Alþýðublaðið - 02.02.1968, Qupperneq 5
UNSER
0LF
Þorsteinn Thorarensen :
AÐ HETJUHÖLL
Saga Adolfs Hitlers — Upp-
runi hans, æska og ívrstu
baráttuár
Bókaútgáfan Fjölvi, Reykja-
vík 1967. 462 bls.
E,
1 inhver ógrynni hafa þegar
verið skrifuð um Adolf Hitler
og þriðja ríkið, og er þó íreið
anlega margt ósagt enn um þau
efni, bæði af sagnfræðingum
og minni höfundum fyrir sér.
En sagnfræðingar komust í krás
eftir ósigur Þýzkalands þar sem
voru gífurleg skjalasöfn Þriðja
rikisins, ríkis, flokks og ein-
staklinga, sem naumlega björg-
uðust frá eyðileggingu í stríðs-
lokin. Það er einsdæmi að slík
heimildasöfn hafi komizt í hend
ur fræðim. svo skjótt að loknu
stríði þar sem vanalega helzt
órofið ríkisvald, og þar með til
hlýðileg launung um ríkismál-
efni, þrátt fyrir ósigur; í þessu
falli eins og mörgum öÖrum
varð Þriðja ríkið undantékn-
ing. Af þessum fróðleiksbrunni
hafa helztu og víðkunnustu
höfundar um sögu Hitlers og
nazismans ausið, þeir Alan
Bullock í ævisögu Hitlers og
William Shirer í sögu sinni um
viðgang og hrun Þriðja ríkis-
ins. Og rit þeirra hafa náð langt
út fyrir hóp fræðimanna og á-
hugamanna um sagnfræðiieg
efni, komið út í stórum upþ-
lögum í ódýrum alþýðlegurr. út-
gáfum og verið þýdd víðs veg-
ar. Yitaskuld hafa margir aðr-
ir lagt hönd á plóginn, þó þess-
ir höfundar séu kunnastir, og
nú á síðustu árum munu nýjar
rannsóknir hafa leitt ýmislegt
nýtt í Ijós um æskuár og upp-
runa Hitlers; áhugi almenn-
ings hvarvetna um löndin virð-
ist síður en svo þverrandi svo
að nýjar rannsóknir, ný rit um
Hitlers-tímann eiga eftirtekt
vísa; og verða jafnan nógir höf-
undar til að kynna og útbreiða
rannsóknir og niðurstöður
fræðimanna um þessi efni með-
al almennings. Og nú er það
nýjast í þessum fræðum að á
íslenzku hefur fitjað v.pp á
nýrri ævisögu Adolfs Hit.ters
sem er þessleg að hún verði
stórvöxnust þeirra allra áður
en lýkur- ef henni lýkur. Sága
Hitlers eftir Þorstein J'horar-
ensen scm út kom í haust hefst
með uppliafi hans, árið 1889,
og raunar nokkrum árum fyrr
með fjöiskyldusögu hans, en
lýkur árið 1923 eftir hina mis-
heppnuðu byltingartilraun naz-
ista í Miinehen. Sama efni og
þó meiru til gcrir Shirer skil í
„fyrstu bók” sinnar sögu, um
það bil 150 bls. í Pan-útgáfu
bókarinnar. Fyrsta bindið af
þremur í Hitlers-sögu Alan Bul-
locks, æðimiklu minni bók en
Þorsteins Thorarensen, nær
fram til ársins 1923. Verður
ekki ætlað að Þorsteinn íái lok-
ið sinni sögu i minna máli en
svo sem tveimur bindum, á-
líka að vöxtum þessu fyrsta, að
óbreyttum söguhætti, enda
hefst ekki ferill Hitlers fyrir
alvöru fyrr en nokkrum árum
eftir að þessu bindi sögunnar
lýkur; hún er fyrst og fromst
forspjall ævi hans, lýsir að-
draganda og undirrótum þess
sem síðan varð.
