Alþýðublaðið - 01.02.1968, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 01.02.1968, Qupperneq 6
HyER voru þá rökin fyrir því, að gengisbreytingin var ekki i kveðin meiri en þetta, þrátt fyrir þau viðhorf, sem blöstu við um afkomu sjávar- útvegsins? Höíuðrök ríkis- stjórnar og Seðlabanka fyrir, því að hækka erlenda gjaldeyr- inn um 33%, en ekki meira, voru öeinlínis þau, að þetta væri sú gengislækkun, sem frekasf mætti búast við, að launþcggsamtökin sætfu sig við, án þess að til Jcröfugerðar kæmi um almennar kauphækk- anir. I>að lá fyrir, að nýja vísi- talan mundi hækka um 8% — 9% í kjölfar 33% hækkunar á gengi erlends gjaldeyris, eft- ir þvi, við hvaða forsendur var miðað varðandi álagningu verzlunarinnar, þetta taldi rík- isstjórnin og Seðlabankinn hámaik þeirra verðhækkana, sem nokkur von stæði til, að launþcgasamtökin mundu geta sætt sig við, án þess að í kjöl- far gengislækkunarinnar sigldi almenn kauphækkun, sem eyði- leggja mundi algerlega öll jákvæð áhrif gengislækkunar- innar fyrir útflutningsatvinnu- vegina og iðnaðinn. í viðbót við þetta kom það svo til, að gera varð ráð fyrir, að veru- legur árangur næðist af end- urskipulagningu útflutnings- iðnaðarins og þá einkum hrað- frystiiðnaðarins. Væri gengis- breytingin hins vegar svo rúm, að aíkoma'n væri tryggð án slíkrar endurskipulagningar mátti gera ráð fyrir, að lítið yrði íír henni, en það mundi aftur á móti hafa verið bæði þjóðinni allri og iðnaðinum sjálfum til tjóns þegar frá liði. Loks voru það einnig sterk rök gegn rúmri gengis- breytingu, hversu misjöfn af- koma hinna ýmsu greina út- flutningsins virtist mundu verða. Varð af þessum sökum í raun og veru að gera ráð fyrir, að þær greinar, sem bezt stæðu sig, leggðu nokkuð til hinna, er um sinn hefðu lak- ari stöðu, en þessi mismunur greinanna var á hinn bóginn, eins og að framan var sagt, háður bæði aflabrögðum ,og verðþróun. Það hafði þegar komið í ljós, þegar hið nýja gengi var ákveðið, að launþegasamtökin væru ófáanleg til þess að sætta sig við niðurfellingu vísitölu- uppbótar 1. des. sl., eins og þó hafði verið ráð fyrir gert í fyrirhuguðum aðgerðum’ ríkis- stjórnarinnar um haustið. — Launþegasámtökin sættu sig hins vegar við, að vísitöluupp- bótin yrði miðuð við nýju vísitöluna, og varð launahækk- unin því 3,4% stig. Jafnframt var ákveðið, að ákvæði um sjálfkrafa kauphækkun vegna hækkunar verðlagsvísitölu skyldu numin úr lögum. Á- kvörðun fiskverðs um áramótin leiddi síðan til i0% hækkun- ar á' tekjúm sjómanna, jafn- framt því að hlutaskipti liéld- ust óbreytt. Gerði þetta sér- staka aðstoð við bátaflotann óhjákvæmilega. í samningum um freöfisk- sölu til Sovétríkjanna, er stóðu mestan hluta desembermánað- ar, reyndist ókleift að ná sama verði og áður í pundum, gagnstætt því, sem búizt hafði verið við, að verðið gæti liald- izt óbreytt á föstu gengi og því hækkað í pundum. Verð- hækkun á' lýsi skömmu eftir gengisbreytinguna snerist von bráðar til nýrrar verðlækkun- ar, og engin hækkun varð ó mjölverði, miðað við fast gengi. Engin verðhækkun iæf- ur orðið á fiski á mörkuðum Vestur-Evrópu, og nokkur ugg- ur er um, að aukið framboð freðfisks á Bandaríkjamark- aði geti leitt til nýrrar verð- lækkunar þar með vorinu. í stuttu máli sagt hefur mark- aðsþróunin þá tvo mánuði, sem liðnir eru frá gengisbreyting- unni, sýnt ljóslega, að enn á það langt í land, að það jafn- vægi náist- á mörkuðum fyrir fiskafurðir, sem vonazt hafði verið til, að ekki væri langt undan. Af þessum sökum má telja afkomuhorfur fiskveiða og vinnslu lakari nú en búizt hafði ver'ð við í nóvember, og hefur þetta komið fram í því, að þrátt fyrir gengislækkun- ina var el|ki hægt að ákveða neiná hælácun, er heitið gat, á síldarvetjði um áramótin né á úrgangsyerði, þegar það var ákveðið fyi-ir nokkrum dögum. Við þetta allt saman bættist svo, að þegar ákvörðun var Seinni hluti tekin um gengislækkunina um miðjan nóvember síðastliðinn, var ekki að fullu lokið mjög víðtækri rannsókn, sem Efna- hagsstofnunin .hafði haft með höndum, á rekstri-og afkomu hraðfrystihúsanna ú undan- förnum árum. Ein af ástæðum þess, að ríkisstjórnin og Seðla- bankinn töldu ekki