Alþýðublaðið - 01.02.1968, Page 5

Alþýðublaðið - 01.02.1968, Page 5
HE2 Minningarorð: Halldóra Ólafsdóttir F, 7. april 1892. Dáin 27jan. 1968 í DAG er til moldar borin frú Halldóra Ólafsdóttir, ekkja Sig- urðar Guðmundssonar skóla- meistara, en hún andaðist á Landspítalanum hinn 27. janúar á' 76. aldursári. Frú Halldóra hafði átt við langvfnna vanheilsu að stríða og var þungt haldin síðustu mánuðina. Fráfall henn- ar hefði því ekki átt að koma á óvart, þó að dauðinn sé raun- ar oftast óvæntur gestur, jafn- vel þegar hann gerir eindregin boð á undan sér. Það lögmál verður þó ekki umflúið, að allir dagar eiga sér kvöld. En mikill sjónarsviptir er að frú Halldóru, svo mjög sein að henni kvað, meðan hún var í bióma Jífsins, og svo eftirminnileg sem hún er hinum mörgu samferðamönn- um sínum. Frú Halldóra fæddist í Káif- holti í Holtum hinn 7. apríl 1892, dóttir prestshjónanna þar, séra Ólafs Finnssonar og Þór- unnar Ólafsdóttur. Bæði voru þau hjón af merku og þjóð- kunnu fólkj komin, frú Þórunn dóttir Ólafs útvegsbónda í Mýr- arhúsum á Seltjarnarnesi Guð- mundssonar, sem margt gerðar- legt fólk er 'írá komið. Óiafs bónda má m. a. minnast fyrir það, að hann gekkst fyrir stofn- un barnaskóla á Seltjarnarnesi árið 1875. Séra Óiafur Finnsson var sonur Finns Magnúsar bónda á Meðalfelli í Kjós Einarssonar prests að Reynivöllum í Kjós Pálssonar prests á Þingvöilum Þorlákssonar, bróður þjóðskálds- ins séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá, en Sigríður Stefáns- dóttir, kona séra Páls, var son- ardóttir Presta-Högna. Kona Finns á Meðalfelíi var Kristín Stefánsdóttir prests að Reyni- völium Stephensens Stefánsson ar amtmanns á Hvítárvöllum Stephensens. Kona séra Einars Pálssonar, föðurmóðir séra Ól- afs Finnssonar, var Ragnhildur, dóttir Magnúsar lögmanns úr Svefneyjum Ólafssonar og Rngn- heiðar Finnsdóttur biskups Jóns- sonar. Kona séra Stefáns Stephensens að Reynivöllum var Guðrún, dóttir séra Þorvalds skálds í Holti undir Eyjafjöllum Böðvarssonar og þriðju konu hans, Kristínar Björnsdóttur prests í Bólstaðarhlíð Jónsson- ar. Ekki þarf frekar vítnanna við um það, að frú Halldóra á'tti í allar kynkvíslir skammt til skör- unga að telja, enda var hún sjálf hin gervilegasta kona, fríð sín- um og fyrirmannleg í fasi, svo að eftirtekt vakti, hvar sem hún fór. í æsku naut frú Halldóra menntunar, eftir því sem títt var um konur í þá daga, auk þess veganestis, sem hún bjó að Halldóra Ólafsdóttir frá myndarlegu menningarheim- ili. Árið 1912 lauk hún námi í húsmæðraskóla í Gentofte í Danmörku, stundaði síðan kennslu á Eyrarbakka í tvö ár, og um árs skeið kenndi hún við Málteysingjaskólann í Reykja- vík. Hinn »28. apríl 1915 giftist frú Halldóra Sigurði Guðmunds- syni mag. art. frá Mjóadal, sem um þær mundir var kennaiú við Kennaraskóla íslands, en kunn- astur hefur orðið af starfi sínu sem skólameistari Gagnfræða- skóians og síðar Menntaskólans á Akureyri. Fluttust þau hjón til Akureyrar sumarið 1921, en Sigurður tók við skólastjórn um haustið. Gegndi hann starfi sínu við mikinn orðstír til árs- loka 1947, er hann lét af starfi, en þau hjón fluttust aft.ur til R< ykjavíkur vorið 1948. Gagnfræðaskólinn á Akureyri átti sér þegar alllanga og merki- lega sögu, þegar Sigurður tók við stjórn hans, enda voru fyrri skólastjórar hans báðir hinir mikilhæfustu menn. En snemma í tíð Sigurðar hófst þar kennsla undir stúdentspróf. og árið 1927 fékk skólinn leyfi til að braut- skrá stúdenta, en 