>
orsteinn Thorarensen hefur
sama hátt á sögu Adolfs Hitl-
ers og söguritum sínum um ís-
lenzk efni; hann gerir enga
grein fyrir þeim heimildum
sögunnar sem hann notfærir í
verki sínu né lýsir "hann sér-
staklega tilgangi sínum með
þessari söguritun. í hvort
tveggja verða lesendur sjálfir
að reyna að ráða af meðferð
sögunnar. Og sjálfsagt ætlar
hann þessari nýju bók sömu
afsökun og hinum; Að Ifetju-
höll sé „liður í ritflokki” og
muni heimildaskrá, skýrirtgar
og registur við verkið allt fylgja
lokabindi þess „eins og algeng-
ast er þegar slíkir bókaflokkar
eru gefnir lit.” En fyrir vikið
er einatt harla torvelt, eða með
öllu ómögulegt, að ráða í það
hvað höfundur hafi fyrir sér í
frásögn sinni. Lítið dæmi, hand-
hægt til skýringar: Á bls. 97 —
99 segir Þorsteinn Thorarensen
frá uppáhaldskennara Hitlers í
æsku, Ludvig Pötsch, sem
kenndi honum sögu í gagn-
fræðaskólanum í Linz; Hitler
sjálfur fer hinu mésta lofivum
Pötsclí í Mein Kampf og telur
hann beinlínis hafa haft úrslita-
áhrif á líf sitt. William Shir-
er segir frá Pötsch í siilni bók
og bætir því við, að hann hafi
gerzt nazisti þegar fram liðu
stundir og orðið fagnaðarfund-
ur með þeim Hitler við innreið
hans í Austurríki; fyrir þessu
ber Shirer sögn Hitlers s.jálfs
og æskuvinar hans, Kubizeks.
En nú segir Þorsteinn T'horar-
ensen þveröfuga sögu, náttúr-
lega án þess að tilgreina heim-
ild sína fyrir henni, Potsch hafi
aldrei orðið nazisti, haft skömm
á Hitler: „Ég álít að Hitler sé
einliver mesta ógæfa sem yfir
Þýzkaland hefur dunið, já', ég
vil bæta því við, að ég skamm-
ast mín fyrir að hafa verið
kennari hans,” hefur Þorsteinn
eftir gamla manninum.
Dæmið er handhægt til skýr-
ingar m. a. vegna Þess að af-
staða Pötsch á efri árum skipt-
ir sögu Hitlers vitaskuld alls
engu máli. En i öllum bókum
Adoif Hitler
Þorsteins Thorarensen eru my-
mörg dæmi um hliðstæð efnis-
atriði, sem ekki varða fram-
vindu sögunnar svo sem ncinu,
en einatt teru til þess fallin að
lífga hana upp og auka á fjöl-
breytni frásögunnar, gæða
hana aukalegri „mannlegri”
vídd. Og lesandi hneigist til að
trúa þessum aukagetum frásög-
unnar fj'rirvaralaust þar t.il í
ljós kemur við nánari athugun
að um þessi atvik fari tvcnn-
um eða þrennum sögum, eins
og í þessu falli; eða þá ógern-
ingur er að sjá hvernig höf-
uridur géti vitað sönnur á því
sem hann segir, eins og t.a.m.
frásögn hans um pístólu Magn-
úsar Stephensen í forsetastóli á
Alþingi í bók hans í fyrra. í
slíkum tilfellum gæti ein ein-
asta neðanmálsgrein nægt til
skýringar; minnsta kosti þyrffi
einhverja almenna greinargerð
fyrir heimildum höfundar um
slik og þvílík efnisatriði til að
bægja tortryggni frá lesandan-
um. En augljóslega verður það
tafsamt -verk að gera grein fyr-
ir öllum slíkum dæmum í loka-
bindi stórvaxinna ritsafna, og
hætt við að heimildaskrárnar
vaxi þá skjótt í meðförunum
ekki síðui' en önnur verk Þor-
steins Thorarensen.
E
n hvað sem þessu líður er
hægurinn hjá að gera sér í
hugarlund hvernig höfundur
vinni verk sitt, hver sé efni-
viður hans í þessári bók; hér
kennir varla til nein sjálístæð
sögurannsókn af hans hálfu
eins og vera kann í ritum iians
A,
Þorsteinn Thorarensen
um íslenzk efni. Höfundur hef-
ur viðað að sér öllum tiltækum
prentuðum heimildum um Ad-
olf Hitler, ævi hans, einkalíf,
stjórnmálaferil, öllum helztu
rituin annarra höfunda um
hann og sögu hans, og lcitast
nú við að endursegja þetfa
mikla efni sem ýtarlegast,
vinzar úr því það sem honum
virðist sönnu næst, og leggur
á það allt mat sinnar heilbrigðu
skynsemi. En ekki er nóg með
það að Þorsteinn Thorarensen
geri að svo komnu máli enga
samfellda grein fyrir efnivið
sínum, heimildum sögurmar;
hann heldur einníg furðu spart
á tilvísunum til annarra höf-
unda í frásögninni sjálfri.
