Alþýðublaðið - 02.02.1968, Page 2
Frétta-
skey ti
Púebló.
New York 1. 2. Ntb. Reut-
Her. Fulltrúar Afríku og Asíu
í öryggísráði Sameinuðu þjóð-
anna hafa boðizt til að vera
milligöng-umenn í Púebló mál
tnu og hefja v’iðræður við
norður kóreska ráðamenn. Var
inálið lagt fyrir stjórnir Banda
ríkjanna og Ráðstjórnarríkj-
anna.
Hefur málið hlotið kaldar
mótíökur af Bandaríkjamönn.
i«n og Norður Kóreumönnum
og ekki er búizt við að það nái
Fram að ganga. Bandaríkin
I iafa tek’ið vel í tillögu Norður
Kóreu að málið verði lagt fyr
ir vopnahlésnefnd um S.i>. um
Bar/zt í Víetnam.
■jíf Ntb. 1. 1. í Saigon hafa
fbúar ýmissa hverfa verið flutt
ir á brott af Bandaríkjamönn-
wm, sem síðan hafa gert loft-
árásir á hverlJ til að vinna á
Víet Cong. AIIs er áætlað að
fím sex þúsund og scx hundruð
hafi látizt í síðustu bardögum
í Víetnam, þar af sex þúsund
sfcæruliðar.
Kvikmyndaeftirlit.
jlf Undanfarið hefur verið t:I
wmræðu í Noregi hvort leyfa
ckuli sýningu á bandarískum
wyndinni um glæpaparið
Bonnie og Clyde, þar sem hún
heftir þótt of hryllingsleg.
'iFelja sumir hryllingin, sem
þar kemur fram réttlætanleg-
nn vegna listræns gildis henn
nr.
Kozígyn gefur yfirlýsingu.
★ Kozlgyn, forsætisráðherra
Sovétríkjanna lýsti því yfir i
heimsókn sinni í Afganistan í
dlag, að það væri ekkert laun
wngarmál, að Rússar styddu
þjóðfrelsishreyfinguna í Víet-
«am og myndu gera það unz
.vfir lyki.
Breytingar á
rekstri Hábæjar
Veitingahúsið Hábær; sem tók
til starfa 6. apríl 1965; var frá
upphafi með öðru sniði en tíðk-
azt hefur um veitingahús hér
í Reykjavík og annars staðar á
landinu. Er ástæðan sú, að stofn
endurnir — feðgarnir Svavar
Kristjánsson og Hreiðar Svavars
son — fitjuðu upp á þeirri nýj-
ung að hafa þar allt í kínverks
um stíl, bæði skreytingu húsa-
kynna og þá rétti, sem staðurinn
lagði áherzlu á.
Nú hefir sú breyti'ng orði.ð; að
Svavar er orðinn einn eigandi
Hábæjar og gerir á honum gagn-
gerar breytingar. Hefir hann þeg
ar fengið ýmis ný tæki í eldhús
og von á fleirum á næstunni, en
auk þess hafa verið gerðar breyt-
ingar á stærri sal neðri hæðar.
Skreytingar þær, sem þar voru
fyrir gluggum, hafa verið teknar
niður, svo að salurinn er mun
bjartari en áður. Sömu áhrif hef
ur sandblásin, kanadísk risafura,
sem veggir hafa verið klæddir
með. Hefir salurinn tekið mikl-
um stakkaskiptum við þetta, en
er þó enn með kínverskum svip,
því að skreyting í lofti er óbreytt.
Arinn sá, sem verið hefir í bláa
salnum niðri, liefir einnig verið
lagfærður; ,svo að nú geta gesíir
setið og yljað sér við arineld,
þegar svo stendur á. Ennfremur
má geta þess, að á efstu hæð
hússins er til leigu salur fyrir
smáfundi, og er þar m.a. lang-
borð, sem hentugt er við fundar
störf.
í Iiábæ verður eftir sem áður
lögð aðaláherzla á kínverska rétti,
og í þeim tilgangi hafa kínversk
ir matreiðslumenn verið ráðnir
að veitingahúsinu á ný til að
standa fyrir matargerð af því tagi,
sem tíðkast með þjóð þeirra. Hef
ir annar þessara manna starfað
um 10 ára skeið við kínverskt
veitingáhús í London, en þar —
eins og víðar í stórborgum heims
ins — eru mörg slík veitingahús,
sem fræg eru víða um lönd.
Hér þarf ekkj' að fara mörgum
orðum um kínverska matargerð
list. Hún hefir verið heimsfræg
um aldir; svo að hin franska á
sér ekki eins langa frægðarsögu,
og hvar sem kínversk veitingahús
hafa náð að skjóta rótum utan
Kína, hafa þau orðið vinsæl og
Framhald á 9. síðu.<^
MINNINGARSJÓDUR UM
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
Nemendur og samstarfsmenn
Þórarins Björnssonar, skólameist
ara, hafa ákveðið að beita sér fyr
ir stofnun minningarsjóðs við
Menntaskólann á Akureyri, er
beri nafn hans. Framlögum til
sjóðsins verður veitt viðtaka á
Akureyri hjá húsverði Menntaskó*
ans þar og í Reykjavik í Bóksölu
stúdenta í Háskólanum og hjá
Bókaverzlun S. Eymundssonar í
Austurstræti. Þess er óskað, að
þeir, sem gerast vilja stofnendur
sjóðsins og tök liafa á því, riti
nöfn sín á skrár, sem frammi
liggja á ofangreindum síöðum.
Þótt frumkvæðið komj frá ofan
greindum aðiljum, er hér um al-
mennan sjóð að ræða, sem veitir
viðtöku framlögum frá öllum
þeim er minnast vilja Þórarins
skólameistara og styrkja vilja sjóð
inn. Stofnendur, sem ekki geta
komið því við að rita nöfn sín én
framangreinda skrá, eru beðnir
að hafa samband við aðila þá, er
taka við framlögum. Verða nöfn
þeirra þá skráð á stofnendaskrá.
Minningarspjöld verða gefin út í
tilefni af sjóðsstofnuninni og eru
fáanleg á fyrrgreindum stöðum.
í stofnunarnefnd sjóðsins hafa
valizt: Steindór Steindórsson, sett'
ur skólameistari, Ármann Snæ-
varr, háskólarektor, Baldvin
Tryggvason, forstjóri, Bryndíg
Jakobsdóttir, frú, Jón Héðinn
Ármannsson, alþingismaður, og
Sigurður Hallsson, efnaverkfræð-
ingur.
12 VOLTA
Ijósasamlokur
verð kr. 83,00 pr. stk.
Suðurlandsbraut 14.
i
Meira en fjórði
hyer miði yinnuríipH
Góðfúslega endut nýið í dag —
Dregið á mánudag.
Vöruhappdrætti SIBS
Afmælishátíð
Kvennfélag AlþýSuflokksins í Reykjavík minnist 30 ára afmælis síns
meS skemmtun í Átthagasal Hótel Sögu fimmtudaginn 8. febrúar kl. 8.30
Skemmtiatriöi veröa:
Frú Soffía Ingvarsdóttir rekur sögu félagsins.
Óperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested og Guðmundur
Guðjónsson syngja.
Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason flytja-
gamanþátt.
Kaffidrykkja og fieira.
Þáttaka tilkynnist til Katrínar Kjartansdóttur síma 14313, Aldísar Kristj:
ánsdóttur sími 10488, Kristbjargar Eggertsdóttur sími 12496 eða Skrif-
stofu flokksins sími 16724.
NEFNDIN. j
Bridge
Spilum bridge í Ingólfskaffi n.k. laugardag 3. febrúar, kl. 2 e.h.
Stjómandi: Guðmundur Kr. Sigurðsson.
Allir velkomnir. Gengið inn frá Ingólfsstræti.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. J
% 2. febrúar 1968
ALÞÝÐUBLAÐIÐ