1930 var hon- um breytt í menntaskóla með gagnfræðadeild. Jókst því. hlut- verk og vegur skólans enn um daga Sigurðar. En því er þetta rakið her, að svo samoíið er ævistarf frú Halldóru þróunar- sögu Menntaskólans á Akureyri, að hvorugs verður án annárs getið. Hún var manni sínum alla tíð ómetanlég stoð í starfi hans. Um það cr órækastur vRnis- burður Sigurðar sjálfs. Þau hjón- in voru um margt ólíkrar gerðar, hann geðsveiflumaður, ör í lund og viðkvæmur, en hún gædd einstöku jafnlyndi og rósemi, sem stoi.mar lífsins náðu ekki að hagga. Þau bættu þannig að mörgu leyti hvort annað upp, en höfuðatriðið var, að þau kunnu að meta hvort annað og voru samhent um allt það, sem verða mátti tiLað auka vöxt og viðgang þeirrar stofnunar, sem Sigurði var trúað íyrir, en þaú báru bæði jafnmikið fyrir brjósti. Heimili þeirra hefur lengi verið rómað fyrir einstak- an menningar- og höíðingsbiag. Bæði iiöfðu þau vndi af að taka á móti gest.um og kunnu vel að gera þehn stundirnar ánægju- legar og minnisstæðar. Er nærri rpá geta, að rausn þeirra hjóna lagði húsfreyjunni miklar skyld- ur á herðar og fæi'ðu henni miklar annir, og hafði hún þó án þeirra ærnum heimilis- störfum að gegna. Svo samval- in voru þau hjón um höfðings- skap, að aldrei verður bað til fulls sundur greint, sem hvort þeirra lagði af mörkum til að<s> gera garðinn að því menningar- | setri, sem hann varð. Híbýli þeirra voru rómuð fyrir snyrti- brag, enda var frú Haildóra smekkvís með afbrigðum og gædd næmu fegurðarskyni. Skól- inn og umhverfi hans naut ríku- lega þessara eiginleika hennar, ekki sízt blóma- og trjágarður skólans, sem lengi mun bera þess menjar, hversu hún lagði sig fram um að bæta allt og fegra, sem í kringum hana var. Tryggð hennar við gróðurmold- ina, sem hún vandist í æsku, er táknræn fyrir ævistarf þeirra hjóna, sem lögðu allt kapp á að koma ungmennunum til þioska. Margt vorið gaf hún skólagarð- inum drjúgan skerf af eðlilegum og nauðsynlegum svefntíma sín- um. Glæsilegt yfírbragð frú Hall- dóru, glaðlegt viðmót og tigin- mannlegt fas seí.ti ekki ein- göngu svip á heimili skólameist- arahjónanna, lieldur hafði einn- ig áhrif út um allan skóktrm. Jafnframt höfðinp'’ ’nrl sinni og myndarskap var frú líaiídóru einnig -gefin hagsýni og fyrir- hyggja í ríkum mæli, enda hcfðu föng heimilisins annars hrokkið skammt til þeirrar rausnar, sem auðkenndi það jafnan, því að aldrei var af auði að miðla. Allir „norðanmenn” frá árun- um 1921 — 1948 eiga það sameig- inlegt, að þeir minnast frú Hall- dóru með virðingu og aðdáun. Sjálfur á ég henni mikið að þakka. Aldrei fyrnist mér sú um- byggja, sem hún sýndi mér vandalausum, þegar ég dvaldist á heimili þeirra hjóna um hríð á skólaárum mínum. Einnig er mér kunnugt um, að nærgætni liennar og hugulsemi náði jafn- an langt inn í raðir þeirra fjöl- mörgu nemenda, er nám sfund- uðu á Akureyri í tíð þeirra hjóna. Skólameistarahjónin nutu skamma stund samvista, eftir að þau fluttust frá Akureyri að ioknum annasömum starfsdegi, því að Sigurður lézt hinn 10. nóvember 1949. Heilsu frú Hall- dóru var þá einnig farið að hraka, enda hafði hún aldrei hlíft sér um dagana. Heimili hennar var ekki lengur í þeirri þjóðbraut sem áður var, og vissu- lega var mikið skarð fyrir skildi. En sami myndar- og menningar- bragur auðkenndi heimili henn- ar og alla háttsemi sem fyrr. Hún hafði yndi af að taka á móti gestum og ræða við þá. Barst þá talið oft að liðnum tímum, sem nærrf má geta, og