýju uppfyllinguna vanhirt og
yfirgefin af öllum. Hvalfellið
er næst þilinu og ég man hvað
það hallaði sér ástúðlega í
báruna og var lengi yfir á
hina slðuna, eins og það tímdl
ekki að slíta votum kossi.
Síldin er ljótasta skip i
heimi. A. m. k. meðan ég hef
séð annað Ijótara.
Klukkan eitt eftir miðnætti
er komið að Ieikslokum. Næt
urlífinu lokið að réttum lög
um og allir heim í háttinn.
Hinir glöðu og hamingju-
sömu dansgestir detta út um
gáttir og upp í leigubíla og
það er haldið sitt á hvað í
allar áttir.
Þe'ir hraustustu og fésterk-
ustu bjóða tilfallandi dömum
í pylsu á ,,Hálsinum“. Opið
allan sólarhringinn. Tóbak,
öl, sælgæti, sígarettur og
vindlar. Einstöku sinnum
mjólkurís, en pylsur klukk-
una rúnt.
Sællegur sláni hallar sér
út um dyrnar á nýlegum
Fólksvagni og rýmlr til fyrir
pylsunum. Annar heldur móð
urlega um ennið á lionum á
meðan.
Enn hefur bróðurþelið
ekki verið drukkið í hel.