Alþýðublaðið - 06.02.1968, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 06.02.1968, Qupperneq 6
MINNINGARORÐ: ÞÚRARINN BJÖRNSSON, SKÓLAMEISTARI Fremsta menntasetur Norður lands drúpir nú við fráfall Þór- arins Björnssonar skólameistara sem stjórnað hefur Menntaskól- anum á Akureyri við mikinn orð stfr um nálega tuttugu ára skeið, en hafði áður kennt við skól- ann fimmtán vetur. Þórarinn andaðist eftir alllanga vanheilsu 28. janúar siðastliðinn 62. ára að aidri og verður jarðsunginn í dag- Þórarinn Björnsson var fædd- ur að Víkingavatni í Kcldu- hverfi 19. desember 1905, voru foreldrar hans Björn Þórarins son bóndi og kona hans, Guðrún Hallgrímsdóttir. -- Þórarinn stundaði nám í Gagnfræðaokól- anum á Akureyri á fyrstu árum, sem Sigurður Guðmundsson stjórnaði þeim skóla. Kemu fljótt í ljós gáfur Þórarins og frábærir námshæfileikar, og varð hann einn hinna fyrstu brimbrjóta, sem Sigurður skóla meistari sendi í Menntaskólann í Reykjavík að þreyta þar stúdents próf til að sýna og sanna kennsluhæfni Akureyrarskóia og dug nemenda hans í barátt- unni fyrir að afla skólanum rétt inda til að útskrifa stúdenta. Þessa prófraun leysti Þórarinn a£ hendi með miklum á'gætum, og það var ekki síðasta þraut, sem hann leysti fyrir þá mennta stofnun, en eins konar forspá þess, sem verða skyldi. Framhaldsnám stundaði Þórar inn Björnsson við Sorbonne há- skóla í París og lauk þaðan prófi í frönsku, latínu og uppeldis- fræði. Að loknu háskólanámi réðst Þórarinn kennari að Akur eyrarskóla 1. janúar 1933, en skólinn var þá nýlega orðinn menntaskóli með fullum réttind- um til að brautskrá stúdenta. Mun Sigurði skólameistara bafa þótt miklu skipta, að þessi fjöl- menntaði og gáfaði maður lengd ist Menntaskólanum á Akureyri, enda varð Þórarinn brátt önnur hönd skólameistara, og Þórar- inn átti holla hönd. Mér er Þórarinn minnisstæð- ur frá fyrstu starfsárum hans í Menntaskólanum á Akureyri. Honum fylgdi iifandj andi mennta- og mannúðar, og liann gaf okkur sýn yfir svið, stærri og svipmeiri en við áttum að venjast. Hann var logandi af á- huga á starfi sínu. Hann kenndi af ástríðufullri ákefð, sem að- eins fáum útvöldum er gefin. Hann hreifst af viðfangsefnum sínum, en hitt var þó ekki síður áberandi, hversu hann unni nem endum sínum og lifði sig inn í hug þeirra og tók þátt í högum þeirra. Persóna hans var sem umleikin björtum loga, sem ylj- aði, en brenndi ekki. Þórarinn Björnsson var alla tíð mikill geðhrifamaður, Hann kunni hvorki að daufheyrast né horfa sljóum augum á neitt, sem gerð- ist umhverfis hann. Gleði og sorg gekk honum nær hjarta en flestum eða öllum mönnum, sem ég hef kynnzt um dagana, en skýrleiki hans, sterk skyn- semd og rökvísi vakti yfir örum tilfinningum og skapaði þeim farveg. Frakkland og frönsk menning varð í kennslu Þórarins töfr- andi og tók hug okkar nemenda hans föstum tökum Þórarinn Björnsson var kröfuharður kenn ari, en strangastar kröfur gerði hann þó jafnan til sjálfs sín. -— Fjölhæfni hans og þekking var óvenju alhliða og ótrúlega vfir- gripsmikil. Ég minnist þess, að hann kenndi okkar bekk íslenzka stílagerð einn vetur fyrir Sig- urð skólameistara. Líklega er þessi grein eitthvert vandasam- asta kennsluefni, sem hugsazt getur, en kennsla hans og merki legar athuganir í þessari grein eru mér ógleymanlegar. Hann reifaði þetta hála efni af slíkri rökvísi, að ég get undrazt það enn í dag. Þórarinn talaði ög rit aði sjálfur fagurt íslenzkt mál. Það furðaði enga, að Sigurð ur Guðmundsson óskaði eftir Þórarní Björnssyni sem eftir- manni sínum í sæti skólameist ara, er hann lét af störfum í árs lok 1947. Sigurður treysti Þór- arni öllum mönnum betur íil að annast þá ræktun manndygeða og drengskapar, sem hann sjálf ur leit á sem æðstu hugsjón hvers skólamanns. Honum treysti fráfarandi skólameistari bezt til að halda á lofti merki þessarar stofnunar sem hann hafði kappkostað að hefja til vegs og virðingar. Þórarinn Björnsson var í ríkum mæli gæddur þeim hæfileikum, sem til þessa þurfiti. Enginn efaði gáf ur hans og mannkosti, enginn ef aði trúnað hans og tryggð við Menntaskólann á Akureyri, enda fór lionum stjórn skólans hið bezta úr hendi, þó að starfið yrði sífellt umsvifameira eftir því sem árin liðu og nemendum skólans fjölgaði. Á síðari árum hittumst við Þór arinn á hverju vori, þegar ég var prófdómari við Menntaskól ann. Ég fékk tækifæri til að hlýða á hann brautskrá nemend ur frá skólanum. Það