Alþýðublaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 3
/
Frumvarp um
brunavarnir
Fyrir Alþingi liggur nú frum-
varp til laga um brunavarnir og
brunamál. í fyrsta kafla frum-
varpsins, sem fjallar um stjórn
brunamála segir, að Félagsmála-
ráðuneytið fari með yfirstjórn
brunamála segir, að félagsmála
á stofn brunamálastofnun ríkis-
ins. Skal ráðherra skipa bruna-
málastjóra ríkisins til að veita
brunamálastofnuninni forstöðu,
og skal hann vera verkfræðing-
ur með sérþekkingu í brunamál
um. Þá segir ennfremur að bruna
málastljóri skuli jafnframt vera
ráðunauíur ríkisstjórnarinnar um
allt sem að brunamálum lýtur.
Auk þess sém getið er hér að
ofan er verksvið brunamálastofn
unarinnar m.a. eftirfarandi: Að
leiðbeina sveitarstjórnum lim allt
það, er lýtur að brunayörnum. að
hafa á hendi brunavarnaeftirlit
með öllum meiriháttar atvinnu-
tækjum, verksmiðjum, birgða-
istöðvum o.fl., að yfirfara upp-
drætti af nýbyggingum, viðbót-
um og meiri'háttar breytingum á
mannvirkjum, til að ganga úr
skugga um að lögum og reglu-
gerðum um brunamál sé fullnægt.
Skal brunamálastofnunin sam-
þykkja alla uppdrætti varðandi
byggingar; að vinna að samræm-
ingu á slökkviútbúnaði; að halda
æfingar með slökkviliðinu; að
beita sér fyrir aukinni kynningar
og fræðslustarfsemi varðandi
brunavarnir; að undirbúa og end
urskoða reglugerðir um brunamál
og að hafa samvinnu við samsvar
andi stofnanir í nágrannalöndun-
um og fylgjast með framförum og
nýjungum erlendis lá! sviði bruna
varna.
Frumvarpið er í 6 köflum sem
fjalla m. a. um: Slökkviliðið og
slökkvistörf, brunavarnir og rann
sókn eldsvoða.
í
HH mm® pHHHHHHEHlHHHHHHIiHH ■hhh^hhhi
Bragi Sigurjónsson um íslenzkar s kipasmíbar:
AUKIN STÖDLUN
OG AUKIN LÁN
Bragi Sigurjónsson fylgdi í
fyrradag úr hlaði í Sameinuðu
Þingi tillögu sinni og Jóns Ár
manns Héðinssonar um stöðl-
un fiskiskipa og aukin lán til
skjpasniíða innanlands. Jó-
hann Hafstein iðnaðarmálaráð
herra tók einnig tjl máls og
taldi, að þegar hefði nokkuð
verið gert á þessu sviði.
,,Helrra forseti, þ.á.till. sú sem
hér liggur fyrir, er tvíþætt,
annars vegar ályktun um ná-
kvæma rannsókn á því, hvort
ekki sé hagsamt að staðla veiði
skip landsmanna í ákveðnar
stærðir og gerðir með það fyr
ir augum, að þau verði ódýrari
í smíðum fyrir innlendar fiski
smíðastöðvar, hins vegar ákveð
in ósk um, að einskis verði lát
ið ófreistað til að auðvelda þeg
ar reistum innlendum skipa-
smíðastöðvum samkeppni um
smíði veiðiskipa okkar við er
lendar skipasmíðastöðvar, svo
að ekki komi til verkefna-
skorts hjá þeim, en hann er
nú einmitt fyrir hendi. M.a.