tímabært að breyta genginu á síðastliðnu hausti, var raunar einnig sú, að talið var rétt að bíða eftir niðurstöðu þessarar rannsókn- ar til þess að hafa að því leyti tiltölulega fastan grundvöll undir fótum, þegar endanlega væri tekin ákvörðun um, hvort h”oyta skyldi genginu eða ekki. Fyrstu niðurstöður þessarar rannsóknar, er lágu fyrir í 'tembermánuði s.l., sýudu, ð samkvæmt eigin framtölum f ■ ’stihúsanna var afkoma beirra tiltölulega góð á árinu og mun betri en áður fði verið ætlað. Frekari at- b 'gun þessarar niðurstöðu sýndi hins vegar, að hér höfðu húsin villt um fyrir sjálfum sér með hví að meta birgðir í árslok '066 of hátt og með því að ’ja greiðslur frá sölusarotök- ”num til tekna á því ári, sem ~?r voru inntar af hendi. en é’-kí á framleiðsluárinu. Ffafði :!?arnefnda atriðið mi'.da þýð- ' 'ffu á árinu 1966 vegna mik- greiðslna á því ári frá ár- ' ’u á undan, sem var ár mik- ’ia verðhækkana, jafnframt '’ví sem greiðslur fyrir árið 066, er inntar vo:*!' af hendi " 967. lækkuðu mjög vegna ''erðfallsins. Mjög erfitt revnd- ■' 1 að leiðrétta þessar skekkj- í reikningum frystihúsanna, var því verki ekki að fullu ' 'Wff fyrr en um áramót. Kom í ljós, að leiðréttingin ““vndist mun meiri en búizt fði verið við í nóvember. A>f þeim sökum, sem hér ' a 'a verið raktar, eru horfur útflutningsatvinnuvegunum ú mun lakari en búizt hafði ■v'ið við í nóvember. Ég vil '■’rdurtaka, til enn frekart á- '•ttingar, hverjar þessar á- ‘ður eru: Verðlækkun hefur orðið á frvstum fiski í Sovétríkj- 'mum. 2. Verðlag hefur ekkert hækk- að á mjöli og lýsi. 3. Staða frystiliúsanna fyrir gengisbreytinguna hefur reynzt iakari en búizt hafði verið við í nóvember. 4. í sambandi við ákvörðun fiskverðs hafa engar breyt- ingar orðið á hlutaskipt- um, þannig að gengisbi eyt- ingin kemur ekki bátaflot- anum að fullu gagni. Þegar það síðan er haft í huga, sem ég hef áður gert grein fyrir, að gengislækkun- in, eins og hún var ákveðin og miðað við þær forsendur, sem þá voru taldar sennilegastar, var hvergi nærri nægileg til þess að tryggja þorskveiðunum og sér í lagi frystiiðnaðinum hallalausan rekstur, má vera ljóst, að til sérstakra, opin- berra aðgerða vegna sjávarút- vegsins hlaut að koma, ef bátaflotinn átti að geta stund- að veiðar og unnt átti að vera að, reka meginhluta frystihús anna. Ríkisstjórnin ákvað því í sambandi við ákvörðun fisk- verðs að beita sér fyrir 124 milljón króna aðsfoð til báta- flotans, sem ganga á í sér- stakan fyrningasjóð hjá Fisk- veiðasjóði íslands, og fyrst og fremst á að verja til greiðslu vaxta og afborgana af lánum í þeim sjóði og bæði með þessu og öðru móti stuðla ,að endurnýjun þorskveiðiflotans. Gert er ráð fyrir, að 30 milij- ón króna framlag til Fiskveiða- sjóðs á fjárlögum nýtisf í þessu skyni, þannig að bein útgjaldahækkun ríkissjóðs af þessum sökum verði 94 millj- ónir króna. Er þessi opinbera aðstoð við það miðuð, að bát- arnir eigi fyrir 75% af af- skriftum og stofnvöxtum. Er þannig ekki gert ráð fyrir full- um afskriftum bátaflotans og auðvitað engum hagnaði. í gær tiáði ríkisstjórnin full- trúum hraðfrystiiðnaðarins, að hún veitti kost á 198 milljón króna aðstoð .til frystiiðnaðar- ins. Eiga 173 milljónir króna að greiðast húsunum í réttu hlutfalli við framleiðslu þnirra, en 25 milljónum á að verja til þess að tryggja rekstur þeirra húsa, sem hafa rniðl- ungsafkomu, en talið er, að ekki myndu hefja reksttir með tilstyrk réttrar hlutdeildar í fyrri upphæðinni. Fyrstu við- brögð fulltrúa hraðfrystiiðn- aðarins í gær voru þau, að ó- líklegt væri, að þessi aðstoð væri falin nægileg. Ef þetta verður endanlegt svar hrað- frystiiðnaðarins, mun rikis- stjórnin grípa til sinna ráð- stafana í því skyni, að rekslur hraðfrystihúsanna hefjist með eðlilegum hætti. Fyrsta ráð- stöfunin í því skyni gæfi orð- ið sú. að sett yrði þegar eftir helgina löggjöf, sem banni Sölumiðstöð hraðfrystihúsahna og Sambandi íslenzkra sam- vinnuféiaga að neita hrað- frystihúsum um umbúðir úr um búðaverksmið.ium samtakanna Framhald á bls. 11. £ 1. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ W"'-v tJA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.