var óvenju fögur og hugnæm athöfn. Við ræddum jafnan margt saman, og mér fannst ekki Þórarinn breyt ast verulega með árunum. Kannski var yfirborðið í geð- strauminum lygnara en verið hafði, er hann var kennari minn, en harin var umleikinn þessum sama bjarta lífseldi, samúðar- skilningur hans líklega dýpri, en kapp lians og áhugi leyndist aldrei. Þegar við kvöddumst fyr ir framan heimavistarhúsið í vor sem leið, datt mér sízt dauð inn í hug. Heilsa hans hafði að vísu brostið, en hann vonaðist eftir bata. Hann var nýkominn að austan frá æskuheimky.nr.um sínum, vorið sveif yfir landinu, og það var bjartur glampi í aug um hans. Þannig kvöddumst við í síðasta sinn. Þórarinn Bjömsson tók aftur til starfa við skóla sinn, en aðeins skamma stund. Sjúkdómur hans tók sig upp að nýju, og nú er hann fallinn á miðjum þessum kalda vetri. Þórarinn Björnsson var manræktarmaður. Hann sáði góðu sæði í hugi og hjörtu nemenda sinna og hverja stund um langan aldur munu hugsjón ir hans, vonir og draumar gróa í brjóstum þeirra, ,sem nufu leiðsagnar hans, sem vermdust við þann loga manngöfgi og mannástar, sem yfir honum skein. Þórarinn Björnsson kvæntist 1946 Margréti Eiriksdóltur, Hjartarsonar rafmagnsfræðings í Reykjavík, mikilli sæmdar- konu, sem jafnan reyndist manni sínum skjól og skjöldur í erfiðu starfi hans. Þeim hjón- Ég þekkti Þórarin Björnsson ekki mikið. En þau kynni, sem ég hafði af honum, báru vitni svo fáguðum og góðviljuðum manni, að ég hef fáum slíkum kynnzt. Líklega hef ég fyrst Aieyrt nafn Þórarins Björnssonar af vörum séra Friðriks Friðriks- eonar. En hann talaði þannig um Þórarin, að ég vissi frá þeirri stundu, að hann væri ó- venjulegur maður Séra Frið- rik sagði, að hann væri há- menntaður maður og auk þess skemmtilegur, en þannig hygg ég, að hann hafi talað um fáa menn. Séra Friðrik var oft prófdómari í latínu við 'Menntaskólann á Akureyri, og h"nn kcnndi mér og Adolf fóstursyni sínum latínu á skólaárum okkar, ekki fyrst og frenwt þá latínu, sem við átt- um að læra í skólanum, held vr ræður Síserós og kvæði F<í»-Hsar Vorið 1935 fór hann einu sinni sem oftar til Akur eyrar til þess að vera þar t prófdómari. Hann bað okkur um að láta sig hafa meðferð is bréf norður á latínu. Við skrifuðum bréfið. Þegar hann kom til baka, sagði hann okk ur, að sá, sem bezt hefði skemmt sér yfir bréfinu, hefði verið ungur kennari, Þórarinn Björnsson, sem sér hafi fall- ið framúrskarandj vel við og lýsti á þann hátt, sem að fram an segir. Löngu seinna sagði Þórarinn mér, að séra Friðrjk hefði lesið bréfið fyrir þá kenharana og spurt þá, hvort þeir fyndu nokkra villu í því. Þórarinn sagðist hafa orðið að játa, að villan væri engin, en þó verða að vekja athygli á því, að bréfritaramir bæðu í lok bréfsins ,,hina ódauðlegu guði“ rómverskra manna en ekki „hinn eina sanna guð“ kristinna manna að blessa. menntaskólann á Akureyri. Þór arinn sagði, að hinum mikla guðsmanni hefði ekki brugðið hið minnsta, heldur hafi hann svarað: ,,Ég hef kennt þeim latínu, en ekki guðfræði”. Mikið er rætt um skólamál þessi misseri og er það að vísu ekki nýlunda. Þórarinn Björns son talaði hvorki né skrif- aði mikið um skólamál, en hann vissi þeim mun betur hvernig góður skólamaður á að lát^ gott af sér leiða. Þórarinn Björnsson var ekki maður hins svo kallaða nýja tíma, Hann var maður allra tíma, fortíðar og framtíðar. Boðskapur hans var einlægni og góðvild, sið- fágun og sjálfsstjórn. Hann gerði sér auðvitað ljósa grein fyrir gildi þeirrar rökréttu hugsunar, sem heilinn myndar en samt var mál hjartans hans mál. Fáir, mæltu betur á þá tungu, og margir munu hafa lært mikið af orðum hans. All ir vissu, að allt, sem hann sagði, var mælt af heilum hug og kom beint frá hlýju hjarta. Einmitt' nú á öld stórstígra framfara og ótrúlegrar tækni, er mikil eftirsjá að Þórarni Björnssyni. Hann var maður menningar, sem er á meira undanhaldi en skyldi. í mín um augum var hann einn bezt ur fulltrúi þess viðhorfs í skólamálum og þjóðmálum, s^m ég trúi, að sé hollt og gott. Við fráfall hans á ég þá ósk heitasta, að hans sjónar- mið veikist ekki, heldur styrk ist. Það afl, sem Þórarinn Bjornsson studdist við og treysti á, að yrði björg manns ins, var ekki orka efniskjarn- ans, heldur afl skilnings og góðvildar. Það merki, sem hann bar, bæði vel og hátt, má ekki falla. Gylfi Þ. Gíslason. £ 6. íeb/úar 1363 — ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.