verði athugað, hvort ekki sé
hagfellt fyrir þjóðarbúið að
hækka enn stofnlán til veiði-
skipa, sem smíðuð eru innan-
lands og auka þannig enn
mun á lánum á skip, smíðuðum
hér á landi og erlendis.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að á síðustu árum
hafa risið upp hér á landi stál-
skipasmíðastöðvar, sem vel
hafa verið gerðar úr garði og
reynzt samkeppnisfærar um
smíðagæði við erlendar f.kipa
smíðastöðvar, sem útvegsmenn
okkar hafa aðallega skipt við
undanfarin ár. Hið opinbera,
ríkisvald og bankar, hafa stuðl
að að uppbyggingu þessarar
skipasmíðastöðva, enda ekki
vansalaust jafn mikilli fisk-
veiðiþjóð og íslendingar eru,
að smíða sjálfir veiðiskíp sín
að meginhluta. Þar sem skipa-
smíðastöðvar okkar eru enn
lítt tækni- og iðnþjálfaðar, svo
nýjar sem þær eru, og nú hef
ur bætzt við, að útvegsmenn
láta sér hægt um öflun nýrra
skipa vegna erfiðleika í útgerð
inni, hafa þær ekki reynzt sam
keppnisfærar í harðnandi bar-
áttu um fækkandi pantanir í
smíði skipa við eríendar fkipa
smíðastöðvar og horfa því fram
á algert verkefnaleysi, ef ekki
er brugðið við til úrbóta jg það
tafarlaust. Trúlega. geti hið op
inbera hjálpað innlendum
skipasmíðastöðvum til að
lækka skipasmíðakostnað sinn
verulega, ef það hefði hönd í
bagga með stærð og gerð við
smíði skipa þannig að stöðlun
mætti koma við. Virðist það og
óeðlilegt svo mikla. fyrir-
greiðslu, sem hið opinbera
veitir þeim, er ný skip fá rniíð
uð að þeir geti valið sér h.ver
og einn aðhaldslaust skipsgerð
að eigin geðþótta, svo að varla
nokkur tvö skip séu smíðuð
eins. Hlýtur slíkt að hækka
smíðakostnað verulega. Varð-
andi síðara atriðið að auka
lánsbilið milli skipa smíðaðra
innanlands og utan, innlendu
smíðinni í hag skal bent á, að
það virðist fráleit stefna að
eyða. fyrst stórfé til að koma
skipasmíðaiðnaði á fót í land-
inu, en gera síðan ekkert til að
auðvelda honum fyrstu og erf
iðustu sporin. Verður og að
minna á, að það getur aldrei
orðið nema tímaspursmál hjá
fiskveiðiþjóð sem okkur, að
endurnýja þurfi mörg skip í
veiðiflotanum og þá skynsam
legt að greiða úr tímabundnum
verkefnaskorti með aukinni fyr
irgreiðslu við skipasmíðastöðv
ar og skipakaupendur, svo að
eftifspurnin jafnist meira og
atvinnan sem skipasmíðin skap
ar. Þarf ekki að benda á, hve
slíkt er nauðsynlegt atvinnu-
lífi á þeim stöðum, þar sem
skipasmíðin er.
Fyrstu árin eftir stríðið voru
smíðuð hér þó nokkur veiði-
skip úr tré, allstór eftir því
sem þá gerðikt, og reyndust
þau sum hver hin ágætustu
skip. Þannig höfðu árið 1946—
1947 um 425-450 manns í land-
inu atvinnu af skipasmíði og
skipaviðgerðum, en næstu ár
fækkaði verulega í þessum iðn
Bragi Sigurjónsson
aði, þar sem skipasmíði hér-
lendis drógst saman, unz öil
smíði stærri skipa mátti heita
úr sögunni árin 1950 —1960.
Enda komst tala þeirra, er
skipasmíði og skipaviðgerðir
stunduðu þessi árin niður fyrir
300 manns. Með tilkomu við-
reisnarstjórnarinnar tók skipá-
iðnaðurinn á ný að hugsa meir
iðngrein í landinu og jafnframt
tók bygging dráttarbrauta nýj
andi veiðiskipafloti lands-
manna kallaði á hana í auknum
mæli. Ríkisvaldið mun hafa
miðað leyfi sín og fyrirgreiðslu
við dráttarbrautir fyrst og
fremst við það, að í hverjum
landsfjórðungi komist upp við
hlítandi viðgerðarstöð fyrir
veiðiskip af algengustu stærð-
um, en mun ekki hafa haft
bein afskipti af byggingu skipa
smíðastöðva. Þó vil ég álíta, að
skipasmíðastöðin á Akureyri,
sem ég þekki bezt til og er hið
myndarlegasta fyrirtæki, hafi
notið a. m. k. verulegrar hvatn
ingar til uppbyggingar sinnar
Framhald á 10. síðu
Loftleíðir kaupa
fimmtu RR-vélina
Loftleiðir hafa nú fest kaup á
fimmtu flugvélinni af gerðinni
Rolls Royce 400. Seljandi er
bandaríska flugfélagið Flying Tig
er Line, en samningar um kaup-
in voru undirritaðir hinn 30. þ.m.
Þessi flugvél, sem smíðuð er
af Canadair verksmiðjunum í
Montreat, eins og aðrar Rolls
Royce flugvélar Loftleiða, hefir
bæði verið notuð til fólks- og
vöruflutninga af Flying Tiger.
Hún verður nú innréttuð til fólks
flutninga, en við nýsmíði verður
gert ráð fyrir að auðvelt verðj
með lítilli fyrirhöfn að breyta
þannig til að önnt verði að nota
flugvélina til vöruflutninga.
Fyrstu breytingarnar, sem nú
þarf að gera til þess að búa 160
farþegum þægilegt rými í farþega
salnum verða unnar í flugvéla-
verkstæðum Fiying Tiger í Los
Angeles, en síðar verður vélinni
flogið ti’l Taipei á Formósu, en
þar hefir Flying Tiger góða
reynslu af vinnu við breytingar
og viðhaldi flugvála. Þar verður
lokið við innréttinguna og baðan
verður vélinni flogið íil New York
síðari' hluta aprílmánaðar n.k.. en
gert er ráð fyrir að við upphaf
sumaráætlunar Loftleiða, hinn 1T
maí n.k., hefji þessi nýja flugvél
áætlunarferðir, ásamt hinum
Framhald á 9. síðu.
1. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3