Alþýðublaðið - 02.02.1968, Qupperneq 12
ÚTSALAN sfendur nú
sem hæst
frá kr.595.—-
— — 195,—
-----95.—
-----75.—
Buxnadragtir
Tækif ærisk j ólar
Nælonundirkjólar
Nælonmillipils
Hvítir og mislitir
nælonsloppar
Bárnafatnaður á mjög lækkuðu verði.
Telpnakápur frá kr. 298—
— — 395.—
Náttföt -----75.—
Sportsokkar — —• 10—
Vettlingar -----45.—•
og margt fleira.
Komig og kaupið í verzlun, sem þekkt er fyrir
vörugæði og lágt verð.
Það gilda engar sérstakar kurt-
eisisreglur í flugferðum. . .
ELDHÚSBÓKIN.
Og nú á að fara að rífa kolakran
ann, þetta gamla augnayndi okk-
ar og yrkisefni óteljandi skálda.
Værj ekki nær að flytja hann upp
að Árbæ,
Kallinn Iét lögfræðing telja fram
fyrir sið, og hanií er alveg sann-
færður uin að það hafi verið svo
vel gert, að skatturinn verði að
borga honuum, en liann ekki skatt
inum. . .
Og nú er febrúar byrjaður. Ég er
hrædd um að það verði erfiður
mánuður fyrir mig í ár. Það er
nefnilega hlaupár, og ég er strax
farin að velta því fyrir mér hvort
ég eigi ekki að slá til að þessu
sinni cg bið.ia mér ejginmanns á
hlaupársdaginn. Það er ekki
seinna vænna.
Vor daglegi BAK-stur
Nú eru útsölur í fullum gangi. Þetta er svo sem engin nýjung,
engin tíðindi sem flokka má sem sögulega viðburði í þjóðlíf-
inu. Síður en svo. Það væri raunar að bera í bakkafullan læk
inn að fjölyrða um þefta algenga fyrirbæri, því nóg hefur
um það verið rætt. Allar lýsingarnar á konunum, sem berjast
mcð kjafti og klóm í þeirri viðleitni sinni að ná í alls kyns
dót og dinglumdangl, kunna allir utanbókar. Því hefur verið
haldið fram að útsölurnar séu „karlkynsins forni fjandi“,
allavega þeim kvæntu, því sagt er, að stundum séu kaup kvenna
á útsölu fremur framkvæmd í æði, en að hagsýnin sé þar efsfc
á blaði. Nóg um það.
Þetta árlega útsöluæði varð þess valdandi að ég fór að
brjóta heilann um önnur fyrirbæri, fyrirbæri sem sííellf eiga
sér stað í þjóðfélaginu og valda keðjuverkunum á þann hátt,
að ef eitt þeirra skýtur upp kollinum, birtast samkynja fyrir
bæri á öllum götuhornum, jafnvel mörg á því sama.
Einu sinni var maður, sem var svaka sniðugur. Hann lét sér
detta í hug að kaupa sér lítinn rútubíl í þeim tilgangi að
leigja hann litlum lióp fólks, sem léti sér í hug koma að skreppa
í ferð út á land og anda að sér hreinu lofti, sér til skemmtun.
ar og hollustu. Maðurinn fékk ærinn starfa í fyrstu, en ekkl
leið á löngu fyrr en varla var hægt að þverfóta fyrir litlum
rútubílum og nú voru það eigendur þeirra, sem börðust með
kjafti og klóm um kúnna, í stað þess að áður börðust litiu
hóparnir um litia rútubílinn sniðuga mannsins. Að lokum logn
uðust flestir eigendur litlu rútubílanna út af með starfsemina,
breyttu litlu rútubilunum sínum í miðlungsstóra sendiferðabíla
og hófu akstur á stöð.
Þetta er nú ekkert. Iiver man ekki eftir öllum húsgagna-
verzlununum sem birtust eitt sinn fyrir nokkrum árum. Þær
spruttu upp eins og gorkúlur og enginn var maður með mönn-
um nema hunn ætti húsgagnaverzlun, og auðvitað kepptust
allir við að bjóða stólana sína með hagkvæmustu greiðsluskil-
málum. Má ekki bjóða þér stól með afborgunum, ekkert út,
hitt á 50 árum? Að mörgum árum liðnum þegar stóllinn var
mættur á túnbletti kaupandans í formi illlyktandi áburðar var
liann enn að borga stólinn, og kannski var verzlunin komin
á hausinn.
Svo datt náttúrlega einum í hug að ekki væri svo vitlaust
að borga bara alis ekki stóiinn. Margir fóru náttúrlega að
dæmi hans og mikið er ef ekki var bara stofnað félag manna,
sem staðráðnir voru í að harðneita að borga mánaðarlegar
greiðslur af stólnum sínum. Aumingja húsgagnaverzlunareig
endurnir.
Svona má lengi telja. Þó get ég ekki láfið staðar numið,
án þess að geta eins fyrirbærisins til, nefnilega hjólbarðavið-
gerðarverkstæðanna. Guð á himni, maður átti svo sem ekki að
vera í vandræðum með að fá gert við hjólbarðann sinn. Alls
staðar voru hjólbarðaviðgerðir. Það var varla hægt að snúa
sér í hálfhring, án þess að sjá ekki einhvers staðar nýtt hjól-
barðaverkstæði, svo ört fjölgaði þeim. Sumir segja að nærri
hafi legið við að útsendarar verkstæðanna hafi verið búnir
að rífa dekkin undan bílunum, þar sem þær stóðu fyrir utan
fiskbúðirnar, áður en eigendurnir létu þess einu sinni getið
að barðarnir þörfnuðust viðgerðar. Þetta var þeim mun kostu
legra að til að fá gert við skó þurfti að kemba bæinn, og þarf
raunar enn, til að hafa uppi á skósmið.
Svona get ég haldið áfram upp að telja um stund, en læt
þó nægja sem komið er. 1 öllum þessum fyrirbærum má lesa
skýrum stöfum þrá mannkindarinnar eftir fljótteknum auði.
Það átti sko að slá í gegn. Þrátt fyrir allt megum við vel við
una og raunar þakka fyrir á meðan enginn lætur sér detta í
hug að hlaupa upp í fjall í leit að giilli, eða starta jarðborun
um á lóð sinni, í leit aö olíu.
Hákarl.