þá ekki sízt árunum á Akure.yri, og ekki gléymdi hún heldur sunnlenzk- um uppruna sínurn. Aldrei varð hún þó viðskila við samtið sina, því að hún fylgdist vel með breytingum tímanna. Jafnvei má segja, að henni yxi umburðar- lyndi og mildi með aldrinum. Hún brást fagurlega við veik- indum sínum og bar þau af íull- komnu æðruleysi. Um hana má segja sem Bjarni Thorarensen kvað um Rannveigu Filippus- dóttur: Og þó að kvala hún kenndi af kvillum í elli, brúna jafn-heiðskír himinn hugar-ró sýndi. Lengi skal manninn reyna. Göfgi og fjrirmennska frú Hall- dóru var óbuguð til liinztu stund- ar. Þeim frú Halldóru og Sig- urði yarð sex barna auðið, en eitt þeirra, drengur, dó í bernsku. Hin fimm eru : > Ólafur, sjúkrahúslæknir á Akureyri. Þórunn, búsett í Eng- landi. Örlygur, listmálari í Reykjavík. Guðmundur, hæstaréttarlög- maður í Reykjavík. Steingrímur, blaðamaður í Rej'kjavík. Börnum frú Halldóru, öðruny ættingjum og venzlafólki semli ég hugheilar samúðarkveðjur, Þeim má þó vera það nokkur harmabót, að allir hinir mörgu, sem höfðu af henni kynni, eiga um hana góðar minningar. Bjarni Vilhjálms&on. Minningarorð: Páll Einarsson Múrari Páll Ejnarsson; múrarameist- ari, andaðist að heimili sínu, Þórsgötu 15 hér í bæ; hinn 22. þ.m. eftir langvarandi heilsu- brest. Páll fæddist hér í Reykja , vík 20. maí 1907 og ól allan aldur sinn hér. Jafnaldrar Páls og eldri Reykvikingar kenndu hann alltaf við Klapparholt, en þar ólst Páll upp. Árið 1940 kvæntist Páll eft- irlifandi konu sinni, Aldísi Ólafsdóttur frá Árbæ í Ölfusi. Páll var fyrirmyndar heimilis- faðir í þess orðs beztu merk- ingu og bjó hann konu sinni og dóttur, Elísabetu, hið bezta heim ili, svo. og tengdamóður sinni, Sigríði Finnbogadóttur, en með þeim voru miklir kærleikar. Á heimili þeirra hjóna var alla tíð gestkvæmt, þar ríkti gleði og trú á hið bezta í mann inum, hjálpfýsi og manndóm. Helztu áhugamál Páls, auk starfs hans, voru tónlist, málvex-kasöfn un og mjög rík hneigð til þess Páll Einarson að kynnast landinu og náttúru þess. Tvo síðustu áratugina íerð aðist Páll mikið um landið, sem náttúruskoðari og einnig vegna starfs síns, en tvo síðustu ára- tugina vann Páll aðallega að því að fegra hýbýli manna með fágætum og fögrum steintegund um. Má segja að Páll hafi verið einn af þeim fyrstu, sem gáfu sig að hleðslu veggja og eld- stæða í húsum inni og náði PáJl þar mikillj Ieikni, enda var hann bæði listhneigður og list- virkur. Páll nam múi-araiðn hjá ^ólafi Jónssyni, múrarameistara, sem kenndur var við Reynisvatn og lauk sveinsprófi árið 1931, -og vann að iðn sinni til dauðadagS: Hann var alla tíð góður og gegn. meðlimur stéttarfélags síns, Múrarafélags Reykjavíkur. Ég og kona mín áttum því l’áni að fagna að eiga Pál Ein* arsson að nánum fjölskylduvini um áratuga skeið. Njóta sam- vista við hann og fólk hans $ heimili hans. Páll var alltaf a® fúsugestur á heimili mínu, alla tíð glaður og hress hversu sem heilsu hans var háttað. Sérstak lega minnumst við hjónin fjöl margra ánægjustunda á fcrða- lögum með Páli og konu hans um landið. Páll naut íslenzkrar náttúrufegurðar með föiskva- lausri 'ánægju þess manns, sent ann náttúru lands okkar, og jók þekkingu sína á landinu með hverju sumri. Hann var eínsug hinn ánægjulegasti ferðafélav'; Ég og kona mín viljum að sí i ustu þakka Páli ógleymarley.t samfylgd og færa ættinyium hans og vinum samúðarkveð.iur. Þ. Þ. 1. febrúar 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.