Það er að vísu ljóst að
liann styðzt við frumheimildir
eftir föngum, frásögn Hítlers
•sjálfs í Mein Kampf, minning-
ar æskuvinar hans, August
Kubizeks, minningar Ernst
Haufstaengls sem um skeið var
nákominn Hitler; hann getur
stöku rannsókna á tilteknum
þáttum í ferli Hitlers, Hans
Franks á' faðernismáli Alois
Hitlers, Jetzingers á æskuárum
hans o.s.frv., og brunnu
hans o.s.frv.; og hann víkur
allvíða að villum „sumra höf-
unda” annarra um Hitler. Ég
hef ekki tilvitnun handbæra en
minnir að hafi verið haft eftir
Þorsteini Thorarensen að
hann telji helztu ævisögur Hitl-
ers ófullnægjandi að mörgu
leyti og beinlínis villandi um
sumt; ætlun lians er vafalaust
að hafa í sinni sögu það og
einungis það sem sannlegast
reynist. Metnaður verksins er
augljóslega sá að segja „endan
lega” sögu Hitlers eins og hún
horfir nú á eftirkomenndum
hans. Það er sagnfræðilega að
segja til um það hversu rétt-
mætur þessi metnaður sé, og
hvernig höfundj takist að
framfylgja honum í bók sinni:
en óbreyttur lesandi hans sér
_að vísu ekki að frásögn bans
brjóti i neinu sem verulegu
máli skiptir í bága við víðtekn-
ar skoðanir helztu höfunda um •
þessi efni.
' ð Hetjuhöll er, ekki einasfa
ævisaga Hitlers — enda yrði
hún ekki sögð svo liún skildist
nema við bakgrunn almennrar
aldarfarslýsingar, sögu Þýzka-
lands og Evrópu á öndverðri
öldinni, þess evrópska öng- (
þveitis sem ól Hitler og naz-
ismann af sér. Þorsteinn Thor- :
arensen f jallar all-rækilega um
umhveríi Hitlers í æsku, Aust-
urríki síðasta Habsborgar-keis-
arans og uppgang hins nýja
þýzka stórveldis Bismareks og
Vilhjálms keisara, hinnar
þýzku þjóðemisstefnu sem.
hugtók Hitler á unglingsárum.
Höfundum ber saman um að
Vínarár Hitlers, flækingslíf
hans þar og í Munchen fram að
fyrri styrjöklinni hafi verið af-
drifaríkasti tíminn í lífi hans,
þá hafi skotið rótum og mót-
azt þær hugmyndir hans sem
síðan tóku ó sig mynd veru-
leikans með Þriðja rílrinu,
blóðveldi nazista um enlilanga
Evrópu; og Þorsteinn tekur
að sjálfsögðu í þennan streng
með þeim. Hann gerir grein
fyrir þátttöku Hitlers í heims-
stj'rjöldinni, sjálfboðaliða í
þýzka hernum, og rekur jafn-
harðan sjálfa stríðssöguna frám
að ósigri og uppgjöf Þjóðverja
og upphafi þjóðsögunnar um
„rýtingsstungu í bakið” sem
valdið hafði ósigri þeirra í og
átti hún eftir áð veita miklu
vatni á mylnu Hitlers. Síðan
tekur við umrót stríðslokanna
í Þýzkalandi, byltingartilraun-
ir kommúnista, upphaf nazista-
flokksins og uppgangur b.ans
og Hitlers í Bæjaralandi fram
að byltingartilrauninni í Miin-
ehen 1923. Þar eru sögulok sem
Hitler bíður dóms — loks orð-
inn landsfrægur stjórnmála-
maður.
Þorsteinn Thorarensen segir
alla þessa sögu sérlega ýtar-
lega og með mikilli nákvæmni.
Um það er að sjálfsögðu ekki
nema gott að segja, en vera má
að öll nákvæmnin spilli r,ums
staðar heildarsýn yfir atburða-
rásina og rök þess sem gcrð-
ist. Honum ber t. d. sam.in við
aðra höfunda um það að þrir
stjórnmálaflokkar liafi cinkum
Frh. á 10. síðu.
2. febrúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ §