Alþýðublaðið - 10.02.1968, Qupperneq 1
Laugardagur 10. febrúar 1968 — 49. árg. 33. tbl. — Verð Kr. 7
Ihe Guardian í ritstjórnargrein:
Leitum ráða
hjá skip-
stjóra Óðins
HÓFUÐKÚPA
ÍKS RAUÐA?
„SÝNING EIRÍKS RAUÐA“
vcrður opnuð íslenzkum al-
menningi í Þjóðminjasafninu'
í Reykjavík klukkan 16 í dag,
laugardag, Hún verður síðan
opin daglega til 3. marz frá
klukkan 14 til 22 e. h. Sýn
ing þessi var haldin v'ið ágœt
ar undirtektjr í Kaupmanna-
Höfn síðastliðið sumar og fjail
ar. eins og nafnið bendir til,
um vist norrænna manna á
Græniand'i að fornu, Var það
fyrir sérstakan velvilja
danskra safnyfirvalda, að sýn
ingin fékkst hingað til lands,
eftir því sem Kristján Eld-
járn, hjóðminjavörður, hefur
skýrt Alþýðublaðinu frá. Með
sýningunnl kemur danskur
arkitekt, Knud Krogh, og
vinnur hann að uppsetningu
hennar ásamt islenzku starfs.
liði. Héðan fer sýningin vænt
anlega til Oslóar. Á „Sýningu
Eiríks rauða“ kennir margra
grasa, allt frá r'isavöxnum
uppdrætti af hinni kunnu
Þjóðhildarkirkju til líkams-
leifa norrænna manna, sem
fundizt hafa við uppgröft á
Grænlandi. Þar á meðal er
hauskúþa frá Brattahlíð, sem
vel gætj verið af Eiríki rauða.
Þá má cinnig sjá þarna forn
an fatnað, er til landsins hefur
borizt og vitnar um erlend
menningaráhrif; leifar veiðí-
dýra o. fl.
Sýning þessi á tvímælalaust
erindi við íslendinga og ættu
sem flestir, ungir og gamlir,
að gera sér erindi upp í Þjóð
minjasafn þessa dagana.
HIÐ VIRÐULEGA brezka dag-
blað „The Guardian“ birti á
fimmtudaginn ritstjómargrein
um togaraslysin við ísland. Þar
er fyrst rætt um hina væntanlegu
opinberu rannsókn, sem ákveðin
hefur verið. Síðan er fjallað um
margvísleg ráð til að draga úr
ís'ingu á skipum, minni yfirbygg
ingu, notkun hita, möstur semi
má draga inn, stærri skip með
Iægri þyngdap.unkti. Segir, að
togurum eins og þeim, sem fór
ust, hvolfi, ef 150 tonn af ísi
setö-t á vfirbyggingu þeirra.
Þá segir Guardian, að Bretar
verði að minnast þess, að aðrar
þjóðir viti líka mikið um togara-
veiðar, þótt Hull, Grimsby og
Fleetwood séu þar brautryðjend-
ur. Það veki athygli, að Rúss-
ar, Norðmenn, Danir, Belgar og
Frakkar hafi ekki misst sín skip.
Síðan lýkur ritstjórnargreininni
á þessa leið:
„En maðurinn, sem næstum ör-
ugglega veit meira en nokkur ann
ar um það, sem gerðist á ísa-
f jarð;)r djúpi á sunnudagskvöld,
er skipstjórinn á íslenzka varð-
skipinu Óðni. Honum tókst að
sigla skipi sínu og fylgjast með
því, sem gerðist, við aðstæður,
.. ji
j sem gerðu önnur skijp bjargar-
1 laus. Honum tókst meðal annars
að bjiarga skiipbrotsmcjanmm á
Notts County. Hvernig fór Óðinn
sem er ekki miklu stærri eða afl-
meiri en togari, að forðast ís-
ingu, sem gerði út af við Ross
Cleveland? Skipstjórann á Óðni
ætti að kalla sem rannsóknarvitni
er menn bera mikla virðingu fyr-
ir.”
SH rekur
fiskbari
í NÝÚTKOMNU liefti tima-
ritsins „Frjálsrar verzlunar" er
m. a. frá því skýrt, að Sölumið-
stöð íslenzku hraðfryntihúsanna
reki nú 25 fiskbari í London.
Sölum'iðstöðin keypti og tók á
leigu nokkra fiskbari í London
fyrir tíu árum; siðan, hefur þeiin
töðugt fjölgað og er heildnrvelta
þeirra áætluð 31 mill.ión króna
á þessu ári. Heildarvelta fiskbar-
anna árið 1966 var uin 25 m'illjón
ir króna og er því um aukna
eltu að ræða.
Sjávarúfvegsmálaraðherra á Fiskiþingi:
Fiskifélagið “ljósmóðir„
rannsóknarstofnananna
Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra ávarpaði fiski-
þing í gær. í ávarpi sínu vék hann að þeim málum, sem nú eru
efst á baugi á sviði sjávarútvegsmála og fer höfuðefni ræðu hans
liér á eftir:
1. Sú spurning hefur verið á
leitin, hvort ekki hefði verið
rétt að lækka gengið meira en
gert var. Aðalástæða þess að
ríkisstjórn og Seðlabankj á-
kváðu ekki meiri hækkun er-
lends gjaldeyris en 33% var
sú, að ekki var búizt við að
launþegasamtökin sættu sig
við meira gengisfall án kröfu
gerðar um almennar kaup-
hækkanir. í annan stað var
viö því búizt, að minna yrði
úr endurskipulagningu útflutn
ingsframleiðslunnar, ef gengis
breytingin yrði svo rúm að af
koman væri tryggð án slíkrar
skipulagningar. Ennfremur
voru það mikilvæg rök gegn
rúmri gengisbreytingu hve
misjöfn afkoma hinna ýmsu
greina framleiðslunnar virtist
mundu verða, og varð að gera
ráð fyrir að þær greinar, sem
bezt stæðu sig legðu nokkuð
til hinna, sem hefðu lakari af
komu.
2. Það ófremdarástand er nú
ríkir í togveiðimálum ber að
lagfæra, annað hvort með því
að framfylgja núgildandi lög
um og þeim sektarákvæðum
er þau gera ráð fyrir, eða að
rýmka núgildandi ákvæði og
setja ströng viðurlög, sem síð
an yrðu framkvæmd í reynd.
3. Tillögur Hafrannsóknarstofn
unarinnar um ráðstafanir til
verndar sildarstofnunum sunn-
an og suða"=tanlands eru nú í
athugun í ráðuneytinu og verð
Framhald á 11. síðu.
Væntanleg |
tillaga um \
landhelgiria j
í svari við fyrirspurn á |
Fiskiþingi í gær, skýrði sjáv- =
arútvegsmálaráðherra Egg- |
ert G. Þorsteinsson' frá því, f
að væntanleg væri á alþ-ngi |
þingsá'lyktunartillaga um =
rýmkun veiðiheimilca inn- =
an landhelgi; skýrði hann frá I
því, að verið væri að vinna |
að tillögu, sem menn úr öll- f
um flokkum gætu sætt sig i
við og hægt væri að :iá sem I
breiðastri samstöðu um, en |
ekki kvaðst ráðherrann telja 1
líklegt að nokkur ilokkur I
væri óskiptur í þessu máli. f